Morgunblaðið - 12.03.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.03.2007, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 12. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Tekst Siglingastofnun að leggja margra alda reynslu Eyja-sægarpa að velli í „sjómanni“ um Bakkafjöruna? VEÐUR Fari svo að ríkisstjórn verði mynd-uð að kosningum loknum á vinstri kantinum eru yfirgnæfandi líkur á, að það verði fyrsta rík- isstjórnin á Íslandi, sem að meiri- hluta verði skipuð konum.     Ástæðan fyrirþví er sú að innan bæði Sam- fylkingar og Vinstri grænna mun myndast mikill þrýstingur á forystu beggja flokkanna um að skipa fleiri konur en karla ráðherra.     Á þann máta einan sé hægt að sýnaí verki vilja flokkanna til þess að rétta hlut kvenna í íslenzku sam- félagi.     Ganga má út frá því sem vísu aðkarlar í þessum tveimur flokk- um muni ekki taka slíku þegjandi en yfirgnæfandi líkur eru á að þeir eigi engra kosta völ.     Það er því eins gott fyrir þá karla íflokkunum tveimur, sem telja sig eiga tilkall til ráðherraembætta að átta sig á gjörbreyttri stöðu.     Hreyfing af þessu tagi mun líkastuðla að því að slík ríkisstjórn yrði yngri en almennt hefur tíðkazt.     Ríkisstjórn sem að meirihluta yrðiskipuð konum mundi að öllum líkindum verða töluvert öðruvísu en ríkisstjórnir hafa verið.     Konurnar eru líklegri til að verafaglegri í störfum sínum og ekki jafn reiðubúnar til þess að taka þátt í alls kyns baktjaldamakki og karl- arnir. Þær eru líklegri til að fylgja settum reglum en karlarnir.     Áhugavert? STAKSTEINAR Ríkisstjórn kvenna SIGMUND                      !  "#   $ %&  ' (                       )'  *  +, -  % . /    * ,                            01     0  2   3 1, 1  ) ,  4  0  $ 5 '67 8 3 #  '                               9  )#:;                         !     "  # $      % &'   % )  ## : )   ! " #$ "$ % &$ '& <1  <  <1  <  <1  !%$#( ) *+,&- ;          <  !  " # ,  . /  - "& ) 0 -/       !&" $* ,   . #,1&  $ &,& 2,& ) 0    5  1  !&, &" $* ,  . ,$&  & ) 34) & ) . $* , &2," ) &$ "') 0 )"&- 5/  &66 &$  3& , &( ) 2&34 =3 =)<4>?@ )A-.@<4>?@ +4B/A (-@  . .                   . . . . . . . . . . . . .           Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Júlíus Júlíusson | 10. mars Nóg af snjó! Í þessum rituðu orðum erum ég og börnin komin í gallann … sólin skín, veðrið er svalt og allir í janusnum sínum. Við erum búin að kúra og horfa á barnaefni í morgun. Það tekur okkur aðeins 3 mínútur að fara á skíðasvæði okkar Dalvíkinga, hér er búið að vera opið í allan vetur og snjóbyssurnar hafa heldur betur gert gagn á snjóléttum dögum. Það er engin spurning að það á að gera þetta í Bláfjöllum … Meira: juljul.blog.is Sylvía | 10. mars Engin lækning í sunnudagaskólanum Ég fór reglulega í sunnudagaskóla í æsku og einu sinni ætlaði ég sko ekki að missa úr þó ég væri veik. Ég var viss um að Guð myndi lækna mig og þá sérstaklega í sunnudaga- skólanum. En það fór nú þannig að ég kastaði nú bara upp á rauða teppið í kirkjunni, en ég var ekkert svekkt út í Guð samt. Meira: sylviam.blog.is Tómas Þóroddsson | 11. mars Bitið í stofuborðið Það gæti verið að ég myndi bíta í stofu- borðið í hádeginu. Ef myndatökumaðurinn sem tekur upphafs- ræðu Egils í Silfrinu á morgun lætur mynda- vélina ganga frá andliti Egils og að ljósakrónu og svo aftur á Egil, svo yfir á næsta borð, þá … já. Svona af- líðandi myndataka er óþolandi. Get- ur verið að myndatökumaðurinn sé búinn að horfa á of mörg kynlífs- atriði í James Bond Meira: [...]. tommi.blog.is Anna K. Kristjánsdóttir | 11. mars Fleiri göng! Ég hefi löngum verið hrifin af jarðgöngum til að stytta leiðir á milli landshluta og héraða og gera ferða- mátann öruggari og þægilegri. Hvalfjarð- argöng, Vestfjarðagöng og Fá- skrúðsfjarðargöng hafa öll sannað gildi sitt, stytt vegalengdir og gjör- breytt og bætt möguleika fólks til lífsbjargar. Nú eru háværar kröfur um ótal fleiri göng og skyndilega virðist nóg af peningum til að bora í gegnum hvert fjallið á fætur öðru, undir firði og hafsbotna til Vest- mannaeyja. […] Úr því allt í einu er til svona mik- ið af peningum, ætla ég að leggja fram eftirfarandi tillögu um jarð- gangagerð: Boruð verði göng frá Ártúns- brekkunni og stystu leið að Hofs- jökli. Þar verði borað út risastórt neðanjarðar hringtorg. Frá hring- torginu verði svo boruð göng í allar áttir, ein til Vestmannaeyja, önnur til Akureyrar, þriðju til Ísafjarðar, fjórðu til Egilsstaða, auk þess sem endalaust verður hægt að bæta við göngum í allar áttir og til allra byggðakjarna eftir því sem þurfa þykir. Síðan verði gerður ytri hring- ur sem tengir þéttbýlisstaðina sam- an neðanjarðar, helst svo að bílarnir þurfi aldrei að koma upp á yfirborð- ið og því hægt að safna útblæstri bílanna í síum í göngunum. Þar með verður hægt að banna snjódekk og aldrei þarf að fara út að moka snjó framar, enda verður þá öll innan- bæjarumferð komin í stokk. Frá miðju hringtorginu undir Hofsjökli verði boruð ein lóðrétt göng upp á yfirborð Hofsjökuls. Þar verði byggt eitt stykki risastórt samkomu- og safnahús á hjólum þar sem má koma fyrir öllum helstu þjóðarsöfnum og leikhúsum þjóð- arinnar, þar á meðal Alþingi og rík- isstjórn, en efst uppi verði svo veit- ingahús með útsýni yfir allt landið og miðin. Mér finnst þessi hugmynd svo sniðug að ég kem henni hér með á framfæri. Það er bara eitt vandamál sem ég er ekki enn búin að leysa. Hver vill keyra alla leið frá Reykja- vík til Akureyrar eða Egilsstaða í dimmum göngum alla leið? Meira: velstyran.blog.is BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.