Morgunblaðið - 12.03.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.03.2007, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 12. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. DAUÐANS ALVARA Á FJÖLLUM Um helgina lögðu björgunar-sveitarmenn sig í hættu ogmilljóna króna kostnaður féll til af því að leita þurfti að fólki, sem lagt hafði á fjöll að því er virðist án þess að athuga veðurspá. Mesta leitin var gerð að hópi vél- sleðamanna, sem höfðu lagt á Lang- jökul og ættingjar fóru að óttast um. Þeir fundust eftir mikla leit, þar sem 43 hópar björgunarsveitarmanna komu við sögu, svo og þyrla Landhelg- isgæzlunnar. Ýmsir aðrir þurftu að- stoðar við en sem betur fer skiluðu all- ir sér heim heilir á húfi. Slíkt var ekki sjálfgefið. Það er gaman á fjöllum þegar vel gengur og hálendið verður æ vinsælla til útivistar. Fleiri og fleiri hafa líka efni á þeim búnaði, sem þarf til fjalla- ferða, vel búnum jeppum og vélsleð- um. Alltof margir virðast hins vegar gleyma því að á hálendi Íslands er allra veðra von, raunar allan ársins hring en alveg sérstaklega á veturna. Að leggja á fjöll að vetrarlagi getur snúizt upp í dauðans alvöru. Og að gera það án þess að athuga veður- spána – eða án þess að taka mark á henni – er einfaldlega óðs manns æði. Ekki stefna menn aðeins eigin lífi og samferðamannanna í hættu, heldur geta björgunarsveitir þurft að tefla í tvísýnu til að hafa uppi á fólki, sem hefur anað til fjalla þrátt fyrir vonda veðurspá, jafnvel án þess að láta nokk- urn mann vita um ferðaáætlun sína. Undanfarin ár hafa komið upp nokkur mál þar sem leita hefur þurft að erlendum ferðamönnum sem hvorki hafa hlustað á viðvaranir né látið vita af sér. Það er hægt að skrifa slíkt á ókunnugleika útlendinga. En Íslendingar, sem búa í þessu landi og þekkja veðurfarið, hafa ekkert sér til afsökunar þegar þeir týnast í stórhríð sem spáð var fyrirfram. Sá, sem hefur efni á jeppa eða vél- sleða, hefur líka efni á að fara á nám- skeið í því hvernig á að haga sér á fjöll- um, hvað ber að varast og hvaða búnað á að hafa meðferðis. Hann hefur líka efni á fjarskiptabúnaði sem dugir til að láta vita af sér ef eitthvað kemur upp á. Sá, sem hefur nægilega skarpa at- hygli til að taka eftir jeppaauglýsing- unum, hlýtur líka að geta hlustað á veðurspána. Og sá, sem hefur fengið nægilega skipulagshæfileika í vöggugjöf til að ráða við að muna eftir benzíninu á bíl- inn og vélsleðann og kakói á hitabrús- ann hlýtur líka að geta komið ferða- áætlun sinni til réttra aðila þannig að vitað sé hvar eigi að leita að fólki ef eitthvað bregður út af. Boð og bönn, sektir og trygginga- gjöld eru ekki lausn á því vandamáli, sem ábyrgðarlausar hálendisferðir óneitanlega eru. Það verður einfald- lega að höfða til skynsemi fólks og ábyrgðar. Ef allir fjallamenn hugsa sig tvisvar um áður en þeir ana út í óvissuna þurfa uppákomur eins og þær sem áttu sér stað um helgina ekki að verða fastur liður. AUÐUR OG ÖRBIRGÐ Ekkert er jafn aðkallandi og aðvinna á fátækt í heiminum. Fá- tækt er ekki nýr förunautur mannsins en hins vegar hefur mannkyn senni- lega aldrei verið í betri stöðu til þess að láta til skarar skríða gegn fátækt- inni og þeirri eymd og hörmungum sem henni fylgja. Það er ef til vill ekki einfalt að hrinda af stað þeim umbót- um sem gera þarf. Það var það heldur ekki á Vesturlöndum en þar hefur það tekist með þeim hætti að himinn og haf er á milli vestrænna ríkja og þró- unarlanda. Hagfræðingurinn Jeffrey D. Sachs, sem hefur helgað sig rann- sóknum á fátækt og auðlegð og veitt hagnýt ráð um aðgerðir, telur að það ætti að vera hægt að binda enda á fá- tækt fyrir árið 2025. Hluti af því að ná árangri í barátt- unni við fátækt er nýtt hugarfar þeirra sem eiga peningana og hafa bolmagnið. Í Morgunblaðinu í gær lýsir Ragna Sara Jónsdóttir því hvernig fyrirkomulag þróunaraðstoð- ar hefur breyst á undanförnum miss- erum. Hún lýsir því í greininni hvern- ig einkageirinn hafi lengi vel verið álitinn ein af uppsprettum vandamála í þróunarlöndunum. Þau hafi sum nýtt sér „veika stöðu fátækra samfélaga, og byggðu þar upp mengandi iðnað eða nýttu náttúruauðlindir þjóðanna í eigin þágu“. Það er ljóst að fyrirtæki, sem koma þannig fram, eru engir au- fúsugestir meðal almennings, þótt sjónarmið skammtímagróða geti ráð- ið hug ráðamanna, og iðulega hafa slík viðskipti verið afdrifarík fyrir gest- gjafana. Eins og sagt er frá í greininni tók Kofi Annan, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sér fyrir hendur að kynna hugmyndir um nýtt hlutverk einkageirans þannig að hann yrði hluti af lausninni en ekki vandamálinu þegar þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna komu fram árið 200 um það hvernig ráðist skyldi gegn fátækt. Þar sagði að aðeins yrði hægt að leysa vandamál þriðja heimsins ef einkageirinn, ríkisstjórnir vestrænna landa, þróunarlanda, frjálsar félaga- stofnanir og alþjóðasamtök tækju höndum saman. Í greininni eru tekin dæmi um nokkur fyrirtæki, sem hafa lagt sitt af mörkum. Hefur flugfélagið SAS til dæmis lánað vélar og áhafnir þegar þær hafa ekki nýst annars staðar. Hér eru margir möguleikar fyrir ís- lensk fyrirtæki. Þegar upp er staðið má síðan búast við því að allir hagnist á samvinnunni. Útgangspunkturinn má hins vegar ekki vera hagsmunir fyrirtækisins heldur hagsmunir þess ríkis sem um er að ræða. Það verður að vera ljóst að markmiðið er að við- komandi ríki standi betur að vígi eftir en áður en ekki verði skilin eftir hol skel eins og oft hefur verið raunin. Óttinn við að sagan endurtaki sig má hins vegar ekki koma í veg fyrir að nýjar leiðir verði reyndar. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Andra Karl andri@mbl.is Hvert sæti var skipað ogþurftu margir að sættasig við að standa í salTónlistarskóla Ísafjarð- ar þegar fram fór borgarafundur undir yfirskriftinni „Lifi Vestfirðir!“ var haldinn þar í gærdag. Sjö fram- sögumenn, nokkurs konar þver- skurður af vestfirsku samfélagi, stigu upp í pontu og ljóst er að ólga er meðal íbúa. „Tilefni fundarins eru þær blikur sem eru á lofti í atvinnumálum svæðisins, en ótíðindi hafa verið að berast síðustu vikurnar og fleira hangir í loftinu,“ segir Ólína Þor- varðardóttir sem sá um fundar- stjórn, en ásamt henni kom að fund- inum sjálfskipaður, þverpólitískur hópur íbúa á svæðinu. Ólína segir hugmyndina hafa kviknað þegar Marel hf. tilkynnti að fyrirtækið ætl- aði að loka starfsstöð sinni á Ísafirði, en bendir að auki á fleiri þætti sem spiluðu inn í. „Öflugt byggingafyr- irtæki, Ágúst og Flosi, varð gjald- þrota fyrir nokkrum vikum, Síminn hefur sagt upp fimm starfsmönnum, búið er að leggja niður rannsókn- arþjónustuna Agar, gjaldþrot vofir yfir fleiri fyrirtækjum og alvarlegir erfiðleikar sem vitað er um. Það verður að slá botninn í þessa nið- urför og reyna spyrna okkur aftur upp.“ Heilsársbyggð útrýmt á nokkrum áratugum Einar Hreinsson, starfsmaður á veiðafærasviði Hafrannsóknastofn- unar á Ísafirði, var ómyrkur í máli þegar hann fjallaði um byggðaáætl- anir. Hann rifjaði upp eldri áætlanir og minntist m.a. á fyrstu byggðaáætlun Vestfjarða sem kom fram árið 1963, og miðaði að því að stöðva brott- flutning úr landshlutanum. Einar sagði að þrátt fyrir allar byggða- áætlanir sem gerðar hefðu verið, alla fundi sem haldnir hefðu verið hefði fólki aðeins fjölgað á Vestfjörð- um á einu tímabili frá árinu 1960, á tímabilinu 1970–80. Nú væri svo komið að það væri enginn pólitískur vilji til að standa við byggðaáætlan- ir. „Enginn núverandi stjórnmála- flokkur ætlar svo mikið sem að lyfta litla fingri til að efla byggð á Vest- fjörðum sérstaklega. Árleg innspýt- ing ríkisins er tæplega andvirði blokkaríbúðar á höfuðborgarsvæð- inu og árangurinn eftir því.“ Einar spáði svo fyrir um að ef fram héldi sem horfði mundi heils- ársbyggð á svæðinu hverfa eftir nokkra áratugi. Guðrún Anna Finnbogadóttir, starfsmaður hjá Matís, sagði frá reynslu sinni af því misrétti sem fæl- ist í að búa á landsbyggðinni. Hún ætlaði að taka lífeyrissjóðslán en fé- lagsmenn á landsbyggðinni eiga hins vegar ekki rétt á því í öllum til- vikum. „Landinu er vandlega skipt í lánshæfisvæði og ólánshæfisvæði. Það varð mér til happs að hafa valið hús í miðbæ Ísafjarðar, en allt fyrir utan hann var ólánshæft í þessum sjóði, jafnvel þó að húsnæðið væri innan sama bæjarfélags.“ Hún gagnrýndi jafnframt út- færslu á flutningi opinberra starfa út á landsbyggðina því þau hefðu mörg hver leyndan galla. „ að ræða tímabundna ráð verkefnið í tilraunaskyni.“ Ólafur B. Halldórsson andi lagði þá fram tillögu u isvaldið sæi til þess að á næ um árum fengju Vestfirð þúsund þorskígildistonn ti „Er til of mikils ætlast að Vestfirðinga þeirri auðlind þeim var rifin með opinb gerðum og leitt hafa til hruns, þver ofan í skjalf gang laganna?“ spurði Ólaf Nauðsyn að fá háskóla Umræða um stofnun h Vestfjörðum verður sífel áberandi og sagði Lín Tryggvadóttir, þjónustu- isstjóri Intrum á Ísafirð nauðsynlegt að efla mög menntunar. „Með því að g kleift að menna sig í hei aukast líkurnar á því að þa áfram og skapi ný störf. Ég menntuðu fólki á Vestfjörð áfram að fjölga og að hér m Háskóli Vestfjarða innan því stofnun hans getur o þáttur í því að byggðaþ verði snúið til hins betra.“ H það jafnframt eðlilega kröf Vestfirði í forgang hvað Steinþór Bragason Þorleifur Ágústsson Kolbrún Sverrisdóttir Ólafur B. Halldórsson Lína Björg Tryggvadóttir Ákaft klappað Greinilegt var að fundargestir voru samhuga í sa flestum ef ekki öllum finnst ekki nóg að gert fyrir Vestfirðinga, e Eðlileg krafa að Vestfirði í forga Fjölmennur borg- arafundur um búsetu- og atvinnumál á Vest- fjörðum var haldinn á Ísafirði í gærdag. Kallað var eftir samstöðu þings og þjóðar vegna þess vanda sem blasir við. „FÓLKI er nóg boðið og það var mjög táknrænt þegar Marel ákvað að hætta rekstri fyrirtækis sem hafði verið rekið í um fjörutíu ár, en Marel hafði aðeins rekið það sjálft í þrjú ár,“ sagði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, eft- ir borgarafundinn í gær. Hann segist hafa setið þá nokkra, baráttufundina á Vestfjörðum í gegnum tíðina og ljóst að ekki hafi nóg verið að gert. Halldór hvatti þá þingmenn, sem mættu á fundinn, til að segja frá því í öðrum lands- hlutum að þeir ætli að gera meira fyrir Vest- firðina. Hann segir þingmenn of gjarna að lofa öllu fögru í öllum landshlutum og sitja svo uppi með langan lista loforða sem ekki næst að efna. „Fólk vill sjá það að ríkisstjórnin sé tilbúin til að sýna meira í verki, meiri staðfestingu á því að það eigi að þróast hérna byggð. Hægt er að nefna að við sjáum mjög mikið í samgöngu- málum en fólki þykir löngu hafa verið kominn tími til þess.“ Hann segir að ef marka megi orð þeirra stjórnmálamanna, sem töluðu í gær, þá ætli þeir, þ.e. fái þeir til þess fylgi, að setja Vestfirði í forgang. Halldór segir að eitt brýnasta verkefnið fyrir Vestfirðinga sé að flutningskostnaður sé jafn- a a s v f u h a m b f s Flutningskostnað verður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.