Morgunblaðið - 12.03.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2007 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Hörbuxur - hörskyrtur
! "
MARGT var um manninn á 100 ára
afmælishátíð Íþróttafélags
Reykjavíkur sem haldin var í gær.
Í tilefni afmælisins afhenti Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson borg-
arstjóri ÍR formlega til afnota nýj-
an gervigrasvöll, sem gerður
hefur verið við félagsheimili ÍR í
Skógarseli.
Við þetta sama tækifæri var
skrifað undir samkomulag ÍR og
Reykjavíkurborgar um framtíðar
uppbyggingu og skipulag á svæð-
inu í Suður-Mjódd, sem mun að
mati Úlfars Steindórssonar, for-
manns ÍR, hafi mikil og góð áhrif á
starf félagsins. „Ég geri mér vonir
um að á næstu 2–3 árum verði al-
gjör bylting á svæðinu sem á eftir
að efla starfið til muna, enda lyk-
ilatriði fyrir íþróttafélag að hafa
sem mest af starfsemi sinni á ein-
um og sama staðnum,“ segir Úlfar.
Aðspurður segir hann nýja gervi-
grasvallarins lengi hafa verið beð-
ið með mikilli óþreyju og tók fram
að völlurinn myndi skipta sköpum
fyrir knattspyrnudeild félagsins.
Á afmælishátíðinni kynnti Ágúst
Ásgeirsson nýja bók sem hann hef-
ur skrifað um ÍR og spannar 100
ára sögu félagsins. Ágúst er blaða-
maður og kunnur ÍR-ingur, var í
mjög sigursælu frjálsíþróttaliði ÍR
um árabil og er fyrrverandi for-
maður félagsins. Bókin er rúmlega
650 blaðsíður og hana prýða yfir
500 myndir. „Þetta er gríðarlega
metnaðarfullt rit, sem segir merki-
lega sögu af öflugu íþróttafélagi,“
segir Úlfar og tekur fram að þegar
fólk fletti bókinni eigi öllum að
vera ljóst hve margir hafi komið
að starfi félagsins á umliðnum ára-
tugum og sagan geri félagsmenn
afar stolta. Aðspurður segir hann
á þriðja þúsund manns koma að
starfi félagsins nú um stundir.
Í tilefni dagsins bættust tíu nýir
heiðursfélagar ÍR í hóp þeirra sem
fyrir voru. Einnig voru veittar
samtals hundrað gull- og silfurvið-
urkenningar til einstaklinga sem
tilnefndir höfðu verið af stjórnum
allra þeirra níu deilda sem eru inn-
an ÍR.
Fjölmenn af-
mælishátíð ÍR
Morgunblaðið/ÞÖK
Gamlir og fræknir ÍR-ingar Meðal gesta í afmælisveislunni voru eldri ÍR-ingar sem sett hafi mikinn svip á sögu fé-
lagsins. Þeir eru frá vinstri: Reynir Sigurðsson, Finnbjörn Þorvaldsson, Örn Clausen, Ingólfur Steinsson og Þor-
steinn Bernharðsson. Þess má geta að Reynir og Þorsteinn eru fyrrverandi formenn félagsins.
Ljósmynd/Hafsteinn Óskarsson
Bók um sögu ÍR í 100 ár Í tilefni afmælisins var formanni ÍR afhent ný bók
um sögu félagsins. Jón Þ. Ólafsson, formaður ritnefndar, Úlfar Stein-
dórsson, formaður ÍR, og Ágúst Ásgeirsson, höfundur bókarinnar.
Morgunblaðið/ÞÖK
Vítaspyrna Björn Ingi Hrafnsson,
formaður ÍTR, tók nýja grasvöllinn
formlega í notkun með þrusu-
spyrnu að marki.
Morgunblaðið/ÞÖK
Borgarstjórinn Meðal gesta á afmælishátíðinni voru Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, Guðrún Kristjánsdóttir og Matthías Johannessen skáld.