Morgunblaðið - 12.04.2007, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson,
bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson,
Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
EIRÍKUR Tómasson, lagaprófess-
or við Háskóla Íslands, telur að lík-
lega hafi meirihluti hæstaréttar
gengið fulllangt í dómi sínum 16.
mars, í olíuforstjóramálinu svo-
nefnda, þegar rétturinn komst að
þeirri niðurstöðu að meðferð máls-
ins hefði brotið gegn fyrirmælum
Mannréttindadómstóls Evrópu og
stjórnarskrárinnar um réttláta
málsmeðferð fyrir dómi. Þessu við-
horfi lýsti Eiríkur í málstofu laga-
deildar HÍ í gær um dóm hæsta-
réttar. Hann byggir gagnrýni sína á
því hvernig Mannréttindadómstóll
Evrópu hefur skýrt fyrirmæli
Mannréttindasáttmála Evrópu sem
felur í sér bann við því að sakborn-
ingur sé beittur þvingunum til þess
að fella sök á sjálfan sig.
„Ég tel að í fyrsta lagi geti það
varla talist ólögmæt þvingun í
merkingu ákvæðis Mannréttinda-
sáttmálans þótt ákærðu hafi ákveð-
ið að ganga til samstarfs við sam-
keppnisyfirvöld í því skyni að
stjórnvaldssektir þeirra félaga sem
þeir stýrðu yrðu ákveðnar lægri en
þær hefðu ella orðið,“ segir hann.
„Í því sambandi má benda á að í
hverju einasta sakamáli kemur upp
áþekk staða vegna þess að það á að
koma ákærða til góða við ákvörðun
refsingar ef hann stuðlar að því að
upplýsa málið. Í öðru lagi lá fyrir í
málinu yfirlýsing ákæruvaldsins
þess efnis að það ætlaði ekki að
byggja kröfu um sakfellingu á upp-
lýsingum sem komnar væru frá
ákærðu og væru til þess fallnar að
fella á þá sök.“
Eiríkur telur að í stað þess að
vísa málinu frá hefði það átt að fá
efnismeðferð.
Telur að rétturinn
hafi gengið fulllangt
Olíumálið hefði átt
að fá efnismeðferð
fyrir dómstólum
Morgunblaðið/Ásdís
Málstofa Meðal áheyrenda voru Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri
og Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari sem sótti málið á sínum tíma.
„ÞETTA eru geysilega mikil-
vægar framkvæmdir sem ég tel
að við verðum að hrinda af stað
sem fyrst,“ segir Sturla Böðv-
arsson samgönguráðherra en
hann hefur falið Vegagerðinni að
hefja undirbúning að útboði á tvö-
földun Suðurlandsvegar og Vest-
urlandsvegar út frá Reykjavík.
Skipuð verður verkefnisstjórn
til að vinna frumáætlun um fjár-
mögnun og rekstrarfyrirkomulag
og undirbúa samráð við viðkom-
andi sveitarfélög. „Eins og við
vitum er umferðin vaxandi á báð-
um þessum brautum og mikilvægt
að aðgreina akstursleiðir sem
fyrst.“
Spurður segist Sturla ekki geta
gefið nein fyrirheit um það hve-
nær tvöföldun veganna verði lok-
ið. Það fari annars vegar eftir því
hversu hratt gangi að finna lausn,
í samvinnu við sveitarfélög á við-
komandi svæðum á skipulagsmál-
unum vegna legu veganna og
tengingu þeirra við nærliggjandi
byggðasvæði.
Hins vegar ráð-
ist það af því
hversu vel og
hratt gangi að
fjármagna fram-
kvæmdirnar.
Að sögn
Sturlu er gert
ráð fyrir sér-
stakri fjáröflun
vegna verksins í samræmi við
þingsályktun um samgönguáætlun
2007 til 2010 en þar er þó ekki
tekin afstaða til þess hvernig
verkið skuli greitt. Bendir hann á
að til greina komi nokkrar leiðir,
svo sem einkaframkvæmd sem
byggist á notendagjöldum, rík-
isframlag eða framlag einkaaðila
en einnig geti verið um að ræða
hefðbundna fjáröflun sem væri
ríkisframlag eða lántaka. Segist
Sturla vilja nýta afl einka-
framtaksins til þess að tvöföld-
unin komist sem allra fyrst í
framkvæmd og notkun.
Hafnar verði fram-
kvæmdir sem fyrst
Sturla Böðvarsson
Vegagerð falið að undirbúa útboð á
tvöföldun Suður- og Vesturlandsvegar
ALÞJÓÐLEGT mót á vegum Skák-
sambands Íslands hófst í gær í Faxafeni
12. Er það tileinkað minningu skákfröm-
uðarins Þráins Guðmundssonar sem lést
fyrir skömmu. Sonur Þráins, Guð-
mundur Ómar Þráinsson, leikur hér
fyrsta leikinn fyrir Hjörvar Stein Grét-
arsson í skák hans gegn hinni indversku
Sabbaram Vijayalakshmi. Guðfríður
Lilja Grétarsdóttir, forseti sambandsins,
fylgist með. Markmið mótsins er að gefa
ungum skákmönnum færi á að ná áfanga
að alþjóðlegum meistaratitli og afla sér
dýrmætrar reynslu. Stefnir sambandið
nú að því að halda alþjóðleg mót á hverju
ári.
Stigahæstur íslensku þátttakendanna
er Héðinn Steingrímsson. Flestir erlendu
keppendurnir tóku einnig þátt í Kaup-
þingsmótinu. Vijayalakshmi mætti ásamt
eiginmanni sínum en þess má geta að þau
eru með jafnmörg stig!
Í fyrstu umferðinni lagði Ingvar Þór
Jóhannesson, sem náði fyrir skemmstu
áfanga að alþjóðlegum meistaratitli,
lettneska stórmeistarann Míkhaíl Ívanov.
Alþjóðlegt mót í minningu Þráins
Morgunblaðið/Ómar
„ÉG vek athygli á því að gengi krón-
unnar hefur styrkst frá áramótum,
sem ætti að gefa svigrúm til lækk-
unar. Þess vegna koma jafnmiklar
hækkanir og þarna er tilkynnt um
okkur verulega á óvart og eru til lít-
illar gleði. Þarna er einfaldlega verið
að taka ávinning neytenda af virð-
isaukaskattslækkuninni í burtu á
einu bretti, hvað varðar þær vörur
sem þarna um ræðir,“ segir Jóhann-
es Gunnarsson, formaður Neytenda-
samtakanna, í tilefni af boðuðum
hækkunum nokkurra birgja.
Á vef Neytendasamtakanna var
nýverið greint frá því að Gunnars
Majones ætli að hækka verð á vörum
sínum seinna í mánuðinum um 7% og
nú hefur Danól, sem er stærsta inn-
flutnings- og dreifingarfyrirtæki
landsins í almennri matvöru, til-
kynnt um 5,4–15,2% hækkun á
nokkrum vörum sínum frá og með
næstu mánaðamótum vegna er-
lendra verðhækkana. Er þar um að
ræða Ota-vörur, Quaker-kornvörur,
og Merrild-kaffi.
Samkvæmt upplýsingum frá Pétri
Kristjáni Þorgrímssyni, markaðs-
stjóra Danól, hafa ríflega 600 af þeim
700 vöruliðum sem fyrirtækið selur
haldist óbreyttir frá síðla árs 2006.
„Af um 700 vöruliðum sem fyrirtæk-
ið selur í matvöruverslanir hafa 73
hækkað frá því í október 2006. Á
sama tíma hafa 103 vöruliðir lækkað
í verði um allt að 16%. Af þeim 27
vöruliðum sem áformað er að hækka
hinn 1. maí nk. hækka fjórtán vöru-
liðir um 6%, tólf vöruliðir hækka um
9% og einn vöruliður um 15%. Marg-
ar erlendar verðhækkanir höfum við
tekið á okkur ásamt því að á sl. 12
mánuðum hafa allir kostnaðarliðir
innanlands hækkað, t.d. hefur launa-
vísitalan hækkað um 9,5%, vísitala
neysluverðs á sama tíma um 6,8% og
flutningskostnaður innanlands um
13%. Þessum hækkunum höfum við
mætt með ýmsum hagræðingarað-
gerðum,“ segir í skriflegu svari Pét-
urs.
Í samtölum Morgunblaðsins við
birgja undir lok síðasta mánaðar
sögðu flestir helstu ástæðu verð-
hækkana hérlendis annars vegar
vera launahækkanir og hins vegar
verðbreytingar á aðföngum frá út-
löndum. Þegar þetta er borið undir
Jóhannes bendir hann á að gengis-
breytingar hafi verið nefndar af
flestum sem ástæða hækkana um
síðustu áramót. „Okkur hefur of oft
fundist lítið samræmi í gerðum þess-
ara fyrirtækja, þ.e.a.s. þegar krónan
veikist eru fyrirtæki fljót að hækka
en þegar hún hins vegar styrkist þá
skilar það sér bæði seint og illa til
neytenda.“
Ávinningur neytenda tekinn
Markaðsstjóri Danól segir rúmlega 600 af 700 vöruliðum
fyrirtækisins hafa haldist óbreytta frá í október 2006
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
BJÖRN Bjarna-
son, dóms- og
kirkjumálaráð-
herra, gekkst
undir brjósthols-
aðgerð á Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúsi í
gærdag og sam-
kvæmt upplýs-
ingum úr ráðu-
neytinu gekk
aðgerðin vel og er líðan ráðherrans
eftir atvikum góð.
Björn fann fyrir mæði síðastliðinn
mánudag og fór því í athugun á LSH.
Kom í ljós að annað lunga hans hafði
fallið saman og er það í annað skiptið
á árinu sem ráðherrann leggst inn á
sjúkrahús vegna þess.
Óvíst er hversu lengi Björn verður
að ná sér eftir aðgerðina.
Brjósthols-
aðgerðin
gekk vel
Björn
Bjarnason