Morgunblaðið - 12.04.2007, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nafn Kristján Þór Júlíusson.
Starf Forseti bæjarstjórnar á Ak-
ureyri og fyrrverandi bæjarstjóri.
Fjölskylduhagir Kvæntur Guð-
björgu Ringsted og þau eiga fjögur
börn.
Kjördæmi Norðaustur, 1. sæti á
lista Sjálfstæðisflokks.
Áhugamál Pólitík, stangveiði og
bóklestur.
Hvers vegna pólitík?
Þetta er lifandi og gefandi starf, sem
felur í sér samskipti við fólk, og er í
það heila tekið skemmtilegt.
Er Alþingi áhugaverður
vinnustaður?
Alveg örugglega. Það verður gaman
að prófa að taka þátt í landsmál-
unum og breyta til eftir tuttugu ár í
sveitarstjórnarpólitík. Mér líst vel á
að skipta um vettvang, takast á við
ný verkefni og fá reynslu í öðru póli-
tísku starfi en ég hef verið í sl. tvo
áratugi.
Fyrsta mál sem þú vilt
koma á dagskrá?
Meginatriðið í mínum huga er að við
einbeitum okkur að því að byggja
landið sem heild og auka skilning á
milli byggðarlaga og landshluta. Ég
tel þróun byggðar í landinu mótast
fyrst og fremst af efnahags- og at-
vinnumálum. Þetta eru í mínum
huga ákveðin grundvallarmál.
Þarf breytingar?
Það er alltaf nauðsynlegt að gera
ákveðnar breytingar en það er aftur
spurning um hvort verið er að tala
um pólitískar breytingar eða breyt-
ingar á íslensku samfélagi almennt.
Það er mikill hraði og breytingar á
íslensku samfélagi alla daga. En ég
held að breytingar geti oft verið af
hinu góða. Listi sjálfstæðismanna í
Norðausturkjördæmi ber í sér mikla
endurnýjun á fólki og viðhorfum
þannig að við erum sannarlega að
bjóða okkar kjósendum upp á
breyttar áherslur.
Nýir frambjóðendur | Kristján Þór Júlíusson
Pólitík,
stangveiði
og bækur
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fínt að breyta Breytingar geta oft
verið af hinu góða, segir Kristján.
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
EFLA þarf umhverfisráðuneytið
umtalsvert og flytja þangað mála-
flokka frá sjávarútvegs- og iðn-
aðarráðuneyti að mati frambjóð-
enda VG sem í gær kynntu rit sitt
Græn framtíð þar sem fjallað er
um sjálfbæra þróun. VG telur að
umhverfisráðuneytið þurfi að fá
hliðstæða stöðu í Stjórnarráði Ís-
lands og fjármálaráðuneytið. Í
Grænni framtíð segir að rann-
sóknir á náttúruauðlindum lands
og sjávar, verndun þeirra og áætl-
anir um nýtingu eigi að vera á for-
ræði umhverfisráðuneytisins sem
vel færi á að kenna við umhverfi
og auðlindir. Sama á við um skipu-
lagsmál sem snerta landið allt, há-
lendi og byggðir, í samvinnu við
sveitarfélögin, segir þar.
Að sögn Katrínar Jakobsdóttur
varaformanns VG snúast hug-
myndir flokksins um að færa auð-
lindastjórnun að einhverju leyti
frá iðnaðarráðuneytinu til um-
hverfisráðuneytisins. Kolbrún
Halldórsdóttir þingmaður VG tel-
ur að athuga þurfi hvort grunn-
rannsóknir Hafró á lífríki hafsins
eigi ekki að heyra undir umhverf-
isráðuneytið í stað sjávarútvegs-
ráðuneytisins. „Með þessum hug-
myndum er ekki verið að boða það
að nú eigi að skera upp ótal stofn-
anir sem við höfum yfir að ráða,
heldur fyrst og fremst að vera
hvati til umræðu,“ sagði hún.
Í Grænni framtíð segir að „úrelt
skipan mála innan Stjórnarráðs-
ins“ megi ekki lengur standa í
vegi fyrir nauðsynlegum áherslu-
breytingum hvað snertir fjármagn
og tilfærslu verkefna milli ráðu-
neyta.
Í ritinu er gerð grein fyrir því
langtímamarkmiði að orkuþörf
þjóðarinnar verði fullnægt með
sjálfbærum orkugjöfum þannig að
náttúra og umhverfi bíði ekki óaft-
urkræfan skaða. Varðandi fersk-
vatnsauðlindina telur VG að
tryggja beri verndun og sjálfbæra
nýtingu ferskvatns og festa slíka
stefnu í skipulagi. Einnig að fersk-
vatnsvistkerfi verði rannsökuð og
flokkuð og þau felld að heildar-
stefnu um verndun líffræðilegrar
fjölbreytni. Þá verði sérstaða Ís-
lands greind og lagt mat á sjálf-
bæra nýtingu ferskvatns sem auð-
lindar.
VG telur að ferskvatn eigi að
vera sameign landsmanna og
binda eigi slík ákvæði í stjórn-
arskrá.
Þá vill VG stefna að því að
draga úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda fyrir miðja 21. öld um a.m.k.
60% að lágmarki miðað við árið
1990. Þá vill VG tryggja að stór
hluti íslenskrar náttúru, lífríki,
jarðmyndanir og landslag, fái að
þróast eftir eigin lögmálum.
Flokkurinn vill þá að sjálfbær og
siðferðilega ábyrg nýting lífrænna
auðlinda hafsins verði ætíð höfð að
leiðarljósi og vill jafnframt auknar
rannsóknir á sjávarvistkerfum,
nytjastofnum og áhrifum veiða og
veiðiaðferða.
Endurheimt landsvæða
Þá vill flokkurinn að gróðurlendi
sem tapast hefur af manna völdum
verði endurheimt með vistfræði-
legum nálgunum og að fjölþætt
landnotkun fylgi skipulagi sem
taki mið af sjálfbærri þróun. Einn-
ig þurfi að taka frá samfelld
ósnortin og lítt snortin landsvæði
fyrir komandi kynslóðir og Ísland
eigi að verða til fyrirmyndar í
verndun náttúru og umhverfis,
m.a. í tengslum við ferðaþjónustu
og útivist.
Þá þurfi að treysta vitund þjóð-
arinnar um mikilvægi umhverfis-
ins og efla skilning á náttúrunni og
hugmyndafræði sjálfbærrar þró-
unar. Þá þarf að auka stig af stigi
endurnýjanlega orkugjafa í sam-
göngum og flutningum. Einnig
þarf að draga úr hvers kyns skað-
legri mengun innan íslensku efna-
hagslögsögunnar og beita, ásamt
fræðslu og lagafyrirmælum, meng-
unargreiðslureglunni í því skyni.
Vilja efla ráðuneytið
Morgunblaðið/G. Rúnar
Umhverfið Kolbrún Halldórsdóttir, Álfheiður Ingadóttir og Katrín Jak-
obsdóttir, frambjóðendur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Í HNOTSKURN
»Á næstu fimm árum þarfað fara yfir lög um holl-
ustuhætti og mengunarvarnir
að mati VG. Sama gildir um
lög um náttúruvernd, skipu-
lags- og byggingarlög, lög um
mat á umhverfisáhrifum og
aðra þá löggjöf og réttarheim-
ildir sem snerta mengun.
»VG vill að í vaxandi mæliverði horft til menningar-
tengdrar ferðaþjónustu við
uppbyggingu atvinnugrein-
arinnar.
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu fær enn sem endranær tilkynn-
ingar um veggjakrot og virðist sem
ungmenni fari æ oftar um með úða-
brúsa í hönd. Á þriðjudag urðu
t.a.m. allmargir húseigendur í
Kópavogi fyrir barðinu á ungum
„listamönnum“ og samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglu er tjónið all-
mikið. Í nokkrum tilvikum er ekki
hægt að þrífa veggjakrotið af, s.s.
þar sem húsnæð er klætt með sér-
stakri klæðningu. Þá greinir lög-
reglan einnig frá því að fimm ungir
piltar hafi verið staðnir að verki í
miðborg Reykjavíkur. Þeir voru
komnir upp á þak þegar að var
komið og voru sakleysið uppmálað
þegar spurt var út í gjörðir þeirra.
Að sögn lögreglu voru piltarnir,
sem eru á aldrinum 12–14 ára, vel
búnir úðabrúsum og pennum, auk
þess sem af útgangi þeirra mátti
ráða hvað þeir höfðu fyrir stafni.
Lögregla stóð fimm
„krotara“ að verki
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu handtók sextán ára pilt í vest-
urhluta Reykjavíkur á þriðjudags-
kvöld en hann ók um á stolinni
bifreið, auk þess sem hann hafði, eðli
málsins samkvæmt, aldrei öðlast
ökuréttindi. Þá bættist enn á brota-
lista piltsins þegar leitað var í bif-
reiðinni en þar fann lögregla þýfi úr
tveimur nýlegum innbrotum.
Pilturinn var færður til yfir-
heyrslu og í kjölfar hennar voru tveir
fimmtán ára piltar handteknir til við-
bótar en þeir eru grunaðir um aðild
að innbrotunum. Að sögn lögreglu
hafa allir piltarnir komið við sögu
lögreglunnar áður.
Lögregla hafði hendur í hári fleiri
afbrotaunglinga á þriðjudag því
fimmtán ára piltur var tekinn hönd-
um í Kópavogi fyrir verkfæraþjófn-
að. Með í för voru þrjú önnur ung-
menni og voru öll flutt á svæðisstöð
lögreglunnar á Dalvegi. Hringt var í
forráðamenn ungmennanna og þeir
beðnir að sækja börn sín.
Réðust að mannlausum bíl
Nokkuð var um skemmdarverk á
höfuðborgarsvæðinu á þriðjudag og
t.a.m. bifreið skemmd sem hafði ver-
ið skilin eftir í Mosfellsbæ eftir um-
ferðaróhapp. Að sögn lögreglu eru
skemmdirnar mun meiri eftir aðfarir
skemmdarvarganna og tjón eigand-
ans því töluvert.
Þá var einnig nokkuð um rúðu-
brot, s.s. í fyrirtæki í austurborginni.
Afbrotaung-
lingar á ferð