Morgunblaðið - 12.03.2007, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 12. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðlaug ÁstaMagnúsdóttir
fæddist í Hergilsey í
Breiðafirði þann
16.7. 1935. Hún var
bráðkvödd að heimili
sínu í Reykjavík þann
3.3. 2007. Guðlaug
lætur eftir sig 4 upp-
komnar dætur. a)
Þórey Aspelund f.
25.9. 1955 gift Lúðvík
Baldurssyni f.1950.
Börn þeirra eru
Linda Rós f. 1976,
Ásta Soffía f.1980. b)
Maggý Kristín Aspelund f. 25.3.1959
gift Hákoni Pálma Aspelund f. 1957
börn þeirra eru Einar Þór f. 1980,
Elvar Svan f. 1983, Helena Berglind
f. 1991 c) Berglindi Gestsdóttir f.
12.8 1966 sem var ættleidd til
hjónanna Gests Magnússonar f.
9.6.1928 d.5.11.2005 og Guðbjargar
Elínar Guðnadóttir f. 22.12.1929 d.
10.8. 1994 Maki Berglindar er Víðir
Pétursson f. 1969 börn þeirra eru
Arnór Ármann f. 1987, Gauti f. 1992,
Unnur Freyja f. 1996, Vaka f. 2002,
d) Halldóra Sædís Halldórsdóttir f.
5.3.1968 gift Guðmundi Pétri Bauer
f. 1966. Sonur þeirra er Adam Erik
Bauer f. 1989.
Foreldrar hennar voru hjónin
Bentína Kristín Jónsdóttir húsmóðir,
fædd á Kleifum á Selströnd 30.10.
1900 d. 6.2.1992 og Magnús Ein-
arsson bóndi og verkamaður fæddur
á Brekkuvöllum á Barðaströnd 2.7.
1905 d. 28.12. 1989 Þau eru bæði lát-
in. Systkini Guðlaugar eru Elísabet
Matthildur f. 1924, Sigríður f. 1927,
Óskar f. 1933, tvíburabróðir hennar
Hafliði Þórður f. 1935 og Ásdís Guð-
rún f. 1940 d. 1996. Uppeldisbræður
dvaldist á Vífilsstöðum og síðar á
Reykjalundi til 20 ára aldurs en þar
kynntist hún fyrrum eiginmanni sín-
um Erling..
Í New York sinnti Guðlaug heim-
ilisstörfum. Þau skildu árið 1959.
Guðlaug bjó hjá foreldrum sínum á
Gilsbakka á Bíldudal næstu 2 árin
ásamt dætrum sínum og sinnti þar
heimili. Árið 1961 fluttist Guðlaug
ásamt Ásdísi systur sinni með börn
sín að Sólheimum á Bíldudal. Árið
1965 fluttist Guðlaug svo með dætur
sínar ásamt Ásdísi systur sinni til
Reykjavíkur og bjó lengst af við
Kleppsveg í Reykjavík. Guðlaug
starfaði mestan hluta ævinnar sem
saumakona hjá saumastofunni Mód-
el Magasín og síðar hjá Saumastof-
unni bót. Síðustu árin starfaði hún í
þvottahúsinu Fönn og Grýtu þar til
hún endaði langan og samvisku-
saman starfsferil sinn þá orðin 70
ára gömul.
Guðlaug sinnti leiklistarstörfum á
Bíldudal á meðan hún bjó þar og var
listhneigð. Hún var feimin og ákaf-
lega hógvær og bjartsýn kona með
mikinn baráttuvilja. Hún var mikill
tónlistarunnandi og elskaði að
dansa. Hún var dýravinur mikill og
náttúrubarn í eðli sínu. Hún dáði
fugla og gerði ekki uppá milli þeirra
frekar en annara. Hún elskaði sólina
og naut hennar í hvert sinn þegar
færi gafst. Guðlaug var mikill og
fengsæll veiðimaður og kunni hún
best við sig við lygn silungavötn á
heiðum. Guðlaug var talnaglögg og
hafði gaman af að spila Bingó og
eignaðist hún góða vini í gegnum
þann félagsskap.
Útför Guðlaugar Ástu fer fram
frá Bústaðakirkju mánudaginn 12.
mars kl. 11:00.
og systrasynir eru Jón
Ástvaldur f. 1943 og
Smári Bent f. 1958.
Guðlaug var gift Er-
ling Aspelund, fyrrum
hótelstjóra Loftleiða f.
28.2. 1937 frá árinu
1954 til 1959 og átti
með honum 2 dætur.
Þeirra fyrsta heimili
var í Drápuhlíðinni í
Reykjavík 1954 en þau
fluttu til New York í
Bandaríkjunum ári
síðar ásamt þeirra
fyrsta barni og voru
búsett þar í um 4 ár. Guðlaug trúlof-
aðist Halldóri Sævari Kristjánssyni
f. 26.9.1941 d. 8.2. 1983. Saman áttu
þau 2 dætur. Árið 1978 kynntist
Guðlaug sambýlismanni sínum
Skyldi Eyfjörð Stefánssyni, fyrrum
sjómanni og leigubílstjóra f. 13.8.
1931 d. 20.5. 1990. Þau voru í sam-
búð frá árinu 1978-1990 Börn hans
úr fyrra hjónabandi eru Sonja Ey-
fjörð Skjaldardóttir f. 1955, Ingi-
björg Eyförð Skjaldardóttir f. 1956,
Fannar Eyfjörð Skjaldarson f. 1958
og Halldóra Eyfjörð Skjaldardóttir
f. 1960 Guðlaug ólst upp við almenn
sveitastörf í Hergilsey til sex ára ald-
urs. Þaðan fluttist fjölskyldan til
Arnarfjarðar árið 1942 og bjó á jörð-
inni Steinanesi. Fjölskyldan fluttist
þaðan yfir á jörðina Otradal í Arn-
arfirði en þaðan fluttust þau í Mar-
íuhús á Bíldudal. Stuttu síðar fluttist
fjölskyldan svo að Hóli á Bíldudal
þar sem Magnús tók að sér að reka
kúabú á jörðinni. Guðlaug lauk
skyldunámi frá barnaskólanum á
Bíldudal og starfaði við bústörf á
heimili foreldra sinna til 16 ára ald-
urs en veiktist þá af berklum og
Elsku amma mín,
Aldrei hélt ég að ég myndi setjast
niður núna og rita til þín nokkur orð.
Þú varst bráðkvödd frá okkur, aldrei
grunaði mig að áramótin síðustu yrðu
okkar síðasta stund saman.
Ég hef hugsað mikið um þær stund-
ir sem við höfum átt saman. Ég kom
alltaf heim til þín á Seilugranda þegar
ég var lítil og gisti þar oft um helgar. Í
jóladagsmáltíðina kom fjölskyldan svo
öll saman, öll ættin heima hjá þér í
hangikjöt með systur þinni Díu sem er
líka látin. Svo minnist ég ferðalaga
okkar á húsbílunum, ég, þú, Skjöldur
heitinn og foreldrar mínir. Við fórum
um Norðurlöndin.
Minningarnar streyma fram enda
varstu eina amman sem ég þekkti
mjög vel, enda heiti ég í höfuðið á þér.
Var skírð Ásta enda héstu Guðlaug
Ásta.
Ég mun aldrei gleyma árinu okkar
saman. Ég flutti suður frá Akureyri til
þín og ég bjó hjá þér frá byrjun maí
2004 þar til í apríl 2005. Við horfðum
oft á Survivor saman því að þér þótti
svo gaman að því og spurðir mig spjör-
unum úr hvað myndi gerast næst en
auðvitað sagðist ég ekkert vita meira
en þú, elsku amma, það var alltaf hlát-
ur og fjör yfir Survivor. Það var ákaf-
lega gott að spjalla við þig eftir vinnu.
Ég kom heim klukkan þrjú og þá beið
alltaf matur eftir mér. Þú hafðir alltaf
áhyggjur af að ég borðaði ekki nóg í
vinnunni. Jafnvel snúðar, pönnsur og
mjólk beið mín alltaf. Þitt helsta
áhugamál var bingó, þér þótti svo
gaman að fara í bingó með Siggu, vin-
konu þinni. Þú reyndir mjög oft að
draga mig með og sagðir að þetta væri
svo skemmtilegt, en ég lét ekki gab-
bast. Þú hafðir gaman af mörgu og
hafðir alltaf nóg að gera. Það var aldrei
lognmolla í kringum þig. Þú hafðir allt-
af áhyggjur af öðrum en þér, áhyggjur
af fötunum mínum og braust þau alltaf
vel saman því að ég gerði það ekki
nógu vel, ég henti þeim alltaf á stólinn.
Allt þetta gerði þig svo einstaka og
hugulsama. Ég er mjög fegin að hafa
fengið að eyða heilu ári með þér einni,
fengið að kynnast þér mjög vel og ég
er mjög þakklát fyrir það.
Þú varst alltaf falleg og stórglæsileg
kona. Við ömmubörnin kölluðum þig
alltaf ömmu „beib“, þú leist ekki út fyr-
ir að vera nýorðin 70 ára. Okkur fannst
þú alltaf vera 20 árum yngri, svo glæsi-
leg varstu, létt og ungleg í sál og fasi.
Við ömmubörnin eigum eftir að sakna
þín mikið. Jæja, elsku amma mín. Ég
mun alltaf minnast þín með bros í
hjarta og vona að þér líði vel við hlið
Díu systur og Skjaldar afa. Allar
áhyggjurnar eru farnar og þú getur
hvílt þig og fundið friðinn.
Við sjáumst seinna og förum í bingó
saman.
Þín
Ásta Soffía.
Elsku Lauga mín, ég á enn svo erfitt
með að sætta mig við að þú sért farin
frá okkur. Kvöldið sem ég ætlaði að líta
inn hjá tengdó varð að kveðjustund, líf-
ið getur verið svo ósanngjarnt þar sem
við vildum ekki kveðja þig á þessari
stundu. Við fjölskyldan áttum svo oft
góðar stundir saman með þér, Sædís
var svo stolt af móður sinni og Adam
leit svo upp til ömmu sinnar. Það var
alltaf notalegt að hitta þig, hvort sem
það var til að kíkja heim til þín í uppá-
haldskaffið mitt eða þegar við sátum
saman heima hjá okkur og borðum
saman góða máltíð. Við eigum svo góð-
ar minningar um alla hátíðisdagana
sem þú varst hjá okkur, öll jól, afmæli,
páska og afmælisdaga.
Sumar næturnar sem við litla fjöl-
skyldan áttum saman, annaðhvort við
litla vatnið rétt hjá Blönduósi eða við
Ölvesvatn uppi á Skagaheiði. Þú varst
uppáhaldsveiðifélagi minn og alltaf svo
mikil aflakló. Þegar við stóðum, stund-
um hlið við hlið, var það nokkuð öruggt
mál – þú fékkst alltaf fyrsta fiskinn,
stærsta fiskinn og flesta fiskana. Þau
voru svo skemmtileg kvöldin sem við
fjölskyldan áttum saman í fellihýsinu
okkar Sædísar á sumrin, annaðhvort
að spila eða bara að segja skemmti-
legar sögur, þú varst svo stór hluti af
litlu fjölskyldunni okkar. Fyrsta kvöld-
ið sem við hittumst er svo enn ferskt í
minni, þó svo að það séu að verða 20 ár
síðan. Ég og Sædís vorum enn að
kynnast, litla stelpan þín sem var þá að
verða 20 ára, þið Skjöldur komuð heim
seint eftir bingó, ég var svo stressaður
að hitta ykkur en svo reyndust þið vera
svo afslöppuð og góð við mig. Við urð-
um strax vinir og mér hefur alltaf þótt
svo vænt um þig, þú varst mér full-
komin tengdamóðir. Elsku Lauga mín,
nú kveðjum við þig í bili, þú ferð frá
okkur með svo mikilli reisn, alltaf jafn
glæsileg og flott. Ég hef oft nefnt það
við vini og kunningja hvað ég var stolt-
ur af tengdó, þú varst svo glæsileg, blíð
og góð, þú hugsaðir alltaf fyrst um alla
aðra en þig sjálfa. Þú hefur gefið okk-
ur svo mikið og þær minningar sem
við eigum með þér eru ómetanlegar.
Það er stutt í vorið og þá fer ég að
draga fram veiðidótið okkar, það verð-
ur söknuður að hafa þig ekki með í
veiðitúra okkar á næstu árum, vonandi
áttu eftir að fylgjast með og vaka yfir
okkur. Þú átt svo stórt og mikið pláss í
hjarta mínu, elsku Guðlaug mín. Guð
geymi þig, því ég mun sakna þín.
Þinn tengdasonur,
Pétur Bauer.
Elsku systir mín, Guðlaug Ásta,
mikill er söknuður við að missa þig.
Ég beið eftir vori
en frétti af andláti þínu.
Vina
nú ertu farin
áður en vorið kom
með sinn hlýja
væng,
dögg á grasi
og vonina
um mildi daganna
sem framundan eru
með sól, regn og ilm af öllu
í endalausri birtu
daga og nátta
um stund.
Þú ert farin þangað
sem birtan varir
að eilífu.
(B.Eir.)
Hér áttu blómsveig
bundinn af elsku,
blíðri þökk
og blikandi tárum.
Hann fölnar ei
en fagur geymist
í hjörtum allra
ástvina þinna.
(H. Loftsdóttir)
– Vorið beð þinn vökvar tárum,
vakir sól á ystu bárum,
greiðir hinzta geislalokkinn,
grúfir sig að brjóstum hranna.
Moldin að þér mjúk skal hlúa,
móðurlega um þig búa,
rétta þér á rekkjustokkinn
rós úr lundum minninganna.
(M.Á.)
Sigríður Magnúsdóttir.
Guðlaug Ásta Magnúsdóttir
✝ Óskar HinrikÁsgeirsson
fæddist í Hnífsdal
28. júlí 1932. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 4. mars 2007.
Foreldrar hans voru
Ásgeir Guðmunds-
son og Elín Engilráð
Sigurðardóttir.
Systkini Óskars
voru Sigurður og
tvíburasystir hans
Sesselja, þau eru
bæði látin.
Óskar kvæntist 9. júní 1957 Lilý
Erlu Adamsdóttur kennara frá
Akureyri. Óskar og Lilý eignuðust
fimm börn.
1) Adam Ásgeir f. 1958, kona
hans er Hugrún Helgadóttir og
þau eiga þrjú börn, Lilý Erlu, Ósk-
ar Helga og Ásgeir Andra.
2) Elías Örn f. 1959, kona hans
er Agnes Eyfjörð og þau eiga þrjú
börn Rúnar Þór, Evu Ósk og Birki
Örn. Rúnar Þór er í sambúð með
Regínu Margréti Gunnarsdóttur
og hún á soninn Gunnar Sölva. Eva
Ósk er í sambúð með Davíð Krist-
inssyni.
3) Sigurð Viðar f.1960, kona
hans er Ulrike Sillus.
4) Hörð f.1964, kona hans er
Erna Rós Ingvarsdóttir og þau
eiga þrjú börn, Dag, Magna og
Arnheiði Björk. Hörður á Arnór
Orra frá fyrra
hjónabandi. Arnór
er í sambúð með
Þórhöllu Ásgeirs-
dóttir og þau eiga
eina dóttur.
5) Bryndísi f.1971,
maður hennar er
Ólafur Aðalgeirsson
og þau eiga þrjár
dætur, Klöru, Katr-
ínu og Sunnevu.
Óskar átti áður
dótturina Bellu
Vestfjörð f. 1955.
Bella átti dótturina
Petreu. Þær fórust í snjóflóði á
Súðavík 16. janúar 1995.
Óskar og Lilý byrjuðu sinn bú-
skap á Ísafirði þar sem hann var
vélstjóri á ýmsum bátum og togar-
anum Sólborgu sem gerður var út
frá Ísafirði. Hann lærði pípulagnir
og vann við þær í nokkur ár á Ísa-
firði. Árið 1963 fluttist fjölskyldan
til Akureyrar þar sem Óskar setti
á fót pípulagningafyrirtækið Mið-
stöð. Hann vann við iðn sína þar til
1982 en þá gerðist hann vélstjóri á
flutningaskipinu Drang. Hann sá
um rekstur ketilhúss Sam-
bandsverksmiðjanna í nokkur ár
en síðustu ár starfsævinnar starf-
aði hann sem húsvörður hjá Pósti
og Síma á Akureyri.
Útför Óskars verður gerð frá
Akureyrarkirkju mánudaginn 12.
mars kl. 13:30.
Óskar mágur minn er fallinn frá eftir
erfið veikindi. En svona er víst lífið, það
gefur og tekur og enginn veit sína æv-
ina fyrr en öll er. Ég þekkti Óskar í um
það bil hálfa öld og alltaf var jafn
ánægjulegt að hittast.
Sem ungur strákur á Akureyri
fannst mér Lilý stóra systir fara
fjarska langt í burtu þegar hún réð sig
sem kennari til Hnífsdals, vorkenndi
ég henni að vera svona langt í burtu ein
og yfirgefin. En viti menn, þar kynntist
hún þessum ljúfa og skemmtilega
manni, Óskari, sem kunni ógrynni að
töfrabrögðum og dægurþrautum frá
Ströndum. En Óskar kunni líka að
leysa þær þrautir sem upp komu í lífi
og starfi, þar voru engin vandamál,
verkefnin voru bara leyst.
Þau hjónin Óskar og Lilý settust að
á Ísafirði og ég litli bróðir fékk að fara
til þeirra í heimsóknir. Það voru
ánægjulegar vikur, skemmtilegar
hjólaferðir með Óskari þegar hann
sýndi mér heimahagana sína. Við hjól-
uðum til Hnífsdals, Bolungarvíkur og
Súðavíkur. Adam, 10 árum yngri en ég,
fékk að sitja á slánni hjá pabba, ný-
hættur að nota bleiu.
En eftir nokkur ár í nýbyggða rað-
húsinu á Ísafirði ákvað fjölskyldan að
vestan að flytja til Akureyrar. Þau
komu á „grána gamla“, sendiferðabíln-
um sem hafði það af að skila þeim alla
leið. Nú, ekkert var þá sjálfsagðara en
byggja hús yfir fjölskylduna á Akur-
eyri, lóð fannst við Byggðaveginn og
ég, unglingurinn, fékk sumarvinnu við
að hjálpa Óskari við uppsláttinn. Húsið
reis, heimilið varð hlýlegt og þarna
hafa Óskar og Lilý lifað og hrærst síð-
an og börn þeirra slitið barnsskónum. Í
Byggðaveginum voru alltaf margir við
eldhúsborðið, börn, vinir, ættingjar að
ógleymdum öllum barnabörnunum.
Ekki var heldur vandamál að fá næt-
urgistingu þegar komið var við á Ak-
ureyri, enda tel ég mig hafa gist í öllum
herbergjum húss þeirra að geymslunni
meðtalinni.
Óskar var mannblendinn og var
fljótur að kynnast fólki á Akureyri.
Varð hann fljótt eftirsóttur sem traust-
ur, duglegur og vandvirkur iðnaðar-
maður. Hann leysti málin og ekkert
vesen. En lífið er ekki bara vinna. Ósk-
ar var líka mikill fjölskyldumaður sem
sífellt var að lagfæra og hlúa að heim-
ilinu með snyrtimennskuna í fyrirrúmi.
Áhugamál Óskars voru mörg, þátttaka
hans í karlakór og veiðiferðir. Ferðalög
voru þeim hjónum hugleikin. Óskar
keypti eitt sinn sendiferðabíl sem ætl-
aður var undir rör, snittvélar og önnur
tól. Aldrei voru þó flutt rör í þeim bíll,
hann var snarlega innréttaður sem
ferðabíll og þjónaði þeim tilgangi í
meira en aldarfjórðung. Hann „rauður
gamli“ stendur enn gljábónaður norðan
við húsið í Byggðaveginum.
Veikindi gerðu vart við sig hjá Óskari
fyrir þónokkru. Hann harkaði þau af
sér að vestfirskum sið svo lengi sem
hann gat. Þegar Óskar hætti að vinna
hugðist hann njóta komandi ára með
börnin og barnabörnin í kringum sig í
Byggðaveginum og ferðast um landið
með Lilý sinni. En svo fór að veikindin
höfðu yfirhöndina.
Við Margrét og fjölskylda okkar
vottum Lilý, börnum þeirra Óskars og
fjölskyldum þeirra okkar dýpstu sam-
úð.
Reynir Adamsson.
Þá er komið að hinstu kveðjustund.
Mér finnst það óraunverulegt að
hugsa til þess að fá ekki oftar að sjá eða
heyra frá honum. Oft vorum við þó búin
að spjalla saman og hlæja, því alltaf var
stutt í húmorinn hjá Óskari. Við höfðum
oft gaman af að rifja upp þegar við vor-
um börn í Furufirði. Margar skemmti-
legar minningar fljúga í gegnum hug-
ann frá þeim árum sem við höfum svo
oft rifjað upp seinna í lífinu. Óskar var
sérlega hlýr og vildi öllum gott gera.
Snemma kom í ljós að hann var einnig
kappsamur og fylginn sér, sem átti eftir
að nýtast honum á lífsleiðinni.
Ég sé hann fyrir mér þegar hann
kom fyrst til okkar með konuna sína,
hana Lilý, svo glaður og stoltur, enda
voru þau bæði samrýnd og glæsileg
hjón alla tíð. Þau eignuðust fimm mann-
vænleg börn sem hann var ekki síður
stoltur af og bar hag þeirra fyrir brjósti.
Þau ferðuðust mikið saman, bæði inn-
anlands og utan. Það var gaman að
heyra hann segja frá því sem fyrir augu
og eyru bar því hann var bæði fróð-
leiksfús og stálminnugur.
Elsku Lilý mín, samúð mín er hjá
þér, börnum ykkar og barnabörnum.
Guð geymi ykkur öll.
Ég þakka Óskari vináttuna alla tíð,
hana mun ég geyma sem fjársjóð.
Blessuð sé minning þessa góða manns.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð
lifðu sæll á ljóssins friðar strönd,
leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Margrét Þorvaldsdóttir.
Óskar Hinrik
Ásgeirsson
Fleiri minningargreinar um Ósk-
ar Hinrik Ásgeirsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga. Höfundar eru: Tryggvi Gísla-
son, Sirrí og Þórey og Karl Har-
aldsson ogSævar Benediktsson
Fleiri minningargreinar um Guð-
laugu Ástu Magnúsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru: Sigríður
Sæland Jónsdóttir.