Morgunblaðið - 23.03.2007, Page 57

Morgunblaðið - 23.03.2007, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 57 SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is BLOOD & CHOCOLATE kl.5:50 - 8 B.i.12 .ára THE BRIDGE TO TERABITHIA kl. 4 - 6:10 LEYFÐ VEFURINN HENNAR... m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ WILD HOGS kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 8:30 - 10:20 - 10:30 B.i.7.ára 300 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16.ára 300 VIP kl. 5:30 - 8 - 10:30 SMOKIN' ACES kl. 10:30 B.i.16.ára MUSIC & LYRICS kl. 5:50 - 8 - 10:20 LEYFÐ / ÁLFABAKKA / AKUREYRI WILD HOGS kl. 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára 300 kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára MUSIC & LYRICS kl. 6 LEYFÐ / KEFLAVÍK WILD HOGS kl. 8 - 10:10 B.i. 7 ára 300 kl. 5:30 - 10:30 B.i. 16 ára NORBIT kl. 5:30 - 8 LEYFÐ STÆRSTA MYND ÁRSINS Í BANDARÍKJUNUM eeee V.J.V. STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Á ÍSLANDI FRÁ HÖFUNDI SIN CITY eeee FBL eeee KVIKMYNDIR.IS eeeee FILM.IS eee S.V. - MBL eeee VJV, TOPP5.IS ÍKJUNUM Á ÞESSU ÁRI Skráðu þig á SAMbio.is SÝND Í SAMBÍÓ KRINGLUNNI Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI ÓSKAST TIL KAUPS Við höfum verið beðnir um að útvega 800-1200 fermetra skrifstofu- og þjónusturými á svæðinu frá Borgartúni og að Fossvogi. Fleiri staðir koma til greina. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Við höfum verið beðin um að útvega fjársterkum kaupanda hús í Fossvogi. Staðgreiðsla fyrir réttu eignina. Nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali og Kjartan Hallgeirsson lögg. fasteignasali. EINBÝLISHÚS Í FOSSVOGI ÓSKAST Raðhús / Parhús óskast í Grafarholti! Traustur kaupandi hefur óskað eftir því að við útvegum raðhús/parhús í Grafarholti í Reykjavík. Góðar greiðslur eru í boði. Nánari upplýsingar veitir Sigurður í síma 862 3300 SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. ÁSTIN er fyrirferðarmikil á ný- útkomnum diski Ólafar Arnalds, Við og við, en útgáfutónleikar þessarar ungu tónlistarkonu á þessum diski voru haldnir á Nasa á miðvikudagskvöldið. Það er þó ekkert klisjukennt við ástina í meðförum Ólafar – hún er bæði óræð og einlæg og fyrir vikið mun raunverulegri en oft vill verða í dægurlagatextum. Sama einlægni einkennir líka tónlistina sjálfa. Hún er fínleg, stundum viðkvæm – á köflum allt að því brothætt – og meðvitað for- tíðarskotin, sem allt skilaði sér vel á afslöppuðum tónleikum á Nasa. Þar var líka tónlistin, ekki um- gjörðin, í aðalhlutverki og ekki annað að sjá en að gestir kynnu vel að meta þá forgangsröð enda ljóst að flestir hlýddu með athygli á það sem fyrir eyru bar. Fyrsta lag disksins, „Englar og dárar“, sem þegar er byrjað að klífa upp Lagalistann, var upp- hafslag tónleikanna sem Ólöf hóf ein á sviðinu. Á eftir fylgdu, með smáhléum til fínstillingar á hljóð- færum, í réttri röð, önnur lög disksins. Tónlistarmenn komu og fóru af sviðinu og það er kannski til marks um hve alvarlegum tök- um tónlistin var tekin, að einungis einn af öllum þeim fjölda hljóð- færaleikara sem fram koma á Við og við, sá sér ekki fært að mæta. Ólöf hefur óneitanlega náð að skapa sér sinn eigin stíl jafnt í söng sem tónlistarflutningi og ljóst að hann er ekki allra. „Nátt- úruleg“ beiting á hárri rödd sem stundum raular undurfínt og stundum brotnar og á köflum sér- stæður strengjaleikur veitir henni sérstöðu sem er í senn forn og fersk. Þannig er „Klara“ til dæmis fortíðarskotið og húmorískt lag sem kallar óneitanlega fram í hug- ann gamlar hljóðupptökur. Og þó fortíðarhljómurinn sé ekki jafn áberandi í öðrum lögum er hann engu að síður til staðar. Áhrifin verða enda hvergi sú að hér sé verið að stela og stæla, heldur miklu frekar að forvitni, áhugi og virðing gagnvart öðrum tónlistar- stefnum ráði ferðinni. Það kæmi gagnrýnanda ekki á óvart ef titillag Við og við ætti eft- ir að feta í fótspor „Engla og dára“ og láta sjá sig á Lagalist- anum, enda um aðgengilegt og grípandi lag að ræða, og það er líka nokkuð öruggt að áhrifa Ólaf- ar á íslenskt tónlistarlíf á eftir að gæta löngu eftir að minni spámenn krúttkynslóðarinnar eru þagnaðir. Ferskt og fortíðarskotið Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ólöf Arnalds „Hún er fínleg, allt að því brothætt“. TÓNLIST Ólöf Arnalds, Tónleikar á Nasa 21. mars.  Anna Sigríður Einarsdóttir Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.