Morgunblaðið - 12.04.2007, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í TILEFNI af umræðum í fjöl-
miðlum undanfarið um erfiðleika í
fangelsismálum okkar Íslendinga
langar mig til þess að skjóta inn
nokkrum orðum um valkosti.
Í byrjun sjöunda ára-
tugarins var ég sum-
arafleysingamaður í
lögreglunni í Reykjavík
og kynntist „hinni hlið-
inni“ á lífinu í Reykja-
vík. Seinna í læknanámi
og eftir útskrift kynnt-
ist ég við störf á
Kleppsspítala æ fleir-
um, sem höfðu komist í
kast við lögin og lent í
fangelsi. Margir höfðu
þeir/þær ungir í ölvímu
eða síðari árin í vímu
eiturlyfja brotið af sér
og orðið „tugthúslimir“
fyrir. Þessir ein-
staklingar, sem oft
komu frá brotnum
heimilum eða „sjúkum“
fjölskyldum, með t.d.
geðveikri móður og
áfengissjúkum föður,
eru gjarnan viðkvæmar
sálir. Sem börn höfðu
þau aldrei fengið að
finna fyrir þeim varn-
armúr (protective
shield) frá foreldrum/
uppeldisaðilum, sem hverju ungviði
er svo mikilvægt til þess að ná að
þroskast og vaxa andlega, siðferðilega
og félagslega. Frá árinu 1971 hef ég
unnið 20 ár á Norðurlöndum á geð-
deildum fyrir fullorðna, börn og ung-
linga og er sama sagan þar og hér.
Einstaklingar, sem að mínum dómi
vantaði grundvallarstuðning í æsku,
lenda í fangelsi í stað þess að fá með-
ferð og aðstoð til að ná fótfestu í lífinu.
Á árunum 1979–1989 veitti ég for-
stöðu dagdeild geðdeildar Borg-
arspítalans. Byggðist starfsemi þess-
arar deildar, sem hafði allt að 24
sjúklinga í meðferð í einu, á hug-
myndum frá Norðurlöndum, Hol-
landi, Þýskalandi og Bandaríkjunum.
Á þessum árum heimsótti ég hartnær
60 geðdeildir í þessum löndum og þá
fyrst og fremst dagdeildir og með-
ferðarheimili. Á dagdeild Borgarspít-
alans var megináhersla lögð á hóp-
vinnu, en einstaklings- og
fjölskyldumeðferð skipaði og háan
sess á deildinni. Með
þessu fyrirkomulagi
skapaðist víxlverkun
milli meðferðar, fjöl-
skyldu og vinnu, sem að
mínum dómi er mjög
mikilvæg einstaklingum
í sálarkreppu. Margir
þessara einstaklinga
höfðu átt við vímuefna-
vanda að etja í kjölfar
vanrækslu í æsku, of-
beldis, misþyrminga,
nauðgunar eða sifja-
spjalla. Ekki var óal-
gengt að laganna verðir
hefðu komið inn í líf
þeirra.
Föstum reglum var
fylgt á deildinni og fólk
aðstoðað til þess að
skipuleggja líf sitt og
líta fram á við. Kallaði
ég þessa meðferð „lífs-
ins skóla“ í viðtölum við
þá einstaklinga og fjöl-
skyldur, sem meðferð
fengu. Eftir u.þ.b.
þriggja mánaða með-
ferð fórum við að sjá ár-
angur, en sumir komu á deildina mun
lengur, enda er ekki til nein hrað-
spólun eftir margra ára andlegan
sársauka og vanlíðan. Starfsfólkið,
sem var frábært, var af ýmsum toga:
hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfar,
iðjuþjálfar, listþjálfar, sálfræðingar,
félagsráðgjafar, aðstoðarlæknar og
geðlæknar. Fór mönnun starfsliðsins
eftir ýmsu og sama gilti um meðferð-
arúrræði og fræðslu. Meðferðin
beindist bæði að hinu talaða orði og
ekki síður tjáningu tilfinninga/
hugsana í formi hreyfingar, teikninga,
málunar o.s.frv. Á haustin var tekið
slátur og kartöflur, sem settar höfðu
verið niður um vorið, teknar upp.
Áhugi starfsfólks var mikill enda
sást góður árangur í flestum tilvikum,
en margir skjólstæðinga höfðu verið
inn og út af geðdeildum, sumir um
margra ára skeið. Deildin var rekin
nær lyfjalaust. Í sambandi við dag-
deildina var og sístækkandi göngu-
deild jafnframt því sem innlögðum
einstaklingum á geðdeild Borgarspít-
ala fækkaði.
Reynsla mín fær mig til þess að
drepa niður penna og benda á dag-
deildarmeðferð sem valkost í málum
dæmdra manna/kvenna, sem ekki
teljast hættulegir samfélaginu, eða
sem eftirmeðferð eftir fangels-
isvistun. Tel ég að virk meðferð sér-
lega yngra fólks muni bera langvar-
andi árangur og mun betri en
innilokun og lítið samband við fjöl-
skyldu, atvinnulíf og lífið sjálft utan
veggja fangelsis. Vitur maður og
reyndur á þessu sviði, Njörður P.
Njarðvík, sagði á fundi fyrir nokkrum
mánuðum eitthvað á þessa leið: Er
nokkurt vit í því að kasta óhörðn-
uðum unglingi, sem framið hefur
„fíkniefnabrot“, beint á Litla-Hraun
eftir stutta afeitrun?
Vel verður að vanda bæði til vals á
starfsfólki og þeim sem meðferð
hljóta. Undirbúningur allur í formi
forsamtala og jafnvel tilrauna til með-
ferðar þarf að vera vandaður. Ef vel
er á spöðum haldið er ég ekki í vafa
um að þjóðfélaginu takist á þennan
hátt að breyta lífi margra ein-
staklinga til meiri þroska og ábyrgð-
ar. Er þá horft til framtíðar, því að
skaðaðir einstaklingar verða jú einnig
foreldrar og makar. Bitur, niðurbrot-
inn einstaklingur verður sjaldnast
öðrum góð fyrirmynd.
Glíma þarf á slíkum deildum við
margvíslegan vanda, andlegan, sið-
ferðilegan og félagslegan ásamt vafa-
laust fíkniefnavanda og þar gæti
reynsla SÁÁ komið inn. Vonast ég til
þess að ráðandi yfirvöld líti á þennan
valkost í stað þess að einblína á
stækkun lokaðra og einangraðra
fangelsa. Fangelsa sem bjóða auk
þess upp á margs konar hættur fyrir
óþroskaða einstaklinga með lítið
sjálfstraust og þol, til þess að stand-
ast álag frá forföllnum, reyndum af-
brotamönnum. Margur maðurinn/
konan hefur sagt við mig á löngum
ferli mínum í geðgeiranum: „Ég kom
út úr fangelsi sem verri manneskja
en þegar ég fór inn.“ Viljum við slíkt?
Valkostur
í fangelsismálum
Páll Eiríksson fjallar um fíkni-
efnavanda og fangelsismál
» Vonast ég tilþess að ráð-
andi yfirvöld líti
á þennan val-
kost í stað þess
að einblína á
stækkun lok-
aðra og einangr-
aðra fangelsa.
Páll Eiríksson
Höfundur er fyrrverandi yfirlæknir
í geðlækningum.
DAGINN fyrir páska kom sr.
Hjörtur Magni Jóhannsson, safn-
aðarprestur Fríkirkjunnar í
Reykjavík, fram í sjónvarpsfréttum
Stöðvar 2 og furðaði sig á framkom-
inni kæru á hendur sér fyrir siða-
nefnd Prestafélags Íslands. Und-
irritaður prestur
þjóðkirkjunnar er á
meðal kærenda og
neitaði m.a. að sitja
undir þeim hrokafullu
og ótrúlegu dylgjum
sr. Hjartar Magna að
þjóna „trúarstofnun“
sem snýst í kringum
sína eigin hagsmuni
og láti fólk dýrka sig
sem Guð sjálfan og er
því „stórhættuleg, ef
ekki djöfulleg“. Við-
brögð sr. Hjartar
Magna voru þau að
kalla suma þá sem
skrifuðu undir ákær-
una „bókstafs-
trúarmenn“. Rétt
væri að hann skýrði
mál sitt. Ekki þekki
ég sr. Hjört Magna
persónulega og skil
ekki hvernig hann
getur staðhæft með
þessum hætti.
Þótt leitt sé get ég
ekki sagt að það komi
á óvart að sr. Hjörtur Magni kjósi
að koma fram með þetta mál og
reka það í fjölmiðlum með þeim
hætti sem hefur orðið. Í gegnum
tíðina hefur þjóðkirkjan ítrekað
kallað eftir viðræðum við hann en
því hefur ekki verið sinnt. Sr.
Hjörtur Magni kýs að reka sín mál í
fjölmiðlum en forðast beinar og
málefnalegar viðræður. Hann
gengur svo langt að notfæra sér
prédikunarstólinn til þess að koma
sínum persónulegu skoðunum
áleiðis og rýfur með því vígsluheiti
sitt. Það er hans val. Erfitt er að sjá
hvernig það gagnast honum. Enn-
fremur er leitt að hann kaus að
íþyngja fólki með þessu sérstaka
máli daginn fyrir sjálfa páskahátíð-
ina. Það var ekki viðeigandi.
Málflutningur sr. Hjartar Magna
á liðnum misserum verður ekki rak-
inn hér. Ekki er óvarlega talað þeg-
ar ég lýsi þeirri skoðun minni að í
orðum sínum sýni hann mikla dóm-
hörku í ádeilu sinni á þjóðkirkjuna,
starfsmenn hennar og þeirra störf.
Það er og skoðun undirritaðs að sr.
Hjörtur Magni brjóti ákvæði siða-
reglna Prestafélagsins – sem hann
er sjálfur settur undir sem með-
limur félagsins – er kveða á um að
„prestar virði starfsvettvang hver
annars og stuðli að góðu samstarfi
og samkennd“ og ennfremur að
þeir „sýni hver öðrum heilindi og
virðingu í umtali og forðist að gefa í
skyn yfirburði sína yfir starfs-
systkin sín“. Með þessu er minna
sagt um réttmæti skoðana sr.
Hjartar Magna en það hvernig
hann kýs að bera þær fram – sem
er með mjög svo ófaglegum hætti.
Vissulega er langt
gengið þegar farið er á
fund siðanefndar en
efni stóðu vissulega til
þess.
Sannast sagna er
málflutningur sr.
Hjartar Magna ein-
hæfur og frasagjarn.
Þeir sem hafa hlustað á
hann eða lesið skrif
hans kannast við við-
kvæðið „Guð er óbreyt-
anlegur, stofnunin á að
breytast“. Gagnrýni
hans á þjóðkirkjuna
um hin ýmsu mál
grundvallast ekki síst á
þessari staðhæfingu.
Enginn deilir um
það að þjóðkirkjan sem
stofnun eigi að taka
breytingum. Henni er
nauðsynlegt, rétt eins
og hverri stofnun, að
laga sig að samtíma
sínum svo sem henni er
unnt. Hitt er annað
mál að enda þótt sr.
Hirti Magna þyki stofnunin ekki
breytast eftir sínu höfði og hent-
ugleika þá leyfist honum ekki að
ganga fram með þeim hætti sem
hann gerir. Þá er það varhugavert
að segja Guð formálalaust óbreyt-
anlegan. Guð er að sönnu eilífur og
vissulega hinn sami, óbreytanlegur
og tímalaus í eðli sínu og við breyt-
um honum ekki. En í kristinni
trúarhefð er ekki fótur fyrir jafn
sinnulausri og staðnaðri guðsmynd
og þetta orð kann að gefa til kynna
eitt og sér. Guð er lifandi og per-
sónulegur Guð sem tók á sig mann-
leg kjör í persónu Jesú Krists.
Hann er þríeinn, skapandi, þjáður,
krossfestur, upprisinn og nálægur.
Hann er ekki ósnortinn af ytri að-
stæðum og áhrifum heldur leitar út
fyrir sjálfan sig í kærleika sínum
og er bundinn sköpun sinni og hef-
ur áform fyrir hana og leggur sig í
sölurnar til að þau nái fram að
ganga. Guð er sannarlega ekki
óbreytanlegur enda þótt við breyt-
um honum ekki.
Annað sem sr. Hirti Magna er
tíðrætt um er að „hver sú trúar-
stofnun sem telur sig hafa höndlað
sannleikann sé stórhættuleg stofn-
un ef ekki bara djöfulleg“. Þetta er
undarleg þula sem virðist ekki upp-
fylla eigin kröfur. Sú staðhæfing
forstöðumanns trúarstofnunar-
innar Fríkirkjan í Reykjavík, að
hver sú trúarstofnun sem telur sig
hafa höndlað sannleikann sé hættu-
leg, er hún sönn? Og hvað ef svo
er?
Sá sannleikur sem þjóðkirkjan
játast og binst er Jesús Kristur,
sem er vegurinn, sannleikurinn og
lífið. Þjóðkirkjan leitast við að vera
höndluð af þeim sannleika líkt og
allt kristið fólk. Á það ekki við um
safnaðarprest Fríkirkjunnar í
Reykjavík?
Það virðist sannarlega sem sr.
Hjörtur Magni hafi höndlað sann-
leikann. Þess vegna á hann svona
létt með að deila á alla þá sem falla
ekki undir það sem hann hefur fyr-
ir satt. En reynist það rétt sem sr.
Hjörtur Magni segir, að hann hefur
ekki höndlað sannleikann, hvernig
getur hann þá dæmt um það hvort
aðrir hafi höndlað sannleikann eða
ekki? Hvernig veit hann hver sann-
leikurinn er þar sem hann hefur
ekki höndlað hann sjálfur?
Sannleikur
hvers?
Gunnar Jóhannesson skrifar
um ágreining þjóðkirkju
og sr. Hjartar Magna
Gunnar Jóhannesson.
» Sá sann-leikur sem
þjóðkirkjan ját-
ast og binst er
Jesús Kristur,
sem er veg-
urinn, sannleik-
urinn og lífið.
Höfundur er sóknarprestur.
vaxtaauki!
10%