Morgunblaðið - 12.04.2007, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 31
segir Jón
m þurfi að
stefnu.
tjórn
ála
á samstill-
peninga-
mis orkar
ar í byrj-
í byrjun
Eins kom
undna að-
kvæmdum
ár í fyrra,
rif, því frá
reyndi. Þá
na Íbúða-
og á síð-
á yfirlýs-
aldssemi í
ringlanda-
refur und-
með hækk-
eð undan
tefnunnar
málum og
vera sam-
a haldist í
efnahags-
aranlegar
fi.
tillinguna
og betra
arsýn og
eirra sem
agslífsins.
Við þurfum að bæta vinnubrögðin
við gerð fjárlaga og umfram allt eft-
irlit með framkvæmd þeirra. Þáttur
í þessari viðleitni ætti að vera að efla
samráð við samtökin á vinnumark-
aðinum og stefna að nýrri þjóðarsátt
um efnahags-, kjara- og félagsmál.
Þjóðarsáttin 1990 verður lengi í
minnum höfð því það var henni að
þakka að það tókst að rjúfa vítahring
verðbólgu og gengisfellinga,“ sagði
Jón ennfremur á fundinum í gær.
Fjallaði hann einnig um vaxta- og
gengismál og rifjaði upp að 2001 var
tekin upp ný tilhögun fljótandi geng-
is og peningamálastjórn með verð-
bólgumarkmiði og stýrivöxtum sem
helsta stjórntæki. „Það er því miður
skemmst frá því að segja að tilraunin
með þessa tilhögun, sem nú hefur
staðið yfir í sex ár hefur ekki gefið
góða raun. Því fer fjarri að verð-
bólgumarkmiðið upp á 2,5% á ári
hafi náðst. Árshraði verðbólgunnar
hefur verið yfir verðbólgumark-
miðinu og reyndar yfir efri þolmörk-
um, sem nú eru 4% á ári, meirihluta
þess tíma sem liðinn er frá því þessi
tilhögun var tekin upp. Stýrivöxtum
Seðlabankans hefur verið beitt til
þess að sporna gegn verðbólgu, en
þeir hafa reynst áhrifalitlir þótt þeir
séu nú 14¼% og hærri en nokkru
sinni fyrr. Vaxtamunurinn milli Ís-
lands og helstu markaðslanda er
einnig meiri en hann hefur áður ver-
ið eða 9 til 11 af hundraði á mæli-
kvarða stýrivaxta. Vaxtastýringin
virðist því fyrst og fremst hafa haft
áhrif á verðlag með því að halda
gengi krónunnar uppi, sem hefur svo
haft ýmsar mjög óheppilegar hliðar-
verkanir.“
Hann sagði miklar gengissveiflur
á undanförnum árum valda óvissu og
kostnaði. Munur á hæstu og lægstu
stöðu hefði farið upp í 42%, sem væri
óþolandi fyrir útflutningsfyrirtæki,
sérstaklega sprotafyrirtæki, sem
ekki hefðu bolmagn til gengisvarna.
Fordómalaus athugun á upp-
töku evru er þjóðarnauðsyn
„Það er því eðlilegt og skiljanlegt
að talsmenn framsækins atvinnulífs
á Íslandi varpi fram spurningunni;
Er krónan nógu stór fyrir Ísland?
Og fyrir stórhuga stjórnendur fyr-
irtækja, sem líta á heimsmarkaðinn
sem sinn heimamarkað og við þurf-
um fleiri slík fyrirtæki, þá er svarið
alveg hiklaust nei. Það er því þjóð-
arnauðsyn að fram fari fordómalaus
athugun á því hvort upptaka evru
sem gjaldmiðils á Íslandi sé heppileg
lausn á gengisvandanum. Það mál
verður vitaskuld ekki slitið úr sam-
hengi við spurninguna um aðild Ís-
lands að Evrópusambandinu, en
hver sem niðurstaðan verður er ljóst
að Ísland getur ekki tekið upp evru
sem sína eigin mynt nema að upp-
fylltum ströngum skilyrðum um
efnahagslegt jafnvægi, sem nú vant-
ar mikið upp á hvað varðar vexti,
verðbólgu og gengissveiflur, sem allt
er langt ofar evruaðildarmarka. Sem
markmið gæti ESB-aðild og upp-
taka evru hins vegar verið mjög
gagnleg kjölfesta fyrir hagstjórn-
ina,“ sagði Jón. Við pallborðsumræð-
ur síðar á fundinum í gær kom fram í
máli Jóns að með bjartsýni mætti
gera ráð fyrir að það gæti tekið sem
svarar tveimur kjörtímabilum að fá
aðild að Myntbandalagi Evrópu.
Í ritinu er fjallað ítarlega um rík-
isfjármálin og sagði Jón að tekju-
afgangur ríkissjóðs og minnkun rík-
isskulda, sem talsmenn ríkis-
stjórnarinnar hafi mjög gumað af, sé
fyrst og fremst til komin vegna sjálf-
virkrar tekjuaukningar af ofþenslu,
ásamt sölu ríkiseigna, fremur en
vegna árangurs í útgjaldastjórn.
Þá kom fram í máli hans að hlutur
hins opinbera í þjóðartekjunum hafi
aukist úr 32% í 41% á sl. tíu árum.
„Þrátt fyrir þessi stórauknu umsvif
virðist flestum að kjarajöfnunarhlut-
verki hins opinbera sé nú lakar sinnt
en áður. Hlutfall beinna skatta fólks
með lágar- og miðlungstekjur hefur
hækkað, ójöfnuður í skiptingu ráð-
stöfunartekna heimilanna hefur
aukist á þessu árabili. Á sama tíma
hafa kjör lífeyrisþega og barnafjöl-
skyldna dregist aftur úr kjörum
annarra. Af þessum sökum þarf að
fara fram heildarendurskoðun á
bæði skattkerfi og lífeyriskerfi með
það að markmiði að niðurjöfnun
skattanna verði sanngjarnari en hún
er nú en án þess að skattar í heild
hækki,“ sagði Jón.
Jafnframt sagði hann að Íslend-
ingar þyrftu að hverfa frá fram-
leiðslutengdum styrkjum í landbún-
aði og ofurtollum á innfluttar
matvörur og vinna í samstarfi við
bændur að skipulegri aðlögun að
nýjum framleiðsluháttum. Aðild að
Evrópusambandinu sýndist vera
vænleg leið, m.a. til að brjótast út úr
stöðnuðu landbúnaðarkerfi.
Engin fjárfesting hér á landi
stendur undir vöxtunum
Við pallborðsumræður að loknu
erindi Jóns kom fram í máli Harðar
Arnarsonar, forstjóra Marels, að
mikið ójafnvægi ríkti í efnahagslíf-
inu. M.a. væri mjög brýnt að tekið
yrði á háum vöxtum. „Engar fjár-
festingar standa undir íslenskum
vöxtum í dag. Til þess þurfa fjárfest-
ingar að skila yfir 20% arðsemi á ári
og ég fullyrði að engar fjárfestingar
sem menn ráðast í á Íslandi í dag
standa undir þeirri arðsemi.“
þarf stöðugleika
Morgunblaðið/Sverrir
nni þarf nýtt og betra vinnulag, skýrari heildar-
ahagslífsins,“ sagði Jón Sigurðsson.
mála á fundi Samfylkingar Stefnir í hallarekstur ríkis-
lraunum til aðhalds og trúverðugleika efnahagsstefnunnar
Í RITI starfshóps Jóns Sigurðs-
sonar, Jafnvægi og framfarir,
segir að fákeppni, tollar og vöru-
gjöld, óbeinir skattar og hár fjár-
magnskostnaður haldi uppi verð-
lagi hér á landi. Lækkun
virðisaukaskatts og vörugjalda í
mars sé skref í rétta átt en ekki
nægilegt. „Skerpa þarf fram-
kvæmd samkeppnislaga á öllum
sviðum og huga að nauðsyn-
legum breytingum á þeim við ís-
lenskar aðstæður. Vegna smæðar
innanlandsmarkaðarins er óhjá-
kvæmilegt að samþjöppun sé
meiri hér en í fjölmennari lönd-
um. Íslenskar aðstæður kalla því
á sérstaklega öflugt eftirlit og
virk viðbrögð við óæskilegum
viðskiptaháttum fyrirtækja. Auka
þarf heimildir samkeppnisyf-
irvalda til að setja skorður við
atferli fyrirtækja sem ekki sam-
ræmist virkri samkeppni.“
Einnig segir þar að fylgja
þurfi þeirri stefnu sem mörkuð
var með starfi auðlindanefndar,
sem skilaði áliti árið 2000, „og
undirbúa samræmda gjaldtöku
fyrir afnot af sameiginlegum
auðlindum þjóðarinnar“. Enn-
fremur kemur þar fram að end-
urskoða þurfi skattlagningu
orkugjafa út frá umhverfissjón-
armiðum. „Við þá heildarend-
urskoðun á skattkerfinu sem
bráðnauðsynlegt er að fram fari
sem fyrst þarf að kanna vand-
lega hvernig auðlindagjöld og
„grænir skattar“ á jarðefnaelds-
neytisnotkun geti komið í stað
ósanngjarnra og úreltra skatta
og gjalda sem leggja ætti niður
eða lækka verulega, til dæmis
vörugjalda, tolla og stimp-
ilgjalda. Meðal annars þarf að at-
huga kosti þess að flytja skatt-
lagningu á farartækjum frá
sköttum á innkaup nýrra tækja
til gjalda á þá orkunotkun sem
veldur losun gróðurhúsaloftteg-
unda.“
Í ritinu segir að fram þurfi að
fara ítarleg athugun á reynslunni
af aflamarkskerfinu og huga að
breytingum til bóta í ljósi reynsl-
unnar. „Meðal annars þarf að
endurskoða álagningu veiðigjalds
og kanna hvort tilefni sé til þess
að breyta fyrirkomulagi þess.“
Öflugt eftirlit með við-
skiptaháttum fyrirtækja
segir að
sé
á þessum
num og
gu horft
leg út-
g reglu-
ekjur
ðs, þá sé
ð fyrir
gi í rík-
dir einn-
frá sl.
010 sýni
ldur en
ma-
stið
urinn í
meiri
fu öðru
gna betri
ð gert sé
ráð fyrir halla á ríkissjóði á næstu
tveimur árum eru alls engar frétt-
ir.“
Sjálfstæði Seðlabankans
Spurður um þá gagnrýni að
samstillingu vanti í hagstjórnina
segir Árni: ,,Frá því að Jón Sig-
urðsson hætti í Seðlabankanum
hafa verið gerðar breytingar.
Seðlabankinn er núna sjálfstæður
og tekur sínar eigin ákvarðanir
um vexti. Hann hefur ákveðin
verðbólgumarkmið og það er eig-
inlega þversögn í umræðu þeirra
sem segja að ríkisvaldið og Seðla-
bankinn eigi að samstilla sínar að-
gerðir en eru síðan stuðningsmenn
þess að við séum með sjálfstæðan
seðlabanka. Það er ekki um það að
ræða að ríkisvaldið og Seðlabank-
inn standi í einhverjum samninga-
viðræðum um vextina. Oft á tíðum
hafa ráðherrar tjáð skoðanir sem
hafa verið andstæðar því sem
Seðlabankinn hefur verið að gera
á ákveðnum tímapunktum. Ég hef
þó ekki gert það og ekki talið það
mitt hlutverk,“ segir Árni.
„Ég tel að í umræðunni hafi
margir hallað mjög réttu máli
hvað varðar hlut ríkissjóðs í að
hafa áhrif á aðhaldið í efnahagslíf-
inu. Ríkissjóður hefur verið rekinn
með metafgangi ár eftir ár og ver-
ið með mestan afgang af öllum rík-
issjóðum í löndum Evrópu sem við
berum okkur saman við. Sumir
hafa haldið því fram að afgang-
urinn á ríkissjóði hafi jafnvel haft
meiri efnahagsleg áhrif á að draga
úr þenslu en hinir háu vextir
Seðlabankans hafa gert,“ segir
Árni en tekur jafnframt fram að
með þessum orðum sé hann ekki
að hnýta í Seðlabankann.
la á ríkissjóði 2008–9
Kosningar snúast umhvernig þjóðarskútansiglir og hvernig afla-brögð verða næstu árin.
Framsóknarflokkurinn hefur í
gegnum 12 ára ríkisstjórnarsam-
starf staðið að miklum
framförum og kaup-
máttur launa aukist
um 50–60%.
Það kann vel að
vera að mörgum þyki
samstarf núverandi
stjórnarflokka orðið
langt, sem það er.
Sjálfstæðisflokkurinn
á 16 ár að baki og
Framsóknarflokk-
urinn 12 ár. Hitt veit
hvert mannsbarn, að
síðustu 10–12 árin
verða talin eitt mesta
hagvaxtarskeið Ís-
lendinga, með gnægð
nýrra tækifæra nán-
ast á öllum sviðum at-
vinnulífsins, ekki bara
í stóriðju, heldur alveg
sérstaklega á mörgum
öðrum sviðum í útrás
og hátæknistörfum.
Sumir tala um ís-
lenska efnahags-
undrið og ég hygg að
það séu orð að sönnu.
Hér var ríkjandi atvinnuleysi
þegar við framsóknarmenn komum
í ríkisstjórnina 1995. Hvorki meira
né minna en 12–14 þúsund Íslend-
ingar voru án atvinnu. Það var
landflótti og atvinnulífið rambaði
víða á barmi gjaldþrots. Ísland þyk-
ir í dag eitt framsæknasta land í
Evrópu; það er það vegna þess að
hér hafa verið teknar pólitískar
ákvarðanir sem snerta umgjörð at-
vinnulífs á svo mörgum sviðum:
Þetta á við um banka og pen-
ingamál.
Þetta á við um hátækni og vís-
indastörf.
Þetta á við um mennta- og
skólamál.
Þetta á við um almennt frelsi ís-
lenskra fyrirtækja til að sækja
inn á erlenda markaði.
Þetta á við um skattalækkanir
fólks og fyrirtækja.
Þetta á við um sjávarútvegsmál.
Þetta á við um landbúnaðarmál.
Þetta á við um erlenda fjárfest-
ingu, sem best sést á öflugum
iðnaði í Straumsvík og Hvalfirði;
þessi stóriðja sem tröllríður um-
ræðunni er afgerandi fyrir at-
vinnulíf á höfuðborgarsvæðinu
og nú á Austurlandi. Síðan hæg-
ir mjög á allri stóriðju.
Lífskjör hafa batnað verulega
hjá öllum, þótt alltaf séu hópar
fólks og byggðir sem þarf að taka á
með. Atvinna er undirstaða þess að
íslenskt samfélag þrífist. Í dag er
Ísland eina landið í Evrópu þar sem
atvinnuleysi hefur ekki fest rætur –
það má aldrei verða.
Framsóknarflokk-
urinn er tilbúinn að
stýra þjóðarskútunni
áfram og tryggja að
aflabrögð á þjóð-
arskútunni verði góð.
Eftir 12 ára árangurs-
ríka ríkisstjórnarsetu
biður flokkurinn
landsmenn að íhuga
vel hina pólitísku
stöðu og forða því að
Kaffibandalag undir
forystu Steingríms J.
Sigfússonar komist til
valda. Undir grænum
kufli orðræðunnar
löngu eru Vinstri
grænir rauðir og
munu viljandi eða
óviljandi valda því
með aðgerðum sínum,
að atvinnulífið geldist
eins og mjólkurkýr
sem fær júgurbólgu.
Steingrímur J. Sig-
fússon er staddur eins
og Kvennalistinn,
bakland hans er hlað-
ið af lausnum í efnahagsmálum,
sem engin þjóð í Evrópu lætur sér
til hugar koma að framkvæma.
Samfylkingin hefur á síðustu árum
og með forystu Ingibjargar Sól-
rúnar misst völdin til sósíalistanna
sem ráða nú flokknum. Hinir raun-
verulegu kratar eru án föðurhúsa.
Framsóknarflokkurinn býður
fram krafta sína sem fyrr og geng-
ur sem aðrir flokkar óbundinn til
kosninga.
Hitt er jafn ljóst í mínum huga,
fari kosningarnar eins og skoð-
anakannanir segja nú einum mán-
uði fyrir kosningar að Framsókn-
arflokkurinn hljóti aðeins 7–8
þingmenn, er viðbúið að Íslend-
ingar fái öfgastjórn, annað hvort
sósíalíska stjórn undir forystu gam-
alla Alþýðubandalagsmanna eða
hreina frjálshyggjustjórn undir for-
ystu Sjálfstæðisflokks með aðstoð
einhvers smáflokkanna. Framsókn-
arflokkurinn er hógvær miðjuflokk-
ur og gegnir mjög mikilvægu for-
ystuhlutverki í íslenskri pólitík. Ég
trúi því að kjósendur muni flykkja
sér um Framsóknarflokkinn 12.
maí til að tryggja áfram sókn og
framfarir á Íslandi.
Verður pólitíkin á rauðu
ljósi og atvinnulífið á ís?
Eftir Guðna Ágústsson
Guðni Ágústsson
» Framsókn-arflokkurinn
er tilbúinn að
stýra þjóðar-
skútunni áfram
og tryggja að
aflabrögð á
þjóðarskútunni
verði góð.
Höfundur er landbúnaðarráðherra.
EF STJÓRNMÁL ættu að
snúast um eitt málefni öðrum
fremur ættu það að vera málefni
barna. Þar eru grundvallarhags-
munir í húfi. Ég vil hins vegar
leyfa mér að fullyrða að svo sé því
miður ekki í dag.
Um 5.000 börn eru undir fá-
tæktarmörkum. Barnafátækt er
tvöfalt meiri hér en á hinum Norð-
urlöndunum. Það segir sína sögu
að um 8.500 börn hafa ekki farið
til tannlæknis í þrjú ár. Um 4.000
tilkynningar berast árlega til
Barnaverndarstofu. Vinnuvika
foreldra er ein sú lengsta í Evr-
ópu. Og loks er það því miður
staðreynd að barnabætur hafa
verið skertar um 11 milljarða kr. á
10 ára tímabili.
Samfylkingin hefur nú lagt
fram ítarlega aðgerðaáætlun um
hið unga Ísland. Meðal þess sem
Samfylking vill gera í þessum efn-
um er eftirfarandi:
1. Stytta vinnuvikuna í samráði
við aðila vinnumarkaðarins.
2. Tryggja gjaldfrjálsa menntaleið
í gegnum leik- og grunnskóla.
3. Tryggja að öll börn geti tekið
þátt í íþrótta-, tómstunda- og
félagsstarfi.
4. Hækka barnabætur og lækka
matvælaverð helmingi meira
en ríkisstjórnin.
5. Ókeypis námsbækur í fram-
haldsskólum.
6. Ókeypis tannvernd og afslátt-
arkort vegna tannviðgerða
barna.
7. Koma á sólarhringsaðstoð við
unga fíkniefnaneytendur og
börn með bráð geðræn vanda-
mál.
8. Lengja fæðingarorlof í 12 mán-
uði í áföngum og breyta
reglum þannig að viðmið-
unartími við útreikninga orlofs
verði styttur og þannig að or-
lofið nýtist einstæðum for-
eldrum að fullu.
Með þessu vill Samfylking að
málefni barna verði forgangsmál
í íslenskum stjórnmálum. Það er
sannarlega kominn tími til.
Ágúst Ólafur Ágústsson
Unga Ísland
Höfundur er varaformaður
Samfylkingarinnar.