Morgunblaðið - 23.03.2007, Síða 14

Morgunblaðið - 23.03.2007, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands hækkaði um 1,0% í gær og er lokagildi hennar 7.521 stig. Mest hækkun varð á hlutabréfum Bakka- varar, en þau hækkuðu um 2,5%. Þá hækkuðu hlutabréf Actavis um 2,3% og bréf Exista um 1,8%. Mest lækkun varð á hlutabréfum 365 hf., 1,4%, og þá lækkuðu bréf Tryggingamiðstöðvarinnar um 1,0%. Hækkun í Kauphöll ● NÝ verslunarmiðstöð, SOUK, sem er í eigu Baugs Group, verður opnuð við Drottningargötuna í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag. Í fyrsta áfanga hefst starfsemi í 4.000 fermetra álmu húsnæðis verslunarmiðstöðv- arinnar. Í helmingi álmunnar verða verslanirnar Topshop og Topman, en verslanirnar í SOUK eru fyrstu flagg- skipsverslanir þeirra utan Bretlands. Stórversluninni Debenhams var lokað á þessum sama stað hinn 15. janúar síðastliðinn. SOUK í stað Deben- hams í Stokkhólmi SAMTÖKIN Ungir frumkvöðlar á Íslandi (Junior Achivement) munu um helgina standa fyrir svonefndri Vörumessu í Smáralind þar sem þátttakendur í námskeiðinu Fyrir- tækjasmiðjan munu kynna almenn- ingi nýstofnuð fyrirtæki sín. Vöru- messan hefst kl. 15 í dag með setningarávarpi Gunnars Birgisson- ar, bæjarstjóra í Kópavogi, og lýkur síðdegis á morgun með verðlaunaaf- hendingu, þar sem besti básinn verð- ur verðlaunaður sem og besti kynn- ingarfulltrúinn. Ungir frumkvöðlar hafa reglulega haldið sína uppskeruhátíð en sýning sem þessi í Smáralind hefur ekki verið haldin áður. Átján fyrirtæki taka þátt, sem nemendurnir hafa rekið í 13 vikur. Þeir hafa farið í gegnum það hvernig á að stofna fyr- irtæki og fjármagna sölu hlutabréfa, hvernig á að þróa vöru, gera við- skiptaáætlun, markaðssetja og selja. 240 þátttakendur Einnig er fyrirtækið gert upp með gerð ársreiknings og greiðslu arðs til hluthafa, þegar við á. Sem dæmi um svona fyrirtæki má nefna útgáfufyr- irtæki, framleiðslufyrirtæki og við- burðastjórnun. Í ár hafa 240 nemendur úr fram- haldsskólunum tekið þátt í Fyrir- tækjasmiðjunni, en aðalstyrktaraðili verkefnisins er Glitnir auk Smára- lindar sem veitir aðstöðu undir Vörumessuna. Frumkvöðlar Bás ungra frumkvöðla í nýlegri úrslitakeppni í Sviss. Ungir frumkvöðl- ar með vörumessu Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is NORSKA olíufélagið Statoil, sem norska ríkið á 70% hlut í, er talið hafa áhuga á því að eignast þann hluta norska olíuleitarfyrirtækisins DNO sem vinnur að olíuleit í Kúrda- héruðunum í Norður-Írak. Segir í norskum fjölmiðlum að Statoil hafi falið banka að kaupa hluti í DNO, sem í boði séu á markaði. Glitnir og Kaupþing eru nefndir á nafn, en því er haldið fram að þeir hafi keypt um tvo þriðju hluta þeirra hlutabréfa DNO sem viðskipti hafi verið með að undanförnu. Pétur Þorsteinn Óskarsson, tals- maður Glitnis, og Benedikt Sigurðs- son, talsmaður Kaupþings, sögðu hvor um sig í samtali við Morgun- blaðið í gær að bankarnir tjái sig ekki hlutabréfakaup eða orðróm á markaði. Svipað er haft eftir tals- manni Statoil í norskum fjölmiðlum. Viðskipti voru stöðvuð með hluta- bréf DNO í kauphöllinni í Ósló í skamma stund í gær þega gengi bréfanna hækkaði snöggt um 6%. Á fréttavef norska blaðsins Da- gens Næringsliv segir að það sé ekk- ert nýtt að Statoil hafi áhuga á því að hefja olíuframleiðslu í Norður-Írak. Það hafi áður komið fram. Samið fyrir innrás Stjórnin í Írak náði í síðasta mán- uði samkomulagi um lög sem kveða á um skiptingu tekna af olíulindum landsins. Héruðum landsins verður falið að semja sjálfum við olíufyrir- tæki, að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum. DNO hafði samið um olíuleit við stjórn Kúrdahéraðanna fyrir inn- rásina í landið í marsmánuði árið 2003. Á síðasta ári greindi DNO frá því að árangur hefði þegar náðst á einu leitarsvæðanna. Statoil sagt vilja í olíuvinnslu í Írak Glitnir og Kaupþing orðuð við kaup á hlutabréfum í DNO Samningur Olíuleitarfyrirtækið DNO samdi við stjórn Kúrdahéraðanna í Norður-Írak um olíuleit áður en innrás var gerði í landið árið 2003. Reuters AÐALFUNDUR SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, sem haldinn var í gær, skorar á ríkisstjórn og Alþingi að fella niður 20–25% vöru- gjöld á raftæki, hreinlætistæki og byggingavörur og að endurskoða innheimtu vörugjalda af sykri og sætindum. Þá hvetur fundurinn til þess að uppboðum og sölu á toll- kvótum verði hætt og þeim út- hlutað án verðhækkunaráhrifa. Brynjólfur Bjarnason, varafor- maður SVÞ, sagði á fundinum að það væru mikil vonbrigði að emb- ættis- og stjórnmálamenn skyldu meðal annarra hafa fallið í þá gryfju að sverta með ábyrgð- arlausu tali og sleggjudómum heila stétt manna, þegar þeir fullyrtu löngu áður en 1. mars rann upp að lækkun virðisaukaskatts og vöru- gjalda myndi ekki fara lengra en í vasa kaupmanna. Hagstofan hefði nú staðfest að lækkuninni hefði að fullu verið skilað til neytenda. Samfylkingin oftast sammála Formenn þeirra fimm stjórn- málaflokka sem eiga fulltrúa á Al- þingi voru gestir fundarins og út- skýrðu þeir afstöðu flokka sinna til nokkurra þeirra hagsmunamála sem SVÞ hefur beitt sér fyrir. Sam- kvæmt tilkynningu frá SVÞ er Samfylkingin sá stjórn- málaflokkur sem oftast er sammála SVÞ en Vinstri grænir sjaldnast. Skora á stjórnvöld          !"#$ % &'' '(() +% )  )  D;<', %   ', %,  ', %  E  E41 %  ', F   ', 1- ', 0 ', (,+ ,6 )C #   @)0 ', - #0 C #', 5  ', 5  1 '',  !F =1"=,0', G', -%    +H ', 1 )  ', I  #  (#)', I  #  ', $.' "', J5K%F / 2', /2))) ', ', .  =,6 ) #, +/0  (F #', (  " ', 1,                                                        D?<  ?  ?L ; <? ;?; ;;?  D?< ;? D ?D  ? D ?  <?< <? ?  <? ?; ?D ? ;?L ;?  ? <? DL? ?; ?< ? ?  ( # !   # ) /0A# )      <<< LL<DD L < ! <  <;; DL L<  D L<L   L<  DL <D D ;L;D ; ; ;  LL  D D ;D  ;<L  D< <   ; L; ! ! ;<   L D< ! ! ! ! D?<  ? ? ; ? ;?; ;;? D?< ;? D ?D D? D ? <? <? ?  <? ?< ?D ;?L ;?L ;?  ! <? DL? ?; ? ! ! D?;  ?  ?LD ; <? ;?; ;;?  D? ;? D ?<  ? D ?  <?< <? ?  ;? ?; ?  ?  ? ? ! <?  DL?D ! ! ?L< ?  A9 %/(M%')  1"#   ; ! < D  D  L; <  D  ;  < ! !  < ! ! ! ! A    $ # N OE<     8 8 1/+ P%K      8 8 %   J5K'       8 8 J5K', $       8 8 I +K < PQ3        8 8 ● TÆP 80% þeirra forráðamanna ís- lenskra fyrirtækja sem tóku þátt í könnun á vegum Seðlabankans, fjár- málaráðuneytisins og Samtaka at- vinnulífsins telja að aðstæður í efna- hagslífinu fari batnandi. Tæplega 3% þátttakendanna telja að aðstæð- urnar verði verri. Frá þessu er greint í Vefriti fjármálaráðuneytisins. Forráðamenn fyrirtækja í sam- göngum, flutningum og þjónustu, byggingastarfsemi og veitum og í sérhæfðri þjónustu eru bjartsýnastir. Capacent Gallup gerði könnunina á tímabilinu 2. til 28. febrúar. Segir í Vefritinu að svarhlutfall hafi verið 68%. Alls hafi 251 fyrirtæki tekið þátt í könnuninni en í endanlegu úr- taki hafi verið 392 fyrirtæki. Forráðamenn fyrirtækja bjartsýnir ● SAMKVÆMT svari Árna M. Mat- hiesen fjármálaráðherra við fyr- irspurn Ellerts B. Schram, varaþing- manns Samfylkingarinnar, á Alþingi skömmu fyrir þinglok hafa launa- og arðgreiðslur til eigenda einkahluta- félaga vaxið hröðum skrefum á síð- ustu árum. Voru upplýsingar byggðar á launamiðum og hlutafjármiðum sem einkahlutafélög skiluðu til rík- isskattstjóra fyrir árin 2003, 2004 og 2005. Laun greidd einstaklingum sem einnig voru hluthafar námu 9,7 millj- örðum króna árið 2003, 19,4 millj- örðum 2004 og 27,9 milljörðum árið 2005. Arðgreiðslur til sama fólks námu 2,7 milljörðum árið 2003, 5,3 milljörðum 2004 og 9,9 milljörðum króna árið 2005. Auknar greiðslur til eigenda hlutafélaga SJÁLFKJÖRIÐ er í stjórn Icelandic Group, en aðal- fundur félagsins fer fram í dag. Magnús Þorsteinsson stjórnarformaður er áfram í framboði til stjórnar, ásamt Aðalsteini Helgasyni, fram- kvæmdastjóra Síldarvinnsl- unnar í Neskaupsstað, og Baldri Guðnasyni, forstjóra Eimskipafélagsins. Nýir í aðalstjórn verða Steingrímur H. Pétursson frá Akur- eyri, sem hefur verið í varastjórn, og Guðmundur P. Davíðsson, forstöðu- maður hjá Landsbankanum, en þeir koma inn í stað Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar og Jón Kristjánssonar í Sundi. Í framboði til varastjórnar eru Páll Magnússon, fjár- málastjóri Sunds, og Stefán Ágúst Magnússon, fjár- málastjóri Eimskipafélags- ins. Aðalfundur Icelandic fer fram á Nordica hóteli og hefst kl. 16. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf; s.s. skýrsla stjórnar, ákvörðun um greiðslu arðs og starfskjara stjórnar og stjórnenda. Breytt stjórn Icelandic Magnús Þorsteinsson straumsvik.is Verið velkomin í upplýsingamiðstöð álversins í Firði og kynnið ykkur rök fyrir stækkun álversins í Straumsvík og hvernig hún gerir gott álver ennþá betra. Upplýsingamiðstöðin er opin alla virka daga frá kl. 14:00 – 18:00 og laugardaga frá kl. 11:00 – 16:00. Verið velkomin í upplýsingamiðstöðina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.