Morgunblaðið - 09.02.2007, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 43
framandi torgum og kveðum af
raust, munum við finna fyrir henni í
hjörtum okkar og heyra í henni í
hlustum okkar og þar með tryggir
hún það að allt verður rétt með farið.
Okkur finnst því vel við hæfi að
kveðja kæra mágkonu, þjóðhátta-
fræðinginn og kvæðakonuna góðu
með nokkrum vísum eftir Ólínu
Andrésdóttur þar sem hún yrkir um
hversdagsstörfin:
Ég hef frammi í klettakór
kindur sótt og rekið
mjólkað kýr og mokað flór
moð úr básum tekið.
Tínt hef ber og títt í vind
tölt um móabörðin
hleypt í skyr og hellt á grind
hirt og klofið svörðinn.
Þó gæfist mér ei gull í mund
og grátt mig léki þörfin
ég hef marga yndisstund
átt við hversdagsstörfin.
Ingibjörg, Sigrún og
Steinunn Hjartardætur.
Langt er orðið síðan Hallgerður
kom inn í fjölskyldu mína. Hún var
fyrsta kærastan hans Árna bróður
svo ég vissi. Þetta var stór og stæði-
leg sveitakona austan af landi, frekar
undirleit og feimin. Það kom í ljós að
hún lumaði á ýmsu að austan, frá-
sögnum, vísum og ljóðum, var greini-
lega límheili á slíkt. Hún kom úr gró-
inni sveitamenningu. Tungutakið var
kjarngott og sýndi skarpan skilning
og frumlega kímnigáfu. Hún sló
samt ekkert í gegn strax og maður
kynntist henni bara hægt og hægt.
Halla og Árni voru ung og tóku að
móta hvort annað. Mjög ólíkar
manneskjur sem fengu þó smám
saman líkt lífsviðhorf og smekk, og
svipaðan húmor. Þau voru alltaf
samlynd og æ því meir sem árin liðu
eins og gerist í góðum hjónaböndum.
Heppilegt var að bæði voru fé-
lagslynd og þau eignuðust marga og
afar trygga vini. Hús þeirra var allt-
af opið og enginn hinna mörgu gesta
virtist nokkru sinni trufla þau. Fyrir
utan að reka heimilið og ala upp
börnin gerðu þau æði margt saman:
vinstripólitík, áhugaleiklist, söngur,
rímnakveðandi. Ekki síður útivist og
ferðalög um landið, gangandi og ak-
andi, nutu sín þá vel, fræðandi hvort
annað og aðra um sögu þjóðar og
náttúru. Rugluðu m.a.s. saman
fræðigreinum sínum þegar þau
skrifuðu saman bók um manngerða
hella.
Þetta segir svo sem fátt enda
mega orð sín lítils. Þau liðu svona ár-
in, þrjátíu og rúmlega það, við leik og
starf og súrt og sætt. Þá tók sig upp
gamalt krabbamein og útlitið varð
dökkt á læknamáli. En Halla æðr-
aðist ekki og þau hjón ræddu ekki
um dauðann. Þau tóku ákveðna
stefnu á líf og héldu henni alla tíð.
Með þrítugan hamarinn gapandi á
aðra hlið hafa þau gengið áfram,
samstiga sem aldrei fyrr, og tekið
þátt í samfélaginu eins og kraftar
hennar leyfðu. Þau fóru ótal ökuferð-
ir, langar og stuttar, um landið.
Halla sagði að sér liði vel í bílnum.
Þau stunduðu stíft kvikmyndahús,
leikhús, tónleika og annað það sem
huganum lyftir. Það er til marks um
þetta viðhorf að fram eftir janúar
síðastliðnum stefndi hún að því að
halda upp á áttræðisafmæli tengda-
móður sinnar á Kanaríeyjum. Það
tókst þá ekki. Að þessu loknu má
þakka fyrir gjöfular samvistir og
segja með Jónasi:
Hvað er langlífi?
Lífsnautnin frjóva,
alefling andans
og athöfn þörf...
Þórarinn Hjartarson.
Halla var konan sem kunni svo
margt og mundi allt. Hún var vísna-
og sagnasjóður. Hún kunni alla
söngtexta utan að, gamla sem nýja,
góða sem vonda. Öll erindin. Á gleði-
stundum hætti það aldrei að vekja
undrun. Alltaf mátti spyrja hana um
fræðin og hún átti svörin: Hvenær
fóru Íslendingar að drekka te? Hvað
er döndull eiginlega?
Halla menntaði sig vel, náði góð-
um árangri í fræðum sínum og hlaut
mikinn hljómgrunn meðal leikra sem
lærðra. Hún var áhugasöm elju-
manneskja og skilaði drjúgu verki.
Þess njótum við öll um ókomna tíð þó
sárt sé að hugsa til alls þess sem hún
ætlaði sér en auðnaðist ekki að ljúka.
Fráfall hennar á besta aldri er óbæt-
anlegur skaði fyrir íslenska þjóð-
menningu.
Ljóðabókin hennar, Í ljós, kom út
hjá Sölku 2004 og er óhikað ein af
bestu ljóðabókum síðari ára á ís-
lensku. Bók sem kom á óvart þeim
sem ekki þekktu höfundinn og gaf
fyrirheit um meira.
Mest er þó eftirsjáin að Höllu
sjálfri, heilindum hennar og hlýju,
glaðværð og velvild. Fyrir því finna
þeir nú sárast sem hún elskaði heit-
ast og unnu henni mest: Árni mað-
urinn hennar, besti vinur hennar og
samherji í blíðu og stríðu, synirnir
Guðlaugur og Eldjárn, móðir hennar
Sigrún, systkini, frændfólk, tengda-
fólk og vinir.
Við sendum þeim öllum samúðar-
kveðjur og hlýjar hugsanir.
Unnur og Þórarinn.
Í dag kveðjum við kæra sam-
starfskonu, Hallgerði Gísladóttur,
fagstjóra þjóðháttasafns Þjóðminja-
safns Íslands. Hallgerður var mikils-
metinn fræðimaður og liðsmaður
Þjóðminjasafnsins, og bar hróður
þess víða. Árið 1982 var Hallgerður
fastráðin við Þjóðminjasafn Íslands
og árið 1995 tók hún við stöðu deild-
arstjóra þjóðháttadeildar og síðar
fagstjóra þjóðháttasafns, sem hún
gegndi til dauðadags.
Hallgerður hóf fyrst störf fyrir
Þjóðminjasafnið árið 1976 er hún tók
þátt í söfnunarátaki þjóðfræða.
Smám saman tók eitt svið öðrum
fremur hug hennar fanginn, en það
var matarmenning íslensku þjóðar-
innar. Hún vann að viðamikilli söfn-
un fróðleiks um forna matarhætti og
var alla tíð í farsælu sambandi við
heimildarmenn safnsins sem skiptu
hundruðum. Þannig öðlaðist hún yf-
irgripsmikla þekkingu á hinum
mörgu sviðum þjóðháttanna um leið
og hún styrkti tengsl Þjóðminja-
safnsins við landsmenn. Fyrir störf
sín á þessu sviði er Hallgerður þekkt
langt út fyrir landsteinana.
Hallgerður náði miklum árangri á
sérsviði sínu og var jafnan reiðubúin
að takast á við ný verkefni af fag-
mennsku, dugnaði og frjórri hugsun.
Hún miðlaði þekkingu sinni og ár-
angri rannsókna á margvíslegan
hátt. Hún flutti víða fyrirlestra,
skrifaði fjölda greina og sá um út-
varps- og sjónvarpsþætti um sérsvið
sitt. Aðalrit Hallgerðar, Íslensk mat-
arhefð, kom út árið 1999. Það var til-
nefnt til íslensku bókmenntaverð-
launanna og hlaut viðurkenningu
Hagþenkis og Bókasafnssjóðs höf-
unda. Samhliða starfi sínu við Þjóð-
minjasafn Íslands var Hallgerður
stundakennari á sínu sérsviði við
Háskóla Íslands og átti þannig ríkan
þátt í því að efla tengsl Þjóðminja-
safnsins og Háskólans.
Auk árangurs hennar á sviði rann-
sókna, safnastarfs og ritstarfa var
framlag hennar við gerð hvers kyns
sýninga á vegum Þjóðminjasafnsins
ómetanlegt. Hæst ber þar þátt henn-
ar við undirbúning opnunar Þjóð-
minjasafns Íslands á ný árið 2004.
Þar gegndi hún afar ábyrgðarmiklu
hlutverki við mótun nýrrar grunn-
sýningar safnsins. Hún ritstýrði
margmiðlunarefni sýningarinnar og
var einn aðalhöfundur grunnsýning-
artextans. Þáttur hennar í því krefj-
andi verkefni verður seint fullþakk-
aður. Jafnframt ritaði Hallgerður
vandaða grein í grunnrit Þjóðminja-
safnsins, Hlutavelta tímans. Menn-
ingararfur á Þjóðminjasafni, sem
kom út við opnun grunnsýningarinn-
ar. Auk þess ritstýrði og ritaði hún í
bókina Í eina sæng. Íslenskir brúð-
kaupssiðir, sem út kom árið 2004
með sérsýningu safnsins í Bogasal
sama ár.
Hallgerður var mikilsmetinn safn-
amaður og fræðimaður. Auk þess
sem áður er nefnt kom hún að rann-
sóknum á manngerðum hellum, tók
þátt í leiklistarstarfi, var ljóðskáld
og lagði sitt af mörkum í varðveislu á
kveðskap og rímum. Þannig kom
Hallgerður víða við á sínum ferli,
sem brautryðjandi og fagmaður með
góða yfirsýn og þekkingu.
Fyrir hönd Þjóðminjasafns Ís-
lands þakka ég Hallgerði Gísladótt-
ur fyrir hennar merka og framúr-
skarandi framlag til þjóðminjavörslu
og þjóðháttafræða á Íslandi. Ævi-
starf hennar er umfangsmikið og
sýnilegt. Einnig vil ég þakka fyrir
gefandi samstarf og vináttu. Fyrir
hönd samstarfsmanna votta ég eig-
inmanni hennar, Árna Hjartarsyni,
og sonum þeirra, Eldjárni og Guð-
laugi Jóni, mína dýpstu samúð.
Heiðruð sé minning Hallgerðar
Gísladóttur.
Fyrir hönd Þjóðminjasafns Ís-
lands,
Margrét Hallgrímsdóttir.
Við andlát Hallgerðar Gísladóttur
er þungur harmur kveðinn að fjöl-
skyldu hennar og vinum. Hún var
mannkostum búin, glæsileg kona að
allri gerð, sem stóð djúpum rótum í
íslensku umhverfi og menningu.
Ung að árum lagði hún rækt við ís-
lenskar fornbókmenntir og las af
kappi um þær Brynhildi Buðladóttur
og Guðrúnu Ósvífursdóttur, for-
mæður sínar, og gott þótti henni á
þeirri tíð að ræða um Egils sögu og
Njáls sögu. Var þá viðbúið að hún
legði stund á íslensk fræði.
Í fyllingu tímans skipaði Hallgerð-
ur sér í fremstu röð íslenskra þjóð-
háttafræðinga, gerðist mikilvirkur
rannsakandi og kynnti niðurstöður
sínar í vönduðum bókum og fjölda
ritgerða sem birtust í blöðum og
tímaritum, bæði heima og erlendis.
Þættir hennar í ljósvakamiðlum um
þjóðháttafræði vöktu athygli og nutu
vinsælda. Höfuðeinkenni á vísinda-
ritum Hallgerðar eru meðal annars
þau að í stað þess að vera tyrfin eru
þau bráðskemmtileg aflestrar. Þar
fellir höfundur sinn eigin húmor
jafnvel í fyrirsagnir ritgerða. Árið
1999 var bók hennar Íslensk matar-
hefð, sem er vísindarit, útnefnd til
Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Segir það sína sögu. Freistandi væri
að ætla að hér gæti áhrifa frá forn-
íslenskum bókmenntum, þar sem
jafnræði vísinda og frásagnarlistar
var til prýði. Hitt er þó sennilegra að
samræmi þessara þátta í ritverkum
Hallgerðar beri öðru fremur með sér
eiginleika og upplag sjálfs höfund-
arins.
Hallgerður var ljóðskáld, eins og
bók hennar Í ljós frá árinu 2004 er til
vitnis um. Ekki má heldur gleyma
ljóðum, rímuðum eða órímuðum eftir
atvikum, sem hún færði ekki til bók-
ar en orti þó inn í hug samferðafólks
síns sem varðveitir þau í minning-
unni.
Við Margrét minnumst Hallgerð-
ar með þakklæti. Hér í Kanada
dvaldist hún um skeið sjálfri sér og
íslenskri þjóð til sóma. Við sendum
fjölskyldu hennar samúðarkveðjur.
Gott verður að minnast hennar.
Haraldur Bessason.
Við andlát Hallgerðar vinkonu
minnar verða öll orð fátækleg.
Við kynntumst sumarið 1971 í
sumarvinnu í Hótel Reynihlíð við
Mývatn, þar sem við vorum herberg-
issystur. Mér leist strax vel á Höllu,
eins og hún var alltaf kölluð. Hún var
stór og myndarleg stúlka, hafði fal-
legt ljóst hár og hreinan og einarðan
svip. Við vorum jafnaldra, 19 ára
gamlar, og áttum margt sameigin-
legt. Okkur dreymdi um betri heim
og vorum innilega hneykslaðar á
auðhyggju og óréttlæti í samfélag-
inu. Leiðir okkar lágu áfram saman.
Halla kynntist raunar manninum
sínum, honum Árna, í gegnum mig,
og tel ég mér það hiklaust til tekna
og ætla að tíunda við Gullna hliðið ef
ég næ þangað. Á seinni árum vorum
við vinkonurnar svo gæfusamar að
deila ýmsum áhugamálum. Við
stunduðum útivist, oft tvær saman,
eins mikið og við gátum og höfðum
jafnan miklar áætlanir í gangi á því
sviði.
Halla var sagnfræðingur að
mennt, eins og aðrir munu vafalaust
gera betri grein fyrir. Starf hennar
varð til að glæða áhuga minn á sagn-
fræði, einkum sögu íslenskrar þjóð-
ar. Eitt sumar vann ég hjá henni við
spurningasöfnun á vegum þjóðhátta-
deildar. Löngu síðar skemmtum við
okkur vel saman þegar hún aðstoð-
aði mig við öflun heimilda í grein sem
ég skrifaði um sögulegt efni af held-
ur óhugnanlegum toga: morðmál, af-
tökur og beinauppgröft í Húnavatns-
sýslum norður. Við stallsystur fórum
skemmtilega „rannsóknarferð“
þangað. Við heimsóttum fólk á
Vatnsnesi og í Sveinsstaðahreppi,
stóðum í kirkjugarði í haustslagveðri
og á Þrístöpum í draugalegu rökkri.
Margt fleira höfðum við áætlanir um
að bralla saman. Bók um útivist var
þar efst á blaði, það veitti okkur kær-
komna afsökun til að stinga af frá
hversdagsskyldum út í náttúruna:
nú hét slíkt athæfi vinnuferð. Sömu-
leiðis hafði starfssvið mitt í öldrunar-
hjúkrun þróast á þann veg að við
sáum fram á ýmis samstarfstækifæri
tengt því.
En veikindin komu, snöggt og
óvægin. Halla barðist hetjulega við
krabbameinið. Markmið hennar var
auðvitað að ná bata, en ekki síður að
lifa með þeirri reisn sem sjúkdóms-
ástandið frekast leyfði. Og þeim ár-
angri náði hún, oft svo að allir við-
staddir undruðust.
Árni stóð þétt við hlið konu sinnar
í þessari baráttu og virtist hafa fleiri
stundir í sólarhringnum en aðrir
menn. Í miðjum veikindunum gaf
hann út vandaðan hljómdisk með
lögum og ljóðum eftir sjálfan sig.
Það var glæsileg yfirlýsing and-
spænis veikindum og yfirvofandi
dauða. Ógleymanlegir verða útgáfu-
tónleikarnir hans sem Halla sat, þó
þróttur og heilsa leyfði það varla.
Að Höllu stendur fjölmenn fjöl-
skylda og tengdafjölskylda og auk
þess stór vinahópur. Allir syrgja nú
vin í stað. Nú eru aðeins minning-
arnar eftir og söknuðurinn er sár.
Innilega samúð votta ég Árna vini
mínum og sonum þeirra Höllu, Gulla
og Eldjárni ásamt unnustum þeirra.
Sömuleiðis Sigrúnu móður hennar
sem nú sér eftir fjórða barni sínu,
systkinum hennar, fjölskyldu allri og
tengdafjölskyldu.
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir.
Hallgerður Gísladóttir var einn af
mörgum traustum starfsmönnum,
sem Þjóðminjasafnið hefur haft þá
gæfu að hljóta. Hún starfaði þar um
langt árabil, nánast alla starfsævi
sína, fyrst sem lausráðinn starfs-
maður við þjóðháttasöfnun í þjóð-
háttadeild safnsins, síðan varð hún
fastur starfsmaður deildarinnar og
loks veitti hún henni forstöðu frá
árinu 1995.
Hallgerður var búin þeim kostum,
sem góður safnmaður og starfsmað-
ur þarf að hafa. Hún var sérfróð um
mörg svið íslenzkrar þjóðmenning-
ar, hafði hlotið háskólamenntun
bæði vestan hafs og hér heima, hún
var samvizkusöm og starfsöm, stofn-
unarholl og átti góðmannleg sam-
skipti, sem er mikilvægur eiginleiki í
því starfi sem hún gegndi, þar sem
þarf að eiga samskipti við fjölda
manns víðs vegar.
Sérþekking Hallgerðar var matar-
gerð Íslendinga fyrr á tíðum. Þar
þekkti hún betur til en aðrir. Hún
var alin upp í sveit og hafði þar
kynnzt að marki gamla sveitalífinu
og lífskjörum fólks fyrrum, þótt
meginstoðir þjóðfélagsins væru að
vísu orðnar aðrar þá en áður. Enn
eimdi eftir af gömlum starfsháttum
og hugsunarhætti fólks, ekki sízt
hvað lífsbjörgina snerti. Hún var víð-
lesin í þjóðháttafræðum og hafði
rannsakað og safnað margvíslegum
heimildum um þjóðlíf og þjóðhætti
hvarvetna, einkum þó á sérsviði sínu,
og því varð hún okkar helsti sérfræð-
ingur þar. Þessi sérhæfing Hallgerð-
ar birtist síðan í rannsóknum henn-
ar. Hún skrifaði bókina Íslensk
matarhefð, er kom út árið 1999, um
matargerð Íslendinga fyrrum,
geymslu matvæla og matarsiði. Þá
sá hún um gerð sýningar um eldhús-
ið og eldhússtörf, Hvað er á seyði, í
Þjóðminjasafninu árið 1987, og hún
var annar af tveimur höfundum og
ritstjórum bókarinnar Íslenskir
brúðkaupssiðir, sem út kom árið
2004.
Þekking hennar og áhugi náði
langt út fyrir veggi búrs og eldhúss.
Hún samdi ásamt öðrum bókina
Manngerðir hellar á Íslandi, og fór
margar rannsóknar- og könnunar-
ferðir í því skyni um landið. Sjálfur
reyndi ég það margsinnis, að þekk-
ing hennar og áhugasvið var víð-
feðmt og stundum leitaði ég í smiðju
til hennar.
Hallgerður var vinsæl og vel látin í
starfi. Hún vann traust og vináttu
samstarfsfólks og annarra þeirra,
sem hún átti samskipti við. Hún var
glaðlynd, mannblendin og gerði að
gamni sínu með smákímni.
Allir verða að hlíta örlögum sín-
um. Sárast er að verða að sjá á bak
fólki í blóma lífsins, sem hefði átt svo
mörgu enn óskilað af æviverki. Við
gamlir samstarfsmenn Hallgerðar
innan þjóðminjavörzlunnar geymum
góðar minningar um hana og þökk-
um henni samfylgdina og það sem
hún gaf þjóðinni í verkum sínum.
Þór Magnússon.
Við hjónin viljum minnast í örfá-
um orðum Hallgerðar Gísladóttur og
þakka fyrir þau ríflega 30 ár sem við
þekktum hana.
Halla var stór persónuleiki og lit-
rík manneskja, bæði hið innra og
ytra. Hún var í senn vitur og hlý og
alltaf áhugasöm og gefandi í sam-
ræðum og athöfnum. Tilgerð og yf-
irborðsmennsku var ekki að finna í
hennar persónugerð. Hún hafði ást á
ljóðum og söng og kunni ógrynni af
kveðskap, allt frá dróttkvæðum til
dægurlagatexta. Hún var í senn
skáld og fræðimaður, rammíslensk
og víðlesin.
Með Höllu er fallin valkyrja. Hún
háði langa baráttu við mein sitt af
einstöku æðruleysi og veitti okkur
um leið von og trú á að hægt væri að
sigrast á þeim vágesti. Hennar verð-
ur lengi saknað meðal þeirra sem
nutu þeirrar gæfu að þekkja hana.
Við vottum öllum hennar nánustu
okkar dýpstu samúð í sorginni.
Íris og Hjörleifur.
Við Hallgerður störfuðum hlið við
hlið í næstum aldarfjórðung. Fyrstu
tengsl hennar við þjóðháttadeildina
voru þegar hún tók þátt í heimilda-
söfnun stúdenta sumarið 1976.
Næstu ár vann hún í hlutastarfi við
úrvinnslu á öllum þeim afrakstri og
ýmis önnur verkefni þar til hún var
fastráðin starfsmaður og tók að lok-
um við sem deildarstjóri. Það lá við
að samvinna okkar þróaðist í eins-
konar systkinasamband.
Hallgerður komst brátt í mjög ná-
ið og lifandi samband við heimildar-
menn deildarinnar sem skiptu
hundruðum og reyndi að heimsækja
þá eftir því sem tíminn leyfði og afla
nýrra. Hún gat talað við gamlar kon-
ur af annarskonar innsæi en við karl-
arnir, og á hinn bóginn lifnuðu gaml-
ir skröggar allir við að fá þessa
föngulegu konu í heimsókn og þó
ekki væri nema eiga við hana símtal
eða bréfaskipti. Hún öðlaðist mjög
yfirgripsmikla þekkingu á hinum
mörgu sviðum þjóðháttanna. Hún sá
öðrum fremur um að skipuleggja
starf stúdenta á dvalarheimilum
aldraðra þau fimm ár sem heilbrigð-
isráðuneytið veitti styrk til að spyrja
vistmenn um daglegt líf í æsku
þeirra.
Smám saman tók þó eitt svið öðru
fremur hug hennar fanginn, en það
var matarmenning íslensku þjóðar-
innar. Þessum sjálfsagðasta þætti
daglegs lífs hafði hingað til lítt verið
sinnt skipulega. Það var nokkur lífs-
reynsla að bragða á þeim réttum
sem hún prófaði úr hinni gömlu mat-
arhefð. Hún sat árum saman í Mat-
ráði Kvenfélagasambandsins,
Klúbbs matreiðslumanna og Ríkis-
útvarpsins sem vann að söfnun gam-
alla mataruppskrifta og öðrum fróð-
leik um matarhætti. Hún sá um
þætti í hljóðvarpi og sjónvarpi í
tengslum við þessa söfnun upplýs-
inga. Í því skyni heimsótti hún öðru
hverju ákveðin svæði út um landið.
Einnig sótti hún margar alþjóðlegar
ráðstefnur á þessu sviði.
Þeim sem kynntust þessari gal-
vösku konu á ráðstefnum, fyrirlestr-
um eða í fjölmiðlum, kemur kannski
á óvart, að hún var lengi vel treg til
að taka slíkt að sér þrátt fyrir nokk-
urn þrýsting. Því olli fræðileg var-
kárni hennar og efi um að hún væri
SJÁ SÍÐU 44