Morgunblaðið - 12.04.2007, Síða 1
STOFNAÐ 1913 98. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
AFSLÁTTUR AF
VÖLDUM VÖRUM
Á NÁTTBUXUNUM
ÞÆGILEG NÁTTFÖT Í SKÓLANUM NÝJASTA
ÆÐIÐ HJÁ UNGLINGUNUM >> 26
PETER, BJÖRN &
JOHN Á NASA
Á HEILANUM
SÆNSK SNILLD >> 53
FRÉTTASKÝRING
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
GERA má ráð fyrir því að fjögur
þúsund starfsmenn fái vinnuaðstöðu
í fyrirhuguðu atvinnuhúsnæði á lóð-
um Glitnis við Kirkjusand og Borg-
artún, nái hugmyndir höfundar verð-
launatillögu um nýjar höfuðstöðvar
Glitnis fram að ganga. Að auki gætu
um 100 manns búið á þeim hluta
svæðisins sem Reykjavíkurborg tók
frá fyrir íbúðarhúsnæði, næst Laug-
arnesvegi.
Reykjavíkurborg seldi Glitni meg-
inhlutann af lóð Strætisvagna
Reykjavíkur við Borgartún og þar
hyggst bankinn byggja nýjar höf-
uðstöðvar. Tveggja hæða bílastæði
verða undir öllu byggingarsvæðinu,
einnig íbúðarhúsunum.
Glitnir fær lóðina afhenta 1. sept-
ember og undirbúningur fram-
kvæmdanna stendur yfir. Kristín
Baldursdóttir, forstöðumaður
rekstrardeildar Glitnis, segir að
framkvæmdir hefjist syðst á svæð-
inu. Vonast hún til að það geti orðið í
byrjun næsta árs. Gert er ráð fyrir
að uppbyggingunni verði skipt í fjóra
áfanga sem unnir verði á næstu tíu
árum eða svo. Ákveðið verður á
næstunni hvort fasteignafélagi bank-
ans eða öðrum verður falið að annast
uppbygginguna.
Skyld starfsemi möguleg
Kristín segir of snemmt að segja
til um hvað bankinn sjálfur þurfi að
nota mikið af fyrirhuguðu atvinnu-
húsnæði. Bankinn sé í örum vexti og
vilji ekki ráðstafa húsnæði til ann-
arra fyrr en fyrir liggi hvað megi
byggja og hverjar þarfir bankans
sjálfs verði. Hún nefnir að skyld
starfsemi komi helst til greina, svo
sem tryggingarekstur, önnur fjár-
málastarfsemi og jafnvel lögfræði-
og endurskoðendastofur. Einnig
komi til greina að skapa rými fyrir
persónulega þjónustu við starfsfólk
og íbúa á svæðinu, svo sem veitinga-
hús, hársnyrtistofu, fatahreinsun og
annað slíkt.
Tillaga höfunda deiliskipulagsins
hefur ekki verið lögð fyrir skipulags-
ráð Reykjavíkurborgar. Að lokinni
umfjöllun þess verður skipulagið
auglýst með hefðbundnum hætti.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, for-
maður ráðsins, hefur þó kynnt sér til-
lögurnar og líst vel á. Hún telur við
fyrstu athugun að þar sé margt vel
leyst og að tillögurnar mæti vel kröf-
um fyrirtækisins og borgarinnar.
Við ströndina Nýju húsin við
Sæbraut gætu litið svona út.
4.000
manns
við vinnu
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
GERA þarf stórátak til þess að end-
urheimta stöðugleika í hagstjórn á
Íslandi. Útlit er fyrir að halli verði á
ríkissjóði á næsta ári. Þetta kom
fram í máli Jóns Sigurðssonar, fyrrv.
ráðherra og seðlabankastjóra, á
morgunverðarfundi Samfylkingar-
innar í gær. Jón segir að sá bati sem
orðið hefur hjá ríkissjóði byggist að-
allega á umframtekjum af of-
þenslunni og sölu ríkiseigna en síður
á árangri við útgjaldastjórn. „Hætt-
an er sú að Ísland missi trúverðug-
leika á alþjóðlegum fjármálamörkuð-
um, en þá væri voðinn vís með
hækkandi vaxtaálagi, gengisfalli og
verðbólgugusu.“
Jón gagnrýndi skort á samstillingu
í stjórn ríkisfjármála og peninga-
mála. Tímasetning skattalækkana
orkaði tvímælis og rýmkun útlána-
reglna Íbúðalánasjóðs hefði gengið
þvert á yfirlýsingar stjórnvalda um
aðhaldssemi. „Það er hringlandahátt-
ur af þessu tagi sem grefur undan til-
raunum til aðhalds […].“
Árni M. Mathiesen fjármálaráð-
herra segir að gert sé ráð fyrir nei-
kvæðri afkomu ríkissjóðs á árunum
2008 og 2009 vegna minnkandi um-
svifa og hluta af söluandvirði Símans
verði þá ráðstafað til að glæða efna-
hagslífið. Markmið sem ríkisstjórnin
setti sér í upphafi kjörtímabilsins um
raunútgjaldaþróun hafi í öllum meg-
inatriðum staðist. | Miðopna
Gagnrýnir hringlanda og
ósamstillta hagstjórn
Í HNOTSKURN
»Í riti Samfylkingarinnarum efnahagsmál segir að
hagstjórnarvandi næstu rík-
isstjórnar verði ærinn.
»Ríkissjóður sé nú orðinnháður því að hafa tekjur af
ofþenslunni til þess að mæta
ört vaxandi ríkisútgjöldum.
»Peningamálastjórn meðverðbólgumarkmiði, fljót-
andi gengi og stýrivöxtum
hefur ekki gefið góða raun að
mati Jóns Sigurðssonar.
Fjármálaráðherra segir markmiðum í öllum meginatriðum hafa verið náð
Jón Sigurðsson Árni M. Mathiesen
VLADIMÍR Ashkenazy, heið-
ursstjórnandi Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands, er hér á landi og
stjórnar tvennum tónleikum, í
Háskólabíói í kvöld og í íþrótta-
húsinu Torfunesi á Ísafirði á
morgun.
Tónleikarnir á Ísafirði verða
þeir tólftu sem Sinfóníuhljóm-
sveitin heldur í bænum. Hún kom
þangað fyrst árið 1960 en síðast
lék hún þar árið 1998. Á efnis-
skrá eru verk eftir Felix Mend-
elssohn, Robert Schumann og
Hector Berlioz.
Einleikari á tónleikunum er
einn þekktasti píanóleikari Tyrk-
lands, Gülsin Onay, en hún ber
nafnbótina þjóðarlistamaður í
heimalandi sínu.
Þetta er í fyrsta sinn sem hún
leikur sem einleikari á tónleikum
sem Ashkenazy stjórnar. | 23Morgunblaðið/Ásdís
Í Háskóla-
bíói og
Torfunesi
BANN við notkun nagladekkja tekur gildi næstkomandi sunnudag, 15. apríl,
en að sögn Ólafs H. Knútssonar, varðstjóra í umferðardeild lögreglunnar í
Reykjavík, er venjan sú að veita ökutækjaeigendum nokkurra daga viðbótar-
frest, sem taka mun mið af veðri og færð.
„Strax eftir mánaðamótin má svo búast við að nagladekkjabanninu verði
fylgt mjög strangt eftir og þá sleppur væntanlega enginn, þrátt fyrir að hafa af-
sakanir á reiðum höndum,“ segir Ólafur.
5.000 kr. sekt fyrir hvert dekk
Viðurlögin nema fimm þúsund króna sekt á hvert nagladekk, sem í notkun
er, sem þýðir að „heildarpakkinn“ gæti lagt sig á 20 þúsund krónur, ef menn
trassa dekkjaskiptin.
Skiptar skoðanir eru um ágæti nagladekkjanna þó að notkun þeirra hafi ver-
ið á undanhaldi og dregist saman um 15% á síðustu fimm árum. Nýjasta taln-
ingin, sem gerð var viku af mars, leiddi í ljós 47% notkun nagladekkja.| 27
Engar afsakanir munu
duga um mánaðamót