Morgunblaðið - 23.03.2007, Síða 6

Morgunblaðið - 23.03.2007, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞETTA framboð hefur algjöra sérstöðu; það er grænt í gegn en ekki lokað úti á öðrum kantinum í litrófinu hægri – vinstri,“ sagði Ómar Ragnarsson, formaður Ís- landshreyfingarinnar – lifandi lands, nýs stjórnmálaflokks sem bjóða mun fram lista í öllum kjör- dæmum í alþingiskosningunum 12. maí nk. Framboðið var kynnt í Þjóð- menningarhúsinu í gær og sagði Ómar, sem gegnir formennsku flokksins til bráðabirgða, tvenn meginmarkmið skýr. Annars veg- ar að halda umhverfistengdum málum inni í umræðunni til kjör- dags og hins vegar að koma í veg fyrir að mynduð verði hrein stór- iðjustjórn, s.s. þannig að rík- isstjórnarflokkarnir bjóði Frjáls- lynda flokknum inn í stjórn. „Nú siglir mannkynið inn í nýja öld umhverfismála þar sem frekar er spurt um grænt eða grátt en hægri eða vinstri.“ Vilja staldra við í stóriðju Með Ómari í bráðabirgðastjórn eru Margrét Sverrisdóttir vara- formaður, Jakob Frímann Magn- ússon, Ósk Vilhjálmsdóttir, Svan- ur Sigurbjörnsson, Snorri Sigurjónsson og Sólborg Péturs- dóttir. Formleg kosningastjórn verður kynnt síðar, og stefnuskrá flokksins birt á vefsvæði fram- boðsins, islandshreyfingin.is, á næstu dögum. Þrátt fyrir að stefnuskráin hafi ekki verið birt voru helstu stefnu- mál Íslandshreyfingarinnar kynnt í gær. Þar er fyrst að nefna umhverfismálin og það meginmarkmið að staldra við í stóriðjuframkvæmdum. Flokk- urinn vill bíða með slíkar fram- kvæmdir þar til séð verður hvort með nýrri tækni í djúpborunum verði hægt að ná margfalt meiri orku á hverju virkjanasvæði en nú. „Ef það tekst verður ekki þörf á því sem íslensk stjórnvöld stefna að í raun; að virkja alla nýtanlega orku landsins fyrir ál- ver með ómældum nátúruspjöll- um.“ Einnig boðar flokkurinn aukið frelsi til samkeppni í landbúnaði og að smábátaflotinn fái aðgang að miðum til krókaveiða til að efla sjávarbyggðirnar. „Þetta er í fyrsta skipti sem stofnaður er hér á landi flokkur fólks, sem trúir á einkaframtak og frelsi ein- staklingsins til athafna, þar sem umhverfismál eru þungamiðjan.“ „Við erum ekki sósíalistar“ Nokkuð var gert úr því að að- skilja flokkinn frá öðrum og nefndi Margrét m.a. ástæður fyr- ir því hvers vegna stjórnarmenn í Íslandshreyfingunni gengu ekki í aðra stjórnmálaflokka. „Svarið er einfalt,“ sagði Margrét. „Sjálf- stæðisflokkur og Framsókn- arflokkur eru stóriðjuflokkarnir sem setið hafa allt of lengi við völd og leikið landið grátt – í orðsins fyllstu merkingu. Frjáls- lyndi flokkurinn hefur á sér stór- iðjublæ, Samfylkingin á í vanda vegna þess að stefnuskráin er græn en heimamenn á þeim stöð- um þar sem álver eru á dagskrá eru stóriðjusinnar. Vinstri grænir eru samkvæmir sjálfum sér en þeir eru sósíalistaflokkur og við erum ekki sósíalistar.“ Framboð sem er grænt í gegn og ekki úti á kanti Morgunblaðið/RAX Bráðabirgðastjórn Jakob Frímann Magnússon, Margrét Sverrisdóttir, Ómar Ragnarsson og Ósk Vil- hjálmsdóttir eru meðal þeirra sem skipa stjórn Íslandshreyfingarinnar. Þau kynntu framboðið í gær. Nýr stjórnmálaflokkur, Íslandshreyfingin – lifandi land, lítur dagsins ljós „VIÐ ERUM með gott fólk sem er reiðubúið til að taka sæti á listum alls staðar á landinu en höfðum ákveðið að festa það ekki niður fyrr en fólk sæi að okkur er full alvara,“ sagði Jakob Frímann Magn- ússon, einn stjórnarmanna í Íslandshreyfingunni – lifandi landi. Aðspurður hvaða stjórnarmenn það yrðu sem myndu leiða lista flokksins sagði Jakob: „Við ætlum ekki að setja okkur í fyrsta sætið neins staðar fyrr en fullreynt er hvaða afburðafólk ann- að er reiðubúið að ganga til liðs við okkur.“ Stofnfélagar framboðsins eru nokkur hundruð, að sögn Jakobs, sem er bjartsýnn á að stefnumálin fái góðan hljómgrunn. „Íslandshreyfingin – lifandi land er fyrir alla meðvitaða Íslendinga sem ekki geta kosið sósíalista en vilja kjósa gegn frekari stóriðjuframkvæmdum.“ Flokkurinn lét gera fyrir sig skoðanakannanir áður en endanleg ákvörðun var tekin um framboðið og vill Jakob ekki gefa upp hverjar niðurstöður þeirra voru. „Við ákváðum að þær niðurstöður gæfu okkur tilefni til mikillar bjartsýni en teljum að það myndi ekkert nema skaða okkur að gefa þær upp. Niðurstöðurnar urðu þó til þess að hleypa kappi í kinnar þeirra sem eiga mest undir.“ Á næstu dögum verður vefsvæði framboðsins opnað og þar verður hægt að skrá sig í flokkinn. Á meðan svæðið er ekki komið í gagnið má skrá sig með því að senda tölvubréf á islandshreyfingin@simnet- .is. Gott fólk um land allt sem reiðubúið er til að taka sæti Jakob Frímann Magnússon Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is SEGJA má að Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæð- isins, hafi skyggnst inn í heldur óvanalegan starfsheim lögregl- unnar í vikunni, sem ekki er sýni- legur almenningi frá degi til dags, eða í hvaða flokk fellur sú athöfn að standa frammi fyrir undir- manni sínum og láta hann sprauta á sig sjálfsvarnarúða, öðru nafni maseúða? Lögreglumenn bera á sér slíkan úða í litlum brúsum sem sjálfsvarnartæki og hefur stundum þurft að beita þeim í átökum við fólk. Þegar afleysingalög- reglumenn eru þjálfaðir til starfa mega þeir gjöra svo vel að bragða á þessu beiska meðali, ekki síst til að vita hvaða afleiðingar það hef- ur á aðra ef svo ber undir. Sam- kvæmt reglum frá ríkislög- reglustjóra þurfa allir lögreglumenn að ganga í gegnum þá reynslu að láta sprauta á sig varnarúða og þar sem lög- reglustjórinn sjálfur hafði ekki prófað varð eigi undan vikist. Stillti hann sér upp og fékk væg- ast sagt ríflega gusu í andlitið. „Þetta var afar óþægilegt,“ sagði hann. „Maður er lengi að jafna sig og maður getur ekki opnað augun af neinu viti fyrr en eftir 10–15 mínútur. Þessu fylgir mikill sviði en þó er úðinn alveg hættulaus, því um er að ræða lífrænan pip- arúða. Hann er fyrst og fremst óþægilegur en ekki skaðlegur.“ Stefán sagði nauðsynlegt fyrir lögreglumenn að prófa úðann á eigin skinni og tók fram að það skipti máli að aðstoða þá sem fengju slíkan úða í andlitið. „Úðinn fyrst og fremst óþægilegur“ Morgunblaðið/Júlíus Mikill sviði Guðbrandur Sigurðsson aðalvarðstjóri aðstoðar Stefán við að skola augun eftir úðameðferðina. Úðanum fylgir sviði en hann er skaðlaus. Prófun Á kafi í skyldustörfunum enda skylt að prófa úðann. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Davíð Oddssyni: „Í Fréttablaðinu þann 21. mars birtist eftirfarandi klausa við hlið leiðara blaðsins skrifuð af starfsmanni þess: „Rangar ákvarðanir eða engar. Davíð Oddsson seðlabankastjóri ku víst ekki alveg vera fullsáttur við félaga sína í Sjálfstæðisflokknum nú hvað varðar hagstjórnina. Sú saga gengur núna um bæ- inn að Davíð hafi sagt nýlega að margt sé líkt með þeim feðgum Matthíasi Á. Mathie- sen og Árna Mathiesen. Eitt sé þó ólíkt með þeim. Matthías hafi aldrei getað tekið ákvarðanir, heldur endalaust velt mögu- leikum fyrir sér. Árni geti hins vegar tekið ákvarðanir. Því miður séu þær allar rang- ar.“ Naumast þarf að taka fram að þetta er uppspuni frá rótum og ekkert einasta efnis- atriði satt. Ég hef til þessa ekki leiðrétt eða gert athugasemdir við neitt það sem ósatt er sagt um mig í miðlum af þessu tagi, enda yrði það mjög tímafrekt. Mér þykir þó lak- ara, þegar slettur sem eru mér ætlaðar, lenda á vinum mínum, sem ég met mikils. Lesendur höfðu skilið það svo að gert væri ráð fyrir að lítt birtingarhæft efni yrði fremur haft í Dagblaðinu en Fréttablaðinu, þar sem því síðara er troðið inn á heimili fólks, sem ekkert vill hafa með það að gera og hefur jafnvel á því skömm. En nú virðist sem móðurfélagið hafi ákveðið að gera ekki upp á milli þessara barna sinna. Sjálfsagt getur verið af þessu hagræðing sem er reynandi, ef margvísleg hagræðing á sann- leikanum hefur ekki skilað þeim fjárhags- lega árangri sem að var stefnt.“ „KU“ Davíð Oddsson Á FUNDI sínum í gær vísaði borgarráð bréfi rektors Listaháskóla Ís- lands, þar sem sótt er um lóð fyrir skólann, til fram- kvæmdasviðs. Um er að ræða lóð fyrir fimmtán þúsund fermetra bygg- ingu með fimm þúsund fermetra stækkunarmögu- leika og er staðsetning óskilgreind. „Við vísum til þess í bréfinu annars vegar að borgin hefur gefið skólanum áður fyr- irheit um að útvega honum lóð fyrir starf- semi sína og hins vegar að aðrir háskólar, Háskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands, hafa fengið ókeypis lóðir undir þá starfsemi sem þeir reka og skylda starfsemi,“ segir Hjálmar Helgi Ragnarsson, rektor Listahá- skólans. Listaháskólinn óskar eftir lóð Hjálmar H. Ragnarsson STARFSMANNARÁÐ flutnings- skyldra starfsmanna utanríkisþjón- ustunnar fagnar þeirri viðhorfs- breytingu sem fram hefur komið hjá utanríkisráðherra, Valgerði Sverr- isdóttur, sem lýst hefur því yfir að sparlega verði farið í pólitískar emb- ættisveitingar. „Bindur starfs- mannaráðið vonir við að þar með hafi baki verið snúið við þeim úreltu stjórnunarháttum sem of oft hafa sett svip á embættisveitingar innan utanríkisþjónustunnar á und- anförnum árum,“ segir m.a. í erindi sem ráðið samþykkti í gær. Einnig er bent á að af for- stöðumönnum á tuttugu og þremur sendiskrifstofum, þar sem rekið er sendiráð, fastanefnd eða aðalræð- isskrifstofa eða starfsmaður með sendiherratitil skipaður í starf hjá alþjóðastofnun, voru í mars 2007 tíu pólitískt skipaðir eða 45%. Fagna við- horfsbreyt- ingu hjá ráðherra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.