Morgunblaðið - 09.02.2007, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 49
menning
Glæsilegur
40 síðna blaðauki
Framtíðin er í
okkar höndum
fylgir
Morgunblaðinu
í dag
Hvað þarf marga Nick Cave-aðdáendur til að skipta umljósaperu? Enga … guðleg
ásjóna Cave; birtan og ylurinn af
óumdeildri snilld hans, lýsir allt
upp.
Má maður reyna að létta aðeins á
stemningunni hérna, eitthvað sem
full þörf er á þegar Cave er til um-
ræðu. Maðurinn ER snillingur, á því
er ekki vafi, en það breytir því ekki
að Cave-aðdáendur geta verið
harðir í horn að taka og stundum er
langt í grínið (já, ég hef fengið að
kenna á því). Rökræður við þá um
gæði og gildi tónlistar meistarans
geta því verið mjög skemmtilegar.
Ætli þeir séu ekki bara þeir allra
hörðustu fyrir utan kannski Tom
Waits-aðdáendur. Barumræður
þeirra fylkinga geta verið ansi
skrautlegar …
En nóg um okkur, dauðlegamenn. Snúum okkur að meist-
aranum. Það var haustið 2004 sem
hin tvöfalda Abattoir Blues/The
Lyre of Orpheus kom út, og er hún
nýjasta hljóðversplata Nicks Cave
og hljómsveitar hans, The Bad
Seeds. Algjört meistaraverk, eitt-
hvað sem maður gerði sér kannski
ekki alveg grein fyrir á sínum tíma,
en margir telja plötuna hreinlega
það besta sem Cave og sveit hans,
The Bad Seeds, hafa gert frá upp-
hafi. Þetta var þrettánda hljóð-
versplata Cave á tuttugu árum og
er því nema von að maður hafi orð-
ið hissa, því vanalega fer frægð-
arsólin að hníga þegar líður að ævi-
kvöldi listamanna. Platan
einkennist hins vegar af ungæð-
islegum krafti, og lögin streyma
átakalítið fram hvert af öðru (mörg
laganna voru barin saman í spuna
af hinum þrautþjálfuðu Bad Seeds).
Það var sem Cave hefði náð að
sveigja út af vafasamri braut, sem
markaðist sterklega af plötunni þar
á undan, Nocturama, klárlega
verstu plötu sem úr hans ranni hef-
ur komið (heyrði ég Cave-ara fara
upp á afturlappirnar?)
Gæði Abattoir Blues/The Lyre of
Orpheus hafa nú enn frekar verið
undirstrikuð með veglegum tón-
leikapakka sem út kom við upphaf
mánaðarins, og ber hann nafnið
The Abattoir Blues Tour.
Innihaldið eru tveir geisladiskar
og tveir mynddiskar, ásamt bækl-
ingi með ljósmyndum. Geisladisk-
arnir tveir innihalda lög frá áð-
urnefndu tónleikaferðalagi sem
fram fór í Evrópu, sama haust og
platan kom út, og lögin koma frá
hinum og þessum tónleikastöðum.
Meiri fengur er þó í mynddisk-
unum, þar sem Cave og sveit hans
halda úti miklu sjónarspili. The Bad
Seeds er einstaklega myndræn
sveit; hér höfum við her af vel sam-
stilltum en sjúskuðum sént-
ilmönnum sem minna svolítið á vel
til höfðu örlagabytturnar sem mað-
ur fann á Grand Rokk. Engum
þeirra stekkur bros og töff-
araheitin eru nánast yfirþyrmandi.
Fyrri diskurinn inniheldur tónleika
frá Brixton Academy í London, sem
teknir voru upp 11. nóvember 2004
en sá síðari tónleika frá Hammers-
mith Apollo í sömu borg, í júní 2003
(og koma þeir reyndar af Noct-
urama-túrnum). Á þeim diski er og
að finna nokkur myndbönd.
Það er til marks um styrkleikaþessara nýjustu hljóðversplötu
Cave að á tónleikunum í Brixton
Academy er nánast eingöngu keyrt
á efni af henni – og samt hljómar
það eins og safn yfir hans bestu lög.
Hljómsveitin er í miklu stuði og
ekki síst Cave sjálfur.
Í ágætri heimildarmynd sem
fylgir pakkanum ræðir Cave um
gerð plötunnar og maður skynjar
að það voru að sönnu einhverjir
töfrar í gangi við gerð hennar.
Cave er í dag þurr, sáttur og inn-
blásinn sem aldrei fyrr. Ég spyr því
spenntur: Hvað næst?
Djöflar og dýrlingar
The Abattoir Blues Tour „Engum þeirra stekkur bros og töffaraheitin eru nánast yfirþyrmandi.“
AF LISTUM
Arnar Eggert Thoroddsen
» [H]ér höfum við heraf vel samstilltum en
sjúskuðum séntilmönn-
um sem minna svolítið á
vel til höfðu örlagabytt-
urnar sem maður fann
á Grand Rokk.
KVIKMYNDIN Perfume: The
Story of a Murderer eða Ilmurinn
verður frumsýnd hérlendis í dag,
föstudag.
Myndin er byggð á samnefndri
metsöluskáldsögu þýska rithöf-
undarins Patricks Suskind sem
kom út árið 1987 en þess má geta
að bókin verður endurútgefin í
kringum frumsýningu mynd-
arinnar hér á landi.
Atburðirnir sem myndin fjallar
um gerast á 18. öld í Frakklandi
og fjallar hún um ilmvatnsgerð-
armanninn Jean-Baptiste Grenou-
ille sem er haldinn þeirri náð-
argáfu að hafa undravert þefskyn.
Með snilligáfu sína að vopni fram-
leiðir hann bestu ilmvötnin í Evr-
ópu en hráefnið sem hann notar
vinnur hann úr konum sem hann
myrðir.
Með aðalhlutverk fara m.a.
Dustin Hoffman, Alan Rickman,
Ben Whishaw, Francesc Albiol og
Gonzalo Cunill.
Leikstjóri er Tom Tykwer sem
leikstýrði einnig myndinni Run
Lola Run.
Ilmurinn er sýndur í Sambíó-
unum.
Frumsýning | Perfume: The Story of a
Murderer
Ilmurinn Myndin er gerð eftir mestsölubók Peters Suskind.
ERLENDIR DÓMAR:
Metacritic 56/100
Empire 80/100
Premiere 75/100
Variety 70/100
Washington Post 50/100
Los Angeles Times 40/100
(Allt skv. Metacritic).
Hættulegur ilmur
Tónlistarmaðurinn Noel Gallag-her hefur fengið sig fullsaddan
af starfsbróður sínum, söngv-
aranum Bono, og finnst að hann
eigi að hætta að tala um Afríku. Í
viðtali við breska dagblaðið Daily
Telegraph segir Gallagher Bono að
„halda kjafti“ og syngja.
Gallagher er orðinn hundleiður á
baráttu Bono fyrir kjörum Afr-
íkubúa, að létta eigi öllum erlend-
um skuldum af fátækum Afr-
íkuríkjum, og segir aðdáendur U2
ekki vilja láta messa yfir sér í sí-
fellu. „Hvað U2 varðar þá eiga þeir
að spila „One“ og halda kjafti hvað
varðar Afríku. Fólk vill ekki hlusta
á þetta aftur og aftur.“
Þá lætur Gallagher söngvara Ra-
diohead, Thom Yorke, líka hafa
það óþvegið og segir hann íþyngja
aðdáendum með stjórnmálaskoð-
unum sínum. Hann ætti frekar að
semja almennilegt rokklag. Yorke
sitji við píanóið, syngi um heims-
fréttirnar og að mannkynið sé
dauðadæmt. Fólk vilji bara hlusta á
hann syngja lagið „Creep“ og því
verði hann að hætta vitleysunni.
Gallagher segist semja lög með
það í huga hvernig þau muni
hljóma á knattspyrnuleikvöngum.
Hann vilji að fólk missi stjórn á sér
við að hlusta á hljómsveit hans,
Oasis.
Fólk folk@mbl.is