Morgunblaðið - 12.03.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2007 11
SKORPA jarðarinnar er gerð úr
flekum sem hreyfast undir áhrif-
um möttulstrauma. Einn þeirra
ber Norður-Ameríku, annar Evr-
ópu og Asíu. Skil milli þeirra
liggja eftir miðju N-Atlantshafi.
Flekarnir eru á hægu skriði miðað
við kjarna jarðar en hegða sér
einnig eins og jakar í hafísbreiðu.
Næst Íslandi rekur þá hægt sund-
ur í VNV-stefnu (15), um 18 mm á
ári, en kvika fyllir í vökina milli
þeirra og myndar úthafshrygg. Ís-
land stendur á þessum hrygg. Gos-
belti á flekaskilum eru nefnd rek-
belti.
Yfirleitt er úthafshryggurinn á
miklu hafdýpi en Ísland er þar
undantekning vegna mikillar gos-
virkni. Hún stafar af strók mött-
ulefnis (1) sem streymir upp undir
Vatnajökul (sjá mynd 1). Strók-
urinn er fast skorðaður miðað við
kjarna jarðar en flekaskorpan er á
hægu skriði yfir hann til VNV. Að
jafnaði er flekaskilunum eiginlegt
að vera yfir stróknum en skrið
flekanna flytur þau frá honum í
VNV-stefnu. Þegar fjarlægð fleka-
skilanna frá stróknum hefur náð
ákveðnu marki, verður kvikuflæði
til skilanna orðið svo tregt að
kvikan brýtur sér ný flekaskil nær
stróknum. Þá deyr gosvirknin út á
vestari skilunum og nýtt rekbelti
myndast á nýju skilunum.
Vestur af Vestfjörðum má
greina merki um rekbelti (2) sem
var virkt fyrir um 24 milljónum
ára. Það lét undan fyrir rekbelti á
Snæfellsnesi og í Hvammsfirði (3),
sem var virkt fyrir um 15 millj-
ónum ára. Fyrir um 6–7 milljónum
ára færðist gosvirknin svo á nú-
verandi Reykjanesskaga og rek-
belti um Langjökul (4). Það er enn
virkt en þó virðist öllu meiri kraft-
ur kominn í það rekbelti sem við
nefnum nú eystra rekbeltið (5) sem
liggur yfir möttulstróknum undir
Vatnajökli. Þessi gangur í færslu
rekbeltanna er táknaður með örv-
um (14) í mynd 1 og nánar í mynd
2.
Berg sem brúar bilið milli rek-
beltis sem er að hörfa og annars
sem sækir fram, verður mikið
átakasvæði og brestur í stórum
jarðskjálftum. Slíkt skjálftabelti er
nú á Suðurlandi (7) milli vestara
og eystra rekbeltis og í Borg-
arfirði má sjá merki um fornt slíkt
belti (8) sem tengdi saman Snæ-
fellsnesrekbeltið (3) og Langjök-
ulsrekbeltið (4). Norðanlands teng-
ir Tjörnes-sprungukerfið (9) eystra
rekbeltið við rekbeltið á Kolbeins-
eyjarhrygg (6) sem markar fleka-
skilin til norðurs frá Íslandi. Þegar
rekbelti stekkur til austurs lendir
bergspilda, sem áður var hluti
Evrasíuflekans, vestan skilanna og
verður hluti Ameríkuflekans.
Klemma spildunnar milli rekbelt-
anna, og sprungur frá skjálftabelt-
inu sem tengir þau saman, verða
til þess að bergspildan brotnar
óvenju mikið. Þannig er ástatt í
Hreppum (10) á Suðurlandi og
svipuð merki um forna virkni er
að finna í Borgarfirði (11). Í Borg-
arfirði er elsta bergið allt að 15
milljón ára gamalt og þar hafa
jöklar sorfið um 1.500 m ofan af
upprunalegu yfirborði. Í Hreppum
er bergið um 2–3 milljón ára og
þar hafa um 500–700 m sorfist af.
Þessar aðstæður gefa tækifæri til
samanburðar á sprungum sem áð-
ur voru á 500 –1.500 m dýpi við
þær sprungur sem nú eru að
myndast í skjálftabeltum, og
kanna hvernig þær tengjast inn-
skotum kviku í sprungurnar og
hringrás jarðhita um þær.
Gossprungur geta myndast í
flekunum án þess úr verði rek-
belti. Slíkt gosbelti er nú virkt á
Snæfellsnesi (12) og austan við það
er virkt skjálftasvæði (13) sem síð-
ast lét á sér bæra árið 1974. Nærri
því er mestur jarðhiti í Borg-
arfirði.
Gosbeltin á Íslandi
SKJÁLFTABELTIÐ á Suðurlandi
er þversprungusvæði sem tengir
vestara rekbeltið við eystra rek-
beltið. Norðan við þetta svæði er
berg á reki vestur frá eystra rek-
beltinu en sunnan þess er bergið á
reki austur frá vestara rekbeltinu.
Þessi munur í reki verður til þess
að berg á skjálftasvæðinu brotnar á
ýmsa vegu. Innan rekbeltanna eru
siggengi með NA-stefnu yfirgnæf-
andi en í skjálftabeltinu verður
sprungumynstrið flóknara. Þar má
greina 5 aðrar sprungustefnur. Al-
gengastar eru NS-sprungur sem
ganga á snið með skjálftum. Þeim
tengjast oft sniðgengi með ANA-
stefnu, sbr. sprunguna við Skeiða-
vegamót í júní 2000. Siggengi með
NA-stefnu eru einnig algeng í
skjálftabeltinu en hluti þeirra gæti
átt uppruna sinn frá þeim tíma sem
bergið var innan rekbeltis. Á þver-
sprungusvæðinu í Borgarfirði eru
sprungur með NA-stefnu aðeins
þriðjungur af heildarfjölda.
Margt bendir til þess að skjálfta-
beltið á Suðurlandi hafi áður legið
norðar í uppsveitum og sé að færast
sunnar um leið og gosvirkni í vest-
ara rekbeltinu hörfar til suðvesturs
og gosvirkni í eystra rekbeltinu
sækir fram. Þetta gæti skýrt óvenju
þéttar og margbrotnar sprungur í
Hreppum og Biskupstungum og
mikinn jarðhita þar.
Skjálftabeltið á Suðurlandi
STJÓRN Samtaka um betri byggð
hefur sent frá sér yfirlýsingu þar
sem samgönguáætlun Sturlu Böðv-
arssonar samgönguráðherra er
gagnrýnd. Segja þau ráðherrann,
sem æðsta yfirmann umferðarör-
yggismála á Íslandi, líta fram hjá
orsakasamhengi milli flugstarfsemi
í Vatnsmýri, stjórnlausrar útþenslu
byggðar, gífurlegs einkabílaakst-
urs, mikilla umferðartafa og hárrar
tíðni umferðarslysa á höfuðborg-
arsvæðinu.
„Árlegur fjöldi slysa og óhappa í
umferðinni á höfuðborgarsvæðinu
er í beinu hlutfalli við fjölda öku-
tækja og ekna vegalengd. Sam-
gönguráðherra lítur fram hjá víta-
hring bílasamfélagsins, þ.e. beinu
orsakasamhengi
flugstarfsem-
innar í Vatns-
mýri, stjórn-
lausrar útþenslu
byggðarinnar,
hruns grundvall-
ar fyrir nærþjón-
ustu og almenn-
ingssamgöngur
og gríðarlegrar
einkabílaeignar,“ segja samtökin
og telja samgönguráðherra bera
ábyrgð á því að umferð á höf-
uðborgarsvæðinu sé mun meiri og
slysatíðni mun hærri ef Reykvík-
ingar fengju tækifæri til að reisa
þétta og blandaða miðborgarbyggð
í Vatnsmýri.
Gagnrýna samgönguáætlun
samgönguráðherra
Sturla Böðvarsson
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, og Dorrit Moussaieff for-
setafrú heimsækja Ártúnsskóla í dag
en skólinn hlaut Íslensku mennta-
verðlaunin 2006 í flokki skóla sem
sinnt hafa vel nýsköpun og farsælu
samhengi í fræðslustarfi.
Nemendur, skólastjóri og kenn-
arar Ártúnsskóla taka á móti for-
setahjónunum kl. 10.30 og í kjölfarið
tekur við dagskrá á sal skólans þar
sem nemendur flytja tónlist og
kynna efnisþætti heimsóknarinnar.
Dagskránni lýkur með því að gest-
um, nemendum og starfsliði er boðið
að þiggja veitingar.
Ólafur Ragnar og Dorrit
heimsækja Ártúnsskóla
Heimsókn Ólafur Ragnar og Dorr-
it munu heimsækja Ártúnsskóla.
Morgunblaðið/Eggert
Blönduósi | Þessi grágæs varði
veginn heim að bænum Litla-
Búrfelli í Svínavatnshreppi hinum
forna um helgina. Grágæsirnar
sem hverfa á braut úr Húnaþingi
á haustin eru ekki enn farnar að
skila sér á heimaslóðir eftir vet-
ursetu á suðlægari slóðum. Lík-
lega hefur þessi gæs orðið eftir í
haust og fundið sér skjól hjá ábú-
endum á Litla-Búrfelli. Gæsin
virtist ekkert vera trufluð af um-
ferð um veginn og var líkari
hundi í háttum sem hefur áhuga
á ferðum bíla um sitt nánasta um-
hvefi. Ef reynt var að yrða á
gæsina svaraði hún einungis með
hvæsi.
Grágæsin á
Litla-Búrfelli
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Varð eftir Grágæsin á Litla-
Búrfelli sýndi af sér litla gestrisni.
LÖGREGLAN á Ísafirði náði ölv-
uðum manni upp úr sjónum við Ós-
vör í Bolungarvík í gærmorgun,
eftir að hann hafði stungið sér þar
til sunds á sjöunda tímanum.
Reyndist maðurinn kaldur og hrak-
inn eftir sundsprettinn.
Stakk sér til sunds
MAÐUR féll í hálku fyrir aftan bíl í
Mývatnssveit í fyrrinótt. Bílnum
var bakkað yfir manninn á heim-
reið að bæ og var hann fluttur bein-
brotinn til aðhlynningar á Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri, að
sögn lögreglu á Húsavík.
Rann til í hálku
FRUMTÖK, sem
eru samtök fram-
leiðenda frum-
lyfja hér á landi,
fagna í yfirlýs-
ingu sinni stefnu
Sivjar Friðleifs-
dóttur heilbrigð-
isráðherra í
lyfjamálum til
ársins 2012, sem
hún kynnti ný-
lega. Segja þau stefnuna unna í
samvinnu við hagsmunaaðila og
marka að mörgu leyti tímamót.
Samtökin segja það hafa komið
fram í máli ráðherra að mikill ár-
angur hafi náðst hvað varðar heild-
söluverð frumlyfja, sem sé nú sam-
bærilegt við verð sömu lyfja á
Norðurlöndum. Að ýmsu beri að
huga þegar komi að frekari fram-
kvæmdum á markmiðum hinnar
nýju lyfjastefnu.
Frumtök fagna
lyfjastefnu
Siv
Friðleifsdóttir
TVÆR líkamsárásir voru kærðar
til lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu eftir ævintýri aðfar-
anætur sunnudagsins. Sex öku-
menn voru teknir ölvaðir en nóttin
var að öðru leyti róleg, enda veð-
urskilyrði óhagstæð til athafna.
Tvær líkamsárásir
SÍÐDEGIS á laugardag kom upp eldur í nýlegu fjósi á bænum Sólheimum í
Hrunamannahreppi. Slökkvilið frá Flúðum fór á staðinn og slökkti eldinn.
Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru eldsupptök í rafmagnsmótor sem var
tengdur við flórsköfur.
Mótorinn mun verða sendur í tæknirannsókn til að finna út hvað hafi
orðið til þess að eldur kom upp í honum. Engin slys urðu á fólki eða tjón á
skepnum. Veggur sem rafmótorinn var við brann að hluta en annað tjón
mun ekki hafa orðið.
Eldur í fjósinu á Sólheimum
FRÉTTIR