Morgunblaðið - 12.04.2007, Síða 29
Klaustrin í Göreme voru stofnuð
og byggð á níundu öld þótt elsta
kirkjan þar sé frá sjöttu öld. Inni í
litlum kirkjunum eru fagurgerðir
bogar og stundum allir veggir mál-
aðir myndum úr lífi Jesús. Engin
leið er að lýsa verunni í Göreme –
eina leiðin er að drífa sig á staðinn.
Dalur álfastrompanna
Eftir heimsókn í þjóðgarðinn
héldum við til Pasabag í Kapp-
adókíu og undruðumst enn yfir
landslaginu. Nú sáum við ekta álfa-
borgir sem stóðu uppá háum klett-
um og líktust helst afrískum
strákofum. Svæðið er kallað Dalur
álfastrompanna.
Þessir dagar með ferðahóp Frið-
riks G. Friðrikssonar voru afar góð-
ir. Við gistum á hóteli og fórum á
ekta tyrkneskt kvöld. Einnig er
hægt að leigja sér herbergi í inn-
gröfnu berghóteli sem er jafnframt
safn sem innréttað hefur verið í eina
klettaborgina. Í Kappadókíu ferðað-
ist ég neðanjarðar um stund, skoð-
aði listaverk ristuð og máluð í berg-
kirkjur og skaut kolli út um
álfastromp og fylgdist með tyrk-
nesku tungli líða yfir himin.
Byggð Munkaklaustur í Göreme
Talið er að u.þ.b. 15 þús-
und manns hafi búið
neðanjarðar í borginni
Kaymakli þegar mest var.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 29
Þar var veðrið stórkost-
legt og um tugur ann-
arra jeppa þar á ferð.
Það er virkilega
skemmtilegt að aka á
traustu ökutæki upp
Hamragarðsheiðina og
þaðan upp að Goða-
steini. Þegar bílunum
er lagt neðan við stein-
inn taka ferðalangar
hver annan tali og
þarna myndast góð
stemmning. Dregnir
eru fram kaffibrúsar og
brauðbiti, kveikt í síg-
arettum og spjallað svo-
lítið. Síðan eru teknar
einhverjar myndir,
brauðskorpum og sígarettustubbum
hent á hvítan jökulinn og brunað í
burtu. Mikið hrikalega er þetta leið-
inlegt. Er virkilega ekki hægt að
ganga betur um náttúruna? Og
þarna voru börn með í för. Aldeilis
gaman að láta þau horfa upp á svona
lagað.
x x x
Í borgarumferðinni sér Víkverjihvað eftir annað fólk henda log-
andi sígarettustubbum út um bíl-
gluggann sem nánast springa út í
glóðarregni á götunni, þeim sem á
eftir kemur til mikils ama. Hvað ef
bensíntankur á bíl er lekur? Víkverji
veltir þessu svona fyrir sér á síð-
kvöldum.
Víkverji verður aðviðurkenna að
hjólreiðar hans í vetur
voru allt of litlar. Of oft
valdi hann bílinn og
lagði sitt af mörkum til
mengunar í borginni.
Þetta skýrist af því að
Víkverji tók sér ekki
þær 20 mínútur sem
þarf til að undirbúa sex
mílna hjólreiðaferð.
Það þarf að klæða sig
aðeins betur og setja
upp endurskinsborða á
buxnaskálmarnar að
ógleymdum hjálm-
inum. Síðan var ýmist
of hvasst eða of mikið
svifryk. Nú eða þá að það var allt of
vott – taldi Víkverji. Og hann átti eft-
ir að fá sér betra afturbretti. Þannig
mætti telja upp afsakanir sem dugðu
heilan vetur. En því má ekki gleyma
að Víkverji fór allnokkrum sinnum á
hjólinu og fannst það óviðjafnanlegt.
Ekki þarf að kvarta yfir hjólaleiðum
frá miðbænum upp í Hádegismóa,
þannig að sökin liggur alfarið hjá
Víkverja. Hann á nú tvo kosti, að
snúa við blaðinu og hætta vælinu eða
snúa því ekki við en hætta vælinu eft-
ir sem áður, það er svo leiðinlegt að
hlusta á svoleiðis.
x x x
Víkverji ók á jeppa upp á Eyja-fjallajökul á föstudaginn langa.
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Miklar yrkingar spunnust umLorem ipsum á Leirnum í
framhaldi af limru Ara Eldjárns
sem birtist hér fyrir nokkru. Stefán
Vilhjálmsson velti fyrir sér „rími
við haps og við blasti snafs (með b
framburði)“, en hann ákvað að
prófa annað:
Oft mig hendir árans laps-
us ef brag skal vanda,
í hverri línu hipsum haps
hortittirnir standa.
„Ja, hvurugur andskotinn,“
komst einn leirverja að orði. Jón
Arnljótsson greip árann á lofti:
Fjöldinn hefur verið vandi,
þó vissu hafi margir skólar,
en andskotinn er óteljandi,
eins og bæði vötn og hólar.
Hálfdan Ármann Björnsson:
Í Húnaþingum hann má sjá
í hópum meður úrval tóla.
Þykir minna einkum á
Arnarvatnsheiði og Vatnsdalshóla.
Loks Jóhannes Sigmundsson í
Syðra-Langholti:
Fúl og ill er fjandans art
sem finnst í byggðum þessa lands.
En Húnaþingið held ég vart
sé höfuðvígi andskotans.
Haps og
andskotinn
VÍSNAHORNIÐ
pebl@mbl.is
HIÐ margfræga Tívolí í Kaupmannahöfn opnar á morg-
un á ný eftir vetrarfrí og í ár mega gestir eiga von á áður
óþekktum ævintýrum. Má þar nefna nýtt skemmtitæki
fyrir börn, ballett sem settur er upp í leikmynd eftir
Margréti Danadrottningu, haldið verður upp á tíu ára af-
mæli föstudagsrokksins og heimsfrægir tónlistarmenn
troða upp á tónleikaröð í konsertsalnum.
Bókin Sæfarinn eftir Jules Vernes var innblástur fyrir
nýja hringekju í Kátínuhorni tívolísins (Tivolis Muntre
Hjørne). Hún er í laginu eins og kolkrabbi en umhverfis
hann sigla tólf litlir kafbátar í anda Nautilus, fleys Ne-
mós kapteins. Litlu skipstjórarnir munu geta stýrt hæð
kafbátanna sem fara hring eftir hring í kring um kol-
krabbann en leikurinn gengur út á að forðast að lenda í
vatni sem gusast undir bátunum.
Þriðja sýningin með leikmynd hennar hátignar Mar-
grétar Danadrottningar verður frumsýnd 14. júlí í sumar
og nefnist Eldfærin (Fyrtøjet). Nú sem áður er um sam-
vinnuverkefni drottningarinnar, danshöfundarins Dinna
Bjørn og tónsmiðsins James Price að ræða.
Von Otter og Macy Gray
Allt frá árinu 1997 hafa gestir Tívolísins átt kost á að
sækja tónleika á föstudögum með dönskum og erlendum
rokkstjörnum á stóra sviðinu í tívolígarðinum. Föstu-
dagsrokkið, eins og þessar uppákomur eru kallaðar,
heldur upp á tíu ára afmæli sitt með því að fá m.a. Pet
Shop Boys á senuna í sumar en aðaluppákoman verður
þann 22. júní þegar afmælisins verður minnst með stór-
tónleikum.
Meðal tónlistarfólks í Konsertsalnum verða sænski
mezzo-sópraninn Anne Sofie von Otter sem syngur fyrir
Tívolígesti 10. júní og Sköpun Haydns verður flutt 24.
Tívolí opnað
á morgun
Gaman saman Tívolíið í Kaupmannahöfn er vinsæll
viðkomustaður fyrir fjölskyldur í sumarfríi.
www.tivoli.dk
júní með hinum lágvaxna bassasöngvara Thomas Quast-
hoff, sópransöngkonunni Klöru Ek og tenórnum Marcel
Reijans. Af dægurstjörnum má nefna þær Rickie Lee
Jones sem heldur tónleika í salnum þann 27. apríl og
Macy Gray sem treður upp 30. maí.
Nánari dagskrá er að finna á heimasíðu tívolísins.
MARGIR hótelgestir yfirgefa hótel
sem þeir gista á með mun meira í
farangrinum en þeir komu með.
Ástæðan er sú að margir freistast
til að taka með sér heim hótelhand-
klæði og hverskonar vörur sem til-
heyra hótelum. Handklæðin á góð-
um hótelum eru nefnilega stundum
svo undursamlega mjúk og sama er
að segja um baðsloppana.
En nú er hægt að fá slíkar vörur,
án þess að taka þær frjálsri hendi
og án alls samviskubits, því Rad-
isson Hótel hafa sett á stofn eigin
netverslun með hótelvörum sínum:
The Radisson Guest Room Bouti-
que.
Þar er hægt að kaupa sængurföt,
sturtuhengi, útvarpsvekjaraklukk-
ur með geislaspilara, handklæði,
hárblásara, sjampó og líkamskrem,
svo eitthvað sé nefnt. Og allt er
þetta vel merkt Radisson hótelun-
um.
Talsmenn Radisson hótelanna
segjast upp með sér af því að gestir
þeirra séu svo hæstánægðir með
hóteldvöl hjá þeim að þeir vilji taka
með sér heim alls kyns minjagripi.
Eins segjast þeir komast í betra
samband við gesti sína með því að
bjóða þeim að kaupa hótelvörurnar.
Verslun fyrir fingralanga hótelgesti
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Freistandi Margir hótelgestir taka eitthvað með sér heim.
www.radissonguestboutique.com
Vika á Florida
kr. - ótakmarkaður akstur, allar tryggingar,
þjófavörn, flugvallargjald, einn tankur
af bensíni, einn auka bílstjóri og skattar.
Huyndai Accent eða sambærilegur
522 44 00 • www.hertz.is
17.200frá
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
E
R
36
91
9
04
/0
7
Bókaðu bílinn heima fyrir 1.maí
- og fáðu 1.000 Vildarpunkta