Morgunblaðið - 10.03.2007, Síða 22

Morgunblaðið - 10.03.2007, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | „Þetta er skemmtilegt starf og líflegt, maður fær viðbrögð frá íbúum, bæði gagnrýni og hrós, og það er gott. Gagnrýnina notum við til þess að laga það sem betur má fara og það er bara eðlilegt. Mér líkar vel að hafa mikil samskipti við fólk og svo við þann mikla fjölda unglinga sem er hjá okkur á sumrin,“ sagði Siggeir Ingólfsson, yfirverkstjóri umhverfisdeildar Árborgar, sem um þessar mundir undirbýr vorverkin í sveitarfélaginu ásamt sínu fólki. „Ég sé ekki eftir því að fara þessa leið, þetta gaf mér mikið og maður þekkir sig betur í því sem maður er að gera í græna geiranum og aukin þekking eykur sjálfstraustið,“ sagði Siggeir. Hann fór í skrúðgarð- yrkjufræði eftir að hann tók við starfinu og er ánægður með það nú. Tökum á, tökum til Það er auðheyrt að hann hlakkar dálítið til vorsins og sumarsins. Þeg- ar hann er inntur eftir því nánar kemur fram að þar á Vinnuskóli Ár- borgar stóran þátt, en Siggeir hefur gaman af því umstangi og þeim at- höfnum sem fylgja því að fá 250 ung- linga til vinnu hjá sveitarfélaginu. „Mér finnst gaman af samskiptunum við unglingana á sumrin. Við höfum farið í umhverfisfræðslu og fórum til dæmis í fyrra niður á ströndina þar sem farið var yfir alla söguna og uppbygginguna sem þar hefur orðið. Við höfum líka farið til Landsvirkj- unar og kynnst því hvernig vatn verður að rafmagni. Mér finnst krakkarnir taka þessu vel og þetta er skemmtilegt verkefni með vinnunni hjá þeim. Þau byrja hjá okkur 6. júní, 14 til 16 ára unglingar. Yngsti hópurinn vinnur hálfan dag- inn alla vikuna, þeir eldri vinna allan daginn en fá frí á föstudögum. Já, það er mikið líf og fjör hér þegar Vinnuskólinn byrjar og gaman í vinnunni eins og reyndar alltaf. Við erum með ákveðnar reglur sem þau þurfa að fylgja, svo sem því að það er bannað að reykja í vinnuskólanum,“ sagðir Siggeir og að því væri fylgt fast eftir. „Það vorar þannig hjá okkur að þegar snjórinn fer þá situr eftir ým- iskonar rusl sem þarf að fjarlægja. Því miður virðist þróunin vera þann- ig að þetta rusl fer vaxandi. Fólk fleygir frá sér rusli en tekur ekkert upp sem það sér liggja á jörðinni. Við verðum með átak í vor undir heitinu: „Tökum á, tökum til.“ Við bjóðum síðan fólki þjónustu við að fjarlægja rusl sem það hefur tínt saman. Svo munum við í sumar bjóða fólk vel- komið til Selfoss með blómum sem sett verða í hól við hringtorgið hjá Hrísmýrarkletti. Þjónustan hjá okkur byggist á því að við viljum allt fyrir alla gera. Við viljum leysa úr öllum þeim málum sem upp koma í kringum umhverfið. Við höfum náð góðu sambandi við fólk enda er það lykilatriði til þess að leysa málin,“ sagði Siggeir. Megum ekkert aumt sjá Hann er einnig þekktur fyrir störf sín að félagsmálum og er mikill drift- armaður því sviði. „Ég er yfir- strandvörður Hrútavinafélagsins. Við látum okkur allt varða, megum ekkert aumt sjá, hvorki í pólitík né annarstaðar,“ sagði Siggeir en Hrútavinafélagið stóð að veglegu þorrablóti Stokkseyri í samstarfi við Skokkseyringafélagið í Reykjavík en hann er formaður þess félags en í því eru burtfluttir Stokkseyringar og þar sem Siggeir bý á Eyrarbakka þá telst hann burtfluttur. „Við fengum 250 manns á blótið. Ég fékk tvo at- hafnamenn með mér, Björn Inga Björnsson og Jón Jónsson, og við kýldum á þetta. Það komu margir brottfluttir Stokkseyringar og þetta var feikilega gaman. Svo er ég í SAMGUS sem eru samtök garð- yrkju- og umhverfisstjóra. Ég hef gaman af félagslífi og að vera innan um fólk og með fólki. Starfið gefur mér mikið í þessu efni. Starfsfélagarnir eru góðir og mér finnst gott fólk hér í sveitarfélaginu. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að sameiningin er að takast vel. Það er góður andi hérna og hlutirnir á réttri leið,“ sagði Siggeir Ingólfs- son. Mikilvægt að eiga góð samskipti Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Samskipti Siggeir Ingólfsson, yfirverkstjóri Sveitarfélagsins Árborgar, á skrifstofu sinni. Hann á daglega samskipti við fjölda fólks. Siggeir Ingólfsson er yfirstrandvörður Hrútavinafélagsins Í HNOTSKURN »Siggeir Ingólfsson erfæddur Stokkseyringur, upp alinn þar en býr á Eyr- arbakka og hefur aðalstarfs- stöðina á Selfossi. »Hann er trésmíðameistariað mennt, tók til starfa sem yfirverkstjóri hjá Sveitar- félaginu Árborg árið 2000. »Hann fór þá í Garðyrkju-skólann og útskrifaðist af skrúðgarðyrkjubraut árið 2004 frá Landbúnaðarháskól- anum. »Siggeir kemur víða við ífélagsmálum og er þekkt- ur fyrir að drífa fólk með sér. Tekur þátt í starfi Hrútavina- félagsins sem hélt veglegt þorrablót í vetur. Þá er hann formaður Stokkseyringa- félagsins í Reykjavík þótt ótrúlegt kunni að virðast. ÁRBORGARSVÆÐIÐ HVORKI fleiri né færri en sex listsýningar verða opnaðar í Listagilinu í dag. Að auki verður áhugaverður fyrirlestur í Minjasafninu.  Sýning á æskuverkum norðlenskra listamanna, Bernskubrek, verður opnuð kl. 14.30 í Deiglunni. Þar sýna allt að 30 norðlenskir listamenn verk frá æskuárunum.  Hlynur Hallsson opnar sýninguna Ljós – Licht – Light í gallerí BOX kl. 16. Verkið samanstendur af borði og sæt- um sem gerð eru úr froðuplastplötum og gæruskinni.  Karen Dúa opnar sýninguna „Draugurinn – ég“ á Karólínu kl. 14.  Í Jónas Viðar gallerí opnar Guðmundur Ármann sýn- inguna Náttúruspor kl. 14. Þar sýnir hann olíumálverk; nokkrar myndir sem verða á sýningu í menningarmiðstöð í Ronneby í Svíþjóð í sumar.  Í Ketilhúsinu verður opnuð handverkssýningin Trans Forum kl. 14. Þar sýnir handverksfólk og hönnuðir frá vestnorrænu löndunum, Færeyjum, Grænlandi og Íslandi, handverk, listmuni og hönnun.  Sýning á ljósmyndaverkum fjórtán alþjóðlegra lista- manna hefst í Listasafninu kl. 15. Fjallað er um sýninguna á bls. 50.  Í tilefni 20 ára afmælis ljósmyndadeildar Minjasafnsins mun Hörður Geirsson, safnvörður ljósmyndadeildarinnar, veita gestum innsýn í þróun ljósmyndatækninnar allt frá 1840 fram til okkar daga. Samkoman hefst kl. 14. Líflegt í dag í Listagilinu FJÖLMENNI var við útför séra Péturs Þórarinssonar í Akureyr- arkirkju í gær, alls um 1.200 manns að mati kirkjuvarðar. Þétt var setinn bekkurinn og fullt var einnig í safnaðarheimilinu og kap- ellunni, en sjónvarpað var þangað frá athöfninni. Jarðsett var í Lauf- ási, þar sem Pétur þjónaði frá 1991, og síðan var boðið til kaffi- samsætis í íþróttahúsinu á Greni- vík. Börn Péturs og eiginkonu hans, Ingibjargar Svöfu Siglaugsdóttur, Þórarinn Ingi, Jón Helgi og Heiða Björk, báru kistu föður síns úr kirkjunni ásamt mökum sínum, Hólmfríði Björnsdóttur, Írisi Þor- steinsdóttur og Birni Magnúsi Árnasyni, séra Jóni Helga Þór- arinssyni bróður Péturs og Erni Þórssyni æskuvini Péturs. Bisk- upinn yfir Íslandi, herra Karl Sig- urbjörnsson, jarðsöng og þjónaði ásamt séra Hjálmari Jónssyni, séra Kristjáni Val Ingólfssyni og séra Pálma Matthíassyni en við athöfn- ina í Laufási þjónuðu séra Jón Að- alsteinn Baldvinsson vígslubiskup á Hólum og séra Gylfi Jónsson. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson 1.200 manns við útför séra Péturs NOKKUR fjármálafyrirtæki skrif- uðu í vikunni undir samning við Há- skólann á Akureyri um að styðja við uppbyggingu meistaranáms í við- skiptafræði við skólann með fjárfram- lögum. Leggja þau fram alls 15 millj- ónir króna á næstu þremur árum. „Við hlökkum til samstarfsins og væntum mikils af því,“ sagði Þorvald- ur Lúðvík Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri Saga Capital við þetta tækifæri, fyrir hönd þeirra fjármála- fyrirtækja sem koma að uppbyggingu meistaranáms í viðskiptafræði sem hefst hjá Háskólanum á Akureyri næsta haust. Faglegt og fjárhagslegt Í samstarfssamningnum felst bæði faglegur og fjárhagslegan stuðningur Saga Capital, Sparisjóðs Norðlend- inga og fleiri sparisjóða, Glitnis og Ís- lenskra verðbréfa. Í samningnum kveður á um að fyr- irtækin styðji fjárhagslega við upp- byggingu mannauðs við deildina með því að kosta heimsóknir gistikennara og gestafyrirlesara. Jafnframt því mynda fulltrúar frá fyrirtækjunum fagráð sem verður til ráðgjafar um uppbyggingu námsins. „Samvinna þessara aðila er til marks um síaukna þörf fyrir vel menntað vinnuafl í því alþjóðlega um- hverfi sem íslenskar fjármálastofnan- ir, og íslensk fyrirtæki almennt, starfa við í dag. Sífellt er þörf fyrir að dýpka og bæta við þekkingu fyrir- tækjanna og það verður ekki gert nema með því að bjóða uppá afburða góða menntun á þessu sviði á Íslandi. Viðskipta- og raunvísindadeild Há- skólans á Akureyri, í samvinnu við ofangreind fyrirtæki, ætlar sér að koma á fót afburða góðu námi fyrir nemendur sem eru reiðubúnir að tak- ast á við krefjandi nám þar sem áhersla er lögð á hagnýta þekkingu til jafns við fræðilegan undirbúning,“ segir í frétt frá skólanum. Tvær leiðir Boðið verður upp á tvær námsleið- ir; annarsvegar í alþjóðafjármálum og bankastarfsemi og hinsvegar í stjórn- un í alþjóðlegu bankaumhverfi. Fyrri umsóknarfrestur er til 15. mars nk. fyrir nám sem hefst næsta haust. Seinni umsóknarfrestur er til 15. apr- íl. Takmarkaður fjöldi fær skólavist og eiga þeir sem sækja um í fyrri um- gangi meiri möguleika á skólavist. Fjármálafyrir- tæki styðja við meistaranámið Leggja fram 15 milljónir króna á þremur árum auk faglegrar ráðgjafar ÞORVALDUR Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Saga Capital, Örn Arnar Óskarsson sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Norðlendinga, Ingi Björnsson útibússtjóri Glitnis á Akureyri og Sævar Helgason fram- kvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa skrifuðu undir samninginn við Há- skólann. Þeir fengu allir litla „Ís- landsklukku“ að gjöf. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Leggja fram fé

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.