Morgunblaðið - 09.02.2007, Page 44

Morgunblaðið - 09.02.2007, Page 44
44 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR enn í stakk búin. Um leið og hún braut ísinn reyndist hún svo brátt einsog fiskur í vatni. Innan sem utan safnsins var Hall- gerður aðsópsmikil í félagsmálum, lífsglöð og söngglöð. Hún varð einn helsti skipuleggjari við samkvæmi starfsfólks. Hún tók þátt í ýmsum fé- lagsskap sem lá utan hins vana- bundna og sumum þótti alvörulítill, starfaði með leikfélaginu Hugleik, ferðafélaginu Vinir og vandamenn, baldýringafélaginu Baugalín, Kór al- þýðumenningar, Kvæðakonunni góðu og Kvenfélaginu Vorhvöt sem meðal annars stóð fyrir fjársöfnun handa Álverinu í Straumsvík þegar það átti við hvað bágust kjör að búa vegna okurverðs á raforku, blautra rafskauta og fleiri hremminga snemma á níunda áratugnum. Svo var hún skáldmælt. Enda þótt Hallgerður hefði ein- dregnar skoðanir á ýmsum þjóð- þrifamálum, svosem andstöðu við hersetu, og skopaðist að helgum dómum einsog lögmálum markaðar- ins eða frelsi fjármagnsins, var hún ótrúlega umburðarlynd gagnvart þeim sem voru henni ósammála og jafnvel þótt þeir væru heldur óskemmtilegir. Manni gat jafnvel fundist nóg um hvað hún var jákvæð án þess að vart yrði við nokkurn falskan tón. Öll návist hennar var einkar hlýleg og frá henni stafaði jafnan einhverri innri birtu. Hún er ein af þeim óskyldu manneskjum sem ég sé hvað mest eftir. Árni Björnsson. Fyrir rúmlega tíu árum var form- lega stofnaður félagsskapur nokk- urra kvenna sem allar þekktust eitt- hvað og einhvern veginn, mismikið þó. Skyldi þetta verða saumaklúbbur og heita Baldýringarfélagið Baugal- ín. Fjórtán konur töldust þar saman, jafn misjafnar og þær eru margar. Nú, við fráfall Höllu, er höggvið skarð í þann hóp. Stórt skarð. Halla. Þessi ljóshærða, hávaxna, fallega kona – eins og drottning hvar sem hún kom. Á tímum svartrar tísku og dökkra lita var Halla falleg- ust í skærum, hreinum litum, bláu, bleiku. Ljóst hárið þyrlaðist kring- um brosandi andlitið og bláu augun blikuðu eins og stjörnur. Halla. Söngvin og söngelsk. Og kunni allar vísur sem ortar hafa ver- ið á Íslandi. Var leikandi hagmælt sjálf. Kvað stemmur af list. Halla. Matkonan – á hvorn veginn sem við viljum skilja slíkt orð: Hún kunni að elda allan mat, bæði fornan og nýjan, það var hennar sérsvið. Og hún kunni líka að njóta hans. Fátt þótti henni betra en feitt ket. Á ár- legri árshátíð Baugalínar þegar við hinar reyndum að finna upp stöðugt meira nýmóðins uppskriftir kom Halla alltaf með sama þjóðlega for- réttinn í stíl sinnar sérþekkingar: rúgbrauð með feitum magál og brennivínssnafs. Halla. Sem lagði rækt við arf kyn- slóðanna í sögum og ljóðum. En líka í verkmenningu og fróðleik. Í þann sjóð sótti hún, hvort heldur var eftir fjallagrasakeimi í hvítlauksbrauðið eða birkibragði í kamilluteið. Hún hafði lag á að tengja nýtt og gamalt þannig að hvort tveggja nyti sín. Við tímamót í lífi Baugalína tilheyrir að setja saman kveðskap þar sem ekki er leyft að kvika mikið frá hefð- bundnum bragreglum. Þar var Halla betri en engin. En hún tók skáldskap líka alvarlega og eftir hana kom út ljóðabók fyrir tveimur árum. Í ljós, nafnið sem hún valdi ljóðabókinni sinni, er lýsandi dæmi um sýn henn- ar á lífið. Halla. Hún þekkti nafn á hverri jurt og vakti athygli okkar oftar en ekki á hinu smáa í náttúrunni og feg- urð þess, litlu blómi að springa út, fallegum steini, skel í fjöru. Hafði yndi af að ferðast um landið sitt, sofa í tjaldi með Árna, setjast með harð- fiskbita á stein. Halla. Gleðskaparkonan og gest- gjafinn. Þótti gaman að fá gesti og gerði vel við þá. Í mat og drykk og skemmtilegum samræðum, söng og kveðskap, sögum og fróðleik. Á mán- aðarlegum fundum Baugalínar ber allt á góma sem skiptir máli í lífinu, við fylgjumst hver með annarri, hvað við erum að bardúsa hver á sínu sviði, hvernig börnin pluma sig eftir því sem þau vaxa úr grasi, hvernig atvinnumál og heilsufar arta sig. Baugalínarfundir eru næstum há- heilagir og fátt kemur í veg fyrir að við mætum á þá. Nú munum við sakna vinar í stað. Við fórum líka saman í ferðalög. Einu sinni fórum við til Búdapest. Æddum milli listasafna, veitinga- staða, kústabúða, markaða, strætis- vagna og gufubaða. Drukkum dálít- inn bjór og svolítið vín. Vorum glaðar. Hlógum. Ein týndist. Önnur villtist. Nokkrum var hent út úr neð- anjarðarlestinni – Höllu þar á meðal. Hún hló dátt og dillandi. Í gufu- baðinu hló hún enn meira. Þar stóð- um við, hvítir allsberir kellinga- kroppar, misstórir á lang- og þverveginn, vafðar í blauta léreftss- nepla sem vart huldu meira en lauf- blað Evu forðum. Við fórum til Kaupmannahafnar – þá að heimsækja Höllu og Árna sem dvöldu þar um nokkurra mánaða skeið. Í tveggja herbergja skápíbúð tók Halla á móti okkur af rausn. Þar vantaði hvorki gestrisni né húsrúm. Og við fórum á söfn og veitingahús og drukkum bjór og vín og Árni fékk að vera Baugalína í hálfan dag. Það fannst þeim hjónum gaman. Síðastliðið vor fórum við til Ítalíu. Gengum þar um fjöll í viku. Þá var Halla búin að vera veik í heilt ár en talin á batavegi. Og hún kom með. Og hún gekk. Og gekk og gekk. Meiri fjallagarp höfum við aldrei séð en Höllu þá. Þreytt var hún. En hún varð að ganga með. Og sitja með okkur frameftir á kvöldin. Örþreytt. En það gerði ekkert til því henni fannst svo gaman. Og bæði hún og við trúðum því að hún hefði sigrast á óvininum. En skömmu eftir heimkomuna dundi áfallið yfir, hún veiktist aftur. Og eftir því sem vikurnar og mán- uðirnir liðu kom í ljós að nú voru engin grið gefin. Eitt kvöld í desember á fyrsta ári Baugalínar átti að hittast heima hjá Höllu og Árna. Af þeim fundi varð ekki. Sigga dóttir þeirra lést skyndi- lega þann dag. Halla var stór í sorg sinni. Af veikum mætti reyndum við að styðja hana. Nú þurfum við að takast á við að hún er horfin úr hópn- um. Baugalínur eru nú bara þrettán. Missirinn er stærri en talan segir til um. Árni, Gulli og Eldjárn, þið sem unnuð henni heitast, ykkar missir er stærstur. Megi minningin um hana og vissan um hve ósegjanlega kærir þið voruð henni styrkja ykkur í sorg- inni. Baugalínur: Ásdís, Elísa, Guð- laug María, Helga Pálína, Ing- unn, Jórunn, Kristjana, Marí- anna, Steinunn og Steinunn, Sunneva, Þóra, Þuríður. Hallgerður Gísladóttir  Fleiri minningargreinar um Hall- gerður Gísladóttir bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Terry og Valdimar; Lilja Árnadóttir; Kristín Ástgeirs- dóttir; Unnur Jónsdóttir; Elísa; Sig- urborg Hilmarsdóttir; Þórólfur; Sigrún Kristjánsdóttir; Jón og Sig- ríður; Gróa Finnsdóttir; Kristín Jónsdóttir; Birna Kristín Lár- usdóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir; Ingibjörg Hafstað ✝ Ólafía RannveigJóhannesdóttir fæddist í Skálholts- vík í Bæjarhreppi í Strandasýslu 30. maí 1910. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 30. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigurrós Þórð- ardóttir, f. 1874, d. 1930 og Jóhannes Jónsson bóndi í Skálholtsvík, f. 1873, d. 1944. Rannveig var sjöunda í röðinni af tólf systkinum en hin voru: Þor- valdur, f. 1902, d. 1989, Guðný Margrét, f. 1903, d. 1979, Arndór, f. 1905, d. 1994, Jón, f. 1906, d. 1999, Gísli sem lést vikugamall, f. 1907, Sigríður Jóhanna, f. 1908, d. 1997 , Guðrún Lilja, f. 1912, d. 1983, Ólafía Guðríður, f. 1913, d. 1983, Magnús, f. 1915, d. 1936, Ingólfur, f. 1916, d. 1993 og Þór- dóttir, f. 12. desember 1945. Son- ur þeirra Hannes Líndal. Dætur Kristrúnar eru Inga Líndal Finn- bogadóttir, Ásdís Líndal Finn- bogadóttir og Eydís Líndal Finn- bogadóttir. 4) Guðríður, f. 22. mars 1948, maki Jóhann Þórodds- son, f. 27. október 1942. Börn þeirra eru Valgerður, Þjóðbjörn og Rannveig. 5) Guðbjartur, f. 3. júní 1950, maki Sigrún Ásmunds- dóttir, f. 17. desember 1951. Dæt- ur þeirra: Birna og Hanna María. Rannveig ólst upp í Skálholts- vík til tíu ára aldurs er hún fór í fóstur að Þóroddsstöðum. Um átján ára aldur fluttist hún til Ak- ureyrar, þar sem hún var vinnu- kona auk þess að vinna í Gróðr- arstöðinni á Akureyri og í sumarvinnu á Möðruvöllum. Eftir nám í Kvennaskólanum á Blöndu- ósi fluttist hún á Akranes árið 1936 og hóf störf á flóabátnum m.s. Fagranes, sem sigldi milli Akraness og Reykjavíkur. Eftir giftingu gerðist hún heimavinn- andi húsmóðir og bjó í Hvammi, Suðurgötu 87 á Akranesi, til árs- ins 1993 er hún flutti á Dval- arheimilið Höfða á Akranesi. Útför Rannveigar verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. dís, f. 1919. Rannveig giftist 4. desember 1937 Hannesi Þjóðbjörns- syni, f. í Kjalardal í Skilmannahreppi í Borgarfirði 20. jan- úar 1905, d. 2. októ- ber 1984. Foreldrar hans voru Guðríður Auðunsdóttir, f. 1866, d. 1947 og Þjóðbjörn Björnsson, f. 1868, d. 1940. Rannveig og Hannes eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Sigurjón, f. 18. ágúst 1938, maki Guðlaug Berg- þórsdóttir 10. nóvember 1940. Dætur þeirra eru Rannveig, Guð- ríður og Bergþóra. 2) Guðbjörg Fanney, f. 10. janúar 1941, maki Heiðar Jóhannsson, f. 4. júní 1933. Börn þeirra: Hannes, Jón, Guðrún, Stefán Heiðar og Rann- veig. 3) Þjóðbjörn, f. 18. febrúar 1945, maki Kristrún Líndal Gísla- Elsku mamma! Það er komið að kveðjustund og langar okkur að líta til baka og kveðja þig með nokkrum fá- tæklegum orðum. Við minnumst þín sem ástríkrar móður sem bjó okkur hlýlegt heimili í Hvammi, þar sem þú varst ávallt til staðar fyrir okkur. Þú ræktaðir matjurtir á lóðinni og sást um kindurnar með pabba, bjóst til mat og saumaðir og prjónaðir flíkur. Í seinni tíð áttum við ógleymanlegar stundir, þar sem þú rifjaðir upp æsku þína í Skálholtsvík, hversu sárt var að þurfa að yfirgefa stóran systkinahóp og fara í vist aðeins tíu ára að Þórodds- stöðum. Oft rifjaðir þú upp hversu vel þú naust farkennslunnar hjá Bjarna Þorsteinssyni. Þig langaði ávallt til að læra, en fékkst aðeins barnakennslu nokkrar vikur á ævinni. Síðar lærðirðu garðrækt í Gróðrarstöðinni á Akureyri og ferðaðist um landið til að kenna kartöflu- og grænmetisrækt. Þú minntist áranna á Akureyri með sér- stakri gleði, þó vinnudagurinn væri langur á heimili Jóhanns Ragúels. Veturinn á Kvennaskólanum á Blönduósi var ógleymanlegur og lær- dómsríkur undir öruggri stjórn Huldu Á. Stefánsdóttur skólastýru. Við nut- um góðs af því námi í fæði og klæðum. Forlögin leiddu þig upp á Skipa- skaga í vinnu sem skipsjómfrú á Fagranesi, flóabátnum sem sigldi á milli Akraness og Reykjavíkur. Á Indriðastöðum kynntistu síðan lífs- förunauti þínum, Hannesi Þjóðbjörns- syni, pabba okkar. Hún er ógleyman- leg lýsingin þegar þið tvö ein í desemberbyrjun 1937 genguð saman að prestbústaðnum Kirkjuhvoli og giftuð ykkur. Látleysið hefur einkennt líf ykkar alla tíð. Hvammur var lítill, en ávallt var pláss til að taka á móti gest- um, til að leigja út frá sér og að hýsa barnabörnin. Oft varstu ein með okkur langtímum saman þegar pabbi var í brúarvinnu eða vann langan dag sem landformaður á bátum hér á Skaga. Aldrei var bíll á heimilinu og það var ekki fyrr en við börnin eignuðumst bíl að við gátum ferðast saman. Við minnumst þín, mamma, fyrir ástúð þína og hlýju, jákvæðnina, hvatninguna, skilninginn og hversu vel þér tókst að búa okkur gott heimili. Þá munum við aldrei gleyma hversu vel þú hefur sinnt ömmu- og langömmu- börnunum. Þú þreyttist aldrei á að kenna okkur jákvæð lífsgildi, sem byggðust á ein- lægri trú þinni á hið góða, gildi sem fylgdu þér allt til æviloka. Þú fluttir úr Hvammi árið 1993 á Dvalarheimilið Höfða, sem var þitt heimili til æviloka, umkringd hlýju og velvilja starfsfólks. Þegar litið er til baka sjáum við að þú hefur lifað eftir þeim leiðbeiningum sem Bjarni Þorsteinsson farkennari skrifaði til þín, þegar þú varst aðeins fjórtán ára: Láttu ekki í hjarta þjer letra önnur mál en þau sem guð og fegurðina festa í þinni sál. Virtu sjálf þinn sóma og samviskuköll að setjirðu ekki svartan blett á sálar þinnar mjöll. Þótt úti syrti og svali, það sakar ekki til ef áttu nóg í sálu þjer af sólargulli og yl. Guð gefi þér góða nótt! Guðbjartur, Guðríður, Þjóð- björn, Fanney og Sigurjón. Elsku amma mín, nú ertu farin í faðminn á honum afa mínum aftur og ég veit að þér líður vel núna. Ég á eftir að sakna þín mikið því að þú varst af- skaplega góð og dugleg kona, og lést aldrei bugast og kvartaðir aldrei þótt mikið bjátaði á, hinsvegar reyndir þú alltaf að sjá skoplegu hliðina á hlut- unum. Þú gerðir frekar grín að sjálfri þér heldur en að leggjast í sjálfsvor- kunn, og varst dugleg að bjarga þér sjálf, meira að segja eftir að þú lentir í hjólastól reyndir þú að ýta þér sjálf áfram frekar en að „ónáða starfsfólk- ið“. Ég mun alltaf minnast þeirra stunda sem ég átti með þér og afa, meðan hann lifði, á Suðurgötunni þegar mamma og pabbi þurftu að vinna. Eins voru mjög ánægjulegar stundirnar á hverju aðfangadagskvöldi þegar við hittumst öll heima hjá þér á Suðurgöt- unni, barnabörn og börnin þín, og drukkum kaffi og borðuðum saman. Mér fannst alltaf mikið vanta á að- fangadagskvöld eftir að þú fluttist inn á Höfða, en þér leið vel þar og hafðir aldrei yfir neinu að kvarta, þú varst ánægð með matinn þar og umhyggju starfsfólksins. Það var alltaf gaman að hlusta á sögurnar sem þú hafðir að segja af æsku þinni og það urðu alltaf fjörugar umræður ef maður minntist á stjórnmálin við þig og þá sérstaklega íhaldið, sem þú hafðir nú ekki mikið álit á. En ég veit að þú vildir aldrei verða lasin og gleymin, elsku amma mín, því veit ég að tími þinn var kominn til að kveðja, og mun ég alltaf minnast þeirra yndislegu stunda sem við áttum sam- an, og ég mun minnast þín með mikilli hlýju. Vertu sæl elsku amma mín og megi friður vera með þér að eilífu. Rannveig Jóhannsdóttir. Elsku amma og langamma. Nú ert þú farin frá okkur og komin til afa. Það hefur sannast að hláturinn lengir lífið. Okkur langar að þakka fyrir ómetan- legar stundir sem við áttum saman. Alltaf varst þú glöð og kát. Við munum ekki gleyma pönnukökunum með sykri sem þú gafst okkur alltaf þegar við komum í heimsókn. Þú varst alltaf svo flink í höndunum. Við eigum fullt af munum sem þú hefur gefið okkur sem við munum varðveita vel eins og t.d. prjónaða sokka, myndir málaðar á dúka og margt fleira. Ó, ljóssins faðir, lof sé þér, að líf og heilsu gafstu mér og föður minn og móður. Nú sezt ég upp, því sólin skín, þú sendir ljós þitt inn til mín. Ó, hvað þú, Guð, ert góður! (Matthías Jochumsson) Elsku amma Veiga, takk fyrir allar góðu stundirnar. Guðrún, Hafþór, Arndís Ýr og Júlía Rós. Þá er komið að kveðjustund, hug- urinn fyllist af minningum um sam- veru okkar. Mín fyrsta minning er hve ljúft það var að skríða upp í heitt bólið til þín á morgnana þegar foreldrar mínir fóru til vinnu en þau hófu búskap á neðri hæðinni í húsinu ykkar afa í Hvammi. Þegar ég varð eldri kom ég til þín eftir skóla og fékk hjá þér mjólk og kökur, lummur eða pæklaðar pönnukökur, því alltaf var nóg til með kaffinu í Hvammi og oft þröngt setið við litla borðið í eld- húsinu þínu. Oft tókum við í spil og var spilið okkar marías, stundum spilaði afi með okkur og spiluðum við þá manna. Margar stundir átti ég með tölurnar þínar, raðaði þeim eftir litum og lögun. Þitt helsta áhugamál voru blóm og ræktun plantna, enda hafðir þú lært þá iðju í garðyrkjuskóla á Akureyri í kringum 1930. Ég fór iðulega með ykk- ur afa vor og haust í kartöflugarðinn. Ég var svo lánsöm að fá að búa á neðri hæðinni hjá þér og dóttir mín fékk að kynnast því hvað það var notalegt að fara upp til langömmu. Seinna þegar heilsunni fór að hraka vildir þú fara á Höfða því þú vildir ekki láta ætt- ingjana hafa of mikið fyrir þér. Var það því fastur liður að heimsækja þig, spjalla við þig um heima og geima og segja þér fréttir af því sem á daga hafði drifið. Elsku amma þú varst klettur í mínu lífi, tókst þátt í gleði minni og sorg og kenndir mér að meta það sem maður hefur. Takk fyrir allt. Guð geymi þig, þín Rannveig. Elsku amma,Veiga og langamma. Með þessum ljóðlínum viljum við þakka þér hlýju þína og væntumþykju í okkar garð. Elsku besta amma, nú ertu burtu kvödd, við ætíð munum þína minningu geyma. Í hugarfylgsnum okkar við heyrum þína rödd og höldum því að okkur sé að dreyma. Í hjörtu okkar sáðir þú frækornum fljótt og fyrir það við þökkum þér af hjarta, en þó í hugum okkar nú ríki niðdimm nótt, þá nær samt yfirhönd þín minning bjarta. Nú svífur sál þín amma á söngvavæng um geim, svo sæl og glöð í hlýja og betri heima, við þökkum fyrir samveruna, þú ert komin heim og við biðjum Guð að blessa þig og geyma. (Una Ásmundsdóttir) Guð blessi minningu þína og gefi þér góða heimkomu. Jón, Sædís, Óli Þór og Snæþór Bjarki. Rannveig Jóhannesdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.