Morgunblaðið - 12.03.2007, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 12. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Edda Ragn-arsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 17.
mars 1931. Hún lést
föstudaginn 2. mars
sl. Edda var dóttir
Ásfríðar Ásgríms,
starfsmanns á Hag-
stofu Íslands, fædd
26. september 1904,
dáin 2. maí 1980, og
eiginmanns hennar
(skildu) Ragnars
Jónssonar í Smára,
bókaútgefanda og
forstjóra, fæddur 7.
febrúar 1904, dáinn 11. júlí 1984.
Eiginmaður Eddu var Árni Guð-
jónsson hæstaréttarlögmaður,
fæddur í Vestmannaeyjum 27. maí
1926, dáinn 15. febrúar 2004. For-
eldrar hans voru Guðjón Ein-
arsson, fiskmatsmaður, f. 18. okt.
1886, d. 11. des. 1966 og kona hans
Guðfinna Jónsdóttir, húsfreyja, f.
1. sept. 1893, d. 12. apríl 1957.
Systir Eddu er Valva Fuller, fædd
30. júní 1935, maður hennar er
Tom Fuller, frá Alabama, þau eru
búsett í Flórída í Bandaríkjunum.
Hálfsystkini Eddu, samfeðra, eru
Erna, Auður og Jón Óttar.
Edda og Árni eignuðust þrjú
börn, þau eru: 1) Valva, BA í ensku
og bókasafnsfræði, f. 25. nóv.
1950, sambýlismaður Gunnar
Gunnarsson bókasafnsfræðingur,
f. 1956; 2) Árni, vélfræðingur, f.
23. júlí 1954, kvæntur Dröfn
Björnsdóttur, ferðafræðingi, f.
1951, börn þeirra eru: a) Birgitta
Elín, kennaranemi, f. 1971, maki
Guðmundur Haukur Magnason,
framkvæmdastjóri, börn þeirra
eru Árni Reynir og Eva Dröfn,
fyrir á Guðmundur Köru; b) Re-
bekka, hönnunarnemi, f. 1980,
sambýlismaður Gunnar Freyr
Gunnarsson við-
skiptafræðingur, c)
Helena læknanemi,
f. 1982; 3) Andri
hæstarétt-
arlögmaður, f. 12.
des. 1957, kvæntur
Sigrúnu Árnadóttur
skrifstofustjóra, f.
1959; börn þeirra
eru a) Edda Björk
hdl., f. 1976, maki
Eiríkur Elís Þor-
láksson, hdl., börn
þeirra eru Andrea
Rut og Ari Pétur, b)
Anna Barbara laganemi, f. 1981,
sambýlismaður Benedikt Bóas
Hinriksson blaðamaður, barn
þeirra er Matthildur Embla; c)
Andri flugnemi, f. 1984.
Edda ólst upp í Skerjafirði og
stundaði nám við Menntaskólann í
Reykjavík 1944–1946, en 1947 hún
fór til náms í Englandi. Edda og
Árni hófu búskap sinn í Reykjavík
en bjuggu síðan um langt árabil í
Kópavogi. Upp úr 1980 fluttu þau í
Bergstaðastræti 3. Edda vann m.a.
í Helgafellsbúðunum og við bóka-
útgáfu föður síns, og um árabil hjá
Bananasölunni hf., en sinnti fyrst
og fremst húsmóðurstörfum. Gest-
kvæmt var jafnan á heimili Eddu
og Árna, ekki hvað síst eftir að
þau fluttu í Bergstaðastrætið og
sinnti Edda af kostgæfni þeim sem
að garði bar. Edda lagði að auki
alla tíð mikla rækt við frændfólk
fjölskyldunnar og vini, aldna sem
unga. Naut hún þessa í ríkum mæli
er hún veiktist sjálf alvarlega árið
2001 og var stór vinahópurinn sem
heimsótti hana reglulega á hjúkr-
unarheimilið Skógarbæ þar sem
hún dvaldi síðustu árin.
Útför Eddu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag kl. 15.
Ég man svo glöggt þegar við Birg-
itta hittum ykkur Árna á Álfhólsveg-
inum í fyrsta skipti, við Árni yngri
vorum nýfarin að vera saman og ég
að farast úr stressi, en það var sko
óþarfi. Þið tókuð okkur eins og göml-
um fjölskylduvinum og með tímanum
urðuð þið afi og amma Birgittu og
bestu tengdaforeldrar sem ég hefði
getað hugsað mér.
Það var alltaf líf og fjör í kringum
ykkur og umhyggjan sem þið sýnduð
öllum sem stóðu ykkur nær var alveg
ótrúleg.
Það var líka alltaf pláss í húsinu hjá
ykkur ef einhvern vantaði skjól eins
og t.d. þegar við Árni vorum á milli
íbúða í nokkra mánuði.
Við urðum góðar vinkonur og ég
sakna stundanna bæði heima hjá ykk-
ur og í sumarbústaðnum þegar setið
var, spjallað og hlegið og endalausu
leikjanna sem farið var í með öllum
aldurshópum, oft á tíðum heimatil-
búnir fræðsluleikir sem allir, ungir
sem aldnir, höfðu endalaust gaman
og gagn af.
Það hefur verið erfitt að horfa uppá
svona lífsglaða og atorkusama konu
fangaða í viðjum hræðilegs sjúkdóms
og þó að við í eigingirni okkar hefðum
viljað hafa þig sem allra lengst þá er
samt gott að vita að erfiðleikum þín-
um er lokið.
Minningin um þig og góðu stund-
irnar með ykkur Árna munu verða
með okkur alla tíð.
Dröfn
Það var ung og feimin stúlka sem
beið á Álfhólsveginum eftir því að
hitta konuna sem síðar varð tengda-
móðir hennar, en Edda var þá að
koma úr langferð frá Kenýa. Hún
kom inn um dyrnar geislandi og
glæsileg: Ert þú ekki Sigrún? Upp
frá því má segja að við höfum verið
bestu vinkonur. Hún tók mér eins og
sinni eigin dóttur. Hrósaði, gerði at-
hugasemdir og leiðbeindi mér í gegn-
um lífið. Edda var mikil prjónakona
og það voru ófáar stundirnar sem við
sátum saman og prjónuðum þegjandi.
Hafði ég dálitlar áhyggjur af þessari
þögn og nefndi það við hana. Sigrún
mín, sagði Edda, bestu vinkonur
kunna að þegja saman. Edda var ein-
stök fyrir það að aldrei heyrði maður
hana kvarta þó heilsan væri ekki allt-
af upp á hið besta. Ekki þurfti hún
hjálparhönd en var sjálf á ferðinni að
huga að fólki sem sinna þurfti og átti
fáa að. Fjölskyldan var henni mjög
kær, barnabörnin stóðu henni nærri
og áttu þau þar góða trúnaðarvin-
konu á uppvaxtarárunum. Var leitað
til ömmu þegar verið var að fara á
árshátíðir, ef kjólar sem hún átti
hentuðu ekki, þá var bara sest niður
og heklaður kjóll. Edda og Árni voru
samstiga hjón. Undu þau sér í hálsa-
kotinu í Grímsnesinu við Scrabble og
lestur ásamt Toppu sem var stór hluti
tilveru þeirra. Edda ætlaði sér alltaf
að vera til staðar fyrir Árna og vera
hans stoð og stytta. Það var mikið
áfall er hún veiktist alvarlega. Átti
hún erfitt með að sætta sig við ástand
sitt og lái henni enginn. Síðustu árin
hafa barnabörnin og barnabarna-
börnin létt henni tilveruna, að fá
fréttir af þeim, kossa og knús. Að
taka þau í fangið gat breytt erfiðum
stundum og leitt fram sælubros.
Elsku Edda mín, minningin lifir
um góðhjartaða og glæsilega konu
sem gaf mikið af sér. Við Andri viljum
koma sérstökum kveðjum og þakk-
læti til Marínu, sem aðstoðaði Eddu
eftir áfallið á sínum tíma, og síðan til
alls starfsfólksins á Skógarbæ, þar
sem hún dvaldi síðustu árin og naut
frábærrar aðhlynningar. Þá á Una
systurdóttir hennar ómældar þakkir
skilið.
Sigrún
Stundum þykir manni svo ofboðs-
lega vænt um einhvern að það er erf-
itt að lýsa því með orðum. Sérstak-
lega þegar maður er lítill.
„Ég elska þig alla leið upp í tunglið.
Ég elska þig alla leið upp í tunglið
og heim aftur.“
(Sam McBratney)
Ari Pétur og Matthildur Embla
Ég ber nafn hennar með stolti.
Edda, alveg einstök kona. Hlý og góð
amma, sem lét sér óendanlega annt
um alls konar fólk. Stundum finnst
mér eins og hún hafi þekkt alla.
Amma heimsótti gamlar frænkur á
spítala og hjúkrunarheimili, færði
Edda Ragnarsdóttir
✝ Sigurður Þor-kelsson fæddist
á Siglufirði 22.
febrúar 1924. Hann
lést í Sunnuhlíð
28. febrúar sl.
Foreldrar hans
voru Þorkell Krist-
inn Sigurðsson
Svarfdal, fæddur að
Hreiðarsstöðum í
Svarfaðardal, f. 8.
apríl 1881, d. 20.
desember 1940, og
Jóhanna Guðríður
Kristjánsdóttir,
fædd í Aðalvík, 6. janúar 1892, d.
11.12. 1986.
Sigurður var sjöundi í röð
þrettán barna þeirra en hin eru:
Eleonora látin, Sigurpáll látinn,
Kristján Jóhannes, f. 29.6. 1917,
Margrét látin, Axel Aðalsteinn,
látinn, Albert Hólm f. 29.8. 1922,
Júlíus f. 1.7. 1925, Hansína, látin,
Hilmar, f. 13.10. 1928, Sigríður
Inga, f. 8.8. 1930, Elísabet, látin,
og Jóhanna Aðalbjörg, f. 11.11.
1933.
Hinn 6. júní 1954 kvæntist Sig-
urður Kristrúnu Jóhönnu Ás-
og 1 barnabarn. 6) Hörður, f. 6.6.
1958, maki Ingibjörg Jóhann-
esdóttir, þau eiga 3 börn. 7) Sig-
urður Þór, f. 16.7. 1959, maki
Sigrún Inga Magnúsdóttir, þau
eiga 4 börn. 8) Hallfríður Stein-
unn, f. 1.5. 1963, maki Ómar Elí-
asson, þau eiga 3 börn. 9) Elías
Sigurðsson, f. 23.5. 1964, maki
Emilía Bergljót Ólafsdóttir, þau
eiga 2 börn og fyrir á Emilía einn
son. 10) Jóhanna Sigríður, f. 2.12.
1966, sambýlismaður er Finnur
Einarsson, þau eiga 3 börn og
fyrir á Finnur eina dóttur. 11) Ás-
geir, sambýliskona hans er Svala
Steina Ásbjörnsdóttir, þau eiga 2
syni.
Sigurður lærði prentiðn hjá
prentsmiðju Sigurjóns Sæmunds-
sonar á Siglufirði. Hann útskrif-
aðist 1948 og vann þar til 1952.
Var svo á sjó en flutti svo til
Reykjavíkur 1954 og vann mestan
hluta starfsævinnar á Tímanum.
Eftir að þau fluttu suður bjuggu
þau fyrst í Nökkvavogi 17, svo á
Bræðraborgarstíg, fluttust svo í
Kópavog 1957 og byggðu Lyng-
brekku 12, en lengst hafa þau bú-
ið í Kjarrhólma 22, eða frá árinu
1975.
Útför Sigurðar verður gerð frá
Digraneskirku í dag og hefst at-
höfnin kl. 13.
geirsdóttur, f. 4.
ágúst 1930. For-
eldrar hennar voru
Ásgeir Bjarnason frá
Stapadal í Arn-
arfirði, f. 27.9. 1900,
d. 6.4. 1970, og
Guðný Þorvalds-
dóttir frá Rauð-
stöðum í Arnarfirði,
f. 28.3. 1908, d. 4.11.
1985.
Sigurður og Krist-
rún Jóhanna eign-
uðust ellefu börn,
þau eru: 1) Guðný
Ásgerður, f. 16.1. 1949, fyrrver-
andi maki Graham Grundy, þau
eiga 2 börn og 2 barnabörn. 2)
Þorkell Jóhann, f. 4.8. 1950, maki
Gróa Halldórsdóttir, þau eiga 3
börn og 7 barnabörn. 3) Hrönn, f.
1.2. 1952, maki Ægir Björg-
vinsson, þau eiga 4 börn og 3
barnabörn. 4) Brynja, f. 31.5.
1953, fyrrverandi maki, Nói Jó-
hann Benediktsson, þau eiga 4
börn og 6 barnabörn. 5) Gunnar,
f. 4.5. 1956, maki Guðrún Mar-
grét Einarsdóttir, þau eiga 1
dóttur og fyrir á Guðrún 3 börn
Í dag kveðjum við pabba sem við
elskuðum öll og dáðum. Líf pabba
einkenndist mest af mikilli vinnu,
hann var í okkar huga alltaf í
vinnunni, að vinna tvöfalt eins og
hann kallaði það, þá vann hann tvær
vaktir frá morgni til miðnættis. Það
er ekki skrítið að hann þyrfti að
leggja þetta á sig því það var marga
munna að metta.
Heimili mömmu og pabba var eins
og félagsheimili því öll komum við
með vini okkar heim og fylltum öll
herbergi, alltaf voru allir velkomnir
og þar var alltaf mikið fjör. Síðar
þegar við spurðum þau hvernig þau
hefðu þolað þetta vildu þau frekar
hafa okkur heima heldur en ein-
hvers staðar á vergangi.
Pabbi þjálfaði fótbolta á sínum
yngri árum og ungur ákvað hann að
búa til sitt eigið lið, tókst honum svo
vel upp að hann eignaðist ellefu
börn, sex stráka og fimm stelpur.
Þessi fótboltaáhugi smitaðist til
flestra og fórum við oft með honum á
völlinn. Ekki litum við minna upp til
hans þegar við lásum um hann í
gömlu KS-blaði þar sem er lýsing af
leik þar sem hann skoraði sigur-
markið af 20 metra færi í 3-2 sigri á
Þór.
Hann hafði mikinn áhuga á get-
raunum og var mikill stemning á
laugardögum þegar við mættum
niður í Getraunir í Laugardal til að
tippa. Fékk maður yfirleitt gulan
seðil sem kostaði 160 kr., tippaði á
hann og skilaði afritinu (kalkering-
unni) af honum fyrir klukkan tólf,
svo var farið heim og horft á viku-
gamlan leik í lýsingu Bjarna Fel. og
beðið eftir úrslitunum úr leikjum
dagsins. Ekki minnumst við þess að
hafa nokkurn tímann unnið neitt en
það skipti ekki máli því það var alltaf
gaman á laugardögum. Ekki höldum
við að hann hefði gaman af rafræn-
um getraunum nú til dags.
Við minnumst allra ferðanna á
Laugarvatn, í orlofsheimili prent-
ara, þá var okkur öllum hrúgað út í
bíl og ekið af stað, og vorum við oft
nokkuð mörg í bílnum. Eigum við
góðar minningar frá þeim ferðum.
Eftir að við fórum að heiman og
pabbi var kominn á aldur og farinn
að vinna minna var alltaf gott að
koma heim því þar var alltaf tekið
vel á móti okkur. Pabbi hafði alltaf
mestar áhyggjur af því að við fengj-
um ekki nóg að borða og var alltaf
með dekkað borð, súpa og brauð var
hans sérgrein.
Það var ekki algengt á þeim árum
að karlmaðurinn á heimilinu eldaði,
bakaði og vaskaði upp, en pabbi
hafði bara gaman af því.
Enginn gleymir sandkökunni sem
hann bakaði, hún var engu öðru lík,
því svo góð var hún, og höfum við öll-
um reynt að baka eins en ekki tekist
enn.
Pabbi var mikill húmoristi og eitt
sinn þegar hann var að baka
gleymdi hann eggjunum, þá sauð
hann bara egg og setti á borðið og
sagði sposkur á svip: „Borðið þau
bara með.“ Þegar hann sagði frá ein-
hverju skemmtilegu hló hann mest
sjálfur og smituðst allir af glaðværð
hans.
Pabbi veiktist þegar hann var 70
ára, af parkinsonsveiki og varð hann
fljótt mjög hægur í öllum hreyfing-
um og tjáði sig lítið, en húmorinn og
glaðværðina hafði hann allt til síð-
asta dags. Fyrir tæpum fjórum ár-
um fór hann svo í Sunnuhlíð og vor-
um við dugleg að heimsækja hann
þangað. Honum fannst mjög gaman
þegar við komum með börnin í heim-
sókn, því pabbi var mikill barnakarl
og teygði sig alltaf til þeirra og vildi
taka í höndina á þeim. Þeim fannst
gaman að sitja hjá honum afa í hjóla-
stólnum og láta keyra sig með hon-
um um ganga Sunnuhlíðar.
Mamma er búin að vera pabba
einstaklega góð í þessum veikindum
og fór til hans næstum alla daga, all-
an ársins hring. Því verður tómlegt
hjá mömmu eftir að pabbi er farinn.
Pabbi og mamma voru einstaklega
samhent hjón.
Starfsfólk deildar 2 í Sunnuhlíð
fær hjartans þakkir fyrir góða
umönnun pabba og var hann í góð-
um höndum þar.
Minning um pabba lifir hjá okkur
um ókomna tíð og verðum við dugleg
að segja börnunum okkar frá ein-
stökum manni.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Kveðja,
Synir og dætur.
Elsku afi okkar, við erum að rifja
upp gamla og góða tíma sem við átt-
um með þér. Þó að þeir hafi ekki
verið eins margir og við hefðum vilj-
að voru þetta æðislegir tímar og við
þökkum fyrir þá.
Við munum þegar Siggi Rúnar
var lítill og vídeóið var nýkomið þá
varstu svo góður við barnabarnið að
fara út í sjoppu að leigja spólu handa
honum til að stytta sér stundir hjá
ömmu og afa. Þegar hann byrjaði að
horfa á myndina kom í ljós að mynd-
in var víst hryllingsmynd og hét
„Attack of the killer bees“ og Siggi
greyið kominn hálfur undir sófa
þegar myndin var búin og eftir þetta
hefur hann alltaf verið hræddur við
býflugur en þú hélst að þetta væri
hin besta fjölskyldumynd.
Við munum líka eftir því þegar við
fjölskyldan kíktum í Paradísarlund
og þú kominn á efri árin en það
hindraði þig ekki í að klæða þig úr
skóm og sokkum, bretta upp skálm-
arnar og æða út í vatnið með okkur
krökkunum. Þú varst alltaf svo
hress og til í að leika við okkur
krakkana, hvort sem það var fót-
bolti, frisbí, badminton eða hverju
sem var. Þú varst alltaf með kökur á
borðum þegar gesti bar að garði en
eitt skiptið klikkaði uppskriftin eitt-
hvað hjá þér, afi, og eggin höfðu
gleymst, ekki hindraði það þig í að
klára að baka kökuna, en þá hent-
irðu bara eggjunum í pott, sauðst
þau og barst þau fram með kökunni
og kakan var ekkert verri fyrir vikið
hjá þér.
En hvað var málið með bláu húf-
una sem þú varst alltaf með? Húfan
sem huldi bara skallann, þó að þú
værir kappklæddur var húfan alltaf
brett upp frá eyrunum, eyrun voru
síðan helblá þegar þú komst inn úr
kuldanum.
Alltaf hefurðu tekið vel á móti
okkur með bros á vör þó svo að veik-
indi hafi verið farin að segja til sín.
Við söknum þín sárt og allra góðu
tímanna sem við áttum saman, við
minnumst þín ætíð með bros á vör
og gleði í hjarta.
Við elskum þig, afi, og við vitum
að þú átt eftir að gæta okkar allra í
náinni framtíð.
Dags er geislar dofna
dauðinn hraðar för
sælt er að mega sofna
með sigurbros á vör.
Minning manninn lifir
að mold þó hverfi hann
auga þínu yfir
aldur lífsins brann.
Þín barnabörn
Sigurður Rúnar,
Guðleif Ágústa, Harpa
Dögg og Sara Ósk.
Það er sárt að hugsa til þess að þú
sért farinn. Við sitjum hérna og
minnumst þess þegar þú áttir heima
í Kjarrhólmanum. Oft vorum við þar
í heimsókn, enda áttum við heima
rétt hjá. Það var alltaf svo vel tekið á
móti manni og við gleymum aldrei
svörtu húfunni sem þú varst jafnan
með, stólnum sem bara þú sast í og
að þú varst alltaf tilbúinn til að
skutla okkur á æfingar þó það væri
fjótlegra að ganga, enda voru veik-
indin farin að há þér svolítið, en það
breytti samt ekki vilja þínum til
verksins.
Við munum líka eftir því að allir
hittust alltaf hjá ykkur ömmu. Þar
var einatt nóg af fólki og mikið fjör,
og okkur er ljóst að það verður
skrítið að lifa í heimi þar sem afi er
ekki til staðar.
Með þessum orðum kveðjum við
afa og vonum að honum líði vel hjá
Guði. Við vitum að nú er hann kom-
inn í bjartari heim.
Erna Björk, Ingibjörg Anna,
Grétar Örn og Elsa Rut
Sigurðarbörn.
Sigurður Þorkelsson
Fleiri minningargreinar um Sig-
urð Þorkelsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Höfundar eru: Guðný Halla Harð-
ardóttir, Ægir Björgvinsson og
Helga.