Morgunblaðið - 12.04.2007, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
ANNA M.Þ. Ólafsdóttir, fræðslu- og
upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs
kirkjunnar, er nýkomin frá Pakistan
þar sem hún
kynnti sér neyð-
ar- og uppbygg-
ingarstarf á veg-
um Alþjóða-
neyðarhjálpar
kirkna (ACT)
vegna jarð-
skjálfta sem kost-
aði 80.000 manns
lífið og olli mikilli
eyðileggingu í
október 2005. Anna segir að hjálp-
arstarfið hafi haft gríðarmikla þýð-
ingu fyrir íbúa hamfarasvæðisins og
fólk sé almennt ánægt með hvernig
staðið var að hjálpinni. Enn sé þörf á
aðstoð vegna fátæktar og vannær-
ingar meðal íbúanna.
Um 16,7 milljónir króna söfnuðust
hér á landi í Pakistan-söfnun Hjálp-
arstarfs kirkjunnar vegna jarð-
skjálftans. Fjármálaráðuneytið hef-
ur endurgreitt virðisaukaskatt, sem
heimtur var af sölu disksins „Hjálp-
um þeim“, og allur ágóðinn, um tíu
milljónir króna, hefur því skilað sér
til fórnarlamba skjálftans. Allir sem
komu að sölu og gerð disksins gáfu
vinnu sína. Fénu hefur verið varið til
hjálpar- og uppbyggingarstarfs á
vegum Alþjóðaneyðarhjálpar kirkna
sem veitti 30.000 fjölskyldum ýmiss
konar neyðaraðstoð frá því að
skjálftinn varð og þar til henni lauk
formlega í lok mars á síðasta ári.
Flóttamannabúðum var þá lokað
að beiðni pakistanskra stjórnvalda
sem vildu ekki að fólkið yrði háð að-
stoðinni og einnig vegna þess að apr-
íl er sáningarmánuður. Margir íbúar
fjallaþorpa komu þó aftur í búðirnar
í vetur og stefnt er að því að gera
þeim kleift að snúa aftur til heim-
kynna sinna fyrir 30. júní.
Mjög fjölbreytt aðstoð
Eftir að neyðaraðstoðinni lauk
formlega hófst uppbyggingarstarf
sem gert er ráð fyrir að standi til
ársins 2009 og nái til hundraða þús-
unda manna.
„Vatns- og frárennslismál hafa
vegið þungt í hjálparstarfinu, bæði í
tjaldbúðum og svo í þorpunum eftir
að fólk sneri aftur heim,“ segir Anna
M. Þ. Ólafsdóttir. „Eftir að fólkið fór
heim færðist starfsemin í héruðin.
Þar hafa verið haldin ýmiskonar
námskeið, til dæmis í húsasmíði, raf-
virkjun, múrverki og húsgagnagerð,
og þau hafa gert körlunum kleift að
byggja upp heimili sín aftur og líka
að stofna eigin fyrirtæki eða aðstoða
aðra. Síðan hafa verið haldin ýmiss
konar námskeið fyrir konur og íbú-
arnir hafa líka fengið tækifæri til að
hittast, en það er mjög mikilvægt,
sérstaklega fyrir konurnar sem hafa
verið svo einangraðar. Þær eiga
bara að vera heima og eftir að þær
verða kynþroska eru þær oftast inni
á heimilunum, fara til dæmis ekki á
markað til að kaupa inn, karlarnir
gera það.“
Anna segir að konur hafi einnig
fengið húsdýr „til að styrkja fram-
færsluna og bæta næringuna í fjöl-
skyldunni“. Fræðsla um handþvott,
salernisnotkun, meðhöndlun mat-
væla, umönnun ungra barna og
fleira hafi borið þann árangur að
smitsjúkdómatilfellum hafi fækkað
um helming. Tekist hafi að afstýra
farsóttum, sem hætt er við að blossi
upp eftir náttúruhamfarir, til að
mynda kólerufaraldri.
„Í tjaldbúðunum gafst mörgum
konum í fyrsta skipti tækifæri til að
leita læknis því þeim var boðið upp á
kvenlækni, en þær hafa ekki mátt
eða átt erfitt með að leita til karl-
lækna. Í búðunum var því hægt að
taka á fjölmörgum vandamálum sem
ekki var hægt áður.“
Anna nefnir ungbarnadauða í
þessu sambandi og segir að m.a. hafi
konur í þorpunum fengið þjálfun í að
veita fæðingarhjálp og það hafi skipt
sköpum vegna þess hversu erfitt
konurnar hafa átt með að leita til
karlkyns lækna.
Hjálpin hefur
skipt sköpum
fyrir marga
Ljósmynd/Anna M.Þ. Ólafsdóttir
Læknishjálp Blóðþrýstingur konu mældur í miðstöð sem Alþjóðaneyðarhjálp kirkna rekur í Pakistan, aðallega
fyrir konur og börn. Þar hefur mörgum konum gefist fyrsta tækifærið til að fá læknisþjónustu.
Í HNOTSKURN
» Um 80.000 manns létulífið og 160.000 slösuðust
í jarðskjálftanum sem reið yf-
ir Pakistan 8. október 2005.
Hann mældist 7,6 stig á
Richters-kvarða.
» 3,5 milljónir manna urðuheimilislausar. 10.000
börn urðu munaðarlaus.
» 6.000 skólar og þúsundsjúkrahús og heilsugæslu-
stöðvar hrundu í hamför-
unum. Í sumum þorpum
hvarf heil kynslóð með skóla-
börnum sem grófust undir
rústunum.
Anna M.Þ.
Ólafsdóttir
NICOLAS Sarkozy, forsetaefni
hægrimanna í Frakklandi, er sagður
hafa samþykkt að ómerkja spill-
ingarákærur á Jacques Chirac, nú-
verandi forseta, gegn því, að Chirac
styddi hann opinberlega.
Það var vikuritið Le Canard En-
chaine, sem skýrði frá þessu í gær en
talsmaður Chirac vísaði fréttinni á
bug sem staðlausum stöfum. Engin
viðbrögð urðu hins vegar við henni í
herbúðum Sarkozys.
Vikuritið segist hafa fréttina eftir
einum „stuðningsmanna Chirac“ en
að hans sögn var um það samið, að
Chirac lýsti yfir stuðningi við
Sarkozy, sem hann hafði dregið
furðu lengi, gegn því, að Sarkozy
forðaði honum frá málaferlum. Það
ætti hann ekki að gera með sérstakri
sakaruppgjöf, heldur með því að
breyta refsilögum þannig, að dóm-
arar yrðu skyld-
aðir til að ljúka
málum innan tíu
ára.
Grunur leikur
á, að Chirac hafi
tengst nokkrum
málum, sem snúa
að ólöglegri fjár-
mögnun stjórn-
málaflokka, þeg-
ar hann var borgarstjóri í París frá
1977 til 1995 en hann naut friðhelgi
sem forseti. Henni lýkur aftur á móti
þegar hann lætur af embætti 16. maí
næstkomandi.
Dómarar sögðu í síðasta mánuði,
að þeir hygðust spyrja Chirac spjör-
unum úr eftir að hann léti af embætti
en nokkrir samherja hans, t.d. Alain
Juppe, hafa nú þegar verið dæmdir
fyrir sinn hlut.
Verða spillingarmál
Jacques Chirac ógilt?
Nicolas Sarkozy
ÍSLAND 2050
TVE IR Á MÓTI E INUM
A Ð A L F U N D U R S A M T A K A A T V I N N U L Í F S I N S
1 7 . a p r í l 2 0 0 7 á H ó t e l N o r d i c a
OPIN DAGSKRÁ
Skráning á vef SA – w w w . s a . i s
14:00 „ÍSLAND 2050 – TVEIR Á MÓTI EINUM”
Framtíðarleiftur
Ræða Ingimundar Sigurpálssonar,
formanns Samtaka atvinnulífsins
Ræða Geirs H. Haarde, forsætisráðherra
15:00 Kaffiveitingar – framtíðarmyndir
15:30 Hvert stefnum við?
Niðurstöður könnunar Capacent Gallup
á framtíðarviðhorfum Íslendinga
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir,
rannsóknarstjóri Capacent Gallup
Umræður:
Guðfinna S. Bjarnadóttir, fv. rektor HR
Karl Wernersson, Milestone
Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvá
Þóra Helgadóttir,
hagfræðingur í greiningardeild Kaupþings
Þórður Friðjónsson,
forstjóri Nordic Exchange á Íslandi
Stjórnandi: Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri SA
16:30 Fundarlok
Fundarstjóri: Kristín Jóhannesdóttir,
framkvæmdastjóri Gaums
Fundarmenn fá ritið:
Ísland 2050 - Hvert stefnum við?
English translation
SK
A
P
A
R
IN
N
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
Frá Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis
Framboðsfrestur vegna alþingiskosninga 12. maí 2007, rennur
út föstudaginn 27. apríl 2007, kl. 12.00 á hádegi. Yfirkjörstjórn
tekur á móti framboðum á Hótel Borgarnesi, Egilsgötu 14-16,
310 Borgarnesi, milli kl. 10.00 og 12.00 árdegis, föstudaginn 27.
apríl 2007. Á framboðslista í Norðvesturkjördæmi skulu vera 18
nöfn. Fjöldi meðmælenda er að lágmarki 270 og eigi fleiri en 360.
Fylgja skal tilkynning um hverjir séu umboðsmenn
framboðslistanna. Framboðslistar verða úrskurðaðir á fundi
yfirkjörstjórnar sem haldinn verður á Hótel Borgarnesi,
laugardaginn 28. apríl 2007, kl. 10.00.
Meðan kosning fer fram laugardaginn 12. maí 2007, verður
aðsetur yfirkjörstjórnar á Hótel Borgarnesi. Talning atkvæða að
kjörfundi loknum, mun fara fram í Íþróttamiðstöðinni,
Þorsteinsgötu 1, Borgarnesi.
Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis
Borgarnesi 10. apríl 2007.
Sigurjón Rúnar Rafnsson form.
Ólafur K. Ólafsson Ríkharður Másson
Guðný Ársælsdóttir Jens Kristmannsson