Morgunblaðið - 12.03.2007, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 12. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Útimálning
Viðarvörn
Lakkmálning
Þakmálning
Gólfmálning
Gluggamálning
Innimálning Gljástig 3, 7, 20
Verð frá kr. 298 pr.ltr.
Gæða málning á frábæru verði
ÍSLANDS MÁLNING
Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli.
Afsláttur af málningarvörum
20%
Sætúni 4 Sími 517 1500
Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður.Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður
Sætúni 4, S. 517 1500 - Skútuvogi 13, S. 517 101 við hliðina á Bónus
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
Unni Elfu Þorsteinsdóttur þykir Vík í Mýrdal fallegasti staðurinn í heim-
inum og vill hvergi annars staðar búa. Þar segir hún að sé öflug fé-
lagsstarfsemi og að talsverð uppbygging hafi verið þar á síðustu árum.| 2
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Vík - uppáhaldsstaðurinn!
mánudagur 12. 3. 2007
fasteignir mbl.is
Skúfdrekinn afar vinsæll í gegnum tíðina sem stofublóm » 43
fasteignir
ENGIN TÆKI ERU EILÍF
SJÁLFVIRKA, HITASTÝRÐA BLÖNDUNARTÆKIÐ ÞARF UMHIRÐU SEGIR
Í LAGNAFRÉTTUM SIGURÐAR GRÉTARS GUÐMUNDSSONA >> 10
Gæti lán í erlendri mynt verið lausnin?
Myntlán
SPRON Myntlán eru veitt til fjármögnunar vegna kaupa, framkvæmda eða endurfjármögnunar á íbúðar- og atvinnu-
húsnæði. Núna býðst viðskiptavinum að skuldbreyta Opnum íbúðalánum í SPRON Myntlán.
Upplýsingar í næsta útibúi SPRON í síma 550 1200 eða á spron.is
A
RG
U
S
/
07
-0
18
3
VEXTIR FRÁ
AÐEINS
Miðað við myntkörfu 4,
Libor-vextir 29.1.2007.
3,2%
Frjálsi fjárfestingarbankinn býður afar hagstæð lán í erlendri mynt
með lánstíma til allt að 40 ára. Lántaki getur valið að greiða einungis
vexti af láninu fyrstu þrjú árin og lágmarkað þannig greiðslubyrði
sína. Reiknaðu hvernig greiðslubyrði þín lækkar á www.frjalsi.is eða
hafðu samband við lánafulltrúa okkar.
Þannig er mál
með vexti ...
... að það er hægt að létta greiðslubyrðina.
F
í
t
o
n
/
S
Í
AStjórnstöðvar
fyrir hitakerfi
Vor- og sumarlisti er kominn út hjá
breska fyrirtækinu Lauru Ashley. Þar
kennir margra nýrra grasa. „ Róm-
antíkin ræður ríkjum núna,“ segir
Rósa Björg Óladóttir verslunarstjóri.
„Speglahúsgögnin halda velli en hvít-
máluð húsgögn eru líka vinsæl. | 10
Morgunblaðið/Ásdís
Vorlína
Lauru Ashley
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Minningar 23/26
Staksteinar 8 Menning 29/32
Veður 8 Leikhús 30
Úr verinu 12 Myndasögur 68
Viðskipti 13 Dægradvöl 33
Erlent 14 StaðurStund 34/35
Menning 15 Dagbók 34/35
Vesturland 16 Víkverji 34
Daglegt líf 17/19 Velvakandi 34
Forystugrein 20 Bíó 34/37
Umræðan 22 Ljósvakamiðlar 38
* * *
Innlent
Að minnsta kosti 150 björg-
unarmenn tóku þátt í leit að mönn-
um sem lögðu í ferð á Langjökul
þrátt fyrir að spáð var aftakaveðri á
laugardag. Mennirnir fundust í aust-
urhlíðum Skjaldbreiðs á sjötta tím-
anum aðfaranótt sunnudags.
» Forsíða
Víðtæk leit var gerð að fíkniefn-
um á Suðurnesjum um helgina. 36
lögreglumenn, fjórir tollverðir og
tveir fíkniefnahundar tóku þátt í að-
gerðunum. Farið var í sex húsleitir,
þar af fimm á sama tíma og fundust
fíkniefni í öllum tilfellum. » Baksíða
Fjölmennur borgarafundur var
haldinn á Ísafirði í gær um atvinnu-
mál á Vestfjörðum þar sem m.a. var
spáð að ef svo færi sem horfði myndi
heilsársbyggð á svæðinu hverfa eftir
nokkra áratugi. Fram kom að brýn-
asta verkefnið fyrir Vestfirðinga
væri að flutningskostnaður yrði
jafnaður. » Forsíða og miðopna
Kröftug elding er talin hafa or-
sakað röð truflana og bilana á suð-
vesturhorni landsins í gær. Afleið-
ingar þess voru m.a. líklega mesti
vatnsleki sem Slökkvilið höfuðborg-
arsvæðisins hefur þurft að kljást við
á einum stað, en allt að tvö þúsund
tonn af vatni flæddu inn í kjallara
hússins Sólvallagötu 80–84 í gær-
morgun eftir að dælustöð bilaði við
Ánanaust, auk þess sem lengi var
lokað fyrir heitt vatn í Árbænum.
» Baksíða og 4
Erlent
Jacques Chirac, forseti Frakk-
lands, tjáði þjóð sinni í gær að hann
ætlaði ekki að bjóða sig fram á ný en
kosið verður í apríl/maí. Chirac er 74
ára og hefur verið forseti síðan 1995.
Hann nýtur lítils stuðnings núna og
kenna margir honum um lélegt efna-
hagsástand og mikið atvinnuleysi.
Samflokksmaður hans, Nicolas Sar-
kozy, hefur mestan stuðning forseta-
frambjóðenda, 29%, samkvæmt
nýrri könnun. Þau Segolene Royal
og Francois Bayrou eru með jafn-
mikið fylgi, 23%. »14
Deilt er um það í Bandaríkjunum
hvort raunverulegt gagn sé að með-
ferð sem veitt er kynferðisglæpa-
mönnum í von um að þeir brjóti ekki
af sér aftur þegar fangelsisvist lýk-
ur. Kannanir benda til þess að lítið
sem ekkert gagn sé að meðferð. »14
ÍSLANDSFLOKKURINN er vinnu-
heitið á áformuðu þingframboði sem
Margrét Sverris-
dóttir og Ómar
Ragnarsson hafa
unnið að undanfarn-
ar vikur. Sam-
kvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins
skýrist það á allra
næstu dögum hvort
þetta er endanlegt
heiti. Framboðið
hefur þegar tryggt
sér lénið islandsflokkurinn.is.
Eins og áður hefur komið fram er
ætlunin sú að flokkurinn leggi áherslu
á umhverfi, nýsköpun og velferð og
haldi sig hægra megin við miðju.
Stefnt er að framboði í öllum kjör-
dæmum.
Nafnið
skýrist
fljótlega
Margrét
Sverrisdóttir
Hafa tryggt sér lénið
islandsflokkurinn.is
UM fjörutíu fermingarbörn tóku fyrstu skóflustunguna
að nýju safnaðarheimili Kársnessóknar í gær. Athöfnin
hófst í Kópavogskirkju með söng og ávörpum. Þaðan
var gengið að lóð safnaðarheimilisins við Hamraborg
þar sem Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, blessaði
byggingarreitinn og alla þá sem að byggingunni koma.
Morgunblaðið/ÞÖK
Fjörutíu fyrstu skóflustungur
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
ÁGÚST Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Fjarkönnunar ehf.,
segir mjög brýnt að afla mun ítar-
legri upplýsinga um mengunina á
höfuðborgarsvæðinu en nú standi til
boða, einföldun sé að einblína um of á
þátt nagladekkja í svifryksmengun.
Hann er jafnframt þeirrar hyggju að
endurvarp varma frá snjóbræðslu-
kerfum eigi þátt í rykmenguninni og
að auðvelt sé að bæta loftskipti með
því að skrúfa fyrir þau á sumrum.
„Það eru til mælingaraðferðir og
kerfi til að framkvæma slíkar mæl-
ingar, sem kosta ekki mikla pen-
inga,“ segir Ágúst. „Hér er fyrst og
fremst um að ræða landfræðilegar
upplýsingar og skráningu þeirra
sem nauðsynlegt er að nota þegar
ákvarðanir eru teknar um byggða-
þróun í skipulag-
inu.“
Inntur eftir því
hvort nóg sé að
mæla svifryks-
mengun á tveim-
ur mælistöðum
auk hreyfanlegr-
ar stöðvar í
borginni, segist
Ágúst telja að
mæla þurfi á mun
fleiri stöðum. Taka þurfi með í reikn-
inginn hitastig og vindáttir, því þar
komi fram hvernig náttúrulegt loft-
streymi leiki um borgina eins og hún
hafi byggst upp.
Á eftir evrópskum stórborgum
„Almennt er kalt á nóttunni og
hlýtt á daginn í náttúrunni en hita-
kerfi raska þessu og koma í veg fyrir
loftskipti, ásamt því sem þau eiga
vafalítið þátt í svifryksmenguninni
með því að hraða niðurbroti stein-
efna, sem klofna hraðar í hita.
Ágúst hefur fylgst vel með um-
fjöllun Morgunblaðsins um mengun-
armál að undanförnu. Hann telur of
mikið gert úr þætti nagladekkja, því
svifryksmengun sé samspil margra
ólíkra þátta. Hann bendir máli sínu
til stuðnings á athugun sem hann
hafi gert á varmaendurvarpi frá mið-
borginni, sem sýni að næturhiti í
gangstéttum og opnum svæðum sé
víða yfir 22 gráður á sumrum.
Hann hafi sýnt borginni hvernig
megi að þýskri fyrirmynd setja gögn
um margvíslega mengun inn í líkan,
sem yrði bylting í upplýsingaflæði
um mengunarmál hér. Reykjavík sé
mörgum árum á eftir evrópskum
stórborgum hvað þetta varði. Nánar
verður greint frá samtali blaðsins við
Ágúst fyrir helgi í blaðinu í vikunni.
Þörf á miklu ítarlegri
mengunarmælingum
Ágúst
Guðmundsson
„VIÐ fórum bara með bænirnar og
reyndum að stappa stálinu hver í
annan,“ segir Stefán Jónsson, einn
þriggja vélsleðamanna sem í gær-
morgun fundust heilir á húfi skammt
frá Skjaldbreið.
Aðspurður sagðist Stefán bæði
þreyttur og slæptur eftir tólf tíma
veru í snjóskafli og með vott af kali á
fingri hægri handar. Segir hann góð-
an fatnað og rétt viðbrögð hafa
bjargað þeim félögum en þeir eru
allvanir að fara í fjallaferðir.
Spurður hvers vegna þeir hefðu
farið í vélsleðaferðina þrátt fyrir við-
varanir um vonskuveður svarar Stef-
án: „Ef maður gæti nú bara svarað
því.“ Tekur Stefán fram að þeir hafi
verið sannfærðir um að þeir næðu til
byggða áður en veðrið brysti á. „Við
vorum einmitt á leið til baka til
byggða þegar veðrið skall snögglega
á.“ Að sögn Stefáns voru þeir félagar
ekki einir á ferð á svæðinu því þeir
höfðu rekist á nokkurn fjölda ann-
arra vélsleðamanna fyrr um daginn
og rákust á jeppa sem voru á leið upp
á jökul þegar þeir félagar voru á leið
til baka. Stefán segir þá félaga hafa
verið með NMT-síma, en ekki náð
neinu sambandi.
Aðspurður segist Stefán hafa lært
mikið af þessari lífsreynslu. „Það má
klárlega taka betur ígrundaðar
ákvarðanir áður en maður gerir
svona,“ segir Stefán. Spurður hvort
hann hafi orðið hræddur um líf sitt
meðan hann beið svarar Stefán því
neitandi. „En maður hugsaði auðvit-
að hvort það yrðu endaloks manns að
liggja úti í skafli og drepast.“
Stefán vildi að lokum koma bestu
þökkum á framfæri til allra þeirra
sem að björguninni stóðu.
„Ef maður gæti
nú svarað því“
Í HNOTSKURN
»Hátt í 150 björgunarmenntóku þátt í leit að vél-
sleðamönnunum þremur.
»Þeir fundust í aust-urhlíðum Skjaldbreiðs á
sjötta tímanum í gærmorgun.