Morgunblaðið - 12.03.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.03.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2007 21 „ÉG VAR fátæk og kjarklítil, við áttum enga sterka að, því lét ég það yfir mig ganga að barnið var tekið af mér. Mér fannst ég vera lítilsvirt og þannig var farið með fleiri konur sem einnig voru fátækar og ein- stæðar. Allur minn tími fór í að vinna og hugsa um börnin. Ég var reglusöm, hvorki reykti né drakk, heilsuhraust og fór aldrei út að skemmta mér.“ Svona lýsir Ása Hjálmarsdóttir veru- leika sínum í Hafn- arfirði árið 1968 í áhrifamikilli grein og viðtali í Morgunblaðinu á síðustu dögum. Og sonur hennar Konráð, sá sem tekinn var af henni, lýsir neikvæðum áhrifum fátæktar og stéttaskiptingar í Hafn- arfirði á barnæsku sína og skólagöngu, að ekki sé minnst á það ofbeldi og harðræði sem hann sætti í Breiðavík. Það var félagsstaða Ásu og barnanna hennar sem leiddi til þess hvernig komið var fram við hana og börnin hennar. Þeir sem stunduðu óknytti með Konráði áttu sterkari bakhjarla, þeir voru ekki teknir af foreldrum sínum. Sá persónulegi skaði sem þarna varð er ómældur, en hann er líka samfélagsins alls, eins og rakið verður í þessari grein. Er ekki allt breytt í dag? Þetta var 1968, hefur ekki allt breyst hér? Hafa ekki allir það svo gott eftir valdatíð Sjálfstæðisflokks- ins, hafa ekki tekjur allra aukist í 16 ára valdatíð hans eins og helsti áróð- ursmaður flokksins Hannes Hólm- steinn predikar nú á fundum um allt land og í fjölmiðlum. Því miður segir það ekki alla sög- una. Félagslegur ójöfnuður og stéttaskipting er ávallt afstætt, þ.e. þú metur stöðu þína út frá öðrum í samfélagi þínu, ekki öðrum sam- félögum. Fátæk börn í Afríku voru ekki viðmið Konráðs árið 1968, held- ur hinar fjölskyldurnar í Hafn- arfirði. Það er ástæða þess að við- teknir mælikvarðar á fátækt eru afstæðir, þ.e. ráðast af tekjudreif- ingunni en ekki tekjuupphæð. Stefán Ólafsson prófessor hefur sýnt fram á að í tíð núverandi rík- isstjórnar hefur ójöfnuður vaxið. Það sem meira er, Stefán hefur sýnt fram á, að hann hefur einkum vaxið vegna skatta- og bótaákvarðana rík- isstjórnarinnar, en ekki vegna þess hvernig kaup og kjör gerast á mark- aði, markaðsaflanna. Talsmenn rík- isstjórnarinnar og fræðimenn sem ganga erinda hennar, eins og Hann- es Hólmsteinn, bera ekki brigður á þessa útreikninga, en segja þá ekki skipta máli því „kakan“ hafi stækk- að, svo allir hafi fengið meira en áð- ur – en sumir þó mun meira en aðrir. Lágtekjufólk hefur dregist aftur úr öðrum í samfélaginu og að halda því fram að það skipti ekki máli er auð- vitað fásinna. Nýleg könnun Hagstofunnar sýn- ir að almenn fátækt er hér svipuð að umfangi og á hinum Norðurlönd- unum, þó barnafátækt sé talsvert meiri hér. Hagstofukönnunin nær ekki til allra tekna og segir því ekki alla söguna. Hún segir heldur ekki neitt um þróun ójafnaðarins næstu tíu árin á undan. Útreikningar sem byggja á skattframtölum sýna með óyggjandi hætti að ójöfnuður hefur aukist mikið í valdatíð núverandi ríkisstjórnar, eða frá 1995. Fyrir suma kunna útreikningar Stefáns Ólafssonar að vera aðeins tölur á blaði, en fyrir þau 10% þjóð- arinnar sem lifa undir skilgreindum fátækramörkum er þetta annað og meira. Fyrir þá, fólk eins og þau Ásu og Konráð, eru þeir áhrifamikið og þeim mótdrægt félagslegt afl. Ójöfnuður vinnur gegn möguleikum allra á menntun Allar rannsóknir sýna náin tengsl milli árangurs barna í skóla og fé- lagsstöðu foreldra þeirra. Fé- lagsstaða er m.a. skilgreind út frá tekjum. Góð efnahagsleg afkoma foreldra og efnahagslegt öryggi virðist því hafa jákvæð áhrif á ár- angur barna þeirra í skóla, þó auð- vitað komi margt annað til og orsaka- tengsl flókin. Saga bræðranna Konráðs, Rúnars og Ragnars, sem rakin er að nokkru í viðtali Morgunblaðsins, er dæmi um þetta. Frásagnir fyrr í vetur í dagblöðum af börnum í íslenskum grunnskólum sem ekki hafa efni á að snæða hádegisverð með skólafélögum sínum, eru eitt dæmi um áhrif tekna foreldra. Það þarf ekki víðtækar rannsóknir til að sýna fram á hvaða áhrif það hefur á sjálfsmynd og líðan krakka í skólum að geta ekki keypt sér mat eins og hinir. Og það er fjöldamargt annað sem íslenskir for- eldrar með lágar tekjur verða að neita börnum sínum um, en sam- kvæmt aðferðafræði OECD töldust fátæk börn á Íslandi vera hátt í fimm þúsund í um þrjú þúsund fá- tækum fjölskyldum árið 2004. Þetta eru hlutfallslega helmingi fleiri fá- tæk börn en á hinum Norðurlönd- unum. Þessi börn hafa ekki sömu tækifæri og börn þeirra foreldra sem betur eru settir. Þeirra hæfi- leikar munu ekki fá að þroskast og njóta sín til fulls. Á því tapa allir. Ójöfnuður vinnur gegn and- legu og líkamlegu heilbrigði Fátækt stuðlar að verra heilsu- fari. Heilsufar fólks er nátengt fé- lagslegri stöðu þess, um það vitna fjölmargar rannsóknir. Hér á landi hefur Matthías Halldórsson, starf- andi landlæknir, ítrekað ritað um þessi tengsl og síðast í Morg- unblaðinu hinn 19. desember sl. Ung vísindakona Tinna Ásgeirsdóttir hefur staðfest þetta í rannsóknum sínum. Þó auðvitað gildi hér það sama og áður sagði um menntun að orsakatengsl eru flókin, þá heldur landlæknir því fram að bágur efna- hagur hafi bein áhrif á heilsufar. Fram hefur komið að fimmtudaginn 15. mars verða á málþingi Fé- lagsfræðingafélags Íslands kynntar nýjar íslenskar rannsóknir um þetta atriði. Ójöfnuður stuðlar að glæpum og refsigleði Helgi Gunnlaugsson prófessor ritaði grein hér í Morgunblaðinu hinn 18. september sl. þar sem hann rakti þátt ójafnaðar í aukningu af- brota. Þar sem ójöfnuður væri mest- ur væru afbrot tíðust. Einnig kom fram að rannsóknir á Vesturlöndum sýndu að alvarleg afbrot væru al- gengari meðal lægri stétta og eins að lágstéttafólk yrði fremur fórn- arlömb glæpa en fólk í efri lögum samfélagsins. Hann fjallar í grein- inni einnig um refsigleði og segir að efnahagslegur og félagslegur jöfn- uður dragi úr refsigleði. Ekki þarf að fjölyrða um sam- félagslegan kostnað afbrota. Kostn- að við löggæslu, fangelsi, beinar af- leiðingar afbrotanna á þolendur, þann mannauð sem fer forgörðum á afbrotaferli, svo ekki sé minnst á óhamingju þeirra sem lenda upp á kant við lögin og á jaðri samfélags- ins. Óhamingju sem ekki bara snert- ir þá sjálfa heldur alla aðstandendur þeirra, einkum foreldra, börn og maka. Sérhver afbrotamaður er því mikil persónuleg og samfélagsleg fórn. Ójöfnuður vinnur gegn sam- félagslegri sátt og trausti Samfélagsleg sátt, traust milli manna og sú tilfinning fólks að það hafi áhrif á eigin örlög eru eftirsókn- arverð gæði. Traust hefur jákvæð áhrif á skilvirkni og efnahags- starfsemi samfélaga eins og fjöldi rannsókna hefur sýnt. Í fyrrnefndri grein Helga Gunnlaugssonar segir hann að ójöfnuður dragi úr trausti milli manna. Í sama streng tók Matthías Halldórsson landlæknir í sinni grein þegar hann talar um tengsl heilsu og jafnaðar: „Sumir telja að sá þáttur sem þar skiptir máli sé jöfnuðurinn í samfélaginu, samkennd fólks, traust þess á stofn- unum samfélagsins og sú upplifun að maður geti haft áhrif á samfélagið og stöðu sína innan þess.“ Ójöfnuður vinnur gegn fé- lagslegum hreyfanleika Flestir í okkar þjóðfélagi eru vafalaust sammála um að jöfn tæki- færi þegnanna séu æskileg. Allir, sem eru heilbrigðir á sál og líkama eigi að geta af eigin rammleik menntað sig, unnið sig upp. Þessi fé- lagslegi hreyfanleiki, þ.e. að börn sem koma úr lægri stéttum, geti í gegnum menntun og dug komist áfram til jafns við börn milli- eða efristétta, er mismikill eftir sam- félögum. Rannsóknir sýna að jöfn- uður styður félagslegan hreyf- anleika og þar með jafnari tækifæri. Norrænu löndin eru þau Vest- urlanda þar sem félagslegur hreyf- anleiki úr lægstu stéttum er mestur, en Bretland og Bandaríkin búa við minnstan hreyfanleika úr lægri stéttum. Tekjujöfnun í gegnum skattkerfið, öflugt mennta- og vel- ferðarkerfið er talið ráða hér mestu (The Economist 27.5. 2007). Þetta merkir að í samfélögum sem að öðru jöfnu einkennast af jöfnuði nýtist mannauðurinn betur og þau verða af þeirri ástæðu einnig hagfelldari fyr- ir alla, svo ekki sé minnst á hags- muni þeirra einstaklinga sem eiga í hlut. Ójöfnuður hefur áhrif á hamingju Peningar eru að sönnu ekki allt og „heildar“ hamingja þjóða virðist ekki aukast með auknum hagvexti. Hins vegar hefur verið sýnt fram á að mat eða upplifun einstaklings á eigin hamingju er háð því hvar hann er staddur í tekjudreifingunni, aftur dæmi um hversu afstætt mat manna á eigin aðstæðum er, samanber það sem sagði í upphafi um alþjóðlegar mælingar á fátækt. Um þetta er fjallað ítarlega í síðasta áramóta- hefti Economist „Um hamingju“, þar sem fjöldi rannsókna og dæma er rakinn þessu til staðfestingar. Á málþingi félagsfræðinga hinn 15. mars nk. verður einnig fjallað um þetta; þ.e. tengsl fátæktar og líðanar ungs fólks á Íslandi. Samfélög jafnaðar eru samfélög hagsældar Andstætt hrakspám hafa alþjóð- legar rannsóknir ítrekað sýnt að norræna samfélagsmódelið er eitt hið hagfelldasta í heimi, þrátt fyrir hátt hlutfall ríkisútgjalda. Að jöfn- uður, öflugt velferðarkerfi og fé- lagslegt öryggi séu ekki mótdræg hagvexti heldur þvert á móti ein driffjaðra hagvaxtar. Þau atriði sem eru reifuð hér á undan útskýra af hverju, þótt fleira komi til. Jón Bald- vin Hannibalsson, fv. formaður Al- þýðuflokksins, ritaði um þetta áhrifamiklar greinar fyrir nokkrum árum og í alþjóðlegri umræðu er æ oftar vitnað til félagsgerðar Norð- urlanda sem fyrirmyndar er stuðli að almennri efnahagslegri hagsæld. Jöfnuður er því ekki einungis réttlætismál gagnvart þeim sem minna mega sín í samfélaginu, held- ur beinlínis hagsmunamál allra. Ábyrgð núverandi ríkisstjórnarflokka Ég er sannfærð um að eitt af grunngildum Íslendinga er að jöfn- uður milli manna sé æskilegur. Ís- lendingar vilja að öllum séu búin sömu skilyrði, sömu tækifæri. Það sem hefur verið að gerast hér á und- anförnum árum er ekki í samræmi við vilja meginþorra þjóðarinnar, en hefur ekki verið sett nógu skipulega á dagskrá í almennri umræðu. Það þarf að gera og tel ég áðurnefnt framtak Félagsfræðingafélags Ís- lands mikilvægt í því sambandi. Sú ríkisstjórn sem nú situr ber ábyrgð á auknum ójöfnuði. Það kann að vera að hún hafi ekki sest niður og ákveðið að auka stéttaskiptingu á Íslandi. Það hefur hins vegar gerst og henni virðist vera alveg sama. Það sem m.a. bendir til þess er, að stjórnvöld, andstætt öllum þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við, hirtu ekki einu sinni um- að fylgjast með þessari þróun. Þeg- ar Þjóðhagsstofnun var lögð niður, m.a. vegna óráðþægni við þáverandi forsætisráðherra Davíð Oddsson, lögðust niður mælingar á sn. Gini- stuðli, sem sýnir jöfnuð í samfélag- inu frá einum tíma til annars. Breyt- ingar á sköttum og tryggingabótum voru aldrei skoðaðar út frá áhrifum þeirra á tekjudreifinguna, andstætt því sem stjórnvöld gera víða. Hugur og hjarta ríkisstjórnarflokkanna voru annars staðar. Meira var hugs- að um hvað segja Samtök atvinnu- lífsins, hvað segir Viðskiptaráð? Ríkisstjórnarskipti verði næsta vor „Þegar tveir persónuleikar mæt- ast er það eins og snerting tveggja frumefna, annaðhvort gerist ekkert eða báðir umbreytast,“ sagði Carl Jung, þýskur sálgreinir. Því miður virðast núverandi ríkisstjórn- arflokkar hafa umbreyst þannig, að þeir kalla ekki það besta fram hvor í öðrum: Hér er vaxandi ójöfnuður, ekki hefur verið hirt um mannsæm- andi aðbúnað þúsunda aldraðra Ís- lendinga, pólitísk sjónarmið ráða of oft við embættaveitingar og réðu við einkavæðingu VÍS og ríkisbanka með tilheyrandi auðsöfnun pólitískt rétt-tengdra aðila. Aðgæsluleysi við efnahagsstjórn með tilheyrandi verðbólgu og hávaxtastefnu kemur verst niður á tekjulágum og skuld- settum einstaklingum. Alger upp- gjöf ríkir gagnvart umbótum á land- búnaðarkerfinu, undirlægjuháttur gagnvart Bandaríkjamönnum þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. At- riði sem ekki endilega eru á stefnu- skrá þessara flokka, en eru nið- urstaða tólf ára samstarfs þeirra. Með þessu er að sjálfsögðu ekki sagt að öll þeirra verk séu þessu marki brennd, í báðum þessum flokkum er fólk sem telur sig vinna að almanna- heill. Þeirra leiðir verða því að skilja næsta vor. Hér þarf að mynda rík- isstjórn umbóta á mörgum sviðum, m.a. því sem gert er að umtalsefni í þessari grein, auk fjölda annarra at- riða sem ég fór yfir í grein í Morg- unblaðið í júlí sl. Þar verður af nógu að taka fyrir öfluga og umbóta- sinnaða ríkisstjórn, sem hefur hags- muni allra Íslendinga að leiðarljósi, ekki bara þeirra sem betur mega sín. Örlög Ásu Hjálmarsdóttur og barna hennar eiga að vera okkur vegvísir á þeirri leið. Hugrekki hennar við að stíga fram er ómet- anlegt. Eftir Margréti S. Björnsdóttur » Íslendingar viljaekki það samfélag aukins ójafnaðar sem hér hefur þróast. Margrét S. Björnsdóttir Höfundur er félagi í Samfylkingunni í Reykjavík. „Ég var peningalítil og kjarklítil“ Afleiðingar stéttaskiptingar og ójafnaðar á Íslandi framkvæmdir, fjárfestingar og aðra uppbyggingu sem yki hagvöxt og tryggði byggð. Þorleifur Ágústsson, verkefnis- stjóri hjá Matís, var ekki sammála Línu Björgu um að tímabært væri að stofna háskóla því hann yrði ekki byggður öðruvísi en að fólk væri til að starfa við hann og nemendur til að stunda þar nám. Hann sagði hins vegar að gríðar- legir möguleikar væru fyrir hendi, ekki síst í rannsóknariðnaði. „Við þurfum að mynda þannig aðstæður í samfélaginu að fólk hafi áhuga á því að búa hér fyrir vestan.“ Skipting fjármagnstekna ríkisins til jafns á landshluta er meðal hug- mynda Steinþórs Bragasonar, starfsmanns Vélsmiðju Ísafjarðar, sem einnig kynnti hugmynd sína að nýsköpunarsjóði og styttingu hring- vegarins á Vestfjörðum. Að lokum tók til máls Kolbrún Sverrisdóttir verkakona sem gerði þá kröfu að samgöngum á svæðinu yrði komið í viðunandi horf. Hún sagði jafnframt að hornsteinn þess að sækja fram væri að efla menntun og nauðsynlegt væri að búa svo í haginn að unga fólkið sem færi og sækti sér menntun gæti sest að á Vestfjörðum á nýjan leik, og fundið störf þar sem menntun þess nýttist. „Þá er um ningu og fiskverk- um að rík- æstu fjór- ðingar 20 il vinnslu. ð skila til d sem af erum að- byggðar- festan til- fur. háskóla á llt meira na Björg og svæð- ði, t.a.m. guleika til gera fólki imabyggð að búi þar g vona að ðum haldi muni rísa skamms, orðið stór þróuninni Hún sagði fu að setja ð varðaði Guðrún Anna Finnbogadóttir Einar Hreinsson Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson al Tónlistarskóla Ísafjarðar í gærdag og ljóst að enda ályktun fundarins samþykkt einum rómi. ð setja ang aður, þannig verði fyrirtækin betur sett. „Ég er að vona að ríkisstjórnin hlusti á það sem hér er sagt, það er lykilatriði að flutningskostnaður verði jafnaður,“ segir Halldór sem vill setja á fót flutningsjöfnunarsjóð. Hann bendir jafnframt á að opinberum störf- um hafi fækkað og að þeir kostir, sem eru fyrir hendi, séu ekki nýttir, þ.e. að það er vel hægt að hafa fleiri störf á landsbyggðinni. „Því finnst mér að ríkisstjórnin eigi að taka tillögu okkar í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar alvarlega, um að flytja hundrað störf á næstu tveimur árum. Þá sér fólk að það er meining á bak við þetta.“ r að jafna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.