Morgunblaðið - 12.04.2007, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Fáskrúðsfjörður | Lokið er bygg-
ingu 770 fermetra húss fyrir starf-
semi leikskóla og tónskóla á Fá-
skrúðsfirði og vígsla þess áformuð
um næstu mánaðamót.
Húsið er teiknað af Orra Árnasyni
hjá teiknistofunni Zeppilín í Reykja-
vík og byggingameistari hússins var
Þorsteinn Bjarnason hjá Tré og
steypu á Fáskrúðsfirði. Verkið hófst
1. desember 2005 og lauk 30. mars
2007 eða á þeim tíma sem áætlaður
var. Byggingin er tengd grunnskóla-
húsinu á Fáskrúðsfirði og er fyrri
áfangi af viðbyggingu við húsið og
hefur seinni áfangi verið boðinn út
og útboð væntanlega opnuð seinni
hluta aprílmánaðar. Sá áfangi sem
búinn er kostaði 170 milljónir og er
þá hönnunarkostnaður ekki innifal-
inn. Gert er ráð fyrir að starfsemi
hefjist í skólanum 30. apríl n.k.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Tilbúið Fyrri áfangi viðbyggingar við grunnskóla Fáskrúðsfjarðar mun
hýsa leikskóla og tónlistarskóla.
Nýtt húsnæði fyrir leik-
og tónskóla tilbúið
Djúpivogur | Annan í páskum lögðu nokkrir Djúpa-
vogsbúar ásamt fréttaritara Morgunblaðsins á fjöll á
þremur vel útbúnum jeppum og óku sem leið lá frá Öxi
vestur eftir snæviklæddum melum, með það að mark-
miði að keyra upp tind Hofsjökuls eystri sem liggur á
mörkum Djúpavogshrepps inn af Álftafirði.
Það markmið náðist en þegar á topp jökulsins var
komið helltist yfir svarta þoka þannig að útsýnið brást í
það skiptið og myndavélin var lögð til hliðar.
Í upphafi ferðar var hins vegar heiðskírt og fjallasýn
stórbrotin og útsýn niður í hina ægifögru dali Djúpa-
vogshrepps mikil og stórfengleg. Þegar komið var inn
fyrir Líkárvötn blasti m.a. við hið mikla Snæfell sem
skartaði sínu fegursta í sólinni.
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Fögur eru fjöllin
AUSTURLAND
KRÓATÍSKI kappinn Ivica Kost-
elic, sem hér er í brautinni í gær,
sigraði í svigi á alþjóðlega Ice-
landair-mótinu á skíðum Hlíð-
arfjalli, eins og í Bláfjöllum í fyrra-
dag. Engan skal undra að Kostelic
hafi unnið enda handhafi silfur-
verðlauna frá síðustu Ólympíu-
leikum. Magnus Andersson frá Sví-
þjóð varð annar í svigkeppni
karlanna og Björgvin Björgvinsson,
landsliðsmaður frá Dalvík, varð
þriðji.
Dagný Linda Kristjánsdóttir frá
Akureyri, besta skíðakona landsins
síðustu misseri, sigraði örugglega í
svigi kvenna. Salóme Tómasdóttir,
ung stúlka frá Akureyri, varð í
öðru sæti og önnur ung Akureyr-
armær, Tinna Dagbjartsdóttir,
varð þriðja, Rataj Mojca frá Bosníu
Herzegóvínu lenti í fjórða sæti og
Hildur Sigrún Guðbrandsdóttir,
Breiðabliki, varð fimmta.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Króatinn sýndi listir sínar
BJÖRGVIN Björgvinsson frá Dal-
vík og Akureyringurinn Dagný
Linda Kristjánsdóttir eru óneitan-
lega lang-sigurstranglegust í alpa-
greinum á Landsmótinu á skíðum
sem hefst í dag á Akureyri.
Mótið verður sett í dag kl. 17.30 í
Brekkuskóla en keppni í alpagrein-
um hefst á morgun. Í dag kl. 17.30
fer fram fyrsta keppnisgrein;
sprettganga karla og kvenna.
Á morgun, föstudag, hefst keppni
í stórsvigi karla og kvenna kl. 10.00
og seinni ferðin hefst kl. 13.30.
Ganga með frjálsri aðferð hefst á
morgun kl. 13.00 þar sem konur
ganga 5 km, piltar 17–19 ára ganga
10 km og karlar 15 km.
Svig karla og kvenna verður á
laugardaginn; fyrri ferðin hefst kl.
9.00 og sú seinni 13.00.
Ganga með hefðbundinni aðferð
hefst kl. 11.00. Konur ganga þá 5
km, piltar 17–19 ára 10 km og karl-
ar 10 km. Á sunnudaginn verður
boðganga kl. 12.00; konur fara
3x2,5 km og karlarnir ganga 3x7,5
km.
Landsmót-
ið á skíðum
hefst í dag
Björgvin og Dagný
sigurstranglegust
SMÁRATORG ehf. hefur á ný auglýst eftir
tilboðum í stækkun verslunarmiðstöðvarinnar
Glerártorgs. Verkið var boðið út fyrir skömmu en
þá barst ekkert tilboð og ljóst er að sögn við-
mælenda Morgunblaðsins að helsta ástæða þess er
einfaldlega sú að allir verktakar á svæðinu hafa
mikið að gera um þessar mundir. Sömu sögu er
reyndar að segja af öðrum slíkum fyrirtækjum á
landinu.
Samkvæmt fyrra útboðinu var gert fyrir því að
hefja framkvæmdir við uppbygginguna á næstunni
og að húsið yrði tekið í notkun hinn 1. nóvember í
haust þar sem 30 verslanir bætast við þær sem fyrir
eru. Samkvæmt nýja útboðinu skal verkinu að fullu
lokið 30. apríl á næsta ári, þannig að það er ljóst að
ef þessar breyttu forsendur eigenda miðstöðvar-
innar ganga eftir verður nýi hlutinn tekinn í notkun
um það bil hálfu ári síðar en fyrirhugað var í fyrstu.
Það sem útboðið nýja snýst um er viðbygging og
breytingar á eldra húsnæði. Viðbyggingin er á
tveimur hæðum að hluta. Heildarflatarmál hennar
er um 10.000 m², grunnflötur er um 8.200 m² og 2.
hæð er um 1.800 m². Tilboðið nær til uppsteypu, frá-
gangs á sameiginlegum rýmum og frágangs að ut-
an.
Samkvæmt útboði skal verktaki ganga frá um
17.000 m² lóð sem fylgir þessum hluta. Verslunar-
rýmum skal skila tilbúnum til innréttinga. Enn-
fremur er verkið fólgið í breytingum á tveimur
stórum verslunarrýmum í núverandi verslunarmið-
stöð, alls um 3.700 m².
Annað útboð vegna Glerártorgs
Ekkert tilboð barst í stækkun miðstöðvarinnar er verkið var boðið út um daginn
Í HNOTSKURN
» Heimildir Morgunblaðins herma aðÁfengis- og tóbaksverslun ríksins,
ÁTVR, sé ein þeirra nýju verslana sem
flytjast í Glerártorg eftir breytingar.
»Verslunarmiðstöðin tvöfaldast um þaðbil að stærð þegar nýi hlutinn verður
opnaður.
SÍÐASTA vetrardag, 18. apríl verð-
ur söngvaleikurinn Ævintýri á
gönguför eftir Hostrup leiklesinn
hjá LA í tilefni afmælisárs. Hinn 19.
apríl verður Leikfélag Akureyrar
90 ára og fyrr í vetur var 100 ára
afmæli Samkomuhússins fagnað.
Ævintýri á gönguför var einmitt
það verk sem fyrst var flutt í leik-
húsinu, fyrir 100 árum. Miðaverð
nú er það sama og árið 1907; ein
króna! Leikstjóri er Þráinn Karls-
son. Ævintýri á gönguför var fyrst
flutt á íslensku árið 1882 í Gilda-
skálanum í Reykjavík en áður hafði
það verið leikið hérlendis á dönsku.
Séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili
þýddi verkið.
Gönguför á
eina krónu
NÝTT ómþeyt-
ingartæki til að-
gerða á augum
var tekið í notk-
un á FSA í gær.
Umrædd aðgerð
er vegna skýs á
augasteini; skýj-
aður augasteinn
er fjarlægður
og í staðinn er settur gerviaug-
asteinn, svokölluð linsa. Þetta
tæki er mun fullkomnara en
eldra tækið. Á síðastliðnu ári
voru gerðar 165 slíkar aðgerðir
og í ár er heimild fyrir 105 að-
gerðum. Umrætt ómþeyting-
artæki er fjármagnað af fé úr
gjafasjóði FSA.
Tæki til að fjar-
lægja augastein
KVIKMYNDAKLÚBBI Akureyrar,
KvikYndi, verður hleypt af stokk-
unum í kvöld með sýningu ítölsku
myndarinnar Non ti muovere í Nýja
bíói. Sýningin hefst kl. 18.
Aðgangur er ókeypis en gestum
er boðið að skrá sig í klúbbinn.
Dagana 16., 18. og 20. apríl verða
sýndar í Borgarbíói nokkrar mynd-
ir frá kínverska menningarsvæð-
inu.
KvikYndi af
stað á Akureyri