Morgunblaðið - 12.03.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2007 23
MINNINGAR
✝ Þuríður Ingi-björg Stef-
ánsdóttir fæddist í
Vestmannaeyjum 27.
október 1913. Hún
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 28. febr-
úar sl. Foreldrar
hennar voru hjónin
Þorgerður Árnadótt-
ir frá Borgarfirði
eystra, f. 3. júní 1887,
d. 25. júní 1962, og
Stefán Þórðarson frá
Eystri-Skógum undir
Eyjafjöllum, f. 18.
apríl 1886, d.10. nóvember 1967.
Systkini Ingibjargar eru Árni Þórð-
ur, f. 1911, d. 1982, Þórhallur Ragn-
ar, f. 1915, d. 1988, Ragnheiður f.
1930.
Árið 1939 giftist Ingibjörg Guð-
mundi Jónssyni trésmiði frá Álfta-
nesi, f. 1908, d. 1996. Ingibjörg og
Guðmundur bjuggu alla sína sam-
13. febrúar 1945, maki Ásmundur
Stefánsson, börn þeirra eru: a) Gyða
f. 1971, maki Matthías Ásgeirsson.
Dóttir Gyðu og fyrrverandi sam-
býlismanns hennar, Halldórs Már
Sæmundssonar, er Áróra Ósk, f.
1992. Dætur Gyðu og Matthíasar
eru Kolbrún, f. 2000 og Inga María,
f. 2001. b) Stefán f. 1973, sambýlis-
kona hans er Margrét Stefánsdóttir,
sonur hennar er Natan Freyr Guð-
mundsson. Ingibjörg fluttist með
fjölskyldu sinni sem ungbarn til
Borgarfjarðar eystra þar sem hún
bjó fram til ársins 1928 er fjöl-
skyldan fluttist til Reykjavíkur.
Ingibjörg var lærð saumakona og
starfaði við iðn sína í um 25 ár. Hún
rak lengi saumastofu á heimili sínu
en vann síðar við kjólasaum á
saumastofu í Kjörgarði. Þá vann
hún í áraraðir í mjólkurbúð.
Útför Ingibjargar verður gerð frá
Áskirkju í dag og hefst athöfnin kl
15.
búðartíð í Reykjavík,
lengst af í Skipasundi
52.
Dætur Ingibjargar
og Guðmundar eru: 1)
Þorgerður Stefanía, f.
17. ágúst 1941, maki
Jón Friðrik Stein-
dórsson. Börn Þor-
gerðar og fyrri manns
hennar, Georgs Tóm-
assonar, eru: a) Guð-
mundur Ingi, f. 1960,
maki, Kristbjörg
Steingrímsdóttir.
Börn Guðmundar
Inga og fyrri konu hans, Þorgerðar
Jónsdóttur, eru Ingibjörg Lilja og
Tómas. Synir Kristbjargar eru
Steingrímur og Einar Rafn Þór-
hallssynir. b) Hrafnhildur Hanna, f.
1964, maki Jóhann Einarsson, börn
þeirra eru Karítas Mjöll og Einar
Magnús. Sonur Þorgerðar og Jóns
er c) Steindór, f. 1975. 2) Guðrún, f.
Amma mín var besta amma í
heimi. Nú hljóma ég eins og ég sé
tíu ára en ekki komin yfir fertugt,
en þannig líður mér samt. Þegar ég
var lítil stýrði hún lífi mínu með
sterkum öruggum höndum. Eftir
að ég varð eldri aðstoðaði hún mig
og ráðlagði mér eftir þörfum. Hún
var kvenskörungur mikill og vildi
að allir í fjölskyldunni og þeir sem
henni tengdust færu í nám við hæfi.
Þetta var henni svo mikilvægt að
þegar barnabörnin áttu að fara í
erfið próf í menntaskóla, gistum við
hjá henni svo hún gæti skipulagt
námið fyrir okkur. Kannski ekki
námið sjálft heldur hvernig við
lærðum. Hún skipulagði námstím-
ann, kom inn á klukkutíma fresti og
gaf okkur frí í tíu mínútur. Eldaði
mat fyrir okkur, keypti sælgæti og
gos, setti fram kökur og te í kaffi-
tímanum, vakti okkur á morgnana,
sendi okkur í rúmið á kvöldin og
þegar við fórum í prófið, keyrði afi
okkur. Eina sem við þurftum að
hugsa um, var að læra. Þetta gerði
hún meira að segja fyrir mann sem
tengdist fjölskyldunni.
Hún stýrði og stjórnaði fjölskyld-
unni með sama áhuga. Alls ekki
með harðri hendi, þetta var bara
einhvern veginn alltaf svona. Fyrir
tíma farsíma var yfirleitt alltaf
hægt að ná í alla í fjölskyldunni.
Eina sem maður þurfti að gera var
að hringja í ömmu og hún vissi ná-
kvæmlega hvar allir voru, líka þeir
sem ekki voru á landinu. Þegar ég
flutti til Svíþjóðar í stuttan tíma,
hringdi ég að minnsta kosti þrisvar
í viku til ömmu til að segja henni
hvað ég var að gera og hvað ég ætl-
aði að gera þangað til ég hringdi
næst. Þetta var engin kvöð, heldur
hafði hún einlægan áhuga á því sem
var að gerast í lífi manns og það var
alltaf ánægjulegt að tala við hana.
Það var alltaf gott að tala við
hana, þess vegna var svo erfitt þeg-
ar henni fór að förlast. Þessi eld-
skarpa kona sem hafði alltaf allt á
hreinu varð veikari og veikari. Þeg-
ar hún svo lá banaleguna mátti sjá
árangur erfiðis hennar. Við héldum
ennþá saman. Við sátum hjá henni,
ekki af því að það er það sem hún
hefði viljað heldur vegna þess að
það vildum við. Í þessum anda vill
bróðir minn Steindór Jónsson,
bæta við ljóði sem hann samdi sjálf-
ur.
Fram fer tími og stund í lífinu.
Þú áttir alltaf stað í hjarta okkar.
Kæra amma, en nú ertu horfin á braut
frá okkur.
Þín ömmubörn.
Við andlát Ingu ömmu streyma
fram minningar sem tengjast
henni. Minningarnar eru fjölmarg-
ar og ekki hægt að gera þeim skil í
fáum orðum. Sumar eru bara sund-
urlaus brot eins og minningar um
kisu að klóra bakið á sófanum, að
liggja undir sófaborðinu og hlusta á
fullorðna fólkið spjalla saman,
brakið þegar fólkið á efri hæðinni
gekk um. Ég man eftir pönnukök-
um sem bakaðar voru á mörgum
pönnum í einu inni í eldhúsi, við
þurfum að halla okkur aftur og
halda höndum vel frá svo amma
gæti skellt heitri pönnuköku beint
á diskinn, ég sat við hliðina á ofn-
inum viðarklædda. Ég hugsa um
ömmu að þvo mér um hárið og að
hlýða mér yfir skólalærdóminn. Ég
las minningargreinar upphátt fyrir
ömmu, þegar sjónin var farin að
gefa sig, og allir undir sjötugu voru
bara börn! Sitjandi í kaffi hjá ömmu
og afa með Áróru sofandi í vagn-
inum fyrir utan og afi með sífelldar
áhyggjur af því að barnið gæti ekki
andað í gegnum flugnanetið.
Aðrar sterkari minningar á ég
líka, svo sem af próftímabilum
heima hjá ömmu og afa. Flestir
námsmenn hugsa um próftímabil
sem erfiðan tíma en ég naut þeirra
alltaf, enda eyddi ég þeim í dekri
hjá ömmu og afa. Þegar upplestr-
arfríið hófst mætti ég heim til
þeirra á morgnana og kom mér fyr-
ir í borðstofunni. Amma færði mér
kók að drekka og nammi að narta í.
Síðan tók ég kaffitíma með henni
reglulega þar sem við sátum inni í
eldhúsi, drukkum te og ristað
brauð með Búra og kjöftuðum sam-
an. Þessir kaffitímar áttu það til að
lengjast dálítið mikið í annan end-
ann eða þar til afa þótti nóg um og
rak mig aftur inn að lesa, hvort ég
ætti nú ekki að vera að læra undir
próf en ekki standa í þessum
kjaftagangi.
Allar þessar minningar eru stór
hluti af uppvexti mínum og hafa
mótað mig. Ég er þakklát fyrir all-
ar myndirnar sem ég geymi í huga
mínum af þeim fjölmörgu samtölum
og stundum sem við deildum.
Gyða.
Viðhorfið til lífsins ræður mestu
um það hvernig fólki líður og það
endurspeglast svo aftur hjá þeim
sem næstir standa. Jákvætt viðhorf
og andlegt jafnvægi gefa jákvæða
strauma til umhverfisins. Athygli,
væntumþykja og umhyggja skipta
okkur öll máli. Þegar eitthvað bját-
ar á réttir það kúrsinn og það eykur
gleðina þegar vel vegnar að eiga
einhvern til að deila skapbrigðun-
um með. Ég átti því láni að fagna að
tengjast afbragðs fjölskyldu þegar
ég kynntist Guðrúnu, væntanlegri
eiginkonu minni, þegar við vorum
bæði 17 ára gömul. Tengdamóðir
mín, Ingibjörg Stefánsdóttir, bauð
mig strax velkominn í fjölskylduna.
Þegar fólk gerði athugasemd við
ráðahag yngri dóttur hennar, við-
urkenndi hún að það væri stór galli,
hve hann væri ungur, en það mundi
eldast af honum.
Inga mín, í dag kveðjum við þig
hinstu kveðju.
Á Borgarfirði eystra ólst þú upp í
samheldinni fjölskyldu. Þar voru
ekki bara mamma og pabbi og þið
systkinin. Þú varst í æsku umvafin
ástríkri stórfjölskyldu. Þótt þú
flyttist fjórtán ára með foreldrum
þínum til Reykjavíkur slitnaði aldr-
ei taugin til Borgarfjarðar. Þar
voru þínir heimahagar allt lífið.
Í aðdraganda síðari heimsstyrj-
aldar kynntist þú mannsefni þínu,
Guðmundi Jónssyni, sem þá var
sjómaður á togara sem sigldi með
aflann til Bretlands. Þegar Þor-
gerður, fyrri dóttir ykkar fæddist
árið 1941 náðir þú samkomulagi við
eiginmanninn um að hann hætti að
sigla og Guðmundur sneri sér að
trésmíði sem hann stundaði upp frá
því. Þú hafðir sjálf starfað á Hvíta
bandinu og haft áform um hjúkr-
unarnám sem þó varð ekki af. Þess í
stað lærðir þú kjólasaum. Þú varst
því lærð saumakona og meðfram
heimilishaldinu rakstu eigin
saumastofu, sneiðst og mátaðir.
Þegar dæturnar stækkuðu fórstu
að vinna á saumastofu í Kjörgarði
og síðar í mjólkurbúð. Þú varst því
aldrei hin dæmigerða heimavinn-
andi húsmóðir. Það skipti þig miklu
að vera innan um fólk. Þú féllst fyr-
irvaralaust inn í alla hópa og varðst
þar strax hrókur alls fagnaðar. Þú
komst eins fram við alla og lást aldr-
ei á skoðunum þínum. Réttlætis-
kenndin var þér í blóð borin og þú
svaraðir ekki aðeins fyrir þig heldur
einnig aðra ef þér fannst á hlut
þeirra gengið. Ef þér fannst við
hjónin ekki standa okkur sem skyldi
komstu því skýrt á framfæri og þú
komst ánægju þinni með það sem þú
taldir vel gert á sama hátt vel til
skila. Alla okkar búskapartíð varst
þú okkur stoð og stytta. Þið Guð-
mundur voruð aldrei of störfum
hlaðin til að hlaupa undir bagga
þegar á þurfti að halda. Þegar þú
hættir að vinna ákvaðstu að gerast
ráðskona hjá okkur. Þú gafst börn-
unum okkar að borða og tryggðir að
þau hefðu einhvern til að tala við.
Það létti töluvert á samvisku for-
eldranna sem létu vinnuna ganga
fyrir. Þú áttir erfitt með að horfa af-
skiptalaus á draslið á heimilinu svo
þú tókst til, án þess að gera það að
umræðuefni. Guðmundur var oft
með þér og eitt er víst, þið voruð
ekki ódýr húshjálp, heldur ástríkir
foreldrar, amma og afi sem veittuð
bæði okkur og börnunum hlýju og
félagsskap.
Þegar ég var við nám í Kaup-
mannahöfn komuð þið hjónin oft í
heimsókn. Í fyrsta skipti sem þú
komst voru með þér móðursystir
þín og systir. Ég sat heima að lesa
undir próf meðan konan sótti ykkur
á flugvöllinn. Ég kveikti á olíuofn-
inum til að tryggja að þú fengir hlý-
legar móttökur. Ekki fór betur en
svo að ég gleymdi mér yfir bókunum
þannig að of mikil olía lak inn á ofn-
inn og niður á stálskúffuna undir
honum. Ég áttaði mig ekkert á því
fyrr en ég kveikti á ofninum og olían
logaði í skúffunni. Sem betur fer
kviknaði ekki í húsinu en nýja vegg-
fóðrið varð alsvart af sóti í kringum
ofninn. Þegar þið komuð í hlað,
dauðþreyttar eftir flug og lestarferð
voru það ósjálfráð viðbrögð þín að
ráðast með mér í að líma nýtt vegg-
fóður á svarta svæðið. Framtak og
dugnaður eru öfundsverðir eigin-
leikar. Einu sinni varst þú í heim-
sókn hjá okkur Gunnu ásamt
mömmu og systur minni sem þá var
12 ára. Þið systir mín höfðuð báðar
keypt nýjar kápur, mjög svipaðar.
Þegar ég kom heim tókstu kápuna
fram til að sýna mér hve flott hún
væri. Þér varð á að taka kápu systur
minnar og hún reyndist æði þröng.
Þú áttaðir þig ekki á mistökunum og
þér brá svolítið, en þú bölvaðir ekki
heldur sagðir að nú væri greinilega
kominn tími til að fara í megrun.
Það er indælt að geta horft á heim-
inn eins og Pollýanna og það smitar
allt umhverfið. Þegar sjóninni fór að
hraka eignaðist þú nýtt líf í hljóð-
bókum og starfi Blindrafélagsins.
Öll reynsla auðgaði lífið.
Þið Guðmundur voruð meira en
tengdaforeldrar. Þið voruð félagar
og vinir og auðvitað uppalendur
okkar hjóna og barnanna okkar. Við
eigum mikla skuld að gjalda.
Ég veit að þú hefðir sjálf viljað
kveðja þetta líf fyrr en varð. Ég veit
að þú ert hvíldinni fegin. Ég veit að
ég á að samgleðjast þér en ekki
syrgja. Þótt aðdragandinn sé langur
verða nú kaflaskipti í lífi fjölskyld-
unnar. Við finnum til þess að geta
ekki lengur komið við og fundið ná-
lægð þína. Sorgin er því óhjákvæmi-
leg á þessari stundu en minningarn-
ar munu ylja um ókomin ár.
Ásmundur Stefánsson.
Þuríður Ingibjörg Stefánsdóttir
Fleiri minningargreinar um Þur-
íði Ingibjörgu Stefánsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru: Þorgerð-
ur og Einfríður Árnadætur og Guð-
rún Nielsen
✝ Arnfríður Krist-björg Bene-
diktsdóttir fæddist
1. september 1926.
Hún lést á líkn-
ardeild Landakots
2. mars 2007.
Foreldrar hennar
voru Benedikt Sig-
urðsson bóndi á
Brúará, fæddur 1.
október 1899, dáinn
8. október 1965 og
kona hans Guðríður
Áskelsdóttir, fædd
11. apríl 1899, dáin
7.maí 1935.
Arnfríður var 5 í röðinni af 9
systkinum, hálfsystkinin eru 13.
Hún ólst upp hjá móðurforeldrum
sínum, þeim Áskeli Pálssyni
bónda á Bassastöðum og konu
hans Guðríði Jónsdóttur. Þann
21.,mars 1959 giftist Arnfríður
Tryggva Bjarna-
syni, fæddur 22. jan-
úar 1917, dáinn 13.
október 1997.
Þau eignuðust 3
börn: Svanur, fædd-
ur 20. mars 1945,
kona hans var Ásdís
Garðarsdóttir fædd
8. ágúst 1948, dáin
10. maí 2004, sam-
býliskona Svans er
Jóhanna Sigurrós
Árnadóttir, Jón,
fæddur 13. október
1948, kona hans er
Guðbjörg Jóhannesdóttir, fædd 6.
janúar 1950, Anna Guðríður,
fædd 7. október 1951. Barnabörn-
in eru 10 og barnabarnabörnin
eru 22.
Útför Arnfríðar fer fram frá
Fella-og Hólakirkju mánudaginn
12. mars og hefst athöfnin kl. 13.
Það er komið að kveðjustund, svo
alltof fljótt.
Ég man að þegar þú fluttir til okk-
ar var ég spurð hvernig ég gæti
hugsað mér að taka að mér „gam-
almenni“. Þú varst aldrei „gamal-
menni“. Í minningunni verður þú
alltaf sú sem aldrei brást og barst
höfuðið hátt þó á móti blési. En allt
tekur enda. Þú barðist hetjulega við
illvígan sjúkdóm en varðst að lokum
að játa þig sigraða. Aldrei kvartaðir
þú, tókst með æðruleysi öllu sem á
þig var lagt.
Það voru forréttindi að fá að eiga
heimili með þér. Þakka þér fyrir alla
ástúðina, hvatninguna og huggunina.
Þín er sárt saknað.
Blessuð sé minning þín, elsku
mamma.
Þín dóttir,
Anna Guðríður.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hugann fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig)
Elsku mamma, tengdamamma,
amma, langamma. Far þú í friði.
Jón, Guðbjörg,
börn og barnabörn.
Þann 28. febrúar sl. tók almættið
að rita síðasta kaflann í lífsbók Arn-
fríðar ömmu minnar og nöfnu. Þær
skriftir tóku ekki langan tíma; ein-
ungis tvo daga því föstudaginn 2.
mars lést amma mín. Hvíldarinn-
lögnin varð að eilífri hvíld. Margar
minningar streyma fram í hugann –
sumar skýrari en aðrar en allar góð-
ar og sveipaðar umhyggju sem
amma sýndi mér ávallt.
Hún naut þess að gera vel við alla
– sérstaklega í mat, hún vissi sem
var að leiðin að hjarta mannsins ligg-
ur í gegnum magann. Amma var
vægast sagt snillingur í matargerð
og bakstri og starfaði lengstum við
matseld á matsölustöðum og í mötu-
neytum. Ég get með sanni sagt að ég
hafi notið leiðsagnar þeirrar bestu á
því sviði. Ég hef þó ekki enn náð
þeirri færni sem hún hafði í pönnu-
kökubakstrinum þar sem hún var
ætíð með tvær pönnur í gangi í einu.
Hún kenndi mér að spila rommý
og leggja kapal. Tímunum saman
gátum við setið og spilað og ég man
að ég sat stundum um hana þegar
hún kom úr vinnunni svo við gætum
spilað. Þetta voru góðar stundir við
spil og spjall.
Amma og afi reyndust mér alltaf
vel og ekki síst þegar ég flutti suður
aftur eftir árin tvö á Akureyri. Þá
stóð heimili þeirra mér opið og bjó
ég hjá þeim í Barmahlíðinni í tvo vet-
ur svo ég gæti haldið áfram með
menntaskólanámið.
Þetta var góður tími sem gaf mér
tækifæri á að efla tengslin við ömmu
og afa.
Ég þakka ömmu allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman, þær lifa í
minningunni.
Þín,
Arnfríður Eva.
Elsku amma mín.
Ég á erfitt með að trúa því að þú
sért farin frá okkur. Þú varst alltaf
svo sterk og dugleg, og stóðst þig
eins og hetja í veikindunum. Sem
betur fer á ég svo margar góðar og
fallegar minningar um þig sem ég
mun alltaf geyma. Elsku amma mín,
þótt þú sért farin áttu alltaf stóran
hluta í hjarta mínu.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífðri blessun þinni
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Guð geymi þig.
Þín,
Berglind.
Arnfríður Kristbjörg
Benediktsdóttir