Morgunblaðið - 12.04.2007, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 12.04.2007, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þorvaldur Lúð-víksson fæddist á Eyrarbakka 23. september 1928. Hann lést 2. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Lúðvík Norðdal Davíðsson, héraðs- læknir á Eyr- arbakka og síðar á Selfossi, f. 6. júlí 1895, d. 27. janúar 1955 og Ásta Jóns- dóttir, húsfreyja á Eyrarbakka og Sel- fossi, síðast í Reykjavík, f. 31. maí 1892, d. 16. júlí 1987. Systur Þor- valds eru Anna Sigríður skrif- stofumaður og húsfreyja í Reykja- vík, f. 6. ágúst 1920 og Ingibjörg Kristín bankaritari og húsfreyja í Reykjavík, f. 28. apríl 1922. Eiginkona Þorvalds frá 31. mars 1956 var Ásdís Ólafsdóttir hjúkr- unarkona og deildarstjóri við geisladeild Landspítalans, f. 29. júní 1931, d. 3. febrúar 2006. For- eldrar hennar voru Ólafur Sveins- son, f. 5. júní 1902, d. 5. mars 1986 og Lilja Júlíusdóttir, f. 12. sept- ember 1906, d. 10. september 1998, verkafólk á Siglufirði og síðar garðyrkjubændur í Víðigerði í Biskupstungum. Börn Þorvalds og Ásdísar eru: 1) Hervör Lilja héraðsdómari, f. 3. maí 1957, maki hennar var Örn Er- ur Kristínu Rut Einarsdóttur bankamanni. Börn þeirra eru: a) Njörður, b) Hervör, c) Þórlaug og d) Hlynur. Þorvaldur ólst upp á Eyr- arbakka. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1949 og cand. juris frá Háskóla Íslands 27. janúar 1956. Hann varð héraðs- dómslögmaður 1956 og hæstarétt- arlögmaður 1961. Þorvaldur var kennari við Kvennaskólann í Reykjavík 1954-1955. Fulltrúi hjá Magnúsi Thorlacius hrl., í Reykja- vík frá 1. febrúar 1956 til 1. febr- úar 1958. Þorvaldur rak málflutn- ingsskrifstofu í Reykjavík í félagi við Sigurð Ólason hrl., frá 1. febr- úar 1958 til 1. maí 1961, en einn frá þeim tíma til 1. mars 1987. Hann var framkvæmdastjóri Sjúkra- samlags Reykjavíkur frá 1. mars 1987 til 1990. Lögfræðingur hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík frá 15. desember 1990 og gjaldheimtu- stjóri Gjaldheimtunnar frá 1. mars 1992 til 1998, en eftir það lögmað- ur félags eldri borgara. Þorvaldur var í stjórn Lög- mannafélags Íslands 1958 til 1961. Í landskjörstjórn frá 1991 og síðar formaður hennar til 2003. Þorvald- ur var í fjölda ára í aganefnd Knattspyrnusambands Íslands og lyfjaeftirlitsnefnd Íþrótta- sambands Íslands frá 1989. Hann var sæmdur gullmerki Knatt- spyrnusambands Íslands 30. apríl 1992. Útför Þorvalds verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. lendur Ingason lækn- ir. Börn þeirra eru: a) Ásdís Halla laganemi, dóttir hennar og Loga Bjarnasonar er Embla Sól. Sambýlismaður Ásdísar Höllu er Ei- ríkur Atli Briem við- skiptafræðinemi, son- ur hans er Benedikt Kristinn. Dóttir Ásdís- ar Höllu og Eiríks er Kolfinna Margrét, b) Örlygur læknanemi, og c) Hjalti mennta- skólanemi. 2) Hrafn- hildur Ásta viðskiptafræðingur, skrifstofustjóri í umhverfisráðu- neytinu, f. 29. júní 1958, maki henn- ar var Yngvi Ólafsson læknir. Börn þeirra eru: a) Þorvaldur Hrafn laga- nemi, b) Ólafur Torfi verk- fræðinemi, c) Nanna mennta- skólanemi, og d) Jóhannes Kári. 3) Lúðvík matreiðslumeistari og iðn- rekstrarfræðingur, f. 28. ágúst 1959, kvæntur Jóhönnu Gunn- arsdóttur skrifstofumanni. Börn þeirra eru: a) Salvör Gyða laga- nemi, b) Iðunn, og c) Þorvaldur. 4) Ólafur Börkur hæstaréttardómari, f. 18. maí 1961, kvæntur Ragnheiði Einarsdóttur lyfjafræðingi. Börn þeirra eru: a) Ásdís verkfræðinemi, b) Guðrún Ásta menntaskólanemi, c) Einar Lúðvík, og d) Signý. 5) Þór- hallur Haukur héraðsdóms- lögmaður, f. 7. október 1970, kvænt- Elsku afi, ég á erfitt með að trúa því að þú sért bara farinn. Ég geymi allar minningarnar í hjarta mínu sem við áttum saman. Allar skemmtilegu stundirnar með þér og ömmu. Ég gleymi aldrei þegar ég flaug til Akureyrar að hitta þig og ömmu á 70 ára afmæli hennar. Við fórum um allan bæinn og auðvitað keyptir þú ís handa okkur í Brynju, þér fannst hann bestur. Við höfðum það rosalega gott og mun ég aldrei gleyma þessari ferð. Mikið var gaman þegar þú og amma bjugguð hjá okkur í smátíma sumarið 2000 áður en þið fluttuð í Bólstaðarhlíðina. Þá borðuð- um við nú marga snúða saman því þú varst svo duglegur við að fara í bak- aríið. Mér finnst erfitt að hugsa til þess að þú komir aldrei aftur. Þú verður alltaf í hjarta mínu. Núna ertu kominn til ömmu og þar veit ég að þér líður vel. Ég sakna þín sárt. Þín Iðunn. Afi okkar var góður og skemmti- legur maður. Hann var búinn að vera veikur lengi en honum þótti alltaf gaman að fá heimsóknir og hann var aðalgesturinn í barnaafmælum og al- gjör hetja. Hann hafði mjög gaman af fótbolta og það var gaman að horfa á fótbolta með honum, hann var að vísu alltaf að skipta um stöð en það var bara persónuleikinn hans, skemmti- legur og fyndinn. Hann hugsaði mikið um öll barnabörnin sín og fann upp mörg rímnöfn um þau. Afi fylgdist vel með okkur og kom og horfði á okkur við ýmsar aðstæður, t.d. á tónleika og fótboltamót. Hann fylgdist líka vel með litlu systkinum okkur, Þórlaugu og Hlyni. Nú er afi hjá ömmu sem hann saknaði svo mikið og nú vaka þau yfir okkur saman. Njörður og Hervör Þórhallsbörn. Mig langar að minnast afa með fá- einum orðum. Afi hafði einstakan húmor. Hann var mikið í því að grínast í okkur barnabörnunum og ríma. T.d. kallaði hann okkur börnin, í alvöru Salvöru, Ásdísi Ól í nýjum kjól, Guðrún Ásta var sú skásta, Hlyn vin og svo fram- vegis! Þegar ég minnist afa er ekki hægt að komast hjá því að nefna sum- arbústaðinn. Þar eyddu afi og amma mörgum stundum. Af og til fór afi einn í dagsferð þangað. Þar hefur hann ábyggilega verið að hugsa um grenitrén sín og hlusta á útvarpið í friðsældinni. En oftast fóru amma og afi saman og gjarnan eitthvert barna- barnanna með í för. Það voru góðir tímar. Afi og amma voru dugleg að ferðast. Ég gleymi því aldrei þegar ég var lítil, þá voru amma og afi eitt sum- arið að fara til Egilsstaða að heim- sækja fjölskyldu Barkar. Þar bjó uppáhaldsfrænkan mín, Ásdís Ól, og fékk ég að fara með sem leynigestur. Ég réð varla við mig af spenningi alla leiðina. Þetta lýsir ömmu og afa vel, þau voru ávallt tilbúin að leyfa barna- börnunum að vera með í því sem þau gerðu. Reglulega verður mér hugsað til Sunnubrautarinnar með söknuði. Margar góðar minningar koma upp í hugann. Sunnudagsmaturinn, þ.e. afasúpa og lambalærið ásamt sósunni góðu. Holan sem maður gisti í á milli ömmu og afa og kveikt var á útvarp- inu allar nætur. Boðin á jóladag og páskadag sem vörðu fram á nótt þar sem allir meðlimir fjölskyldunnar skemmtu sér saman. Við Sunnu- brautarfjölskyldan verðum að vera dugleg að halda í þessar skemmtilegu hefðir sem afi og amma sköpuðu í gegnum árin. Því að þetta eru góðar hefðir. Afi var góður maður og duglegur í sínu fagi. Þorvaldur litli Lúðvíksson getur stoltur borið nafn hans. Við barnabörnin erum einstaklega heppin að hafa átt svona góðan afa og góða ömmu. Þau gerast vart betri. Ég kveð þig að sinni elsku afi. Þín, Salvör Gyða Lúðvíksdóttir. Þorvaldur móðurbróðir minn hefur alla tíð skipað stóran sess í lífi mínu. Mínar fyrstu minningar honum tengdar eru frá bernskuárum mínum, þegar hann dvaldi á heimili foreldra minna á námsárum sínum. Þegar Þorvaldur kvæntist 27 ára að aldri og börnin fæddust, eitt af öðru, varð ég fastagestur á heimili hans um árabil, uppnumin af þessum litlu frændsystk- inum mínum. Þorvaldur rak lögfræði- stofu á þessum árum og 16 ára að aldri fékk ég sumarvinnu á skrifstofu hans, sem þá var í Tjarnargötu, en flutti síðar á Skólavörðustíg. Var ég meira og minna viðloðandi skrifstof- una fram á háskólaár mín. Það má segja að Þorvaldur frændi minn hafi verið mikill áhrifavaldur í mínu lífi. Þannig var það hann, sem hvatti mig til þess að leggja stund á lögfræði, þegar ég var í ákvörðunar- kreppu um framtíðaráform mín. Einnig var það hann, sem dreif mig áfram, hvatti mig og studdi, þegar mér fannst lögfræðin vera að kæfa mig. Og það var Þorvaldur, sem lagði mér til prófmálin fjögur, sem ég flutti til öflunar málflutningsréttinda í hér- aði. Þorvaldur var mikill fjölskyldu- maður og setti fjölskylduna ofar öllum öðrum gildum. Það voru ekki bara eignkona hans og börnin hans fimm, sem nutu þess, heldur fylgdist hann ekki síður grannt með og tók þátt í lífi systrabarna sinna. Var heimili hans ævinlega opið öllum, sem þangað leit- uðu. Þorvaldur frændi minn var hávax- inn maður, grannholda ungur maður, en þéttist á velli á fullorðinsárum. Hann hafði einstakt skopskyn, gat verið stríðinn en aldrei meinfýsinn. Hann var skarpgreindur og ótrúlega minnugur á allt, sem hann heyrði eða las. Þá hafði hann einkar næmt „júrid- ískt nef“ eða skynjun á hin ýmsu til- brigði lögfræðinnar og vafðist aldrei fyrir honum að greina kjarnann frá hisminu í hverju því máli, sem hann fjallaði um. Fyrir rúmum tveimur árum fékk Þorvaldur alvarlegt heilablóðfall, sem leiddi til þess, að hann lamaðist og var algerlega ósjálfbjarga upp frá því. Réttu ári síðar missti hann Ásdísi, lífs- förunaut sinn til næstum hálfrar ald- ar. Var hún honum mikill harmdauði. Aldrei heyrði ég frænda minn kvarta yfir þungbærum örlögum sínum, heldur sótti hann sín lífsgæði í sam- vistir með fjölskyldu sinni, börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Einhverju sinni, skömmu eftir að hann fékk heilablóðfallið, heimsótti ég hann og flutti honum andlátsfregn kærs fjölskyldumeðlims og hnýtti því við, að það hefði kannski verið Guðs blessun að hann fékk að fara, þar sem hann hefði ekki átt eftir nein lífsgæði. Þá leit þessi lamaði og mikið veiki frændi minn á mig og sagði: „Sigga mín, maður getur aldrei sagt til um lífsgæði annarra.“ Þó að hann frændi minn sé nú farinn á annað tilverustig og hvíldin kunni að vera honum líkn, þá veit ég, að hann gat hugsað sér að hafa þetta lengra og njóta þeirra lífs- gæða, sem hann átti, þ.e. barnanna sinna og fjölskyldna þeirra. Ég kveð nú kæran frænda, með þakklæti fyrir allt það sem hann var mér og bið honum Guðs blessunar á nýjum slóðum. Börnum hans og fjöl- skyldum þeirra vottum við hjónin ein- læga samúð okkar. Megi hann hvíla í friði. Sigríður Ólafsdóttir. Sár tilfinning er að kveðja Þorvald, en ljúft að rifja upp minningar sem spanna á sjöunda tug ára. Hann kom ungur í bæinn og þótti sveitó. En hann var mannblendin félagsvera og það nýttist honum vel á langri ævi. Fyrst bjó hann hjá frændfólki sínu og síðan lengi einn í leiguherbergjum á ótal- mörgum stöðum í bænum. Dreifbýlismaðurinn kenndi okkur saklausum miðbæingum að fóta okk- ur í varasömu þjóðfélagi; sjá við háði, gantaskap og blekkingum. Það kunni hann frá sínu Eyrarbakkalífi. Við vor- um illa búnir undir lífsbaráttuna og lærðum margt af tiltækjum hans. Hann gabbaði mig á okkar fyrsta degi. Gott ef ekki líka á hinum síðasta. Böndin okkar á milli treystust þeg- ar hann bjó undir rjáfri á nýbyggðu húsi og blasti ljósið úr þakglugganum frá mér séð yfir Tjörnina. Þar gat há- vaxinn unglingurinn hvergi staðið vel uppréttur nema í opnum þakgluggan- um. Eins og á fleiri stöðum þar sem hann bjó var lítill friður því félagarnir sóttu að eins og flugur á skán. Þar var brallað, skeggrætt, hlegið og slegist þangað til bankað var á dyrnar og beðið um hljóð, því verið væri að kistuleggja ömmuna í húsinu. Gaman var að setjast upp í Eyr- arbakka- og Selfossrúturnar til að heimsækja Þorvald. Þá kynntist ég þeirri einstöku fjölskyldu, Lúðvík og Ástu, og síðar systrunum Önnu og Ingibjörgu, sem tóku mér eins og syni og bróður, og þeirra traustu menn- ingu og ættrækni sem voru einkenni fjölskyldunnar. Ekki var lítill fögnuður í vinahópn- um þegar Lúðvík keypti sér Skoda ’46. Bílinn var Þorvaldur stundum með í bænum langtímum saman, því foreldrarnir vildu fá hann og okkur sem oftast til sín. Margar voru akst- ursæfingar félaganna, sem engan að- gang áttu að bílum, en tóku samt próf á 18 ára afmælinu. Tútommunagli gekk í svissinn og átti bíllinn til að hverfa. Margar voru ferðirnar út á land þegar menn ákváðu á þeim dýrð- ardögum, kannski á miðnætti, að skreppa í Ólafsvík eða í Dali til að kynnast kynlegum kvistum. Stjórnmálin byrjuðu sem gaman en urðu alvara þegar við gengum inn á Austurvöll 30. mars og sáum að við höfðum skipst í flokka og stóðum sitt- hvorumegin á vellinum. Kalda stríðið var ekki undiralda, heldur raunveru- legt. Vinatengsl riðluðust og engir samir síðan. En lífið hélt áfram, skemmtanir urðu fullorðinslegri, heimsóknir urðu tíðar til hjúkrunarnemanna á Miklu- braut. Lífið kvaddi dyra. Allt í einu var einn úr hópnum ekki lengur full- komlega eðlilegur. Skildi enginn mál- ið þar til út spurðist að Þorvaldur og Ásdís væru að stofna bú. Manni stóð ekki á sama. En það gekk allt vel. Þegar við bekkjarsystkin hittumst ekki fyrir löngu var veittur heiður fyr- ir afkomendafjölda. Þau reyndust sig- urvegarar. Svo tók lífsstarfið við. Praxísinn. Þar eins og hvarvetna var fjör og lífs- gleði, í hámarki hjá þeim Sigga Óla í Austurstrætinu. Þorvaldur var vin- sæll og stóð sig í lífi og starfi. Móðir mín lenti í hremmingum vegna hús- leka og vinnusvika. Hún hafði ekki alltaf verið sátt við grallaraspóann Þorvald. En í því máli stóð hann sig og átti hug hennar þaðan í frá. Snemma varð stjórnmálaáhuga vart hjá Þorvaldi. Byrjaði það með andúð á skoðunum Kiljans og Þór- bergs. Fór svo vaxandi, án þess fylli- lega mætti skilja hvað væri í uppsigl- ingu. Reyndist vaxandi íhaldsmaður, fyrst í hálfkæringi, eins og oft, endaði í hjólastól á flokksþingi. Þorvaldur og Ásdís voru hamingju- söm og áttu barnaláni að fagna. Mátti sjá þess falleg merki er við hittum börnin hans á sjúkrahúsunum og syn- irnir hjálpuðu honum á liðnu ári til að hitta okkur æskuvinina á vikulegum kaffifundum. Þegar félagarnir skiptust á skoðun- um um heimsmálin fyrir fáum vikum og þreifuðu á skoðunum hver annars kvað Þorvaldur upp úr: Góður maður Búss – og brosti, eins og svo oft áður. Mátti ekki á milli sjá hvort væri ertni, glettni, alvara – eða kannski allt í senn. Hafi Þorvaldur Lúðvíksson þökk fyrir samflot á tímans straumvatni. Eggert Ásgeirsson. Það er næsta víst að skaparanum hefur þótt það heppileg ráðstöfun að láta Þorvald Lúðvíksson koma í heim- inn. Hann vissi sem var að margur stæði þar höllum fæti, og að einmitt í þessu barni hans fengju þeir ósvikinn bandamann. Sjálfur kynntist ég af eigin raun hjálpsemi Þorvaldar sumarið 1963, en Þorvaldur Lúðvíksson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AGNES AUÐUNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 13. apríl kl. 13.00. Guðni Auðunsson, Alda Þorsteinsdóttir, Sonja Hilmarsdóttir, Ómar Kristmannsson, Erna Hilmarsdóttir, Kristinn Stefánsson, Auðunn Hilmarsson, Guðbjörg Snorradóttir, Guðlaugur Hilmarsson, Guðbjörg Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir mín, GUÐRÍÐUR ERASMUSDÓTTIR frá Háu Kotey í Meðallandi, lést þriðjudaginn 10. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Helgi Kristinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.