Morgunblaðið - 12.03.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.03.2007, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 12. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Um þessar mundir er nokk-ur hreyfing á sölu var-anlegra aflaheimilda,bæði í litla og stóra kerf- inu. Að undanförnu hefur verið um nokkur mikil viðskipti og má þar til dæmis nefna söluna á Grímseyj- arkvótanum, kaup Bergs-Hugins á kvóta frá Þorlákshöfn, kaup GPG á Knarrareyri og tilvonandi sölu á Happa í Keflavík. Allt eru þetta við- skipti þar sem hundruð milljóna króna koma við sögu, en auðvitað fyglja einhverjar skuldir þessum heimildum. En hvað veldur? Er samþjöpp- unin komin á fulla ferð. Eru hinir stóru að gleypa litlu fiskana? Það er auðvitað margt sem kemur til. Um- ræða um að setja ákvæði um þjóð- areign á auðlindum inn í stjórn- arskrána kann að hafa hreyft við einhverjum. Það eru kosningar í vor og hugsanleg óvissa um framvindu fiskveiðistjórnunar gæti haft eitt- hvað að segja. Þessi tvö atriði virð- ast þó ekki letja menn til kaupa því eftirspurn er mikil og verð í sögu- legu hámarki. Hrikaleg ótíð í vetur hefur kannski hreyft við einhverjum sem eiga lítinn kvóta á litlum bát og hafa lítið komizt á sjóinn. Það lifir enginn af því að sækja sjó eða verka fisk ef menn komast ekki á sjó. Yf- irbyggðu 15 tonna bátarnir eru miklu öruggari og betri tæki og því ekki óeðlilegt að heimildirnar í litla kerfinu færist í auknum mæli yfir á þá. Einnig má benda á að menn geta aukið heimildir sínar með því að selja í stóra kerfinu og flytja sig nið- ur í það litla. Sé keypt á sama verði í því litla og selt var í því stóra, fást fleiri tonn, þar sem verðið er lægra í því litla. Sé tekið dæmi af manni í litla kerfinu með 50 tonna kvóta, standa honum þeir kostir til boða að veiða fiskinn og fá fyrir hann kannski 200 krónur að meðaltali að hámarki á fiskmarkaði á kílóið, eða 10 milljónir í tekjur á ári. Þá á eftir að greiða all- an útgerðarkostnað og laun, svo til- tölulega lítið er til skiptanna. Séu þessi 50 tonn hins vegar seld gefur það hundrað milljónir, sem nú má ávaxta þannig að vextir skili 14 millj- ónum króna á ári. Það eru fínar tekjur með lágri skattgreiðslu. Svo er bara að fara í land. Þar er nóg af vel borgaðri vinnu í boði. Staðreyndin er sú, hvort sem það er í litla eða stóra kerfinu, þurfa menn einhverjar lágmarksheimildir til þess að útgerðin skili nægilegum hagnaði til þess að eftirsóknarvert sé að nýta heimildirnar. Kvótaleigan er orðin svo há, að það gerir nánast enginn út á hana eina. Hún getur gengið með, þegar menn eru að tryggja sér nægilegt hráefni til vinnslu. Á hinn bóginn er það þannig líka að vinnsla sem vill tryggja sér hráefni leitar fremur á fiskmarkaði, en að leigja kvóta og fá aðra til að veiða fyrir sig. Það er miklu einfald- ari og líklega ódýrari leið, þegar upp er staðið. Það er ekkert eðlilegra en að afla- heimildir gangi kaupum og sölum. Heimildirnar leita þangað á end- anum þar sem þær eru bezt nýttar og þannig skilar útvegurinn mestum tekjum til þjóðarbúsins. Ef ekki eru hreyfingar innan einhverrar at- vinnugreinar er það frekar mein en kostur. Hér er verið að fara eftir settum leikreglum og ekkert er við það að athuga. Góður tími til að selja og kaupa »Heimildirnar leita áendanum þangað sem þær eru bezt nýtt- ar. BRYGGJUSPJALL Hjörtur Gíslason hjgi@mbl.is SAUTJÁN nemendur frá 14 lönd- um, hafa verið útskrifaðir eftir ní- unda starfsár Sjávarútvegsskóla SÞ. Til þessa hafa þá alls lokið námi við skólann 143 nemendur frá 24 löndum. Þeir sem lengst að eru komnir eru frá Tonga og Vanuatu, sem eru eyríki í Suður-Kyrrahafinu, en fyrir tæpum tveimur árum var tekið upp sérstakt samstarf við samtök ey- ríkja á þessu svæði. Þá eru í hópn- um sex nemendur frá löndum sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands á í samstarfi við og tengjast þrír þess- ara nemenda beint verkefnum ÞSSÍ. Framlög til skólans hafa auk- ist á undanförnum árum og starf- semin orðið fjölbreyttari. Að þessu sinni skiptust nemendur í fjögur mismunandi svið sérhæfingar, þ.e. gæðastjórnun í meðhöndlun fisks og vinnslu, veiðistjórnun og mótun nýtingarstefnu, veiðitækni, og loks rekstur sjávarútvegsfyrirtækja. Að loknu sex vikna inngangsnámskeiði og sex vikna námskeiði á sérsviði unnu nemendur verkefni í nánu samstarfi við leiðbeinendur. Verk- efnin eru valin með hliðsjón af þeim viðfangsefnum og áherslum sem eru í starfi nemenda heima fyrir. Verkefnin voru ýmist sótt í við- fangsefni innanlands, eða byggðust á gögnum sem nemendur komu með eða fengu send að heiman. Morgunblaðið/ÞÖK Sautján útskrifaðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.