Morgunblaðið - 12.03.2007, Blaðsíða 37
Lík guðföður sálartónlistarinnar,James Brown, hefur verið flutt
í grafhýsi sem er við heimili einnar
af dætrum hans í Suður-Karólínu í
Bandaríkjunum. 11 vikur eru liðnar
frá því Brown lést.
Maki Browns og börn hans, sem
hafa átt í hörðum deilum vegna
eigna söngvarans, voru viðstödd
einkaathöfn í gær auk annarra ætt-
ingja og náinna vina.
Lík Browns hefur verið geymt á
heimili hans frá því hann lést á jóla-
dag. Búist er við því að líkið verði
aftur flutt þegar lokið verður við að
reisa sérstakt grafhýsi sem verður
opið almenningi. Hins vegar er talið
ljóst að það mun ekki gerast á næst-
unni þar sem málaferli munu að öll-
um líkindum tefja þær fram-
kvæmdir.
Meðferðarstofnun í Kaliforníuhefur kært söngkonuna Co-
urtney Love fyrir að hafa ekki greitt
reikninginn fyrir meðferð sem hún
fór í. Hljóðar reikningurinn upp á
181 þúsund Bandaríkjadali, sem
nemur rúmum 12 milljónum ís-
lenskra króna.
Ítrekað hefur verið reynt að fá
Love til þess að greiða reikninginn
en hún dvaldi á meðferðarstofn-
uninni Beau Monde árið 2005 vegna
eiturlyfjafíknar. Það var dómari sem
skikkaði söngkonuna í meðferð á
sínum tíma.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2007 37
ALPHA DOG kl. 5:50 - 8 B.i.16 .ára.
THE BRIDGE TO TERABITHIA kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ
VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ
SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ
BLOOD & CHOCOLATE kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i.12 .ára.
MUSIC & LYRICS kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 LEYFÐ
MUSIC & LYRICS VIP kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20
SMOKIN' ACES kl. 5:50 - 8 - 10:30 B.i.16.ára.
BREAKING AND ENTERING kl. 10:20 B.i.12 .ára.
HANNIBAL RISING kl. 8 - 10:20 B.i.16 .ára.
/ ÁLFABAKKA / AKUREYRI
BLOOD & CHOCOLATE kl. 8 - 10 B.i. 12 ára
MUSIC & LYRICS kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ
THE BRIDGE TO TERABITHIA kl. 6 LEYFÐ
Milljón dollarar. Sjö leigumorðingjar. Eitt skotmark.
RÓMANTÍSK GAMANMYND SEM FÆR
ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI
Megi besti
leigumorðinginn vinna
eee
S.V. - MBL
/ KEFLAVÍK
THE NUMBER 23 kl. 8 - 10 B.i. 16 ára
MUSIC & LYRICS kl. 8 LEYFÐ
GHOST RIDER kl. 10:10 B.i. 12 ára
eee
SV, MBL
eee
VJV, TOPP5.IS
eeee
VJV, TOPP5.IS
SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is
eeee
L.I.B. - TOPP5.IS
HÖRKUSPENNANDI MYND FRÁ FRAMLEIÐENDUM
“UNDERWORLD”
eee
H.J. - MBL
eee
L.I.B. - TOPP5.IS
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Stundum er ljósið við enda ganganna
alls ekkert ljós, bara frábær dægrastytt-
ing. Brjálæðingar og stjórnmálamenn
eru sérstaklega færir á því sviði. Þú veist
alveg hvort saga er sönn eða ekki þegar
þú heyrir hana.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Út með það. Reyndu að tjá þig um það
sem þér liggur á hjarta. Stundum ertu
að vernda aðra frá því sem þér finnst, en
fólk er ekki eins viðkvæmt og þú heldur,
og getur vel tekið skoðunum þínum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það er einhver sem fer ótrúlega mikið í
taugarnar á þér. Svo mikið að hann gæti
eyðilagt daginn fyrir þér. Dragðu frekar
andann djúpt og snúðu þér að fólki sem
veit hver þú ert og kann að meta það.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Líkami þinn sendir þér skilaboð. Mis-
jafnlega skýr svo þú verður að hlusta
vel. Ef þú skilur þau ekki, skaltu treysta
á undirmeðvitundina eða hreinlega tala
við einhvern sem þú heldur að sé næm-
ari en þú. Þó að það sé ekki rétt.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ert alltaf jafn kraftmikill. Þú æðir
áfram eins og brjálæðingur til að ná
markmiðum þínum um frama. Málið er
að þú átt það til að gleyma sjálfum þér í
öllum hamaganginum. Líkami þinn og
tilfinningar þurfa að fá sitt. Mundu það.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú lætur stundum algerlega stjórnast af
skapsveiflum. Íhugaðu frekar hvernig
þú getur orðið þinn eigin herra með því
að vera minna viðkvæmur fyrir ut-
anaðkomandi áhrifum og eigin tilfinn-
ingum.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Fólk heldur að þú sért skyggn, en í raun
ertu bara eftirtektarsamur. Þú kannt
svo sannarlega að lesa á milli línanna.
Með því að taka allt þetta aukalega í
burtu kemstu að kjarna skilaboðanna
sem fólk er að senda þér.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Öll búum við yfir óbrjótandi kjarna
hvort sem við þekkjum hann vel eða
ekki. Hann hefur ekkert að gera með
hvað við eigum eða gerum, eða annað
sem við skilgreinum okkur út frá. Bara
að vita þetta getur gefið þér aukinn
styrk.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það er ofmetið að vera vinsæll. Þú eyðir
dögum í að vera einhver annar og þú
nennir því ekki lengur. Ferðin í gegnum
eigin skugga getur reynst bæði óhugn-
anleg og frelsandi. Þú ert alla vega hætt-
ur að hugsa um hvað öðrum finnst.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Lífið er líkast draumi. Þú hefur öðlast
nýtt tækifæri á vinnumarkaðnum og þú
nýtir þér það til fulls. Vertu samt viss
um að valta ekki yfir neinn með miklum
áhuga þínum, ekki svona áður en fólk
hefur kynnst þér.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú hefur alltaf mikinn áhuga á fréttum.
Þú mátt ekki láta stjórnast af þeim og
vera viðkvæmur fyrir hörmulegum at-
burðum. Sparaðu orkuna sem fer í það
og geymdu hana handa einhverjum sem
þér þykir vænt um.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Að vera sammála fólki getur gert þig
mjög vinsælan á vinnustaðnum, þegar
velja á einhvern til að vinna með. Það
fær samt ekki fólk til að þykja vænt um
þig. Reyndu frekar að fylgja þínum eigin
reglum og fólki finnst þú allavega
skemmtilegur.
Holiday Mathis
Tunglið sem er að færa sig
úr bogmanni yfir í steingeit
er eins og stúdent á út-
skriftardaginn. Eftir at-
höfnina og partíið vofir yfir
hin ógnvekjandi spurning;
„hvað nú?“ Vertu búinn að skipuleggja
kvöldið til að koma í veg fyrir tímaeyðslu
og að þú látir hugann reika. Eitt hagnýtt
verk fær boltann til að rúlla svo að á
morgun kemurðu miklu í verk.
stjörnuspá
KVIKMYNDIN Blóð og súkkulaði
á sér stað í Búkarest í Rúmeníu
en þar er að finna síðasta og eina
griðastað aldagamals þjóðflokks
varúlfa sem hafa hvarvetna annars
staðar verið hundeltir og drepnir
af fordómafullu mannfólkinu. Var-
úlfaflokkurinn heldur þar hópinn
undir forystu Gabriels sem setur
blóðþyrstum meðlimunum strang-
ar reglur til að halda tilvist þeirra
leyndri. Þannig eru mannaveiðar
stranglega bannaðar utan flokks-
ins, og aðeins leyfðar undir vand-
lega skipulögðum og ritúlaískum
aðstæðum. Hin nítján ára gamla
Vivian er göfugur meðlimur var-
úlfaflokksins sem lofuð hefur verið
foringjanum Gabriel. Hún verður
hins vegar ástfangin af venjuleg-
um manni, myndasöguhöfundinum
Aiden sem vinnur að rannsókn
rúmenskra goðsagna um varúlfa.
Aiden veit ekki að Vivian er var-
úlfur en hvetur hana til að hunsa
hefðir og valdboð ættar sinnar.
Blóð og súkkulaði er einkar slök
og illa gerð samsuða klisja og stol-
inna hugmynda úr varúlfa- og
vampíruhefð kvikmyndasögunnar.
Tæknilega er myndin heldur ekki
upp á marga fiska og sérstaklega
er tónlistin í myndinni til þess
fallin að ýkja upp B-mynda-
yfirbragðið sem svífur hvarvetna
yfir vötnum.
Raunir ungrar varúlfynju
Léleg „Blóð og súkkulaði er einkar slök og illa gerð samsuða klisja og stol-
inna hugmynda úr varúlfa- og vampíruhefð kvikmyndasögunnar.“
KVIKMYNDIR
Háskólabíó og Sambíóin Álfa-
bakka
Leikstjórn: Katja von Garnier. Aðal-
hlutverk: Agnes Bruckner, Olivier Mart-
inez, Hugh Dancy og Katja Riemann.
Bandaríkin, 98 mín.
Blood and Chocolate
Heiða Jóhannsdóttir
BRAD Delp, söngvari bandarísku rokkhljómsveitarinnar
Boston, er látinn, en lík söngvarans fannst á heimili hans á
föstudaginn. Delp, sem var 55 ára þegar hann lést, átti
marga smelli á áttunda áratugnum með hljómsveit sinni,
m.a. „More Than a Feeling“ og „Long Time“.
Lögreglan í New Hampshire í Bandaríkjunum staðfesti að
hafa fundið lík Delp eftir að hafa fengið tilkynningu á föstu-
daginn.
Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað dró Delp til dauða en
lögreglan segir ekkert benda til þess að honum hafi verið
banað.
Búið er að loka vefsíðu hljómsveitarinnar, bandbo-
ston.com, og þar stendur nú aðeins: „Við höfum nú misst
vingjarnlegasta gaurinn í rokkinu.“ Boston Brad Delp á tónleikum.
Söngvari Boston allur