Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 48
|föstudagur|9. 2. 2007| mbl.is
staðurstund
Arnar Eggert Thoroddsen
fjallar um hinn magnaða ástr-
alska tónlistarmann og Íslands-
vin, Nick Cave. » 49
tónlist
Will Smith og Jaden Smith leika
feðga í The Pursuit of Happy-
ness, en þeir eru einnig feðgar í
raun og veru. » 52
kvikmyndir
Dr. Gunni er höfundur söng-
leiksins Abbababb sem verður
frumsýndur í Hafnarfirði á
sunnudaginn. » 57
leikhús
Keira Knightley ætlar að taka
sér frí frá leiklistinni í svolítinn
tíma, þrátt fyrir að vera aðeins
21 árs gömul. » 50
fólk
Magnús Scheving hefur verið
tilnefndur til Emmy-verðlauna
fyrir leikstjórn sína við Lata-
bæjarþættina. » 50
sjónvarp
S
triginn á veggjunum var
orðinn 35 ára gamall og
þreyttur,“ segir Hafþór
Yngvason, safnstjóri
Listasafns Reykjavíkur,
um ástæður þess að Kjarvalsstaðir
hafa verið lokaðir sl. tvo mánuði. „Það
var því orðið tímabært að endurnýja
veggi salanna – sem er mikið mál en
skiptir öllu fyrir sýningar, sér-
staklega á málverkum. Það er nú einu
sinni þannig að fólk verður að geta
einbeitt sér að verkunum án þess að
augun dragist stöðugt að einhverjum
blettum eða skemmdum á veggj-
unum.“
Hafþór upplýsir að tækifærið hafi
verið notað til að staðsetja kaffiteríu
safnsins í miðrými hússins, þar sem
henni var ætlað að vera samkvæmt
upprunalegum teikningum. „Þar
fengum við íslenska hönnun inn, en
kaffiterían er nú prýdd nýjum hús-
gögnum sem annars vegar Prologus
og hins vegar Guðrún Lilja Gunn-
laugsdóttir hafa hannað sérstaklega
inn í húsið með efni þess og arkitekt-
úr í huga.“
Fossar fjögurra listamanna
Þrjár ólíkar sýningar hefjast við
opnunina, þar á meðal er sýning und-
ir heitinu Foss þar sem Hafþór er
sýningarstjóri. Þar fást fjórir lista-
menn við fossa en nálgun þeirra við
viðfangsefnið og framsetning er afar
ólík.
„Pat Steiner er mjög stórt nafn í
Bandaríkjunum. Ég hafði kynnst
henni úti í Bandaríkjunum, þar sem
ég starfaði fyrir gallerí sem var með
verk eftir hana. Á þeim tíma var hún
að gera ölduverk, verk sem eru mjög
nátengd hreyfingu hennar sjálfrar
við gerð þeirra. Upp úr því fór hún
svo að gera fossaverk þar sem hún
bókstaflega kastar málningunni á
strigann með ákveðnum hreyfingum.
Síðasta sumar
frétti ég svo að
hún væri hingað
til landsins kom-
in ásamt eig-
inmanni sínum
og við ákváðum
að hittast. Þar
sem þetta eru ab-
strakt listaverk
og enginn ákveð-
inn foss þeim til
fyrirmyndar var ég mjög hissa þegar
hún fór að tala um tengsl málverka
sinna við íslensku fossana, sagðist
hreinlega hafa hitt fossana sem hún
hefði verið að mála.
Þetta var opinberun fyrir mig. Ég
vissi af fossaverki Ólafs Elíassonar,
Rúrí hefur unnið með fossa í mörgum
verka sinna og að lokum datt mér í
hug að panta verk eftir Heklu Dögg
Jónsdóttur, en þessi unga listakona
er virkilega að koma fram núna.“
Að sögn Hafþórs vinnur Hekla
Dögg með iðnaðarefni í sínu verki og
býr til fossa úr hljóðnæmum, köldum
rafskautsljósum. Um framlag Ólafs
segir hann að þar sé á ferð verk þar
sem listamaðurinn noti hversdagslegt
byggingarefni en smíði úr því nátt-
úrulega upplifun. „Þetta er skúlptúr
sem er byggður eins og foss en í stað
þess að vatnið falli niður þá stígur það
upp á við.“ Framlag Rúríar er svo
kvikmynda- og hljóðinnsetning sem
byggir á stórum hluta á myndum af
Dettifossi.
Hafþór segir að sig hafi einnig
langað að setja saman þessa sýningu
með það í huga hve umræðan um ís-
lenska náttúru fari hátt um þessar
mundir. „Ég vildi samt ekki gera sýn-
ingu sem tæki pólitíska afstöðu.
Kjarninn er eftir sem áður listamiðill-
inn, hvernig mismunandi listamenn
nálgast náttúruna á mismunandi
hátt. En þessir listamenn segja okkur
að hugsa um það sem við erum að
horfa á og knýja áhorfandann þannig
til að velta málinu fyrir sér, sama
hvaða niðurstöðu hann svo kemst að.“
Tvær nýjar Kjarvalssýningar
Í norðursal Kjarvalsstaða verður
sett upp lítil sýning um Kjarval sem
sniðin er fyrir börn og ungmenni.
Loks verður opnuð óhefðbundin sýn-
ing á verkum úr safneign Listasafns
Reykjavíkur eftir Kjarval. Verkin eru
valin af myndlistarmanninum Einari
Garibalda Eiríkssyni þar sem fram-
setningin er ólík því sem hefur tíðkast
á hinum sígildu verkum.
„Mér hefur alltaf fundist að í stað
þess að hafa eina standandi sýningu
árum saman þurfi að gera breytilega
og nýja sýn á Kjarval þannig að fólk
geti komið aftur og séð eitthvað
nýtt,“ segir Hafþór að lokum og er
rokinn, enda í mörg horn að líta fyrir
enduropnunina.
Kjarval
og fossar
í öndvegi
Morgunblaðið/G.Rúnar
Foss Hekla Dögg Jónsdóttir vinnur hér að uppsetningu á verki sínu en það er hluti af sýningunni Foss.
Kjarvalsstaðir verða opnaðir að nýju á laugardag-
inn eftir gagngerar endurbætur. Við það tilefni
hefjast þrjár nýjar sýningar; tvær með verkum
Jóhannesar S. Kjarvals og ein helguð fossum.
Flóki Guðmundsson spjallaði við Hafþór Yngva-
son og Einar Garibalda Eiríksson.
Hafþór
Yngvason
Myndlist | Nýtt útlit og nýjar sýningar þegar Kjarvalsstaðir opna aftur eftir tveggja mánaða lokun
„AÐ MÍNU mati er það bæði gríð-
arlega djarft og mikilvægt af safni
eins og Kjarvalsstöðum að hafa
fengið mig til að nálgast Kjarval
og leyfa mér að gera það með al-
gjört listrænt frelsi.“ Svo mælir
Einar Garibaldi Eiríksson en hann
er sýningarstjóri Kjarvalssýning-
arinnar K-þátturinn: Jóhannes S.
Kjarval sem hefst á laugardaginn.
Einar Garibaldi er myndlist-
armaður og játar hann því að af
þeim sökum sé sýningin harla ólík
því sem búast mætti við af listfræð-
ingi.
„Í fyrsta lagi er markmið sýn-
ingarinnar alls ekki að gefa list-
fræðilegt eða listasögulegt yfirlit
yfir feril Kjarvals. Það má segja að
útgangspunktur sýningarinnar sé
frekar sú samræða sem einn mál-
ari á við annan. Ég í rauninni vel
út úr safni Listasafns Reykjavíkur
þau verk sem höfða sterkast til
mín sem myndlistarmanns.“
Rödd Kjarvals látin hljóma
Einar segir að í ljósi þess að ný-
lega var haldin stór sýning á Kjar-
valsstöðum, þar sem farið var mjög
ítarlega yfir feril Kjarvals í sögu-
legu samhengi, hafi hann ákveðið
að reyna að þurrka svolítið út slíka
sýn. Þess í stað leitist hann við að
láta rödd Kjarvals hljóma beint til
áhorfenda.
„Sýningarskráin byggist t.d. nær
eingöngu á beinum tilvitnunum í
Kjarval, ef frá er talinn stuttur
inngangur. Þannig læt ég rödd
hans hljóma – læt hann um að
segja okkur hlutina.“
Að mati Einars er mikilvægt að
brjóta upp hefðbundna nálgun
listasafna við gamla meistara. „Það
skiptir miklu máli að skoða ekki
Kjarval sem einhverja gefna stærð
heldur að líta á verk hans sem lif-
andi innlegg í tilveru okkar í sam-
tímanum. Til þess að samræða geti
átt sér stað milli okkar í samtím-
anum og verka Kjarvals verðum
við að vissu leyti að endurskoða
nálgun okkar og þessi sýning er í
mínum huga tilraun til þess að
horfa á hann með nýjum hætti.“
Tólf smámyndir af Kjarval
„Sú aðferð sem ég ákvað að
ganga út frá er í rauninni fengin
úr gamalli frétt úr Morgunblaðinu,
um opnun á sýningu Kjarvals frá
1928,“ heldur Einar áfram. „Það
sérstaka við þessa frétt er að þar
er birtur allur verkalisti verkanna
sem Kjarval sýndi á sýningunni. Sá
listi er mikið í belg og biðu, ekki
eftir ákveðinni númeraröð, og titl-
arnir skemmtilegir. Ég ákvað að
nota þessa sundurlausu númeraröð
og titlana sem yfirskrift fyrir mína
nálgun sem byggist í rauninni upp
á tólf smámyndum af Kjarval. Í
hverjum þessara kafla tek ég á ein-
um þætti í verkum Kjarvals og svo
blandast þeir og skarast með ýms-
um hætti í gegnum sýninguna.“
Ný nálgun
við Kjarval
Morgunblaðið/G.Rúnar
Samræða Einar Garibaldi segir útgangspunkt Kjarvalssýningarinnar,
sem hann er sýningarstjóri að, vera samræða eins málara við annan.