Morgunblaðið - 12.03.2007, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 12. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Helgarferð til
Tallinn
19. apríl
frá kr. 44.990
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Heimsferðir bjóða frábært tilboð
á síðustu sætunum í fjögurra
nátta helgarferð til Tallinn í
Eistlandi 19. apríl. Gríptu þetta
frábæra tækifæri á helgarferð til
þessarar fegurstu borgar
Eystrasaltsins á frábærum kjörum
- fyrstur kemur fyrstur fær.
Verð kr.54.990-
Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli
með morgunverði í 4 nætur á Grand Hotel Tallinn
****.
Allra síðustu sætin - takmörkuð gisting!
Verð kr.44.990 -L'Ermitage
Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli
með morgunverði í 4 nætur á Hotel L'Ermitage
***.
***
Grand Hotel
Tallinn ****
Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur
aps@mbl.is
„ÞETTA var ekki skemmtilegur
dagur,“ segir Jón Sigurðsson sem er
formaður húsfélagsins að Sól-
vallagötu 84. Hann frétti af miklu
vatnsflóði í kjallaranum um hálf-
níuleytið í gærmorgun. „Það hafði
kona farið að sækja Moggann og
heyrði eitthvert vatnshljóð.“
Vatnsflóðið er rakið til bilunar í
dælustöð við Ánanaust, skammt frá
húsinu, líklega afleiðing þess að eld-
ingu sló niður í háspennulínu í fyrri-
nótt. Slökkviliði höfuðborgarsvæð-
isins var tilkynnt um vatn í kjallara
við Framnesvegi um átta í gær-
morgun. Strax var byrjað að dæla en
fljótlega kom tilkynning um vatns-
flóðið á Sólvallagötu, líklega það um-
fangsmesta á einum stað sem
slökkviliðið hefur lent í. Tjón gæti
jafnvel numið tugmilljónum.
„Þetta náði langt upp á hliðar á
bílum og flæddi inn í suma,“ segir
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðs-
stjóri SHS. „Niðri í lyftukjallaranum
var vatnið komið upp í tvo metra svo
dælingin var umfangsmikil. Þá köll-
uðum við tryggingafélög til og menn
á þeirra vegum fóru í fínni þrif, verð-
mætabjörgun og þurrkun á munum.
En við fórum ekki af staðnum fyrr
en klukkan að nálgast eitt.“
Menn veltu fyrir sér ástandi á
kjöllurum í kring. „Þetta gerist á
sunnudagsmorgni og ekki miklar
líkur á að fólk sé niðri í kjallara.“
Slökkviliðið og Neyðarlínan sendu
því talskilaboð í alla síma á afmörk-
uðu svæði. „Við fengum tvær til-
kynningar til viðbótar.“ Nokkurt
tjón varð einnig í húsi BYKO, sem
stendur hinum megin Sólvallagöt-
unnar, frá fjölbýlishúsinu séð.
Jón Sigurðsson átti Benz-bifreið í
kjallaranum en hún er kaskótryggð.
„Þetta er bara tryggingamál með
bílana. Tryggingafélögin létu draga
þá burtu og blátt bann var lagt við
að reyna að ræsa. Svo var í lagi með
jepplinga og bíla sem stóðu þar sem
vatnið var grynnst.“ Þá segir hann
merkilega lítið tjón hafa orðið í
geymslum. „Það var yfir tveggja
metra vatn fyrir framan þær og allir
búnir að bóka að allt væri hand-
ónýtt. En húsið er nýtt og eldvarna-
hurð fyrir geymslunum stóð þrýst-
inginn svo vel af sér að það komst
lítið inn. Ég myndi halda að tjón
væri lítið, miðað við það sem maður
ímyndaði sér, fyrir utan bílana.“
Í fyrstu var haldið að vatnið, sem
flæddi í kjallarann, gæti verið sjór
eða regnvatn en seinna kom í ljós að
skolp var í vatninu. „Ég trúði því
ekki fyrst og var búinn að smakka á
þessu!“ segir Jón og útskýrir að sjór
hafi flætt inn fyrir þremur árum.
Allt á floti Íbúar hússins við Sólvallagötu vaða vatnselginn til að athuga með bílana sína eftir að slökkvilið hafði
dælt vatni úr kjallaranum í gær. Tjónið á fimmtán til tuttugu bílum er talið geta numið milljónum.
Morgunblaðið/Júlíus
Stríður straumur Liðsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins horfa á
vatn renna í niðurfall. Þó nokkrar vatnsskemmdir urðu á húsinu.
Í HNOTSKURN
» Alls flæddi vatn inn í 15–20bíla, suma þeirra dýra.
» Tryggingafélög létu dragabílana í burtu til þurrkunar,
skoðunar og viðgerða, eftir at-
vikum.
» Kaskótrygging bíla nær yfirtjónið en ekki húseigend-
atrygging vegna hússins sjálfs.
» TM tryggir húsið en telur aðbótaábyrgð geti lent á VÍS
sem tryggir Orkuveituna, eig-
anda dælustöðvarinnar sem or-
sakaði lekann.
Skólpblandað vatn flæddi inn í bílakjallara fjölbýlishúss við Sólvallagötu í gær
Vatnið náði tveggja metra dýpt
Íbúar á Sólvallagötu
80–84 í Reykjavík
vöknuðu í gærmorgun
við að allt að 2.000 tonn
af vatni fylltu kjallara
hússins og flæddu þar
inn í bíla. Slökkvilið var
fjóra tíma að dæla því
burtu.
SÝNINGARSVÆÐI Samtaka iðn-
aðarins, sem nefndist Sprotatorg,
var um helgina valið það athygl-
isverðasta á stórsýningunni Tækni
og vit 2007, sem lauk í gær. Önnur
verðlaun hlaut fyrirtækið CAOZ,
sem sérhæfir sig í gerð tölvugerðra
teiknimynda.
Hugbúnaðarfyrirtækið Rue de
Net- og hönnunarfyrirtækið H2
hönnun skiptu síðan milli sín þriðju
verðlaunum.
Jafnframt var tilkynnt um úrslit
atkvæðagreiðslu um athyglisverð-
ustu vöruna eða þjónustuna á sýn-
ingunni að mati fagaðila. Þótti raf-
ræn skilríki á vegum Auðkennis í
samvinnu við fjármálaráðuneytið
vera athyglisverðust. Kosningin fór
fram á sýningarsvæði mbl.is á
Tækni og viti 2007.
Á myndinni tekur Brynjar Ragn-
arsson, markaðsstjóri SI, við verð-
launum fyrir hönd samtakanna.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Sprotatorg verðlaunað
FRAMTÍÐARLANDIÐ hvetur í
ályktun, sem samtökin sendu frá
sér í gær, alla stjórnmálaflokka á
Íslandi til að svara kalli almennings
um aukna áherslu á náttúruvernd
og umhverfismál, virða þau verð-
mæti sem felast í óspilltri náttúru
landsins og vaxtarhugmyndum sem
byggjast á hugviti, nýsköpun og út-
rás, eins og þar segir.
„Nýlegar hugmyndir um vistvæn
not fyrir orku Íslands, s.s. með
rekstri gagnabanka og framleiðslu
á vistvænu eldsneyti fyrir bíla- og
skipaflota landsins bera einnig vott
um að sífellt fleiri landsmenn eru
að vakna til vitundar um þann ara-
grúa framtíðarmöguleika sem
liggja í hreinni orku Íslands,“ segir
í ályktun Framtíðarlandsins, sem
fagnar „skynsemisröddum hvaðan-
æva úr litrófi stjórnmálanna og
hvetur stjórnvöld til að hægja um-
svifalaust á þeirri hröðu virkjana-
og stóriðjuvæðingu sem einkennt
hefur síðustu ár.“
Framtíðarland-
ið sendir frá
sér hvatningu
BAUGUR ætlar
að taka þátt í
fjárfestingum á
Indlandi ásamt
skoska athafna-
manninum Tom
Hunter og
breska bank-
anum HBOS, að
því er segir í
breska blaðinu
Times í gær.
Ætla þessir aðilar að leggja um 700
milljónir íslenskra króna í fjárfest-
ingarsjóð sem stýrt verður af Cata-
lyst Capital. Jón Ásgeir Jóhann-
esson, forstjóri Baugs, mun nýlega
hafa farið ásamt Hunter til Ind-
lands til að ganga frá samningum.
Baugur fjár-
festir í Indlandi
Jón Ásgeir
Jóhannesson
PRIMERA Travel Group hefur
samið við Loftleiðir Icelandic, dótt-
urfélag Icelandair Group, um leigu
á fyrstu breiðþotunni fyrir Primera
Air, sem annast allt flug fyrir Prim-
era, Heimsferðir og fyrirtæki
þeirra á Norðurlöndunum. Samn-
ingurinn nær yfir leigu á Boeing
767-300-breiðþotu sem mönnuð
verður íslenskum áhöfnum, en jafn-
framt munu Loftleiðir Icelandic sjá
um viðhald og tryggingar.
Primera leigir
af Loftleiðum
SAMKVÆMT nýrri skoðanakönn-
un Fréttablaðsins heldur fylgi Sam-
fylkingarinnar áfram að dala. Í
könnuninni sögðust 19,2% ætla að
kjósa flokkinn, sem er 4,8 prósent-
um stigum minna en í síðustu könn-
un. Fengi flokkurinn 12 þingmenn.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með
38,9% og Vinstri grænir 25,7%, sem
er aukning um tvö prósentustig hjá
hvorum flokki frá síðustu könnun.
Framsóknarflokkinn sögðust 9,3%
ætla að kjósa og 5,7% Frjálslynda
flokkinn. Fengju framsóknarmenn
sex þingmenn og frjálslyndir þrjá.
Hringt var í 800 manns í könnun
Fréttablaðsins og 62% svarenda
tóku afstöðu.
Samfylkingin
með 19 prósent