Morgunblaðið - 12.04.2007, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 12.04.2007, Qupperneq 27
neytendur MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 27 Krónan Gildir 12. apríl–15. apríl verð nú verð áður mælie. verð Grísahnakki úrbeinaður, sneiðar ............ 899 1.499 899 kr. kg Móa kjúklingabringur............................ 1.798 2.515 1.798 kr. kg Krónu kryddaðar lambaframpartsneiðar . 1.125 1.500 1.125 kr. kg Krónu kryddaðar svínakótilettur ............. 1.196 1.594 1.196 kr. kg Krónu kryddaðar grísahnakksneiðar ....... 1.161 1.548 1.161 kr. kg Freschetta XL, 4 tegundir ...................... 399 440 782 kr. kg Weetos morgunkorn ............................. 299 337 797 kr. kg HD 100% safi, appels./epla/multivitam 239 274 120 kr. ltr Grand It pasta, 4 gerðir ........................ 99 108 198 kr. kg Ariel color/regular................................ 998 1299 350 kr. kg Bónus Gildir 11. apríl–15. apríl verð nú verð áður mælie. verð Bónus ferskar kjúklingabringur .............. 1.398 1.678 1.398 kr. kg Bónus fersk kjúklingalæri ...................... 298 421 298 kr. kg Bónus ferskir kjúklingaleggir ................. 298 421 298 kr. kg Bónus appelsínusafi, 1 ltr..................... 59 79 59 kr. ltr Bónus eplasafi, 1 ltr............................. 59 79 59 kr. ltr Bónus kornbrauð 1 kg .......................... 97 129 97 kr. kg Bónus ís, 2 ltr ...................................... 184 245 92 kr. ltr Bónus xl eldhúsrúllur, 3 stk. .................. 224 298 75 kr. stk. Bónus wc pappír, 9 rúllur...................... 298 398 33 kr. stk. Bónus wc hreinsir, 750 ml .................... 74 98 99 kr. ltr Fjarðarkaup Gildir 12. apríl–14. apríl verð nú verð áður mælie. verð Fjallalambs blandaðar lærisneiðar......... 1.498 1.992 1.498 kr. kg Ali mexico svínahnakki ......................... 1.255 1.673 1.255 kr. kg Ali vínarpylsur...................................... 683 910 683 kr. kg 2x hamborgarar m/brauði, 115 g.......... 248 350 124 kr. stk. Fk ofnsteik .......................................... 1.138 1.679 1.138 kr. kg Pepsi max, 3x2 ltr ................................ 356 596 89 kr. stk. Pepsi max dós, 500 ml......................... 59 85 118 kr. ltr Mjúkís, 2 ltr ......................................... 498 605 249 kr. ltr Freyju smá draumur, 360 g................... 398 0 1.110 kr. kg Freschetta pizza, 400 g ........................ 298 374 750 kr. kg Nóatún Gildir 12. apríl–15. apríl verð nú verð áður mælie. verð Lambakótilettur, lúxus .......................... 1.298 2.159 1.298 kr. kg Ungnautahamborgarar, 120 g............... 129 189 129 kr. stk. Grísalundir m/sælkerafyllingu ............... 1.998 2.629 1.998 kr. kg Nóatúns þurrkryddaðar lærisneiðar........ 1.618 2.157 1.618 kr. kg Súpukjöt, lítill poki ............................... 349 499 349 kr. kg Baguette/snittubrauð........................... 179 224 179 kr. stk. Baguette/hvítlauks/ostabrauð.............. 299 365 299 kr. stk. Sól appelsínusafi ................................. 239 317 239 kr. ltr Nóatúns eldhúsrúllur, 4 stk. .................. 299 375 299 kr. pk. Neutral þvottaefni ................................ 399 479 200 kr. kg Samkaup/Úrval Gildir 11. apríl–15. apríl verð nú verð áður mælie. verð Kjötborð, lamba rib-eye ........................ 2.239 3.210 2.239 kr. kg Goða gourmet ofnsteik, villikrydduð....... 1.239 1.777 1.239 kr. kg Borgarnes londonlamb, framparts ......... 985 1514 985 kr. kg Borgarnes spánskar pylsur.................... 795 1.136 795 kr. kg Goða kindakæfa, 150 g ....................... 119 193 119 kr. stk. Trópí 3 pk, allar tegundir ....................... 119 162 119 kr. stk. Ariel regular, 2,85 kg, 30 þvottar........... 999 1.199 350 kr. kg Pot núðlur m/kjúkling og sveppum ........ 89 121 89 kr. stk. Sveppir, 250 g box............................... 179 220 880 kr. kg Spergilkál............................................ 299 412 299 kr. kg Þín Verslun Gildir 12. apríl–18. apríl verð nú verð áður mælie. verð Almondy Daimterta, 400 g ................... 599 859 1.498 kr. kg Homeblest 50%, 300 g ........................ 119 149 397 kr. kg Toffypopps, 150 g................................ 99 139 660 kr. kg Nescafe Red, 100 g ............................. 239 299 2.390 kr. kg helgartilboðin Kjúklingur, svínakjöt og ávaxtasafi Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Við metum auðvitað ástandið eftir veðriog færð. Strangt til tekið eiga nagla-dekkin að hafa horfið undan bílum 15.apríl næstkomandi sem er næsti sunnudagur. Við höfum þó ekki verið ýkja strangir á þessu fyrstu dagana á eftir, en strax um mánaðamótin má búast við að nagladekkja- banninu verði fylgt mjög strangt eftir og þá sleppur væntanlega enginn, þrátt fyrir að hafa afsakanir á reiðum höndum,“ segir Ólafur H. Knútsson, varðstjóri í umferðardeild lögregl- unnar í Reykjavík. Bann er við notkun nagladekkja frá 15. apríl til 31. október og gilda sömu tímamörk um land allt. Hafi vetur konungur hinsvegar ekki kvatt endanlega um miðjan apríl, er ákvæði í umferðarlögum sem heimilar notkun nagla- dekkja áfram eða á meðan snjóa eða hálku nýt- ur við. Eins má gera ráð fyrir því að menn freistist til að seinka nagladekkjaskiptum ef þeir sjá fram á akstur yfir viðsjárverðar heiðar eftir að bann við nagladekkjum tekur gildi. „Eftir 1. maí förum við að sýna hörku og þá þýðir ekkert að bera við neinum heiðum eða slíku. Og það eru sektir við slóðaskapnum því viðurlögin nema fimm þúsund króna sekt á hvert nagladekk, sem er undir bílnum,“ segir Ólafur varðstjóri. Nagladekkin á undanhaldi Samkvæmt upplýsingum umhverfissviðs Reykjavíkurborgar hefur notkun nagladekkja dregist saman um ríflega 15% á síðustu fimm árum. Notkun nagladekkja á höfuðborgar- svæðinu er nú komin niður í 50%, en var 65% árið 2002, samkvæmt talningum, sem gerðar voru í febrúarmánuðum undangenginna ára. Nýjasta talningin, sem gerð var 7. mars sl., leiddi í ljós 47% notkun nagladekkja. Umhverf- isráð Reykjavíkurborgar samþykkti svo í vik- unni, að tillögu formanns ráðsins, Gísla Mar- teins Baldurssonar, að beina því til samgönguráðherra að lengja tímann, sem notk- un nagladekkja er bönnuð þar sem þörf á nagla- dekkjum í borginni sé hverfandi enda væri göt- um vel við haldið, þær ruddar og saltaðar títt yfir vetrartímann. Samkvæmt lauslegri könnun kostar umfelg- un á stálfelgum undir fólksbíl með jafnvægis- stillingu 5.990 kr. hjá Sólningu, 5.890 kr. hjá Bíla-Áttunni og 6.091 kr. hjá Hjólbarðahöllinni. Umfelgun á álfelgum er ívið dýrari og kostar 6.140 kr. hjá Sólningu, 6.460 kr. hjá Bíla- Áttunni og 6.800 kr. hjá Hjólbarðahöllinni. „Við erum í startholunum því gera má ráð fyrir að traffíkin fari að koma, en reynslan hef- ur sýnt að menn eru að teygja það að skipta yfir á sumardekkin alveg út maímánuð. Það tekur verkstæðin góðan hálfan mánuð að anna eft- irspurninni allri sem helst í hendur við for- sendur tíðarfarsins,“ segir Eiður Ármannsson, verkstjóri hjá Sólningu. „Ökutækjaeigendur þurfa alltaf á verkstæði til að láta umfelga, en ef menn eiga tvo um- ganga á felgum geta menn hugsanlega skipt um sjálfir. Jafnvægisstillingin er hinsvegar alltaf innifalin í okkar leikreglum. Menn þurfa auðvit- að að gæta þess vandlega að herða felguboltann rétt og endurherða svo eftir 50–100 km akstur svo öruggt sé að dekkin séu föst undir bílnum.“ Aðrir góðir vetrarvalkostir Að sögn Eiðs er nú komið á markaðinn úrval ónegldra vetrardekkja, sem hæglega geta leyst nagladekkin af hólmi og spæna hvorki upp mal- bikið né valda svifryki. „Þetta eru loftbóludekk, harðkornadekk og svokölluð heilsársdekk. Öll þessi dekk má nota árið um kring, en ráðlegt er að skipta yfir á sumardekk á sumrin þegar vora tekur þar sem þau þola mun minni hita en sumardekkin. Í þessum ónegldu vetrardekkjum er meira af náttúrulegu gúmmíi til að takast á við ísinguna, en sumarhitinn veldur því að gúmmíið slitnar örar,“ segir Eiður og bætir við að af dekkjaflór- unni allri séu sumardekkin ódýrust. Ný sumar- dekk kosta 5 til 12 þúsund krónur stykkið. Hefðbundin vetrardekk kosta frá 6.500 og upp í 12 þúsund krónur stykkið. Harðkornadekk, sem eingöngu eru framleidd úr sóluðum dekkj- um, kosta 7 til 12 þúsund krónur og loftbólu- dekkin eru dýrust og kosta 12 til 20 þúsund krónur stykkið. Aðstæðurnar afar misjafnar Naglalaus dekk valda ekki aðeins minni svif- ryksmengun, heldur endast þau betur og valda minni hávaða við akstur. „Við hvetjum auðvitað fólk til að fara að lög- um, en svo er það alltaf mat hvers og eins hvaða dekkjabúnað það kýs að nota því aðstæður geta verið mjög misjafnar. Aksturshæfni manna svo og aksturstæki eru afskaplega mismunandi svo það er ekki hægt að gera sömu kröfu til allra. Það er í raun alltaf umdeilt hvort menn þurfi að vera á nagladekkjum. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Nagladekk hafa nú verið bönnuð í nánast öllum Evrópulöndum og algjör und- antekning er ef þær aðstæður skapast í Reykja- vík að ökutæki þurfi að vera á nagladekkjum. Það kann að horfa öðruvísi við ef menn þurfa að fara reglulega yfir heiðar á borð við Holta- vörðuheiði og Hellisheiði. Ég ek alltaf á ónegld- um dekkjum og myndi t.d. velja loftbóludekk umfram allt annað ef ég þyrfti að keyra til Hveragerðis á hverjum morgni árið um kring. Það er engin spurning í mínum huga,“ segir Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Fimm þúsund króna sekt rukkuð fyrir hvert nagladekk Morgunblaðið/Þorkell Vorverkin Tími nagladekkjanna rennur út næsta sunnudag, en lögreglan ætlar ekki að taka upp sektarblokkina fyrr en e.t.v. um mánaðamótin.          !!" #"              $ $ $ $ $ Hafi vetur konungur ekki kvatt um miðjan apríl er ákvæði í umferðarlögum sem heimilar notkun nagladekkja á meðan snjóa eða hálku nýtur við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.