Morgunblaðið - 12.03.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2007 15
MENNING
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
6
3
8
5
Aðalfundur Símans hf. verður haldinn
fimmtudaginn 15. mars 2007 kl. 17.00
á Nordica hotel.
Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi þurfa að berast
stjórn eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund.
Gögn vegna skiptingar skv. 8. dagskrárlið hafa legið frammi frá
birtingu skiptingaráætlana í Lögbirtingablaðinu, 25. janúar 2007,
og eru hluthöfum Símans hf. aðgengileg á skrifstofu félagsins
að Ármúla 25, 108 Reykjavík.
Dagskrá fundarins, endanlegar tillögur svo og ársreikningur
félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til
sýnis sjö dögum fyrir aðalfund.
Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhent hluthöfum á
aðalfundardaginn frá kl. 16.00 á fundarstað að Nordica hotel.
Stjórn Símans
Aðalfundur
Símans2007
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.
2. Skýrsla forstjóra um rekstur félagsins og endurskoðaður
reikningur fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar.
3. Ákvörðun um greiðslu arðs.
4. Kosning stjórnar félagsins.
5. Kosning löggilts endurskoðanda.
6. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna félagsins fyrir
störf þeirra.
7. Ákvörðun um skiptingu Símans hf.
i. Skipting A. Tillaga stjórnar Símans hf. um að félaginu verði
skipt í samræmi við fyrri skiptingaráætlun, dags. 19. desember
2006, sbr. 133. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995. Í skiptingunni
felst að tilteknir eignarhlutar í Símanum hf. og dótturfélögum
Símans hf. renna inn í sérstakt hlutafélag, sem verður móðurfélag
samstæðunnar, sbr. nánari skýringar í skiptingaráætlun. Samþykktir
Símans hf. og hins nýja móðurfélags liggja fyrir.
ii. Skipting B. Tillaga stjórnar Símans hf. um að félaginu verði
skipt í samræmi við seinni skiptingaráætlun, dags. 19. desember
2006, sbr. 133. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995. Við skiptinguna
færast fasteignir félagsins ásamt tilteknum skuldum yfir í sérstakt
einkahlutafélag. Þá færist fjarskiptanet félagsins, viðskiptavild
því tengd ásamt tilteknum skuldum inn í sérstakt einkahlutafélag,
sbr. nánari skýringar í skiptingaráætlun. Samþykktir Símans hf.
og viðtökufélaga liggja fyrir.
8. Tillaga félagsstjórnar um að móðurfélag samstæðunnar
verði skráð í kauphöll fyrir árslok 2007.
9. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu.
10. Önnur mál.
DAGSKRÁ
BANDARÍSKA rithöfundinum
Jonathan Littell, sem hlaut ein
helstu bókmenntaverðlaun
Frakklands, Goncourt, hefur ver-
ið veittur franskur ríkisborg-
araréttur. Littell fékk verðlaunin
í nóvember fyrir skáldsögu sína
„Les Bienveillantes“, en hún
fjallar um minningar SS foringja.
Í franska dagblaðinu Le Fig-
aro kemur fram að Littell hafi
tvívegis verið hafnað þegar hann hefur sótt um
franskan ríkisborgararétt en það var áður en bók
hans, sem er metsölubók, kom út í ágúst í fyrra.
Frönsk stjórnvöld höfðu hafnað umsóknum hans
á þeirri forsendu að hann uppfyllti ekki þau skil-
yrði sem sett væru um að umsækjendur þyrftu að
búa í landinu í að minnsta kosti sex mánuði á ári.
Littell býr í Barcelona á Spáni ásamt belgískri
eiginkonu og tveimur börnum. Littell, sem er fyrr-
verandi hjálparstarfsmaður, er sonur njósnasögu-
höfundarins Roberts Littells. Jonathan Littell
fæddist í New York árið 1967 en bjó síðar í
Frakklandi.
Littell fær rík-
isborgararétt
Hefur verið hafnað í tvígang
Jonathan Littell
ÚT er kominn geisladiskurinn Úr skel
með Kára Árnasyni og félögum sem leika
frumsamda jazztónlist. Ásamt Kára, sem
leikur á trommur, eru flytjendur og höf-
undar úr fremstu röð íslenskra jazz-
tónlistarmanna; Sigurður Flosason á
altó-saxófón, Ómar Guðjónsson á gítar og
Agnar Már Magnússon á hammond-
orgel. Diskurinn er gefinn út til styrktar
umönnunarsjóði Árna Ibsens og rennur
allur ágóði af sölu hans beint í sjóðinn.
Tónlist
Úr skel kominn út
Kári Árnason
80. Skáldaspírukvöldið verður haldið í
Eymundsson í Austurstræti kl. 20.15
annað kvöld. Þar mun Sigurður Skúlason
leikari lesa úr skáldsögunni Ógæfusama
konan og nokkur ljóð í þýðingu Gyrðis
Elíassonar úr safnritinu Snúa aftur.
Einnig verður lesið úr þýðingu Harðar
Kristjánssonar á skáldsögunni Helj-
arslóðarhatturinn sem Lafleur útgáfan
gaf út. Aðgangur er ókeypis, og hægt að
taka með sér veitingar frá Te og Kaffi.
Bókmenntir
80. Skáldaspírukvöldið
Sigurður
Skúlason
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
LEIKRITIÐ Alveg brilljant skiln-
aður, sem sýnt er í Borgarleikhús-
inu, verður sýnt í 150. skipti annað
kvöld, en það er jafnframt næstsíð-
asta sýning á verkinu. Verkið hefur
verið sýnt í þrjú ár, en það var
frumsýnt í mars árið 2004. Edda
Björgvinsdóttir, sem leikur einleik í
verkinu, segir að hugsanlega sé um
einhvers konar met að ræða.
„Ég hef allavega ekki fundið
neitt verk síðustu ár sem hefur
gengið eins vel, fyrir utan Hellisbú-
ann hans Bjarna Hauks,“ segir
Edda.
„Það hefur verið nánast uppselt
alltaf, og svo fór ég um allt land í
sumar og þá var nánast alltaf fullt
líka.“
Edda segir að ástæða þessarar
miklu velgengni sé trúlega sú að
um mjög gott leikrit sé að ræða.
„Í þessu verki eru margir punkt-
ar sem hræra verulega í hjörtum
allra, alveg sama hvort kynið er og
á hvaða aldri fólk er. Fólk fær
brjálæðisleg hlátursköst af því það
þekkir svo vel tilfinningarnar sem
konan er að ganga í gegnum á svið-
inu. Svo grætur það líka með
henni,“ segir Edda sem er ekkert
orðin leið á að leika í verkinu þrátt
fyrir þennan mikla fjölda sýninga.
„Það er nefnilega svo skrítið, og
það er það sem áhorfendur ekki
vita, að þeir eru þessi óvænti leikari
í hverri einustu sýningu. Það er
aldrei sama upplifunin að leika á
sýningunum. Án áhorfenda væri
þetta náttúrlega ekki neitt.“
Alveg brilljant skilnaður fjallar
um Ástu, miðaldra konu sem veitir
áhorfendum einlægan og op-
inskáan aðgang að sínum innstu
hugarfylgsnum skömmu eftir að
elskulegur eiginmaður hennar til
þrjátíu ára yfirgefur hana til að
taka saman við yngri konu. Leik-
stjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir,
höfundur Geraldine Aron og þýð-
andi og höfundur íslenskrar leik-
gerðar er Gísli Rúnar Jónsson.
Hrærir verulega
í hjörtum allra
Leikritið Alveg brilljant skilnaður sýnt í 150. skipti
Langlíf Edda segir áhorfendur eiga stóran þátt í velgengni sýningarinnar.
www.borgarleikhus.is
Eftir Flóka Guðmundsson
floki@mbl.is
FLUTNINGUR á áður óheyrðu leikriti eftir
Matthías Johannessen, Bláu eyjunni, var hljóð-
ritaður í síðustu viku á vegum Ríkisútvarpsins.
Í upptökunni bregða margir af þekktustu leik-
urum þjóðarinnar sér í hlutverk ýmissa andans
manna þjóðarinnar frá síðari hluta síðustu ald-
ar, en verkið segir frá sögumanni sem fer sál-
förum og hittir fyrir margan merkismanninn í
handanheimi. Ásdís Thoroddsen leikstýrir verk-
inu og hefur jafnframt „hagrætt“ að flutningi í
útvarpi, eins og hún orðar það sjálf.
„Þetta er mjög skemmtilegt verk. Þarna
koma fyrir karakterar sem fólk þekki frá tutt-
ugustu öldinni, eins og Eggert Stefánsson,
Steinn Steinarr, Þórbergur Þórðarson, Ás-
mundur og Gunnlaugur og fleiri góðir,“ segir
leikstjórinn og kveður þann handanheim sem í
verkinu er lýst óneitanlega bera sterkan svip
þess er við þekkjum hvað best. „Þegar ég las
verkið fyrst fannst mér svo skemmtilegt hvað
það nær anda þessa tíma vel.“
Ásdís segir fríðan flokk leikara hafa lagt
mannmargri upptökunni lið og nefnir sem dæmi
bæði leikara af yngri kynslóð, s.s. Þröst Leó
Gunnarsson, sem leikur sögumanninn, Hilmi
Snæ Guðnason og Benedikt Erlingsson, og leik-
ara á borð við Róbert Arnfinnsson, Erling
Gíslason, Þóru Friðriksdóttur, Guðrúnu Steph-
ensen, Árna Tryggvason og Baldvin Hall-
dórsson.
Að sögn Hallmars Sigurðssonar, leiklist-
arráðunautar Ríkisútvarpsins, er reiknað með
að Bláu eyjunni verði útvarpað með haustinu.
Bregða sér í hlutverk and-
ans manna frá síðustu öld
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á æfingu Þröstur Leó Gunnarsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Benedikt Erlings-
son koma öll við sögu upptöku Ríkisútvarpsins á Bláu eyjunni.