Morgunblaðið - 12.04.2007, Síða 39

Morgunblaðið - 12.04.2007, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 39 ✝ Þórir Þorláks-son fæddist í Veiðileysu í Strandasýslu 30 júní 1926. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 31. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Þorlákur Guðbrandsson bóndi í Veiðileysu, f. 16. apríl 1893, d. 15. feb. 1977 og kona hans Ólöf Sveins- dóttir frá Kirkjubóli í Staðardal, f. 20. maí 1892, d. 6. apríl 1952. Systkini Þóris eru An- nes Svavar, f. 19. sept. 1917, d. 5. nóv. 2002, Guðlaug Una, f. 11. des. 1919, d. 29. maí 1991, Guðbrandur Sveinn, f. 23. júní 1921, d. 16. maí 1992, Marteinn Guðberg, f. 24. jan. ertsdóttir, f. 15. apríl 1958, maki Helgi Helgason, f. 16. ágúst 1956 og Stefanía Eggertsdóttir, f. 16. desember 1965, maki Garry Hurst, f. 9. janúar 1959. Barnabörnin eru 16 og barnabarnabörnin eru 15. Þórir bjó í Veiðileysu allt til árs- ins 1960 þegar fjölskyldan flytur til Djúpuvíkur þar sem þau bjuggu til ársins 1966. Þórir fer síðan með föður sínum og systkinum til Hafnarfjarðar og býr þar til ársins 1971 eða þegar hann flytur til Reykjavíkur þar sem hann bjó til æviloka. Þórir vinnur hin ýmsu störf eft- ir að hann fluttist suður, m.a. á vélaverkstæði Jóns Gíslasonar út- gerðarmanns í Hafnarfirði og síð- ar á vélaverkstæðinu í Dröfn. Þeg- ar Þórir flytur til Reykjavíkur vinnur hann hjá Stálveri í nokkur ár og fer síðan til byggingafyr- irtækisins Bústaða. Útför Þóris verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 1923, d. 18. apríl 1984, Borghildur Svanlaug, f. 28. júní 1924, Elínborg Þór- dís, f. 22. maí 1929, Kristján, f. 19. maí 1931, og Bjarni Mar- ís, f. 22. feb.1937. Sambýliskona Þór- is er Þórunn Þor- geirsdóttir frá Ár- múla í Önundarfirði, f. 10. febrúar 1930. Foreldrar hennar voru Þorgeir Eyjólfs- son, f. 29. september 1884, d. 22. október 1979 og Hólm- fríður Guðjónsdóttir, f. 21. sept- ember 1894, d. 10. júní 1995. Þór- unn á fjögur börn, þau eru; Bogi Eggertsson, f. 3. desember 1954, Guðmundur Eggertsson, f. 23. febrúar 1957, Hólmfríður Egg- Í dag kveðjum við stjúpföður okk- ar, Þóri Þorláksson. Okkar fyrstu kynni af Þóri voru fyrir 35 árum þegar hann og móðir okkar hófu bú- skap saman. Minningarnar eru afar ljúfar þar sem Þórir var mjög góður maður, hann var sérstaklega barn- góður og bóngóður. Þórir var mjög handlaginn og á sínum yngri árum smíðaði hann trillu sem var með eindæmum falleg og veiddi afar vel. Þórir var mjög félagslyndur og þótti gaman að fara á mannamót og ferðast. Hann fór í margar ferðir með Strandamönnum bæði um Ís- land og einnig til Grænlands og Færeyja. Þegar við vorum yngri fór- um við í nokkrar ferðir með honum á hans æskuslóðir, Veiðileysu, sem honum þótti afar vænt um. Þórir var mikill bóndi og eftir að hann flutti suður hélt hann áfram að vera með kindur allt fram á síðasta dag. Hann var mjög fjárglöggur og gat bent okkur á kindurnar sínar þó að við sæjum einungis litla depla í fjarska. Einnig þótti okkur merki- legt að í Veiðileysu þar sem voru 300 kindur þá gat hann nefnt þær allar með nafni. Þórir þótti gaman að dansa og fór reglulega með móður okkar á gömlu dansana. Heilsu Þóris fór að hraka fyrir rúmlega tveimur árum sem gerði honum erfitt að stunda sín áhuga- mál. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem.) Blessuð sé minning hans. Saknaðarkveðjur Hólmfríður og Stefanía. Hann nafni minn blessaður er lát- inn, Það kom svo sem ekki á óvart eftir það veikindastríð sem hann hef- ur háð undanfarin ár. En alltaf bregður manni samt illa við þegar svona frétt kemur og sérlega var það sárt þegar mér var sagt að Þórir Þorláksson væri dáinn. Þórir er fæddur og uppalinn í Veiðileysu á Ströndum og átti þar heima allar götur til 1960 þegar faðir hans og systkini ákváðu að flytjast til Djúpuvíkur og jörðin fór í eyði. Hann varð fyrir því óláni í æsku að veikjast af skarlatssótt og missti þá heyrn sem háði honum allt hans líf. Af þeim sökum varð hann nokkuð útundan í lífinu og átti í erfiðleikum með samskipti við annað fólk. Þetta háði honum líka í barnaskólanum og gerði það að verkum að hann varð fyrir meira aðkasti bæði þar og svo seinna er hann fór að stunda vinnu í Djúpuvík og hér fyrir sunnan. En hann starfaði frá unga aldri á búi foreldra sinna og seinna föður síns ásamt því að vera sjálfur með sérbú, þar sem hann átti nokkrar kindur í sínu eigin fjárhúsi. Þetta þýddi að oft var hann að heyja á kvöldin fyrir sig eftir langan vinnudag á fjöl- skyldubúinu. Næstum hver bær í hreppnum átti líka trillu til flutninga og til að draga björg í bú úr sjó. Þannig var líka í Veiðileysu en að auki átti nafni minn sinn eigin bát sem hann hafði smíðað sjálfur með hjálp föður síns og góðra manna. Þórir var nefnilega ótrúlega hagur bæði á tré og járn. Þessa trillu sem hét Björg notaði hann mikið til handfæra- og grásleppuveiða og þá var auðséð að þar fór stoltur maður. Ég kom átta ára gamall í sveit í Veiðileysu sumarið 1955 og var þá ekki mikill bógur til sveitaverka, enda alinn upp á mölinni. Það er mér ofarlega í minni hvað nafni minn tók vel á móti mér og var mér alltaf góð- ur og hjálpsamur ef eitthvað var of erfitt eða snúið fyrir 8 ára snáða úr borginni. Oftast vorum við 4 til 5 börnin í sveit hjá Þorláki í Veiðileysu á sumrin, bæði skyld og óskyld og öll hændumst við mikið að Þóri sem reyndist okkur svo vel. Fyrir vikið stöndum við öll í mikilli þakkarskuld við hann og raunar föður hans og systkini líka. En það er eins með mig og flesta aðra að það gleymist að tala um það þar til fólkið er farið yfir móðuna miklu en vonandi hefur hann fundið þakklæti mitt án þess að ég segði það upphátt. En við krakkarnir sem vorum í Veiðileysu á sumrin vorum mikið með honum og snerumst fyrir hann kringum skepnurnar og hjálpuðum honum að raka og snúa og reiddum heima með honum heyið, því allt var þá flutt á hestum eða bátum því eng- inn var bílvegurinn í þá daga. Ekki þar með sagt að við höfum verið ein- hverjir dugnaðarforkar nema síður sé, því oft á tíðum var letin til þess að hann þurfti að hasta á okkur. Síðar þegar við strákarnir þóttum nothæfir á sjó þá fórum við með Þóri á handfæri á hans trillu. Það var oft ótrúlega gaman þegar vel veiddist, því þá naut hann sín vel og ljómaði af stolti þegar hann stýrði sínum eigin báti til lands. Sérlega er mér ofar- lega í minni vorið 1965 þegar ég reri með honum á grásleppuveiðum og við komum dag eftir dag með hlað- inn bát að landi. Þetta vor var haf- ísinn inni á Húnaflóa og þá var gott að vera með nafna sem laumaði trill- unni sinni milli ísjakanna óskaddaðri inn og út Reykjafjörðinn. Árið 1966 flutti öll fjölskyldan suð- ur og dreifðist í Reykjavík og Hafn- arfjörð en samheldnin var svo mikil að allir tóku sig til og héldu við hús- inu í Veiðileysu, sem er núna notað sem sumarbústaður ættarinnar. Síð- an höfum við hjónin verið nokkrum sinnum með Þóri í Veiðileysu og það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvað hann yngdist og hressist við það eitt að koma á æskustöðvar sín- ar. Sumarið 2005 fórum við Stefán bróðir og eiginkonur okkar helgar- ferð norður með Þóri og betri þakkir gat hann ekki sýnt okkur en hann gerði þegar við kvöddumst að ferð lokinni, því þá glitraði á tár í augum hans. Blessuð sé minning hans. Þórir Steingrímsson og Margrét Sveinbjörnsdóttir. Ég kynntist Þóri fyrir 9 árum þegar ég keypti hesthús í Fjárborg. Ég bað þann sem seldi mér húsið að vísa mér á öruggan mann til að sjá um morgungjafir fyrir mig. Það varð úr að Þórir tók að sér að gefa, en með því fororði að ekki væri víst að hann gæti gefið allan veturinn. Seinna komst ég að því að hann hafði þennan fyrirvara því hann var ekk- ert fyrir það að vera að gefa fyrir fólk sem honum líkaði ekki. Ég var svo heppinn að með okkur tókst vin- átta og aðstoðaði hann mig svo lengi sem hann hafði heilsu til. Hann að- stoðaði mig við að taka upp fjárbú- skap og var óspar á ráðleggingar. Þórir var einn af frumbyggjunum í Fjárborg og átti þar fjárhús frá 1970. Hann var alltaf einn af áhuga- sömustu félögum Fjáreigendafé- lagsins og hafði óbilandi áhuga á sauðfjárhaldi í Reykjavík. Hann fylgdist vel með í Fjárborg og pass- aði að allt færi vel fram. Hann sá um að féð væri bólusett, pantaði menn til að rýja og margt fleira. Þórir vann einnig ýmis störf fyrir félagið meðan honum entist heilsa og sá m.a. um félagsaðstöðuna, allt í sjálf- boðavinnu. Þórir var alla tíð með fal- legt fé. Því ber vitni öll verðlaunin sem hann fékk á árlegri hrútasýn- ingu félagsins og lagði hann metnað sinn í að gera vel. Þegar Þórir vegna heilsubrests ákvað að minnka við sig ákváðum við félagar hans í Fjáreig- endafélagi Reykjavíkur að heiðra hann og samþykktum samhljóða að gera Þóri að heiðursfélaga á aðal- fundi 2006. Félagar Fjáreigendafé- lags Reykjavíkur kveðja með sökn- uði mætan félaga og vottum við fjölskyldu hans og vinum innilega samúð okkar. Blessuð sé minning Þóris Þorláks- sonar. Árni Ingason. Þórir Þorláksson Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Sendum myndalista ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI ÁSMUNDUR GÍSLASON, Hvassaleiti 157, Reykjavík, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 3. apríl, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 13. apríl kl. 13:00. Jónína Halldóra Einarsdóttir, Rósamunda Gerður Bjarnadóttir, Skúli Skúlason, Guðrún Hildur Bjarnadóttir, Gísli Jón Bjarnason, Guðbjörg Aðalsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFÍA JÓHANNSDÓTTIR frá Skálum á Langanesi, lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 9. apríl. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 16. apríl kl. 15:00. Guðbjörg Nielsen, Kári Nielsen, Fróði Indriðason, Leena Janus, Kristján Indriðason, Kristín María Indriðadóttir, Kristinn Óskarsson, Guðmundur Hólm Indriðason, Ragnar Indriðason, Aðalheiður Daníelsdóttir, Birgir Indriðason, Rut Indriðadóttir, Pétur Bolli Jóhannesson. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, GRÉTA SÆDÍS JÓHANNSDÓTTIR, Vallarbraut 5, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 9. apríl. Hrólfur Ragnarsson, Hildur Hrólfsdóttir, Ragnar Þór Emilsson, Smári Hrólfsson, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Sunna Rut Ragnarsdóttir, Fannar Þór Ragnarsson og systkini hinnar látnu. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á heimili sínu að kvöldi laugardagsins 7. apríl. Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 14. apríl kl. 14.00. Aðalsteinn Steindórsson, Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir, Kristín Aðalsteinsdóttir, Auður Aðalsteinsdóttir, Þórkatla Aðalsteinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR J. SIGURÐSSON, Torfufelli 19, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 1. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Minning þín er ljós í lífi okkar. Sigurlaug Ottósdóttir, Valg. Laufey Einarsdóttir, Þór Marteinsson, Ottó Einarsson, Einar Þór Einarsson, Eva Björk Sigurjónsdóttir, Einar Jakob Þórsson, Kolbrún Laufey Þórsdóttir, Sigurlaug Alexandra Þórsdóttir, Alexander Máni Einarsson, Erlen Isabella Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.