Morgunblaðið - 09.02.2007, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 45
Elsku amma Veiga, í dag kveðjum
við þig með söknuði en vitum samt svo
vel hve þú varst farin að þrá hvíldina.
Að eiga slíka ömmu sem þig voru
forréttindi, svo hlý, glaðleg og góð.
Alltaf var svo gott að leita til þín og allt-
af varstu til staðar fyrir okkur. Þegar
við Gústi bjuggum okkar fyrsta heimili
hjá þér í litlu íbúðinni í kjallaranum.
Það var svo notalegt að hafa þig hjá
okkur, þú varst eins konar verndari yf-
ir okkur og marrið í gólffjölunum vakti
ákveðna öryggiskennd hjá unga
parinu. Litlu skrefin upp stigann sem
hann Rúnar Freyr tók til að kíkja á
langömmu og alltaf rataði hann í eld-
hússkúffuna í kandísinn og svo þegar
þú sast með hann á læri þér og raulaðir
fyrir hann. Þú kunnir svo mikið af vís-
um og hafðir frá svo mörgu að segja.
Síðan tókum við við Hvamminum þeg-
ar þú fluttir inn á Höfða og áttum þar
yndisleg ár. Allar okkar ómetanlegu
stundir saman lifa með okkur í minn-
ingunni. Jólin okkar saman í Hvamm-
inum, spila „Manna“ í rafmagns-
leysinu, sögustundirnar, svo fátt eitt sé
til talið.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku amma og langamma, við
þökkum þér fyrir allar stundirnar sem
við áttum með þér, megi Guð varðveita
þig og blessa minningu þína.
Þín
Guðríður, Ágúst, Rúnar
Freyr og Ingimar Elfar.
Okkur systurnar langar að minnast
ömmu Veigu í nokkrum orðum.
Þegar ég, Birna, var lítil var ég svo
heppin að eiga ömmu sem bjó hinum
megin við götuna. Ég skottaðist á milli
og dvaldi mikið hjá ömmu í Hvammi og
alla mína grunnskólagöngu var ég þar í
pössun ásamt Bergþóru frænku. Við
frænkurnar brölluðum ýmislegt og eft-
irminnileg eru hádegishléin sem fóru
ansi oft í að þræta um það hvor okkar
fengi að sitja á kollinum í horninu og
hvor fengi fleiri litlar kartöflur eða
smælkið eins og amma kallaði það.
Hvoru tveggja þótti mjög eftirsóknar-
vert og amma þurfti að semja við okk-
ur frænkur til að halda friðinn. Það var
sko alltaf nóg að borða hjá ömmu og
maður átti helst ekki að leifa, mat-
vendni var heldur ekki mikils metin
og ég lét mig hafa það að borða bæði
svið og ábresti. Drekkutíminn var enn
skemmtilegri en matartíminn, hann
var uppá gamla mátann, fyrst brauð-
sneið og svo sætindi sem voru bökuð
eftir minni, engar uppskriftir fáanleg-
ar. Sérstaklega eru pönnsurnar eft-
irminnilegar, með svo miklum sykri
að það brakaði undir tönn.
Maður lærði margt af ömmu sem
var með eindæmum jákvæð, yfirveg-
uð og lítillát með skemmtilegan húm-
or. Hún talaði alltaf sérstaklega vel
um fólk og elskaði dýr. Margar stund-
ir sat maður á dívaninum í borðstof-
unni og hlustaði á RÚV og spilaði
Manna, málaði dúka, „smyrnaði“
púða auk þess sem hún gerði heið-
arlega tilraun til að kenna okkur að
prjóna. Hún fitjaði upp, prjónaði
stroff og mynstur og felldi af, úr urðu
þessir fínu vettlingar sem maður
stoltur taldi sig hafa prjónað sjálfur.
Ömmuvettlingar og háleistar voru
ómissandi á veturna og við systurnar
höfum notið góðs af þeim í gegnum
tíðina.
Seinustu árin bjó amma á Dvalar-
heimilinu Höfða. Henni leið vel þar,
leiddist aldrei og fannst alltaf vera
dekrað við sig. Við nutum þess að
heimsækja hana, að vera hjá henni og
alltaf var hún glöð að hitta mann. Sér-
staklega fannst okkur systrunum
gaman að fara bara tvær í heimsókn,
þá var engin ættfræði rædd, bara spil-
að og spjallað um strákamál og fleira
skemmtilegt. Amma fylgdist alltaf vel
með öllu og hafði gott minni þar til ný-
lega. Það var gaman að hlusta á hana
segja sögur frá því í gamla daga og
maður getur varla ímyndað sér að
nokkur kynslóð muni upplifa jafn-
miklar breytingar og hennar kynslóð
gerði. Við systurnar erum svo heppn-
ar að hafa unnið í sumarvinnu á Höfða
meðan amma bjó þar og á þeim tíma
hitti maður hana nánast daglega. Eitt
sinn fór brunakerfi heimilisins í gang
og ég hljóp í snarhasti uppá herbergi
ömmu þaðan sem brunaboðið kom. Þá
sat amma sallaróleg í eldhúskróknum
að baka pönnsur eins og hún gerði
iðulega fyrstu árin á Höfða.
Aðrar minningar sem eru ómetan-
legar eru öll jólin sem við höfum feng-
ið að hafa ömmu hjá okkur og laufa-
brauðsbakstur í undirbúningi jólanna.
Nú er komið að kveðjustund. Við
erum þakklátar fyrir að hafa átt svona
góða ömmu og fengið að hafa hana
svona lengi hjá okkur. Við eigum eftir
að sakna hennar sárlega, en ótal góð-
ar minningar lifa.
Birna og Hanna María.
Elsku amma mín, mig langar að
kveðja þig með fáeinum orðum.
Ég minnist þín, amma, þegar ég
hugsa til baka. Ég kom oft til þín á
Suðurgötuna þegar ég var u.þ.b. 8 ára
og gisti hjá þér á dívaninum í stofunni
eins og þú kallaðir hann. Svo sauðstu
fisk og kartöflur og stappaðir saman á
diska handa mér, þú lést mig alltaf
hafa bangsadisk og sagðir við mig að
ég yrði að klára allt af disknum, annars
myndu bangsarnir drukkna, ég trúði
þér alltaf og kláraði allt af disknum
mínum.
Ég kom svo oft við með honum
pabba mínum, þegar við komum úr
Akraborginni og fengum kaffi hjá þér
og ég mjólk. Þú sagðir mér að drekka
mikla mjólk svo ég yrði stór og sterk
því mjólkin væri svo holl. Ég saknaði
þessa tíma mjög. Árið 1993 fluttist þú
upp á Höfða, þá var svolítið öðruvísi að
heimsækja þig en alltaf gott að koma
til þín. Þá sastu iðulega í brúna stóln-
um þínum þegar maður opnaði dyrnar
hjá þér, með prjóna í hönd. Svo fór þér
að hraka og varst flutt í herbergi með
annarri konu, varst þá komin í hjóla-
stól og ýttir þér áfram í honum. Þú
vildir alltaf fylgja manni fram þegar
maður var að fara.
Ég heimsótti þig á milli jóla og ný-
árs, þér hrakaði hratt eftir það. Mánu-
daginn 29. janúar svafst þú bara á
meðan ég var hjá þér, þekktir mig
ekki. Ég stoppaði svolitla stund hjá þér
en þegar ég ætlaði að kveðja þig opn-
aðir þú augun og kysstir mig bless og
sagðir eitthvað við mig sem ég ekki
skildi. Daginn eftir hringdi mamma í
mig um miðjan dag og sagði að það
væri ekki langt eftir hjá þér. Ég fór svo
um kvöldið til þín og var hjá þér, elsku
amma mín, þegar þú kvaddir þennan
heim.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái að spilla.
Það ætíð sé mín iðja
að elska þig og biðja,
þín lífsins orð að læra
og lofgjörð þér að færa.
(Páll Jónsson.)
Ég kveð þig, amma mín, hvíldu í
friði,
Rannveig Heiðarsdóttir.
Þá er komið að kveðjustund amma
Veiga, það eru margar dásamlegar
minningar sem ég á frá gömlu góðu
dögunum í Hvammi hjá þér og afa.
Ég var svo heppin að þú varst
heimavinnandi á meðan mamma og
pabbi voru að vinna þannig að ég fór
bara til þín eftir skóla og var þar fram
eftir degi. Ég var ekki ein um að koma
í Hvamminn, því Birna frænka jafn-
aldra mín var þar einnig eftir skóladag
og brölluðum við nú ansi mikið á þess-
um tíma. Það er ótrúlegt, nú þegar ég
hugsa til baka, hvað þú gast þolað
öskrin og lætin í okkur stelpunum, svo
ekki sé nú minnst á allt vesenið sem
gat fylgt okkur – en svo gátum við nú
verið hjálplegar líka. Það var ýmislegt
sem þú og afi kennduð okkur í
Hvammi, m.a. kenndi afi mér að reima
skó, þú kenndir mér að spila „Manna“
og fleiri spil. Þú varst mikil handa-
vinnukona, prjónaðir, málaðir á ker-
amik og dúka og það eru ófáar stund-
irnar sem ég átti með þér við
borðstofuborðið annað hvort að mála
með þér eða horfa á þig við iðju þína.
Það er ekki annað hægt en að minnast
á allan góða matinn sem við fengum
hjá þér, m.a. slátur með rúsínum,
steiktan fisk með lauk – þetta var eini
fiskurinn sem ég gat borðað, því ég er
mjög matvönd á fisk eins og þú veist.
Það má ekki gleyma góðu pönnukök-
unum sem þú gerðir, já þér var sko
margt til lista lagt. Margar af mínum
bestu bernskuminningum gerðust í
Hvammi. Eftir að þú fluttir inn á
Höfða þá hélst þú áfram með handa-
vinnuna og þeir eru ófáir púðarnir sem
ég á eftir þig og ekki má gleyma
„ömmu“-teppinu sem þú heklaðir og er
mikið notað á mínu heimili.
Elsku amma, ég kveð þig í dag og er
stolt af því að eiga þig sem ömmu – nú
sem engil á himni, ég veit að þú vakir
yfir okkur og þú verður alltaf í hjarta
mínu.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Takk fyrir allt, elsku amma mín, þín
Bergþóra.
V i n n i n g a s k r á
41. útdráttur 8. febrúar 2007
Hummer H3
+ 5.000.000 kr. (tvöfaldur)
3 8 3 2 1
V i n n i n g u r
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
3 3 9 3 1 4 3 4 5 3 5 0 1 2 5 7 1 3 9 5
V i n n i n g u r
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
5963 13877 36360 58988 63025 65406
7242 29461 56140 62472 64777 78185
V i n n i n g u r
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
9 4 6 9 1 0 0 1 9 5 9 6 3 7 5 6 0 4 3 1 0 1 5 3 1 0 8 6 1 7 3 7 7 1 3 5 9
1 7 7 2 9 7 5 5 2 2 1 3 6 3 7 5 7 9 4 4 6 7 1 5 3 1 9 3 6 1 9 1 2 7 2 7 2 7
3 0 9 5 1 0 3 3 0 2 2 3 9 8 3 8 4 6 1 4 4 9 9 3 5 3 6 5 7 6 2 0 6 5 7 3 2 9 7
3 1 8 7 1 0 8 0 9 2 4 2 9 8 3 8 4 6 7 4 6 6 1 8 5 5 1 8 8 6 2 2 5 2 7 3 9 8 8
3 7 7 2 1 1 4 8 8 2 4 6 7 4 3 8 5 5 2 4 6 9 8 5 5 5 4 0 9 6 2 5 0 2 7 5 2 8 1
4 2 8 9 1 1 8 4 8 2 6 3 1 9 3 9 0 1 4 4 7 6 3 1 5 6 1 1 2 6 2 5 1 8 7 7 2 4 9
4 4 4 9 1 2 6 6 6 2 7 8 7 2 3 9 1 4 0 4 7 9 6 6 5 6 1 2 7 6 2 6 8 3 7 7 5 4 6
6 4 6 8 1 3 4 2 5 2 9 4 3 6 4 0 5 1 8 4 9 6 6 4 5 7 0 7 2 6 2 8 3 0 7 8 5 6 3
6 6 1 2 1 3 4 5 8 2 9 7 2 5 4 0 7 1 0 4 9 7 9 3 5 8 0 2 4 6 5 6 9 4 7 9 9 5 2
6 7 1 4 1 4 8 2 7 3 0 5 6 3 4 1 6 3 5 5 0 2 6 1 5 9 2 2 3 6 7 2 0 9
7 4 3 4 1 5 2 8 3 3 1 6 6 4 4 1 8 9 4 5 1 5 8 3 5 9 4 6 6 6 7 6 3 1
8 2 4 3 1 5 7 9 2 3 2 0 5 8 4 2 2 1 1 5 2 1 3 7 6 0 4 5 8 6 9 3 5 6
8 4 8 7 1 9 0 6 4 3 5 8 1 2 4 2 8 1 2 5 2 6 6 6 6 0 6 1 3 6 9 6 6 0
V i n n i n g u r
Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur)
8 2 6 9 4 7 3 2 0 5 0 1 2 9 8 2 9 4 0 7 6 4 5 2 4 6 3 6 1 6 3 2 7 3 0 3 5
1 2 0 5 9 8 8 9 2 1 3 8 9 3 0 1 0 2 4 0 9 7 9 5 2 5 1 7 6 1 8 2 5 7 3 2 5 3
1 5 0 3 9 9 1 2 2 1 5 0 2 3 0 6 8 5 4 1 0 5 9 5 2 5 6 6 6 1 9 7 5 7 3 7 1 6
1 5 8 0 1 0 4 1 6 2 1 5 1 7 3 1 4 4 5 4 1 4 4 1 5 2 5 9 4 6 2 1 0 8 7 4 3 5 6
1 6 8 2 1 0 4 1 8 2 1 9 7 7 3 1 5 8 4 4 1 9 7 0 5 3 3 0 3 6 2 3 4 2 7 4 3 7 4
1 7 8 7 1 0 9 5 5 2 2 1 3 7 3 2 0 4 5 4 2 5 3 3 5 3 7 8 0 6 2 4 9 9 7 4 5 0 6
1 8 9 5 1 1 8 0 8 2 2 3 0 8 3 2 4 2 8 4 2 6 3 7 5 4 4 9 3 6 3 4 2 3 7 5 1 5 2
1 9 2 9 1 1 8 2 0 2 2 5 8 9 3 2 5 0 8 4 2 9 4 7 5 4 6 4 6 6 4 6 4 7 7 5 3 7 7
2 2 4 5 1 1 9 0 9 2 2 7 9 6 3 2 5 6 1 4 3 1 9 6 5 4 9 3 9 6 5 2 1 6 7 5 5 9 8
2 2 5 0 1 2 0 7 4 2 2 9 3 5 3 2 7 5 5 4 3 4 9 0 5 4 9 9 5 6 5 3 9 2 7 6 4 6 1
2 7 6 1 1 2 4 2 3 2 3 3 7 3 3 3 8 3 0 4 3 9 5 5 5 5 2 4 6 6 6 0 8 7 7 6 6 0 9
3 0 3 2 1 2 8 1 5 2 3 3 8 8 3 4 5 9 9 4 4 1 0 7 5 5 2 5 4 6 6 6 8 9 7 6 6 6 3
3 4 2 3 1 3 2 1 8 2 3 4 7 6 3 5 4 4 7 4 4 6 7 8 5 6 7 5 5 6 7 1 9 9 7 6 9 9 5
3 9 8 3 1 3 5 3 3 2 3 8 7 2 3 5 7 1 8 4 4 7 9 1 5 6 9 5 4 6 7 7 0 9 7 7 7 1 0
4 0 7 9 1 3 8 9 2 2 4 4 7 0 3 5 7 2 1 4 5 5 3 4 5 7 7 5 0 6 7 9 1 5 7 8 2 7 2
4 4 1 8 1 4 0 9 5 2 4 9 5 3 3 5 9 2 4 4 5 8 1 2 5 7 8 5 5 6 8 1 0 3 7 8 3 5 0
4 6 6 8 1 4 1 9 6 2 5 1 7 1 3 6 5 7 0 4 6 1 7 3 5 8 1 1 9 6 8 2 0 9 7 8 4 8 6
4 7 0 2 1 4 2 4 5 2 6 1 5 5 3 6 5 9 8 4 6 9 6 8 5 8 2 2 8 6 8 5 3 1 7 8 6 9 7
4 8 0 8 1 5 3 9 5 2 6 3 2 9 3 7 0 0 2 4 7 3 6 4 5 8 9 4 2 6 8 9 4 7 7 8 7 4 1
4 9 8 6 1 5 6 8 1 2 6 4 3 5 3 7 0 5 7 4 7 7 8 9 5 9 2 9 6 6 9 3 1 4 7 8 7 8 5
5 1 0 1 1 5 8 1 6 2 6 7 7 3 3 7 0 8 2 4 7 8 6 6 5 9 3 0 9 6 9 4 1 8 7 8 9 8 7
5 8 8 0 1 6 6 7 2 2 7 5 8 2 3 7 1 5 0 4 7 9 1 4 5 9 3 7 5 6 9 4 5 8 7 9 6 2 8
6 0 4 3 1 7 0 3 0 2 7 6 0 5 3 7 2 9 1 4 8 1 9 0 5 9 5 5 1 6 9 5 4 4 7 9 6 7 2
6 2 9 1 1 7 2 4 3 2 7 8 0 0 3 7 4 2 3 4 8 4 4 5 5 9 6 6 3 7 0 3 7 3 7 9 7 8 2
6 3 8 9 1 7 3 5 2 2 7 9 8 1 3 8 6 0 5 4 8 9 7 7 6 0 3 6 0 7 0 4 3 0 7 9 9 4 0
7 1 6 3 1 7 8 7 5 2 8 2 3 2 3 8 8 9 9 4 9 5 8 1 6 0 7 0 9 7 0 4 6 4 7 9 9 6 4
7 3 3 0 1 7 9 5 7 2 8 4 7 3 3 8 9 1 7 5 0 0 6 6 6 0 8 2 6 7 0 7 3 2
7 4 2 1 1 8 0 4 6 2 8 8 5 9 3 9 2 4 7 5 0 9 1 4 6 1 2 9 8 7 0 8 1 1
8 5 9 3 1 8 7 3 8 2 8 8 9 9 3 9 2 8 8 5 0 9 1 7 6 1 3 1 5 7 1 1 5 3
8 6 8 5 1 9 2 1 7 2 8 9 7 2 3 9 4 7 6 5 1 8 7 1 6 1 3 1 6 7 2 4 2 4
9 0 1 5 1 9 7 4 6 2 9 2 5 6 3 9 4 7 8 5 2 0 1 8 6 1 3 2 2 7 2 8 7 5
9 3 7 3 1 9 8 1 3 2 9 5 9 7 4 0 3 1 4 5 2 0 6 9 6 1 6 3 1 7 2 9 2 3
Næstu útdrættir fara fram 15. feb, 22. febrúar & 1. mars 2007
Heimasíða á Interneti: www.das.is
„Konan sem kyndir
ofninn“ eru orð sem
koma upp í huga mér
er ég hugsa til þessarar gömlu vin-
konu minnar. Það var ekki einungis
að hún kynti ofninn, heldur hélt hún
honum heitum alla tíð. Ég kynntist
Laugu fyrst sumarið 1970. Þá unn-
um við saman á Hótel Loftleiðum á
Keflavíkurflugvelli. Ekki leist henni
á blikuna þegar þessi skólastelpa fór
að fara á böll með syni hennar en það
átti eftir að breytast því hún var ætíð
mín besta vinkona. Lauga var sam-
ferðamaður minn í rúm þrjátíu ár og
þeirri samfylgd er ég afar þakklát og
hefði ekki viljað vera án. Ég sit nú og
fletti myndaalbúmum og þá rifjast
margt skemmtilegt upp. Ferðalög,
afmæli, skírnir að ógleymdum jóla-
boðunum. Ég hlakkaði alltaf til
þeirra. Á hverju ári voru komnir nýir
einstaklingar í hópinn, annaðhvort
ný tengdadóttir og eða litlir hvítvoð-
ungar. Þetta voru annasamir tímar,
en ætíð ríkti kátína á heimilinu. Sig-
urbjörn og Viggó flugust á í stofunni
Sigurlaug Gísladóttir
✝ SigurlaugGísladóttir
fæddist 25. sept-
ember 1920. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Garðvangi í Garði
sunnudaginn 14.
janúar síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Keflavík-
urkirkju 19. janúar.
svo best var að vera
ekki fyrir. Lauga mín
horfði á og sagði ,,já,
drengirnir mínir eru
bestir“. Þrisvar sinn-
um fórum við saman
til Spánar. Þær ferðir
geyma aðeins ljúfar
minningar. Alltaf var
Lauga með þeim
fyrstu í sólbað og naut
þess að vera í sólinni
þó að allir aðrir væru
búnir að gefast upp.
Hún var sólskinsbarn.
Alla tíð trúði hún því
að hún myndi hitta eiginmann sinn
aftur á himnum. Nú hefur það ræst.
Elsku Lauga mín, þakka þér allt og
megi góður guð geyma þig og ástvini
þína.
(Frumort)
Nú sólin bræðir klaka
og sefar brostið hjarta,
hann tók hana í faðminn
og flutti heim með sér.
Nú mun hún ætíð vaka
með honum daga bjarta,
þau aldrei munu skilja,
sá draumur rætist hér.
Bryndís Ósk Haraldsdóttir.
Á kertinu mínu ég kveiki í dag
við krossmarkið helgi og friðar
því tíminn mér virðist nú standa í stað
en stöðugt þó fram honum miðar.
Ég finn það og veit að við erum ei ein
að almættið vakir oss yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Við flöktandi logana falla nú tár,
það flýr enginn sorgina lengi.
Hún braut allar vonir, hún braut allar
þrár,
hún brýtur þá viðkvæmu strengi,
er blunda í hjarta og í brjósti hvers
manns.
Nú birtir, og friður er yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
(Kristján Stefánsson frá Gilhaga.)
Elsku Lauga mín, hjartans þakkir
fyrir allt og allt.
Blessuð sé minning þín.
Ísleifur, Ingigerður
og Hafsteinn Björn.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss
er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Minningargreinar