Morgunblaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR ÍMorgunblaðinu í gær birtist greineftir Birgi Dýrfjörð, Samfylking- armann. Í grein þessari sakar Birg- ir Morgunblaðið um „einsýni“.     Hver eru rökhans fyrir því?     Hann vitnar tilReykjavík- urbréfs Morg- unblaðsins sl. sunnudag og seg- ir: „Sökudólgurinn er að mati blaðs- ins stóriðjuframkvæmdir á Austur- landi, agaleysi í ríkisfjármálum og ögrandi breytingar á lánaskil- málum Íbúðalánasjóðs.“     Ef undan er skilin tilvísun til Aust-urlands er Birgir að vitna í orð Gylfa Arnbjörnssonar, fram- kvæmdastjóra ASÍ, sem birt voru innan tilvitnunarmerkja í Reykja- víkurbréfinu.     Og enn segir Birgir:„Morgunblaðið virðist ekki sjá að á lánum Íbúðalánasjóðs var 16 milljón króna hámark.“ Hér eignar Birgir Dýrfjörð Morg- unblaðinu aftur orð Gylfa Arn- björnssonar, sem birt voru innan til- vitnunarmerkja í Reykjavíkur- bréfinu.     Það eru til þrjár hugsanlegarskýringar á þessari furðulegu grein Birgis Dýrfjörð. Í fyrsta lagi er hugsanlegt að hann hafi ekki tek- ið eftir tilvitnunarmerkjunum. Sé svo er honum fyrirgefið. Í öðru lagi er hugsanlegt að hann hafi verið að gera að gamni sínu og það er líka hægt að fyrirgefa. En í þriðja lagi má spyrja hvort hann er að ráðast á Gylfa Arnbjörnsson með þeim sér- kennilega hætti sem á dögum kalda stríðsins var kennd við Albaníu.     Hver er skýringin, Birgir?! STAKSTEINAR Birgir Dýrfjörð Albanía Birgis Dýrfjörð SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                         !" #  *(!  + ,- .  & / 0    + -      #  #        #       #  #      12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (      % % % & " '  ( '  ' & " '  (  #  #  !"    #  #  :  *$;<                                      *! $$ ; *! )  *     !    + =2 =! =2 =! =2 )!* ' ,  ( - ." ' / < $         *  ) *'   * 0  & " %   12% (  3    ' /    )   % - "' &   #0  /   "    3   '  % "'    ( 0    "   4 +   =7  45 (     * 0 $% - "'    '  '   (' 0  & " %   6  "   .  0     6   6   (' 76'' 88  '   4 " ,  ( 3'45 >4 >*=5? @A *B./A=5? @A ,5C0B ).A  0 $  $       $ $ 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ósk Sigurðardóttir | 11. apríl 2007 90% lán Sá auglýsingu áðan í sjónvarpinu íslenska, þar sem Glitnir auglýs- ir 90 % húsnæðislán af markaðsverði. Ég spyr bara, hvern- ig ætlar fólk að fara að því að borga það lán? Og ef þú ákveður að selja eftir nokkur ár, þarftu að borga nokkrar millur með þér! Er í alvöru einhver sem tekur þessi lán? My god, hvað ég er fegin að hafa ekki selt íbúðina mína. Meira: oskir.blog.is Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir | 10. apríl Vantar gangbraut Ef við hefðum valið að fara Seljaveginn hefð- um við líka lent í vand- ræðum því við hefðum þurft að fara alla leið að Hamborgarabúll- unni til að finna gang- braut. Pirrelsið jókst náttúrulega við að rembast við að labba um Grandagarð með kerruna... ég læt mér gangbraut duga í bili en biðla hér með til formanns skipulagsráðs að henda með gönguljósi með einni grænni kellingu á. Meira: bryndisisfold.blog.is Jenný Anna Baldursdóttir | 11. apríl 2007 Bara fótur… …en Richards glæsi- legi og heimsins mesta krúttibúlla hefur einu sinni amk. dúndrað gít- arnum í hausinn á Wood. En það var vegna þess að Wood var enn í heróíni en Richards var þá hættur í því dópi og kominn yfir í kókaín og önnur heil- brigðari efni. Honum var skiljanlega misboðið að Wood væri enn í svona „heavy“ dópi. Meira: jenfo.blog.is Óli Björn Kárason | 11. apríl 2007 Með pólitískan björgunarhring? Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir virðist eiga um þrjá kosti að velja, ef úrslit kosninga verða með þeim hætti sem skoðanakannanir benda til. Í fyrsta lagi að segja af sér sem formaður Sam- fylkingarinnar, í öðru lagi að hrekj- ast úr embætti eins og algengt hefur verið hjá formönnum Alþýðuflokks- ins (þegar skipstjórinn fiskar ekki), eða ná ríkisstjórnarsamstarfi óháð kostnaði. Formaður Samfylkingarinnar horfir fram á að fylgi Samfylking- arinnar verði svipað og fylgi Alþýðu- flokksins var árið 1978 þegar flokk- urinn vann glæstan kosningasigur og fékk 22% atkvæða. Pólitísk framtíð Ingibjargar Sól- rúnar veltur á því hvort henni tekst að tryggja flokknum aðild að rík- isstjórn og að hún sjálf setjist í valdamikið ráðherraembætti. Hér verður því haldið fram að til þess að þetta gangi eftir sé Ingibjörg Sólrún tilbúin til að greiða nokkuð hátt verð. Fyrir Ingibjörgu Sólrúnu og fé- laga hennar í Samfylkingunni verður hins vegar erfitt að fara inn í rík- isstjórn með vinstri grænum og nær útilokað er að meirihluti vænt- anlegra þingmanna Samfylkingar samþykki Steingrím J. sem forsætis- ráðherra. Vinstri grænir hafa gert vonir Samfylkingarinnar um að verða hinn stóri flokkur jafnaðarstefnunnar að engu og það eiga margir erfitt með að fyrirgefa, hvað þá að sætta sig hugsanlega við að Steingrímur J. mæti til þings með fjölmennara lið. Þess utan er harla ólíklegt að Samfylking og vinstri grænir geti myndað tveggja flokka stjórn. Þriðja hjólið þarf undir vagninn, – fram- sókn eða frjálslynda (eða Ómar). Þriggja flokka stjórnir hafa ekki reynst okkur Íslendingum gæfurík- ar. Þetta veit Ingibjörg Sólrún og því horfir hún til Sjálfstæðisflokks- ins í þeirri von að Geir Haarde kasti til hennar pólitískum björgunar- hring. Ekki er ólíklegt að Geir Haarde telji rétt að stefna að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Meira: businessreport.blog.is BLOG.IS Svona, Katrín, berðu þig aumlega, grenjaðu svolítið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.