Morgunblaðið - 12.03.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.03.2007, Blaðsíða 40
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MÁNUDAGUR 12. MARS 71. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 200 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Norðan- og norðvestan 5–13 m/s og slydda eða él, úrkomulítið norðaustan til fram eftir degi. » 8 Heitast Kaldast 5°C 0°C ELDINGU laust niður í flugvél Icelandair í gær, sem var á leið til landsins frá Stokk- hólmi með um eitt hundrað farþega innan- borðs. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir atvikið hafa átt sér stað um þremur mínútum fyrir lendingu, en um var að ræða vél af gerðinni Boeing 757. Þegar eldingunni sló niður varð mikill hvellur og blossi, sem ekki fór fram hjá neinum farþeganna, en áhrif á vélina sjálfa voru engin. „Þegar vélin var lent talaði flugstjórinn við farþegana, útskýrði fyrir þeim hvað gerst hafði og bauð þeim sem vildu áfalla- hjálp, en enginn þáði það boð,“ segir Guð- jón. Eldingu laust niður í flugvél Morgunblaðið/Jim Smart Flugvél Vél af gerðinni Boeing 757. RANNSÓKNIR á bergsprungum í Borg- arfirði og á Suðurlandi hafa leitt í ljós að í Borgarfirði var áður jarðskjálftabelti sem varð til af sömu orsökum og jarð- skjálftabeltið á Suðurlandi. Sprungur í bergi í Borgarfirði líkjast skjálftasprung- um á Suðurlandi. Sumar þeirra hafa opn- að leiðir fyrir innskot kviku og ráðið miklu um hringrás jarðhita. Þetta er með- al niðurstaðna úr verkefni sem kallað er rannsókn á bergsprungum og jarðvís- indamenn hafa unnið að undanfarin ár. Leiðandi jarðfræðingur í þessum rann- sóknum er dr. Maryam Khodayar. Sam- starfsmenn hennar hafa verið dr. Páll Ein- arsson prófessor, dr. Hjalti Franzson og Freysteinn Sigurðsson. Yfirumsjón með verkefninu hefur verið í höndum Svein- björns Björnssonar, fyrrum deildarstjóra á Orkustofnun. Skjálftabeltið á Suðurlandi virðist fær- ast suður með tíma. Það hefur skilið eftir sig sprungur í uppsveitum Árnessýslu sem skýra mikinn jarðhita þar. Rannsóknirnar þykja hafa skýrt betur ýmislegt í jarðsögu Íslands. | 10–11 Nýjar upplýs- ingar úr göml- um sprungum Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is „VIÐ vonum að meintir brotamenn festi sér þetta kvöld í minni því þetta á eftir að end- urtaka sig,“ segir Jóhann R. Benediktsson sem er lögreglustjóri Suðurnesja. Um helgina gerðu lögregluyfirvöld umfangs- mikla rassíu í fíkniefnamálum á svæðinu. „Við sameiningu embætta tollstjóra og lögreglu á Suðurnesjum myndast aukinn slagkraftur og það er auðveldara á allan hátt að skipuleggja svona stærri aðgerðir,“ segir Jóhann. Auk þess sé nú verið að þétta samstarf við sérsveit og greiningardeild Ríkislögreglustjóra en aðgerðir fóru fram í samstarfi við þær. „Við erum einfaldlega að herða okkur í baráttu gegn sölu og dreif- ingu fíkniefna á Suðurnesjum.“ Um var að ræða alhliða aðgerðir á öllu svæðinu en alls tóku 36 lögreglumenn, fjórir tollverðir og tveir fíkniefnahundar þátt í þeim. Farið var í sex húsleitir og þar af voru fimm framkvæmdar á sama tíma á laugardagskvöld. Í öllum tilfellum fundust fíkniefni; samtals 135 grömm af hassi, 65 grömm af hvítu efni og 10 e-pillur. „Þetta var árangur umfram væntingar, jafnvel þótt við hefðum rökstuddan grun um að allt þetta fólk tengdist notkun, sölu og dreifingu fíkniefna,“ segir Jóhann. Einnig var eftirlit hert og farið í markvissar aðgerðir á skemmtistöðum þar sem leitað var á tutt- ugu manns og fundust tvö grömm af am- fetamíni á einum. Allir sem við sögu komu í húsleitum eiga afbrotaferil að baki. Spurður um tengsl við annars konar glæpastarfsemi segir Jóhann að sjaldan sé ein báran stök í þessum efnum. Fólk tengist oft annars konar glæpum, svo sem þjófnaði og pen- ingaþvætti auk þess sem vændi hafi löngum verið fylgifiskur mikillar neyslu ungra kvenna. „Nú er farið að bera á því að fólk leyni neyslu minna en áður. Það er auðvitað mjög slæm þróun sem við ætlum að sporna mjög ákveðið við. „Þetta kvöld á eftir að endurtaka sig“  Fjörutíu lögreglumenn og tollverðir á Suðurnesjum fóru í hús og skemmtistaði í leit að fíkniefnum  Aukinn slagkraftur með sameiningu embætta og hert barátta gegn dreifingu og sölu fíkniefna Ljósmynd/Víkurfréttir/Þorgils Húsleitir Lögreglumenn og tollverðir í að- gerðum sínum á Suðurnesjum um helgina. KRÖFTUG elding er talin hafa or- sakað röð truflana og bilana á suð- vesturhorni landsins í gær. Afleið- ingarnar voru m.a. líklega mesti vatnsleki sem Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins hefur þurft að kljást við á einum stað, auk þess að lengi var lokað fyrir heitt vatn í Ár- bænum. Landsnet hf. annast dreifingu raforku á landinu, en samkvæmt upplýsingum þaðan er talið að eld- ingin hafi kl. 03.28 valdið skamm- hlaupi í línu sem liggur milli að- veitustöðva á Kolviðarhóli og Geithálsi. Verulegt spennufall varð en aðeins í 0,1 sekúndu þar sem kerfi Landsnets frátengdi línuna strax. Þórður Guðmundsson, for- stjóri Landsnets, segir hins vegar ljóst að gera þurfi ítarlega úttekt á varnarbúnaði aðila sem tengjast flutningskerfinu því áhrifin hafi ekki átt að verða svona víðtæk. Hitaveitu- og frárennslisdælur í Reykjavík voru meðal þess bún- aðar sem varð fyrir áhrifum. „Þeg- ar svona sjokk kemur á kerfið erf- iða dælurnar svo að þær verja sig gegn bilun með því að slökkva á sér. Þær eiga svo að fara strax aft- ur af stað en þá getur eitthvað ruglast,“ segir Guðmundur Sigur- vinsson hjá Orkuveitu Reykjavík- ur. Í Árbænum minnkaði vatns- þrýstingur á aðalæð hitaveitu en jókst svo aftur og við það brustu rör. Af þessum sökum voru Árbæ- ingar heitavatnslausir frá klukkan hálfátta til fimm í gær og var orðið kalt. Dælustöð OR við Ánanaust varð óvirk þar sem neyðarloki opn- aðist ekki. Tölvukerfi sýndi bil- unina ekki og hún uppgötvaðist því ekki fyrr en starfsmenn mættu til vinnu kl. hálfátta. Kristinn Tóm- asson stöðvarstjóri segir að í raun hefði ekki verið hægt að sjá bil- unina fyrir og gera íbúum viðvart en afleiðingar hennar urðu stór- felldur vatnsleki í kjallara fjölbýlis- húss við Sólvallagötu og víðar. Að- eins þurfti eitt handtak til að ræsa stöðina aftur og hálftíma seinna var neyðarástandi þar aflétt. Orkuveitan ætlar að bæta tjón ef ábyrgð verður rakin til hennar. Elding olli víðtækum truflunum og bilunum Í HNOTSKURN » Truflanir vegna spennu-falls sem eldingin olli voru ýmiss konar. » Bilanir í dælustöð viðÁnanaust og í aðalæð hitaveitu til Árbæjar. » Truflanir hjá ALCAN íStraumsvík og Norðuráli á Grundartanga. » Truflanir eða stöðvanirvið Nesjavallavirkjun, Hellisheiðarvirkjun, Hraun- eyjafossvirkjun, Reykjanes- virkjun og allt norður í Kröfluvirkjun. Morgunblaðið/Júlíus Tjónsbifreið Slökkvilið og tryggingamenn huga að Benz-bifreið Jóns Sigurðssonar en vatn flæddi inn í hana við leka á Sólvallagötu í gær. Bilun í dælustöð við Ánanaust uppgötvaðist ekki strax og olli miklum leka  Vatnið náði | 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.