Morgunblaðið - 12.03.2007, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 12. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða
Tónleikar verða í Salnum ámorgun, þriðjudaginn 13.
mars kl. 20 þar sem Hjörleifur Vals-
son fiðluleikari, Tatu Kantomaa,
harmonikuleikari og Kristinn H.
Árnason koma fram. Með þeim á
tónleikunum kemur einnig fram
hinn ungi og bráðefnilegi píanóleik-
ari Ástríður Alda. Á efnisskránni er
meðal annars „Næturgali keis-
arans“, svíta fyrir fiðlu, gítar og
harmoniku eftir Václav Trojan, auk
verka eftir Paganini og fleiri.
Miðaverð er kr.2000/1500.
Um sl. helgi var opnuðný sýning í sýning-
arsal Listasafns Reykjanes-
bæjar í Duushúsum. Þar
eru á ferðinni Daninn
Thomas Andersson sem
sýnir skúlptúra og Fær-
eyingurinn Kári Svensson
sem sýnir málverk. Málverk
Kára eru litsterk og kraft-
mikil og sýna á áhrifaríkan
hátt birtingarmyndir nátt-
úrunnar í Norður-Atlants-
hafi. Thomas sýnir hins
vegar skúlptúra af mann-
inum, hinum nakta og við-
kvæma manni sem án allrar
sýndarmennsku kemur
fram eins og hann er.
Skúlptúrarnir eru afar persónulegir og kímnin ekki langt undan. Tom-
as Andersson er að sýna í fyrsta sinn á Íslandi en Kári hefur áður tekið
þátt í sýningum hér á landi.
Opið er alla daga kl. 13-17.30 og stendur sýningin til 22. apríl.
Tónlist
Akranes | Kammerkór Vesturlands og
Kammerkór Akraness halda sameignlega
tónleika þar sem kórarnir syngja sinn í
hvoru lagi og síðan tvö lög saman. Tónleik-
arnir verða haldnir í Vinaminni, safn-
aðarheimili kirkjunnar, kl. 20. Allir velkomn-
ir.
Salurinn, Kópavogi | Hjörleifur Valsson
fiðluleikari, Tatu Kantomaa harmonikuleik-
ari og Kristinn H. Árnason. Með þeim á tón-
leikunum kemur einnig fram hinn ungi og
bráðefnilegi píanóleikari Ástríður Alda.
Þriðjudaginn 13. mars kl. 20. Fjölbreytt efn-
isskrá, nánar á salurinn.is s. 570-0400.
Miðaverð kr. 2000/1500.
Myndlist
Anima gallerí | Ingólfsstræti. Anima Mynd-
listarmenn til 24. mars. Opið kl. 13–17,
þriðjud. til laugard.
Anima gallerí | Anima myndlistarmenn til
18. mars. Anima í húsi Iðu, Lækjargötu 2A.
Opið kl. 10–22 alla daga www.animagall-
eri.is
Artótek, Grófarhúsi | Sýning á listaverkum
sem Þráinn Bertelsson, rithöfundur og
kvikmyndagerðarmaður, valdi úr Artótek-
inu. Þar er einnig málverk eftir Þráin og
sýnd er stuttmyndin Hvalalíf eftir Kristján
Loðmfjörð. Myndin er byggð á kvikmynd
Þráins, Nýju lífi. Sjá nánar á www.artotek.is
Café Mílanó | Faxafeni 11. Jórunn Krist-
insdóttir sýnir 14 olíumálverk. Opið kl. 9–
23.30 alla daga, nema sunnudaga kl. 12–18.
Sýningin stendur til 14. apríl nk.
DaLí gallerí | Akureyri. Spessi sýnir ljós-
myndir, „Location-Farms“, m.a. myndir af
bæjum úr Öxnadalnum. Til 22. mars. Opið
föstudaga og laugardaga kl. 14–18.
Gallerí 100° | í höfuðstöðvum Orkuveit-
unnar, Bæjarhálsi 1. Sýning á innsendum til-
lögum um gerð útilistaverks við Hellisheið-
arvirkjun. Opið alla virka daga frá kl.
8.30–16. Nánar www.or.is/gallery
Gallerí BOX | Ljós - Licht - Light sýning
Hlyns Hallssonar. Til 25. mars.
Gerðuberg | Óður til íslenskrar náttúru. Al-
þýðulistakonan Guðlaug I. Sveinsdóttir sýn-
ir málverk og vefnað í Boganum í Gerðu-
bergi. Til 29. apríl. Opið virka daga kl. 11–17
og um helgar kl. 13–16. Sjá www.gerduberg-
.is
Gerðuberg | RÚRÍ: Tími - Afstæði - Gildi.
Opið virka daga kl. 11–17 og um helgar kl. 13–
16. Til 15. apríl.
Hafnarborg | Færeyski málarinn Zacharias
Heinesen sýnir í öllum sölum Hafnarborgar.
Viðfangsefnið sækir hann iðulega í húsa-
þyrpingar við hafið í Þórshöfn. Hann er fjöl-
hæfur listamaður, vinnur í olíu, vatnslit, tré-
ristur, litógrafíur, klippimyndir, teiknar og
myndskreytir bækur. Til 9. apríl.
Hallgrímskirkja | Listvinafélag Hallgríms-
kirkju stendur fyrir sýningu í forkirkjunni á
verkum Einars Jónssonar í samvinnu við
Listasafn Einars Jónssonar. Á sýningunni
er m.a. Minnismerki Hallgríms Péturssonar,
en þar er sérstaklega vísað til Passíusál-
manna með myndum af hinum fjórtán
stöðvum á píslargöngu Krists.
Kaffi Sólon | Bankastræti 7. Nú stendur yf-
ir myndlistarsýning Fríðu Gísla og Þóru
Ben. Báðar mála þær olíumálverk sem hafa
yfir sér ljóðrænan blæ þó ólík aðkoma sé að
myndefninu. Til 3. apríl.
Kaffitár – Stapabraut 7 | Samsýning lista-
kvennanna Hildar Margrétardóttur, Hlífar
Ásgrímsdóttur, Kristínar Geirsdóttur, Lauf-
eyjar Margrétar Pálsdóttur og Ólafar Odd-
geirsdóttur. Listakonurnar nota kaffið sem
innblástur í spennandi sýningu sem þær
kalla „Dámgóð blanda“. Opið mán.–fim. kl.
10–17, fös. kl. 10–18 lau. kl. 11–17, lokað
sunnudaga.
Karólína Restaurant | Listagilinu á Ak-
ureyri. Jónas Viðar sýnir málverk. Sýningin
stendur til 4. maí. Nánar á www.jvd.is
Listasafnið á Akureyri | Augliti til auglitis –
50 ljósmyndir eftir 14 alþjóðlega listamenn.
Sýningin er hluti af Pourquoi pas? – Franskt
vor á Íslandi og unnin í samstarfi við Arts
Evénements og Culturesfrance. Opið alla
daga nema mánudaga kl. 12–17.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Efri
hæð: Ljósmyndasýning Blaðaljósmynd-
arafélags Íslands. Neðri hæð: Kárahnjúkar.
Ljósmyndir eftir: Ragnar Axelsson, Pál
Stefánsson, Þorvald Örn Kristmundsson,
Brynjar Gauta Sveinsson, Kristin Ingvars-
son og Vilhelm Gunnarsson. Til 18. mars.
Safnbúð og kaffistofa.
Listasafn Reykjanesbæjar | Samsýning.
Danski listamaðurinn Thomas Andersson
sýnir skúlptúra þar sem maðurinn í allri
sinni nekt er viðfangsefnið og færeyski
listamaðurinn Kári Svensson sýnir málverk
þar sem hin óblíða náttúra Norður-
Atlantshafsins er viðfangsefnið.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Erró –
Gleymd framtíð. Myndirnar eru flestar í
eigu Errós og hafa ekki verið sýndar hér á
landi áður.
Birta Guðjónsdóttir sýnir verk sín í sýn-
ingaröðinni D.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Kjarval og bernskan. Sýning í norðursalnum
fyrir börn þar sem varpað er ljósi á ýmsa
forvitnilega snertifleti Kjarvals við æskuna.
K-þátturinn. Á sýningunni eru verk og ferill
Kjarvals skoðuð út frá hugarheimi Kjarvals
í því skyni að varpa nýju ljósi á verk hans
fyrir samtímann.
Á sýningunni Foss eru tengsl listar og nátt-
úru rannsökuð í gegnum verk fjögurra lista-
manna sem nálgast viðfangsefnið á afar
ólíkan máta. Listamennirnir eru: Hekla
Dögg Jónsdóttir, Ólafur Elíasson, banda-
ríska listakonan Pat Steir og Rúrí. Sýning-
arstjóri er Hafþór Yngvason.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Safnið og
kaffistofan opin laugardaga og sunnudaga
14–17. Nánar á Netinu.
Listasalur Mosfellsbæjar | Kjarna, Þver-
holti 2 í Bókasafni Mosfellsbæjar. Listbók-
band – Bóklist á vegg og myndlist á bók.
Ragnar G. Einarsson og Guðlaug Friðriksd.
sýna Bóklist. Til 24. mars. Þau vinna saman
að listbókbandi einnig sýnir Guðlaug mál-
verk tengd bóklistinni. Opið virka daga kl.
12–19, laugard. 12–15.
ReykjavíkurAkademían | Hringbraut 121, 4.
h. Bókalíf. Unnur Guðrún Óttarsdóttir sýnir
bókverk. Opið virka daga kl. 9–17. Aðgangur
ókeypis. Nánar á www.akademia.is/
?s=frett357.
Saltfisksetur Íslands | Ljósmyndasýning
Olgeirs Andréssonar. Sýninguna nefnir
hann Suðvestan 7 og stendur til 19. mars.
Opið alla daga kl. 11–18.
Vor | RVK 101 er fyrsta sýning Steinars Óla
Jónssonar og er hún sýn hans á miðbæ
Reykjavíkur. Hann reynir að varpa ljósi á
hlutina sem fólk einblínir ekki á dags-
daglega í för sinni um miðbæinn. Steinar Óli
hefur verið áhugamaður um ljósmyndun
um nokkurt skeið og er þetta afrakstur
hans á árinu 2007.
Söfn
Landnámssýningin Reykjavík 871± | Að-
alstræti 16. Opið alla daga kl. 10–17. Á sýn-
ingunni er rúst af skála frá 10. öld sem
fannst við forlneifauppgröft 2001 og fróð-
leik um lífið á landnámsöld er miðlað með
nýjustu margmiðlunartækni.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Á sýning-
unni Sund & Gufa sýnir Damien Peyret Pol-
aroid myndir af fólki í Sundlaug Kópavogs
ásamt stuttmyndinni A Taxi for Reykjavik
frá árinu 2001. Myndin var gerð fyrir
fransk-þýsku sjónvarpsstöðina Arte og var
valin á kvikmyndahátíðina í Locarno.
Jo Duchene – Marglitt útlit: Made in Ice-
land. Á sýningunni gefur að líta ljósmyndir
af húsum á Íslandi. Sýningin er ferðalag inn
í ýmsa menningarkima hér og þar á landinu
og vekur ekki bara spurningar um sérkenni
og eðli húsanna heldur varpar einnig ljósi á
menningarsögulega hlið þeirra.
Minjasafnið á Akureyri | Sýndar eru 70
óþekktar myndir og er almenningur beðinn
um aðstoð við að setja nafn á andlit og heiti
á hús. Aðrar sýningar: Akureyri –bærinn við
Pollinn & Eyjafjörður frá öndverðu.
Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns |
Í húsnæði Seðlabankans að Kalkofnsvegi 1
er yfirlitssýning á íslenskum gjaldmiðli og
öðru efni í eigu safnsins. Þar er einnig
kynningarefni á margmiðlunarformi um
hlutverk og starfsemi Seðlabanka Íslands.
Opið mán.-föst. kl. 13.30–15.30. Gengið inn
um aðaldyr bankans frá Arnarhóli. Aðgang-
ur ókeypis.
Veiðisafnið – Stokkseyri | Skotveiðisafn –
Uppstoppuð veiðidýr, íslensk og erlend
skotvopn og veiðitengdir munir. Opið alla
daga kl. 11–18. Sjá nánar á www.hunting.is
Sími 483-1558.
Þjóðmenningarhúsið | Á sýningunni Hand-
ritin eru sýnd nokkur merkustu skinn-
handrit miðalda, svo sem Konungsbækur
Eddukvæða og Snorra Eddu, Flateyjarbók
og valin handrit lagabóka, kristilegra texta
og Íslendingasagna, og auk þess nokkur
mikilvæg pappírshandrit frá seinni öldum.
Leiðsögn fyrir hópa og nemendur.
Kvikmyndir
Fjalaköttur | Kvikmyndasýningar Fjala-
kattarins í Tjarnarbíói, Tjarnargötu 12. And-
rei Rublev kl. 17, I am kl. 20 og Austan við
Eden kl. 22. Sjá nánar á www.filmfest.is
Fyrirlestrar og fundir
Askja – Fundarsalur Norræna eld-
fjallasetursins 3. hæð | Brynhildur Davíðs-
dóttir, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Rann-
veig Thoroddsen kynna þverfræðilegt
meistaranám í umhverfis- og auðlindafræði
við HÍ. Kynningin fer fram kl. 15 í dag. Nánar
á www.umhverfi.hi.is
Krabbameinsfélagið | Styrkur verður með
fræðslufund að Skógarhlíð 8, í kvöld kl. 20.
Athugið breyttan fundardag. Dagskrá:
Anna Salvarsdóttir læknir flytur erindi um
„Konur og krabbamein“. Allir velkomnir.
Stjórnin.
Kristilegt félag heilbrigðisstétta | Fé-
lagsfundur Kristilegs félags heilbrigð-
isstétta verður haldinn í kvöld kl. 20 að
Háaleitisbraut 58–60. Hilmir Ásgeirsson
læknir segir frá starfi sínu á sjúkrahúsinu í
Ginnir í Eþíópíu. Hugvekju flytur Ásgeir Ell-
ertsson læknir. Kaffiveitingar. Allir hjart-
anlega velkomnir.
Oddi – Félagsvísindahús Háskóla Íslands |
Alþjóðamálastofnun HÍ stendur fyrir fyr-
irlestri með Alyson Bailes sem fjallar um
nýjar aðstæður í öryggismálum ríkja og það
sérstaka hlutverk sem fyrirtæki hafa í
þessum nýju kringumstæðum. Í Odda 101 kl.
12 í dag. Nánar á http://www.hi.is/ams
Reykir í Ölfusi | Gróður í borg, föstudaginn
23. mars kl. 10–16.45. Málstofa fyrir þá sem
hafa áhuga á skipulagi, hönnun og umhirðu
grænna svæða í þéttbýli. Fjöldi áhuga-
verðra fyrirlestra en meðal annars flytur
Duncan Goodwin landslagsarkitekt fyr-
irlesturinn „Trees in urban green environ-
ment“. Skráning og upplýsingar á
www.lbhi.is undir námskeið.
VRII, Hjarðarhaga 2–6, stofa 157 | Vor-
þing, Vettvangs orku- og stóriðjurann-
sókna, Verkfræðistofnunar HÍ mánud., 12.
mars, kl. 15–18. Bjarni Bjarnason, Lands-
virkjun: Orkan og framtíðin. Guðmundur
Friðleifsson, Ísor: Djúpboranir og Hilmar
Guðmundsson, Alcan á Íslandi ræðir um
stækkun álvers Alcan á Íslandi. Nemendur í
meistaranámi í verkfræðideild HÍ kynna
verkefni á sviði orkumála. Allir velkomnir.
Fréttir og tilkynningar
Deptors Anonymous | Upplifir þú áhyggjur
af fjármálum? Það gerðum við líka. Það er
til lausn. Fundir: sun. kl. 11–12 á Seljavegi 2
(Héðinshúsi, uppi) mið. kl. 18–19 á Digranes-
vegi 12 (AA-húsið). www.daiceland.org
Lesblindusetrið | Er dyslexía vandamál í
þinni fjölskyldu? Kynntu þér aðstoð sem
finna má við þessum vanda. aslaug@les-
blindusetrid.is www.lesblindusetrid.is Ás-
laug Kirstín Ásgeirsdóttir Davis les-
blinduráðgjafi//English speaking Davis
Facilitator/Davis Learning Strategies teac-
her.
Frístundir og námskeið
Hvanneyri í Borgarfirði | Trjáklippingar II:
Grisjun og snyrting. 21. mars, kl. 10. Nám-
skeiðið er ætlað skógarbændum, umhverf-
is- og garðyrkjustjórum og sum-
arbústaðaeigendum. Lögð verður áhersla á
grisjun og snyrtingu trjáa og runna á stærri
svæðum t.d. í skjólbeltum. Námskeiðið er
bæði verklegt og bóklegt. www.lbhi.is
Mímir símenntun ehf. | Áhugaverðir
áfangastaðir á hálendi Íslands – Fyrir jeppa-
fólk, er námskeið sem byrjar 12. mars nk.
Páll Ásgeir Ásgeirsson mun fjalla um
nokkrar vinsælustu ökuleiðir á hálendi Ís-
lands í máli og myndum. Uppl. í s. 580-
1808 og á heimasíðu mimir.is.
Toscana – Töfrandi heimur. Námskeið um
Toscana-héraðið á Ítalíu hefst hjá Mími sí-
menntun 21. mars nk. Jóhanna G. Gunn-
arsdóttir mun draga upp heildarmynd af
héraðinu bæði út frá sögu- og menning-
arlegu sjónarhorni. Uppl. í s. 580-1808 og á
heimasíðu mimir.is
Útivist og íþróttir
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun kl. 9.30
er sundleikfimi í Grafarvogssundlaug.
staðurstund
Tónlist
Hjörleifur
& félagar
Myndlist
Skúlptúrar og málverk
í Listasafni Reykjanesbæjar
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
YFIR 25.000 GESTIR
eee
V.J.V. - TOP5.IS
eee
S.V. - MBL
SVALASTA
SPENNUM
YND
ÁRSINS
NICOLAS CAGE EVA MENDES
JIM CARREY
Þú flýrð ekki sannleikann
eeee
D.Ö.J. - KVIKMYNDIR.COM
B.S. - FRÉTTABLAÐIÐ
“Forrest Whitaker er hreint
út sagt magnaður í hlutver-
ki harðstjórans og sýnir svo
að ekki verður um villst að
hér fer einn fremsti leikari
samtímans.”
ÓSKARSVERÐLAUN
besti leikari í aðalhlutverki
Megi besti
leigumorðinginn vinna
Milljón dollarar. Sjö leigumorðingjar. Eitt skotmark.
eee
SV, MBL
eee
VJV, TOPP5.IS
Hefur þú einhvern
tímann gert mjög
stór mistök?
Norbit kl. 6, 8 og 10
Smokin´ Aces kl. 8 og 10:10 B.i. 16 ára
Ghost Rider kl. 6 B.i. 12 ára
Norbit kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20
Norbit LÚXUS kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20
The Number 23 kl. 8 og 10.15 B.i. 16 ára
The Last King of Scotland kl. 5.20, 8 og 10.35 B.i. 16 ára
Ghost Rider kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára
Anna og skapsveiflurnar m/ísl. tali kl. 4 og 4.45 STUTTMYND
Night at the Museum kl. 3:30 og 5.40
- Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir
eee
S.V. - MBL
SÍÐUSTU SÝNINGAR
eeee
S.V. - MBL
eeee
K.H.H. - FBL
700 kr fyrir fullorðna
og 500 kr fyrir börn
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is