Morgunblaðið - 12.04.2007, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina,
sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir lesendur og auka mögu-
leika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar.
Alþingiskosningar
ÞJÓÐLENDUMÁL og eign-
arréttur á landi hafa mikið verið
til umræðu síðustu árin, enda um
stórt og mikið
hagsmunamál fyrir
bændur og jarðeig-
endur í landinu að
ræða. Í aðdraganda
málsins á 9. ára-
tugnum var rætt
um að eðlilegt væri
að skýra mörk svo kallaðs einsk-
insmannslands á hálendinu sem og
í einhverjum tilvikum einnig eign-
armörk afrétta. Kröfugerð fjár-
málaráðuneytisins í þinglýstar
eignir virðist því í algjörri and-
stöðu við upphaflegan tilgang
þessarar vegferðar og málsmeð-
ferð sú sem viðhöfð er með öllu
óásættanleg. Úr hófi keyrir kröfu-
gerð ríkisvaldsins á Norðaust-
urlandi, en þar er sums staðar
gerð krafa um að land sé skil-
greint sem þjóðlenda allt niður í
sjó. Á opnum fundi um þjóðlend-
umál og eignarrétt á landi, sem
Búnaðarsamband Húnaþings og
Stranda hélt á Blönduósi fyrir
nokkru, kom fram að gerð er
krafa um að 75% af landi Grýtu-
bakkahrepps verði skilgreind sem
þjóðlenda í eigu ríkisins og dæmi
eru um samskonar kröfur í allt að
90% jarða. Framganga ráðuneyt-
isins er þannig hvorki í anda þess
samstarfs sem bændur og rík-
isvaldið áttu í aðdraganda málsins,
né í samræmi við tilgang laganna
sjálfra, sem er fyrst og fremst að
tryggja eignamörk bújarða, þann-
ig að hvergi leiki vafi á um eign-
arrétt jarðeigenda. Það er einnig
með ólíkindum að sönnunarbyrðin
skuli í sumum tilvikum vera lögð á
landeigendur, slík málsmeðferð er
í fullu ósamræmi við almennan
refsirétt, en þar er sönnunarbyrði
sektar á höndum ákæruvaldsins
en ekki öfugt.
Þetta er eitt af þeim málum sem
kljúfa þjóðina í tvennt og innan
stjórnmálaflokkanna – bæði rík-
isstjórnarflokkanna og þeirra sem
skipa stjórnarandstöðu – ríkir
ekki eining um hvernig mál þessi
skuli til lykta leidd. Annars vegar
er um að ræða landeigendur, eign-
ir þeirra og réttindi og hins vegar
er hópur fólks sem telur það til
mikilla hagsbóta fyrir þá sem ekk-
ert land eiga að ríkið slái eign
sinni á sem mest land sem sé þá
nokkurs konar þjóðareign. Ég
held að allir hafi skilning á því að
mikilvægt sé að skilgreina hálendi
landsins – hið svo kallaða einsk-
insmannsland – sem eign allra
landsmanna, en sú framganga
fjármálaráðuneytisins að virða
ekki eignarhald á þinglýstum
eignum er alvarleg og óásætt-
anleg.
Það er afar mikilvægt að skapa
sátt um þjóðlendumál til framtíðar
og þess vegna brýnt að ráðast í
endurskoðun á þeim lögum sem
gilda um þjóðlendur í því augna-
miði að skýra betur forsendur,
málsmeðferð og aðferðafræði. Á
flokksþingi Framsóknarflokksins,
sem haldinn var fyrir skömmu,
var samþykkt ályktun um að
fresta frekari framgangi þjóðlend-
umála og taka lögin til endurskoð-
unar, ásamt því að fjármálaráðu-
neyti endurskoði kröfugerð sína
þar sem mál standa yfir og leiti
sem fyrst sátta við landeigendur.
Þetta er í raun lágmarkskrafa og
hlýtur að teljast eðlileg í ljósi þess
að hér er um stórt og afar við-
kvæmt mál að ræða.
Um þjóðlendumál og eignarrétt á landi
Eftir Herdísi Á. Sæmundardóttur
Höfundur skipar 2. sæti á lista
Framsóknarflokksins í
Norðvesturkjördæmi.
FRAMBJÓÐANDI Frjálslynda flokksins í Reykjavík, Viðar Helgi
Guðjohnsen, skrifaði nýverið grein þar sem hann telur útlendinga
sem hér búa vera rótina að öllum þeim vanda sem við okkur blasir.
Af lestri greinarinnar má klárlega álykta sem svo að
útlendingar séu upp til hópa berklasjúkir eitur-
lyfjasalar og skipulagðir nauðgarar sem halda laun-
unum niðri og með öllu ómögulegt sé að kenna þeim ís-
lensku.
Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjáls-
lyndaflokksins sá ekki ástæðu til þess að bera á móti
þessu harkalega sjónarmiði Viðars í viðtali við Egil
Helgason og fram hefur komið að formaðurinn Guðjón
Arnar Kristjánsson segir ummæli Viðars ekki koma sér við.
Um þessar mundir má heyra fréttir af vaxandi kynþáttahatri hér á
landi þar sem m.a. er gróflega vegið að erlendum verkamönnum með
slagorðum sem forysta Frjálslyndra notar, „Ísland fyrir Íslendinga“
auk teikninga af hakakrossi og manni sem hangir í snöru.
Forysta Frjálslyndra er klárlega að koma því til leiðar með mál-
flutningi sínum, ákafa og tortryggni í garð útlendinga að kynþátta-
hatur og pirringur í garð útlendinga verði að vandamáli hér á landi.
Ég hef því miður allt of oft lent í deilum við fólk sem er farið að
pirra sig á þeim útlendingum sem það þarf að eiga samskipti við og
iðulega er vitnað til Magnúsar Þórs og félaga hans í Frjálslynda
flokknum til þess að rökstyðja það hversu skelfilegar manneskjur út-
lendingar eru.
Í einu tilviki bað ég viðmælanda minn, eftir að hafa fengið langa
ræðu pirrings og ofstopa, að segja mér hvort það væri ekkert gott
sem fylgdi þeim útlendingum sem hann ætti samskipti við. Hik kom á
viðmælanda minn og átti hann erfitt með í útlendingapirringi sínum
að viðurkenna að svo væri.
Það er fyrst og fremst Frjálslyndi flokkurinn með upphrópunum
sínum og ofstæki sem er að koma í veg fyrir að heilbrigt fjölmenning-
arsamfélag þar sem allir fái notið virðingar þrífist hér á landi. Við
höfum enn tækifæri til þess að byggja fjölbreytt samfélag og læra af
reynslu annarra þjóða og koma í veg fyrir að mistök sem átt hafa sér
stað erlendis verði okkar hlutskipti. Því miður er Frjálslyndi flokk-
urinn langt kominn með að eyðileggja þann möguleika með því að sá
fræjum tortryggni og ofstækis.
Frjálslyndiflokkurinn
sáir fræjum haturs
og tortryggni
Eftir Jóhann Björnsson
Höfundur skipar fimmta sætið á framboðslista Vinstrihreyfingarinnar
græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður.