Morgunblaðið - 12.03.2007, Page 13

Morgunblaðið - 12.03.2007, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2007 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF AFLAHÆSTI báturinn sem lagði upp í Siglufirði á síðasta ári var Minna SI 36. Minna er 10,5 tonn og var gerð út á línuveiðar og bar að landi fjög- urhundruð og tíu tonn af fiski og með- alverð aflans var með því hæsta yfir landið. Það er útgerðarfélagið ÓK í Siglufirði sem gerir skipið út og skip- stjóri er Ólafur Oddgeir Einarsson. Ólafur býr í Sandgerði en hefur í raun annað heimili í Siglufirði. Tíðindamaður Versins hitti Ólaf um borð í Minnu einn landlegudaginn fyrir skömmu. ,,Já, þetta gekk bara ágætlega á síðasta ári. Það var yfir- leitt gott fiskirí, ekki síst þegar við vorum norður af Grímsey. Það var reyndar nokkuð langt stím, um það bil tveir tímar út og fjórir í land. Það var að vísu hægt að vera fljótari en þá verður bara olíueyðslan svo miklu meiri. En svo vorum við líka hérna út af firðinum á svokölluðu Felli og líka á Fljótagrunninu og Eyjafjarðarálnum. Það var nánast alls staðar fiskur. Afl- inn fór svo allur á markaðinn hér í Siglufirði. Mér finnst að þessi fiskmarkaður hér sé búinn að sanna rækilega að það var rétt ákvörðun að koma honum á laggirnar. Við vorum tveir á bátnum, reyndar var ég búinn að hafa í allt fjóra menn með mér yfir árið. Svo fengum við beitningarmenn hér á staðnum, máttum víst teljast heppnir því það verður sífellt erfiðara að fá fólk til að beita . Mér sýnist að sú stétt sé nánast að líða undir lok. Ég held að framtíðin í þessum línuveiðum sé að hafa beitningarvél um borð,“ sagði Ólafur. Ólafur tók við Minnu í febrúar á síðasta ári en var búinn að róa frá Siglufirði tvö árin á undan. Hann hef- ur verið hjá ÓK-útgerð í fimm ár. Honum líkar vel að gera út frá Siglu- firði, segir að tvö síðustu sumur hafi verið ágæt, sérstaklega var sumarið 2005 hagstætt til sjósóknar. Það gekk á ýmsu hjá Ólafi tvö fyrri árin á Siglu- firði. Þá lenti hann í talsverðum bil- unum. En Minnan hefur reynst mjög vel til þessa og engar frátafir orðið af þeim sökum. Hins vegar fer árið 2007 ekki vel af stað því veðráttan hefur verið óhagstæð þannig að sjaldan hef- ur gefið á sjó. Minnan aflaði 410 tonna á síðasta ári Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Fiskveiðar Ólafur Oddgeir Jónsson lítur til veðurs. Það hefur viðrað illa fyrir smábáta í ár. Í HNOTSKURN »Mér finnst að þessi fiskmark-aður hér sé búinn að sanna rækilega að það var rétt að koma honum á laggirnar. »Ég held að framtíðin í þess-um línuveiðum sé að hafa beitningarvél um borð. »En svo vorum við líka hérnaút af firðinum, á svokölluðu Felli og líka á Fljótagrunninu og Eyjafjarðarálnum. GENGIÐ hefur verið frá samruna VBS fjárfestingarbanka og FSP, fjárfestingarfélags sparisjóðanna, en viðræður þess efnis hafa staðið yfir frá því um miðjan febrúar. Hluthafar VBS munu eiga 52% í sameinuðu félagi og hluthafar FSP 48%, en félagið mun starfa undir nafni VSB. Miðað var við gengið 20,52 í samrunaviðræðunum og sam- kvæmt því er markaðsvirði hins sameinaða félags um níu milljarðar króna. Jón Þórisson, framkvæmdastjóri VBS, segir félagið munu stóreflast í kjölfar samrunans og að sameinað verði félagið mun sterkari heild en félögin eru sitt í hvoru lagi. Stjórnir félaganna tveggja hafa samþykkt samrunann og verður hann lagður fyrir hluthafafundi fé- laganna á næstunni. VBS er í eigu 80 hluthafa. Spari- sjóðir og tengd félög eiga samtals um 45% hlutafjárins og þar af er um 35,5% hlutur FSP í VBS. Jón Þórisson er stærsti hluthafinn á eftir sparisjóðunum með um 5,5% hlut og Björn Ólafsson, forstöðu- maður eignastýringar VBS, á um 3% hlut. FSP er í eigu 20 spari- sjóða og Icebank. Sparisjóður vél- stjóra er stærsti hluthafinn og þar á eftir kemur Sparisjóðurinn í Keflavík. VBS og FSP renna saman VIÐSKIPTI ÞETTA HELST ... ● LEIGUBÍLASTÖÐVARNAR Hreyfill og BSR hafa verið kærðar til sam- keppniseftirlitsins fyrir meint sam- keppnislagabrot. Kærendur eru eig- endur Nýju leigubílastöðvarinnar sem keyptu nýverið Bifreiðastöð Hafnarfjarðar og Aðalbíla í Reykja- nesbæ. Í tilkynningu er markaðs- hlutdeild Hreyfils og BSR sögð sam- anlagt yfir 90% þegar litið sé til fjölda bílstjóra og fjölda verkefna. Er leigubílastöðvunum m.a. gefið að sök að hafa unnið náið saman við út- boð ríkissamnings árið 1996 og þá eru tengsl Hreyfils við Frama, stétt- arfélag leigubílstjóra, sögð of náin og sömu menn sagðir sitja beggja vegna borðs. Hreyfill og BSR kærð fyrir samkeppnisbrot ● FJÖLDI þeirra sem teljast of- urríkir í heiminum jókst um 35% á síðasta ári, en þá er átt við þá sem eiga meira en 70 milljarða króna. Voru þeir 793 talsins í árslok 2005 en ári síðar voru þeir orðnir 946. Bill Gates er enn ríkasti maður í heimi, en hann á andvirði um 3.800 milljarða króna. Ofurríkum fjölgar Bill Gates NÝR lífeyrissjóður, Stapi, hefur verið stofnaður, en hann verður til með sameiningu Lífeyrissjóðs Norðurlands og Lífeyrissjóðs Aust- urlands. Höfuðstöðvar verða á Ak- ureyri og skrifstofa á Norðfirði. Nýr lífeyrissjóður Ljósmynd/Rúnar Þór

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.