Morgunblaðið - 12.03.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2007 31
menning
SAGNRÉTT forntónlistartúlkun
var fyrir aldarfjórðungi iðulega ávís-
un á sjóveiki á þurru landi. Hætt er
við að alsléttur og lengi vel hálf-
falskur stroktónninn frá frum-
herjum stefnunnar (að ógleymdri
klukkudýnamík meðan ýktust var!)
hafi fyrrum haft fælandi áhrif á
fjölda eldri hlustenda sem enn kunna
að sitja eftir.
En þeir tímar eru blessunarlega
liðnir. Upphafshyggjan hefur nefni-
lega löngu slitið barnsskónum, eins
og berlega kom í ljós á þokkalega vel
sóttum tónleikunum í lestrarsal
Þjóðmenningarhússins við Hverf-
isgötu á laugardag. Nordic Affect
(„Affetto Nordico“ á alþjóðamáli tón-
listar?) debúteraði í Norræna húsinu
í fyrra sem dúó fiðlu og lútu, en hafði
nú stækkað í oktett þegar mest var
og því fær í flestan fornsjó – nema þá
helzt í stórkonsertgreinina þar sem
strokhljóðfærin þurfa að vera a.m.k.
helmingi fleiri til að mynda tilskilda
hópandstæðu við concertino-tríóið.
Allur strokhópurinn nema víól-
ínan lék fyrst „ground“ Purcells,
Chacony, á léttum upphafshyggju-
hraða við að vísu ögn hvassan fiðlu-
tón. 3. svíta úr Op. 35 Boismortiers
(1689-1755) flíkaði ofurviðkvæmum
barokkflautublæstri Georgiu
Browne, og í 4. Sónötu da camera
Corellis stóðu uppúr seiðandi hægi
forleikurinn og sveiflandi lokagikk-
urinn. Aukin festa færðist á með
þýzkum kontrapunkti Telemanns í
Sónötu hans í F TWV 43:F1 Inn-
gangsþátturinn var sérkennilega
söngleslegur, en fúgatóstæltur fí-
nallinn aftur sprellfjörugur og kank-
vís í anda.
Stuttur 2. Ballett Marinis (1587–
1665) var kryddaður það djörfum
hljómagangi í upphafi að minnt gat á
Gesualdo. Ciaccona norður-ítalska
landa hans Merula (1594–1665) var
hins vegar nánast lauflétt fornpopp
við aðeins 4 takta þrábassastef og,
líkt og fyrri verkin, leikin af sam-
stilltri stílinnlifun.
Síðust var hin alkunna Svíta
Bachs í h-moll fyrir strengjasveit og
flautu í fylgirödd („obbligato“). Hún
var áður talin frá Köthenárunum
1717–23, en nú flokkuð með smíðum
hans fyrir laugardagstónleika stúd-
entahljómsveitarinnar Collegium
Musicum í leipzigsku kaffihúsi Zim-
mermanns kringum 1730 þar sem
Kaffikantatan fræga leit síðar dags-
ins ljós. Túlkunin hljómaði hvað „ný-
stárlegust“ í forleiknum vegna
óvenjulegra áherzlna og bogasetn-
inga, en var engu að síður bráð-
skemmtileg áheyrnar, enda leikin
hnífsamtaka af spræku æskufjöri.
Browne skilaði leiftrandi Badinerie í
lokin gæddri smekklegu einleiks-
flúri. Að vísu skildi ég ekki ekkó-eklu
Bourrée I-II, úr því Pólónesuna
næst á eftir prýddi hin hofferðugasta
bergmáladýnamík. En allt um það
var hér geysivel að verki staðið, og
er áreiðanlega óhætt að spá NOA
hagstæðri framtíð í fortíðarmús-
íkinni með sömu ástundun.
Framtíðar-
væn fortíð
Björt framtíð „En allt um það var hér geysivel að verki staðið, og er áreiðanlega óhætt að spá NOA hagstæðri
framtíð í fortíðarmúsíkinni með sömu ástundun,“ segir Ríkarður Ö. Pálsson meðal annars í dómi.
TÓNLIST
Þjóðmenningarhúsið
Tónlist eftir Purcell, Boismortier, Corelli,
Telemann, Marini, Merula og J. S. Bach.
Upphafshljóðfærahópurinn Nordic Affect
(Georgia Browne flauta, Halla Steinunn
Stefánsdóttir & Sara DeCorso fiðla, Guð-
rún Hrund Harðardóttir víóla, Steinunn
Stefánsdóttir selló, Karl Nyhlin þjorba,
Gunnlaugur Torfi Stefánsson violone og
Guðrún Óskarsdóttir semball). Laug-
ardaginn 3. marz kl. 17.
Kammertónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
mbl.is
smáauglýsingar
Fréttir á SMS