Morgunblaðið - 12.03.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.03.2007, Blaðsíða 36
Söngkonan Hafdís Huld Þrast-ardóttir hefur verið valin í hóp þeirra listamanna sem koma fram á frönsku tónlistarhátíðinni Les Fem- mes S’en Melent í apríl og maí. Há- tíðin hefur verið haldin árlega síðan árið 1997 og fagnar því 10 ára af- mæli sínu í ár. Dagskrá hátíðarinnar miðar að því að kynna fyrir fólki það áhuga- verðasta sem er að gerast meðal kvenna í heimi tónlistarinnar ár hvert. Þátttakendur í ár eru úr öll- um heimshornum og hæst ber að nefna Hollywood-leikkonuna Juli- ette Lewis sem kemur fram ásamt hljómsveit sinni Juliette and The Licks. Hafdís Huld mun alls koma fram á níu tónleikum hátíðinni á tímabilinu 24. apríl til 7. maí.    Leikkonan Salma Hayek er trú-lofuð og á von á fyrsta barni sínu með kaupsýslumanninum Francois-Henri Pinault. Þetta kem- ur fram í tilkynningu frá umboðs- manni Hayek en aðrar upplýsingar eru ekki gefnar, svo sem hvenær von sé á barninu. Hayek, sem er fertug að aldri, er frá Mexíkó og hóf feril sinn í mexí- kóskum sápuóperum. Hún flutti til Hollywood árið 1991 og vakti fyrst alþjóðlega athygli í myndinni Despe- rado þar sem hún lék á móti Antonio Banderas. Hún var tilnefnd til Ósk- arsverðlauna fyrir myndina Frida árið 2002. Hayek framleiðir nú sjónvarps- þættina Ljótu Betty, sem hafa feng- ið mikið lof og leikur einnig ritstjór- ann Sofiu Reyes í þáttunum. Pinault, unnusti Hayek, er for- stjóri fyrirtækisins PPR, sem fram- leiðir m.a. fatnað undir merkjum Gucci, Yves Saint Laurent, Stellu McCartney og Balenciaga.    Fólk folk@mbl.is 36 MÁNUDAGUR 12. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is / KRINGLUNNI NORBIT kl. 5:50 - 8 - 10:20 LEYFÐ MUSIC & LYRICS kl. 5:50 - 8 - 10:20 LEYFÐ DIGITAL BLOOG DIAMOND kl. 8 - 10:40 B.i. 16 ára DIGITAL THE BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 5:50 LEYFÐ TELL NO ONE (NE LE DIS A PERSONE) kl. 5:40 - 8 PARIS, JE T'AIME kl. 10:20 LES BRONZES kl. 5:45 LE POULPE kl. 8 LA SEPARATION kl. 10:15 FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í HÁSKÓLABÍÓ 3.MARS TIL 1. APRÍL Heillandi meistarverk sem sameinar fjöldan allan af þekktum leikstjórum og leikurnum frá öllum heimshornum í samsafni af stuttmyndum sem eiga það sameiginlegt að vera ástaróður til Parísarborgar „ÞEIR SEM ELSKA PARÍS OG GÓÐA KVIKMYNDAGERÐ ÆTTU AÐ BREGÐA SÉR Á BÍÓ!“ - SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR, RÁS 1 BLOOD & CHOCOLATE kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i. 12 ára BREAKING AND ENTERING kl. 10:40 B.i. 12 ára LETTERS FROM IWO JIMA kl. 8 B.i. 16 ára PERFUME kl. 8 B.i. 12 ára DREAMGIRLS kl. 5:30 LEYFÐ FORELDRAR kl. 6 LEYFÐ BABEL kl. 10:40 B.i. 16 ára eee VJV, TOPP5.IS GOLDEN GLOBE VERÐLAUN BESTA ERLENDA MYNDIN ÓSKARS- VERÐLAUN ,,TÍMAMÓTAMYND" eeeee V.J.V. - TOPP5.IS Hefur þú einhvern tímann gert mjög stór mistök? HÖRKUSPENNANDI MYND FRÁ FRAMLEIÐENDUM “UNDERWORLD” Sýnd í Sambíó Kringlunni BREAKING AND ENTERING 20% AFSLÁTTUR EF GREITT ER MEÐ SPRON-KORTI 2 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Vonandi hættir Stefán Matthíasson ekki ÉG ER ein af þeim mörgu so- gæðasjúklingum sem eiga Stefáni Matthíassyni mikið að þakka. Vinstri fóturinn á mér var u.þ.b. þrefaldur fyrir nokkrum árum. Einn af okkar þekktustu æða- skurðlæknum var búinn að segja að ekkert væri hægt að gera. Fjór- um sinnum hef ég fengið heima- komu og var í sérsmíðuðum skóm. Af tilviljun frétti ég að Theodór Sigurðsson læknir væri staddur hér á landi (þetta var 18.05.’95). Ég fékk tíma hjá honum og hann skoðaði fótinn mjög vel með óm- tæki, en það hafði aldrei vert áður. Hann taldi að sennilega væri of seint að hafast eitthvað að og að ekkert væri hægt að gera. Ég sá viðtal við Stefán Matt- híasson æðaskurðlækni í sjónvarp- inu og fékk tíma hjá honum. Hann lofaði engu varðandi bata en vildi þó prófa að fjarlægja æð úr fæt- inum. Eftir það hef ég verið miklu betri í fætinum. Ég vonast til þess að íslenskar heilbrigðisstofnanir sjái hag í því að hafa Stefán áfram hér að störfum. Inga. Strætó og mengun ÉG vil svo sannarlega taka undir orð einnar sem notar strætó. Ég vil geta notað strætó en við breyt- ingarnar sem urðu á sl. árum hef ég nokkrum sinnum reynt að taka strætó en það var ekki gæfulegt, eitt skiptið var ég klukkutíma og tíu mín, að komast ca 5 km leið. það var farið um hverfin sem ég þurfti alls ekki að kanna, hring- sólað og reyndar lenti upp í Graf- arvogi og til baka og var þá komin aftur á upphafsstað, þá átti vagn- inn eftir að fara víðsvegar um Breiðholtið og upp í Mjódd. Þá loks tók hann stefnu niður í bæ. Síðan reyndi ég þetta aftur að nokkrum tíma liðnum, en viti menn þá var búið að breyta stæð- inu þar sem ég tók vagninn, svo ég fór enn aðra vitleysuna en reyndar var aðeins fljótari á leiðinni, eina klukkustund. Svona hefur þetta gengið og er nú alveg búin að gefast upp, fer bara í einkabíl þótt ég vilji annað. Þetta er nú nokkuð broslegt þar sem maður er búinn að nota strætó í yfir 60 ár. Ég man að okkur var lofað að hafa vagnana á 10 mín. fresti, hef ekki orðið vör við það. Nú fer ég fram á það við Strætó bs. að þeir standi við loforð sitt. Lagi kerfið og fari á 10 mín. fresti. Ein sem vill geta notað strætó. velvakandi Svarað í síma 569 1100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 90ára af-mæli. Lára F. Há- konardóttir fyrrverandi kaupmaður í Blómabúðinni Runna, Hrísa- teigi 1, Reykja- vík, verður níu- tíu ára í dag, l2. mars. Af því tilefni tekur hún á móti ættingjum og vinum á afmælisdaginn í Félagsheimili KR, Frostaskjóli 2, milli kl. l7–20. Víkverji er alveg írusli í dag. Hann langar svo til að skrifa um ruslvenjur en vill um leið forðast að setja sig á háan hest og hrósa sjálfum sér óbeint fyrir snyrti- mennsku með því að skamma sóðana. En það verður ekki bæði sleppt og haldið. Fyrst langar Vík- verja til að kvarta yfir því að margar versl- anir og sjoppur eru greinilega með of fáar ruslatunnur við húsa- kynni sín. Sums stað- ar má það heita undantekning að þær séu ekki kengfullar þegar líður á daginn og afleiðingin er óhjá- kvæmilega að út af flóir. Ruslagám- ar ættu líka að vera miklu fleiri í íbúðarhverfum eins og víða tíðkast erlendis. Þar er algengt að sjá stutta gáma sem ekki fer meira fyr- ir en svo að enginn amast við þeim. Þar geta allir, líka þeir sem ekki eiga bíl, auðveldlega losað sig við stóra hluti eins og ónýt húsgögn svo að dæmi sé nefnt. x x x Annað er að Víkverji er alltafjafn hissa á því að fólk skuli ekki hafa rænu á að stinga smádóti eins og bréfi utan af sælgæti í vasann ef það er ekki nálægt ruslatunnu. Þá er hægt að fleygja drasl- inu síðar við betra tækifæri. En þetta virðist vera ofraun fyr- ir marga, þeir nota götuna. Vinkona Víkverja (þær eru til) sagðist hafa verið orðin leið á að sjá allt bréfaruslið sem hafði borist inn á grasblettinn við blokk- ina þar sem hún býr. Hún tók sig til einn daginn og tíndi það í poka og var auðvitað harla ánægð með sinn hlut þegar verkinu var lokið. Hún sagðist líka vona að veg- farendur tækju eftir því hvað blett- urinn væri fínn og hugsa sig um áð- ur en þeir notuðu götu fyrir ruslafötu. En margir taka ekki eftir neinu misjöfnu fyrr en sóðaskap- urinn er orðinn svo yfirgengilegur að hann fer ekki fram hjá fólki nema frosið hafi fyrir öll skilning- arvit. Víkverji veltir oft fyrir sér þegar hann sér snyrtilegt fólk fleygja í sinnuleysi frá sér rusli á ólíklegustu stöðum hvort það gleymi líka ann- arri snyrtimennsku, til dæmis að skipta reglulega um nærföt. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is      dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.650 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 200 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 300 kr. Í dag er mánudagur 12. mars, 71. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður. (Jh. 14, 20.) 50 ára afmæli. Í dag, mánudaginn12. mars, verða tvíburarnir Ragnheiður og Hjördís Valgarðs- dætur fimmtugar. Ragnheiður hefur búið í Danmörku í 20 ár og starfar sem sjúkraliði. Hjördís er á 3ja ári í kenn- aranámi í Skaarup Seminarium. Báðar eru þær búsettar í Svendborg á Fjóni. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynn- ingar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja a og/ eða nafn og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569 1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynn- ingu og mynd í gegnum vefsíðu Morg- unblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn „Senda inn efni“. Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.