Morgunblaðið - 12.03.2007, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 12. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
...OG Á MEÐAN ÉG OG KÆRASTAN MÍN
ERUM AÐ BORÐA ÞÁ VÆRI GOTT EF
FIÐLULEIKARINN YKKAR MYNDI KOMA
OG BEYGJA SIG YFIR BORÐIÐ...
ER HANN Í FRÍI? UPPVASKARINN KANN Á
MUNNHÖRPU
GETUR
HANN
BEYGT SIG?
VEISTU...
„KÆRI JÓLI“
ER EKKI
ALVEG NÓGU
GOTT...
ÉG HELD AÐ VIÐ ÆTTUM
AÐ REYNA AÐ VERA
EINLÆGARI... SKRIFA
EITTHVAÐ VINGJARNLEGRA...
HVAÐ MEÐ,
„KÆRI HLUNKUR“?
AÐ SJÁ BAÐHERBERGIÐ!
HVAÐ VARSTU EIGINLEGA
AÐ GERA?!?
ÉG GERÐI EKKI NEITT! ÉG
VAR BARA INNI Á BAÐI AÐ
LEITA AÐ TANNÞRÆÐI OG ÞÁ
ALLT Í EINU FLAUG EITT
HANDFANGIÐ AF KRANANUM
ALVEG AÐ SJÁLFU SÉR...
ÞAÐ SEM ÉG Á VIÐ ER AÐ
HOBBES VAR AÐ LEIKA SÉR
MEÐ VERKFÆRIN ÞÍN. ÉG
REYNDI AÐ STOPPA HANN EN
HANN HLUSTAÐI EKKI Á MIG.
SÍÐAN, EINS OG ÞÚ VEIST,
GERÐIST... GERÐIST...
EINU
SINNI ENN
ÞAÐ KOM HÓPUR
AF VONDUM
GEIMVERUM FRÁ
PLÚTÓ! ÞAU
SÖGÐUST ÆTLA
AÐ RÆNA MÉR EF
ÉG SEGÐI FRÁ
HJÚKK!
VIÐ NÁÐUM
AÐ SLEPPA
UNDAN ÞESSUM
BRJÁLAÐA BIRNI
NÚNA ÞURFUM VIÐ
BARA AÐ KLIFRA
AÐEINS HÆRRA UPP Í
ÞETTA TRÉ OG ÞÁ
ERUM VIÐ HÓLPNIR Æ,
NEI!
EFTIRLÝSTUR
VONDUR
HUNDUR
SNIFF! ÉG ER VISS
UM AÐ ÉG FINNI
EINHVERJA LYKT
SNIFF! NÚ, ÞEGAR
ÞÚ MINNIST Á ÞAÐ...
ÞAÐ ER EINHVER SKRÍTIN
LYKT HÉRNA
EN ÉG HELD AÐ VIÐ
ÞURFUM EKKI AÐ HAFA NEINAR
ÁHYGGJUR. ÉG EFAST UM AÐ
ÞETTA SÉ GAS
GAS?!
ÉG MEINA AÐ
ÞETTA SÉ ALLS
EKKI GAS...
ÞESSI BÍLL ER
FRÁBÆR!
LÖGGAN NÆR
MÉR ALDREI!
KANNSKI NÆR HÚN ÞÉR EKKI EN
SLOPPA-
MAÐURINN
GÆTI ÞAÐ
ÉG VARÐ BARA AÐ
SEGJA ÞETTA
HVA...?!
Umhverfisstofnun stendurfyrir röð fyrirlestra ávormisseri. Næstkom-andi þriðjudag, 13. mars,
mun dr. Árni Bragason flytja fyr-
irlestur um Vatnajökulsþjóðgarð.
„Í erindinu fjalla ég um þetta
stórkostlega svæði sem Vatnajökull
og nágrenni hans er og geri grein
fyrir umsögn Umhverfisstofnunar
um lagafrumvarp sem nú liggur
fyrir Alþingi um stofnun Vatnajök-
ulsþjóðgarðs,“ segir Árni.
Árni segir mikið fagnaðarefni að
stofna eigi þjóðgarð sem nær yfir
Vatnajökul og svæðið umhverfis
hann: „Nýi þjóðgarðurinn kemur til
með að þekja um 13% heildarlands-
væðis Íslands og verður þar hægt
að finna náttúru sem er einstök á
heimsvísu. Garðurinn sameinar nú-
verandi þjóðgarða í Skaftafelli, Jök-
ulsárgljúfrum og önnur svæði
Vatnajökuls og umhverfis sem þeg-
ar eru friðlýst, friðlönd í Herðu-
breiðarlindum, Öskju og Hvanna-
lindum og landsvæði sem liggja þar
á milli. Einnig verður Jökulsá á
fjöllum hluti af þjóðgarðinum og
ræma lands beggja vegna árinnar,“
segir Árni. „Hugmyndin að stofnun
garðsins er lofsverð, en í umsögn
Umhverfisstofnunar um frumvarpið
er þó sett fram allneikvæð gagnrýni
á ýmsa þætti frumvarpsins, sem
einkum snúa að skipulagi og starfs-
umhverfi ríkisstofnunarinnar
Vatnajökulsþjóðgarður sem verður
til með lögunum.“
Árni nefnir gagnrýni sem lýtur
að stjórnarfyrirkomulagi þjóðgarðs-
ins, og segir hann hafa verið hægt
að ná sömu markmiðum með ein-
faldari lagabreytingum: „Sam-
kvæmt frumvarpinu mun þjóðgarð-
urinn hafa sjö manna stjórn, og
fjögur svæðisráð sem hvert er með
fimm meðlimi. Heildarfjöldi stjórn-
armanna er því 24, en starfsmenn
verða 8 við stofnun þjóðgarðsins og
35 þegar taldir eru sumarstarfs-
menn. Er því líklegt að stjórnarfyr-
irkomulag verði fullþunglamalegt,“
segir Árni. „Þá má einnig nefna að
mikilvæg grein Náttúruverndarlaga
mun ekki ná til þjóðgarðsins. Sömu-
leiðis virðist valdssvið sveit-
arstjórna skert á sviðum er varða
þjóðgarðinn, verndun hans og nýt-
ingu, og almenningur er sviptur
kæruúrræðum þar sem ráðherra
veitir leyfi fyrir vissum fram-
kvæmdum.“
Fyrirlestur þriðjudagsins hefst
kl. 16 og er haldinn í húsakynnum
Umhverfisstofnunar, Suðurlands-
braut 24, 5. hæð. Aðgangur er öll-
um heimill og ókeypis.
Nánari upplýsingar má finna á
heimasíðu Umhverfisstofnunar:
www.ust.is.
Náttúra | Fyrirlestur hjá Umhverfisstofnun,
Suðurlandsbraut 24, á þriðjudag
Vatnajökuls-
þjóðgarður
Árni Bragason
fæddist í Reykja-
vík 1953. Hann
lauk stúdents-
prófi frá MT
1973, útskrif-
aðist líffræð-
ingur frá HÍ
1976, og lauk
doktorsprófi í
jurtakynbótum frá Landbún-
aðarháskólanum í Kaupmannahöfn
1986. Árni var sérfræðingur hjá
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
1983–1986, starfaði hjá fóðurdeild
Sambandsins 1986–1990, var for-
stöðumaður Rannsóknarstöðvar
Skógræktar ríkisins á Mógilsá
1990–1997, forstjóri Nátt-
úruverndar ríkisins frá 1998–2002
og forstöðumaður Náttúruverndar
og útivistarsviðs Umhverfisstofn-
unnar frá árinu 2003. Árni er
kvæntur Önnu Vilborgu Ein-
arsdóttur MS í ferðamálafræði og
eiga þau þrjú börn og eitt barna-
barn.
Þota flýgur með sólina í baksýn yfir Sjanghæ í Kína í gær.
Reuters
Í ríki sólarinnar