Morgunblaðið - 12.04.2007, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Algeirsborg. AFP, AP. | Hryðjuverka-
samtökin al-Qaeda segjast hafa
staðið fyrir tveimur sjálfsvígs-
sprengjuárásum í Algeirsborg, höf-
uðborg Alsír, í gærmorgun. Minnst
23 létu lífið og yfir 160 særðust en
þrír bílar, lestaðir sprengiefni,
sprungu utan við skrifstofur for-
sætisráðuneytisins, skrifstofu al-
þjóðalögreglunnar Interpol og als-
írska lögreglustöð.
Birtar voru myndir af tilræð-
ismönnunum á vefsíðum íslamista
og sögðu að 800 kíló af sprengiefni
hefðu verið í öðrum bílnum, 700 í
hinum. Miklar skemmdir urðu á
framhlið ráðuneytisins.
Sjónvarpsstöðin Al-Jazeera sagði
að hringt hefði verið í hana og tals-
maður al-Qaeda er nefndi sig Salah
hafi sagt að ekki yrði látið staðar
numið fyrr en öll landsvæði íslams
hefðu verið frelsuð undan oki er-
lendra herja. Einnig krafðist hann
frelsis fyrir „kúgaða fanga í Alsír,
Marokkó og Máritaníu“.
Al-Qaeda á bak við mannskæð
tilræði í Algeirsborg
Reuters
Skelfing Hugað að fórnarlömbum
tilræðanna í Algeirsborg í gær.
KÆFANDI sumarhitar gætu orðið miklu algengari í
Evrópu vegna loftslagsbreytinga í heiminum að sögn
sérfræðinga á þessu sviði í gær. „Svo gæti farið að annað
hvert sumar yrði jafnheitt eða heitara en sumarið 2003,“
sagði Andreas Fischlin, loftslagssérfræðingur við rann-
sóknarstofnun í Sviss og aðalhöfundur kafla um vist-
kerfi í nýlegri skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóð-
anna um loftslagsbreytingar í heiminum.
Um 70.000 manns létu lífið í hitabylgju í Evrópu sum-
arið 2003, flestir þeirra aldrað fólk sem dó af völdum
vessaþurrðar. „Líklegt er að sumrin verði stundum
miklu heitari en árið 2003 fyrir lok aldarinnar,“ sagði
Martin Beniston, sérfræðingur við Genfarháskóla, og einn af höfundum
skýrslunnar. Hann bætti þó við að hægt yrði að fækka dauðsföllunum um
80% ef yfirvöld og einstaklingar gerðu nægar varúðarráðstafanir.
Í skýrslunni kemur einnig fram að um 60% plantna í Ölpunum geti verið
í útrýmingarhættu vegna loftslagsbreytinganna.
Varað við tíðum og skæðum
hitabylgjum í Evrópu
Piltur kælir sig í
hitasvækju í París.
NÝJAR reglur um akstur flutn-
ingabifreiða tóku gildi innan Evr-
ópusambandsins í gær en sam-
kvæmt þeim verða bílstjórar að fá
að minnsta kosti 45 klukkustunda
samfellda hvíld á hverjum hálfum
mánuði og vinnuvikan má ekki
vera meira en 60 klukkustundir.
Jacques Barrot, sem fer með
samgöngumál í framkvæmda-
stjórn ESB, sagði, að nýju regl-
urnar væru merkur áfangi og
stuðluðu að auknu umferðarör-
yggi. Nýju reglurnar koma í stað
annarra frá árinu 1985 en sam-
kvæmt þeim máttu atvinnubíl-
stjórar vera við akstur í 74
klukkustundir á viku. Nú er kveð-
ið á um 11 klukkustunda hvíld á
sólarhring.
Ný lög Vinnuvika bílstjóra verður
hér eftir 60 klst. á viku hverri.
Vinnutími bíl-
stjóra skertur
TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, skoraði í gær
á samfélag svartra manna í landinu að rísa upp og berj-
ast gegn vaxandi glæpum svartra ungmenna. Hvatti
hann um leið til, að lög um glæpagengi yrðu hert en
gengin eru sökuð um mörg morð að undanförnu.
Blair sagði þetta í Cardiff eftir að 14 ára gamall
drengur var stunginn til bana en frá því í janúar hafa sjö
unglingar undir 16 ára aldri verið drepnir.
„Blökkufólk í landinu, heiðarlegt fólk upp til hópa,
verður að taka af skarið í baráttunni gegn glæpagengj-
unum og morðunum á svörtum unglingum. Það þýðir
ekkert að loka augunum og láta sem það séu ekki svartir unglingar, sem
eigi sök á þeim,“ sagði Blair. „Sökudólgurinn er ákveðnir hópar, sem ekki
fara eftir þeim reglum, sem gilda í siðuðu samfélagi.“
Fordæmir svört gengi
Tony Blair
KÚBUSTJÓRN fordæmdi í gær úr-
skurð dómara í Nýju Mexíkó sem
hyggst láta lausan Kúbverjann Luis
Posada Carriles. Kúbustjórn sakar
Posada um aðild að hryðjuverki
gegn farþegavél árið 1976.
Gagnrýna úrskurð
MAROKKÓ kynnti í gær fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna
tillögur sem ríkið segir miða að
sjálfstjórn Vestur-Sahara. Marokkó
hernam landið fyrir 30 árum.
Boða sjálfstjórn
MANNRÉTTINDASAMTÖKIN
Amnesty Internatioal segja í nýrri
skýrslu að Egyptaland sé orðið al-
þjóðleg miðstöð yfirheyrslna og
pyntinga í tengslum við svonefnt
stríð gegn hryðjuverkum.
Pyntingamiðstöð?
BANDARÍSKIR vísindamenn hafa
fundið vísbendingar um að vatn sé í
andrúmslofti plánetu sem er utan
sólkerfis okkar. Vatn er talið vera
meginforsenda þess að líf geti
kviknað í náttúrunni.
Merki um vatn
TÚLÍPANAAKRAR í Hollandi eru nú víða í blóma eins
og þessi við þorpið Kaag skammt frá Amsterdam. Teg-
undirnar eru um 100 og litbrigðin og lögun blómanna
mjög margvísleg. Einkenni eins eftirsóttasta afbrigð-
isins áður fyrr, „fjaðraði túlípaninn“, stöfuðu raunar af
veirusýkingu, sem nú er búið að uppræta að mestu. Á 17.
öld var sannkallað túlípanaæði í Hollandi og laukar af
eftirsóttum afbrigðum seldust fyrir of fjár. Alexandre
Dumas skrifaði síðar söguna Svarta túlípanann en í
henni hétu yfirvöld í Haarlem þeim, sem fyrstur gæti
ræktað svartan túlípana, miklum verðlaunum. Það mun
þó vera líffræðilega ómögulegt.
AP
Túlípanaakrar í blóma
„ÁSTANDIÐ í Írak er skelfilegt og
þjáningar almennings, karla, kvenna
og barna, aukast stöðugt og eru
næstum því ólýsanlegar.“ Kemur
þetta fram í nýrri skýrslu frá Al-
þjóða Rauða krossinum en Pierre
Krähenbühl, einn af æðstu embætt-
ismönnum hans, segir, að mörgum
Írökum finnist sem þeir hafi verið
sviptir allri mannlegri reisn og hver
dagur geti orðið þeirra síðasti.
Á blaðamannafundi í Genf sagði
Krähenbühl, að ástandið í Írak
versnaði stöðugt og snerti með ein-
um eða öðrum hætti alla íbúa lands-
ins. Sagði hann, að sú ákvörðun
George W. Bush Bandaríkjaforseta
að fjölga í herliði Bandaríkjanna í
því skyni að auka öryggi almenn-
ings, einkum í Bagdad, væri ekki
enn farin að skila áþreifanlegum ár-
angri og hann skoraði á bandaríska
hermenn og hermenn annarra ríkja í
Írak að virða mannréttindi al-
mennra borgara.
Helmingur lækna
hefur flúið landið
Krähenbühl sagði, að heilbrigðis-
kerfið í Írak væri að miklu leyti í
rúst með alvarlegum afleiðingum
fyrir fólkið í landinu. Íraska innan-
ríkisráðuneytið áætlar, að helming-
ur lækna í landinu hafi flúið landið
en síðan bætist við, að fólk þorir
ekki að fara út úr húsi til að leita
læknis af ótta við, að því verði rænt
á leiðinni.
Í skýrslu Rauða krossins, „Ber-
skjaldaðir borgarar – Mannleg neyð
í Írak“, eru allir, sem hlut eiga að
máli, hvattir til að hlífa óbreyttum
borgurum og gera skýran greinar-
mun á þeim og vopnuðum mönnum í
þeim átökum, sem eiga sér stað í
landinu.
Fjögur ár eru liðin frá innrás
Bandaríkjamanna í Írak og ástandið
allt annað og skelfilegra en nokkurn
óraði fyrir. Tugir eða jafnvel hundr-
uð þúsunda manna hafa fallið og
nokkuð á þriðju milljón manna hefur
flúið landið, einkanlega til nágranna-
ríkjanna, Sýrlands og Jórdaníu.
Skelfilegt ástand í Írak
Flestir innviðir samfélagsins mega heita rústir einar
www.hi.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
S
K
3
70
84
0
4/
07
Spennandi kostir í framhaldsnámi
Gott nám og rétt val þess er farsæl leið til lífsgæða og aukinna möguleika í starfi.
Við félagsvísindadeild Háskóla Íslands bjóðast margir spennandi kostir í námi hjá
hæfum og reyndum kennurum.
Góðar aðstæður til náms • Fjölbreytni og sveigjanleiki • Starfstengt rannsóknarnám
Nám með starfi • Nám stutt rannsóknum kennara
Félagsvísindadeild Háskóla Íslands
Odda v/Sturlugötu, 101 Reykjavík
Sími 525-4502, felvisd@hi.is
FÉLAGSVÍSINDI – Í ÞÁGU FRAMFARA
FÉLAGSVÍSINDADEILD
Doktorsnám í öllum greinum. Allar upplýsingar á www.felags.hi.is
Umsóknarfrestur um meistara- og doktorsnám er til 16. apríl
• MLIS-nám í bókasafns- og upplýsingafræði
• Cand. psych.-nám í sálfræði
• MA-nám og diplómanám í uppeldis-
og menntunarfræði
• MA-nám og diplómanám í kennslufræði til
kennsluréttinda
• MA-nám og diplómanám í fötlunarfræði
• MA-nám og diplómanám í félagsfræði
• MA-nám í blaða- og fréttamennsku
• MA-nám og diplómanám í náms- og starfsráðgjöf
• MA-nám og diplómanám í kynjafræði
• MSW-nám í félagsráðgjöf
• MA-nám og diplómanám í félagsráðgjöf
• MA-nám í öldrunarfræðum
• MA-nám í mannfræði
• MA-nám og diplómanám í þróunarfræðum
• MA-nám í þjóðfræði
• MA-nám í hagnýtri þjóðfræði
• MPA-nám og diplómanám í opinberri stjórnsýslu
• MA-nám og diplómanám í alþjóðasamskiptum
• MA-nám í stjórnmálafræði