Morgunblaðið - 12.04.2007, Side 42

Morgunblaðið - 12.04.2007, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Lárus Hjálm-arsson fæddist á Seyðisfirði 15. nóvember 1946. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut föstu- daginn 30. mars síðastliðinn. Lárus var yngsta barn hjónanna Sigrúnar Helgadóttur hús- freyju, f. í Múlakoti á Síðu 1902 og Hjálmars Vilhjálms- sonar bæjarfógeta á Seyðisfirði og sýslumanns í Norður-Múlasýslu, sem síðar varð ráðuneytistjóri í félags- málaráðuneytinu, f. á Hánefs- stöðum við Seyðisfjörð 1904. Systkini Lárusar eru: 1) Björg húsfreyja, f. 1933, maki Reimar Char- lesson fram- kvæmdastjóri. Börn Bjargar frá fyrra hjónabandi eru Sig- rún, Óskar og Lára Gyða. 2) Helgi arki- tekt, f. 1936, maki María Andrea Hreinsdóttir fram- haldsskólakennari. Börn þeirra eru Lena og Helgi Páll. 3) Vilhjálmur arki- tekt, f. 1938, maki Borghildur Óskarsdóttir mynd- listarmaður. Dætur þeirra eru Ósk og Björg. Útför Lárusar verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Minnisstætt er að við bræður vor- um á nýlagðri Garðarstjörninni, þeg- ar Björg systir okkar kom og sagði okkur að við hefðum eignast lítinn bróðir. Fyrstu ár Lárusar voru mjög erf- ið, hann var máttfarinn og átti erfitt með andardrátt og var oft á tíðum vart hugað líf. Þessi tími lagðist þungt á foreldra okkar, sem með ein- stakri umhyggju og elju tókst að halda lífi í þessum litla snáða, sem smátt og smátt náði betri heilsu, en þó aldrei alveg fullri. Lárus ólst upp við mikið og gott at- læti foreldra sinna og stórs frænd- garðs föðursystkina. Sérstaklega voru náin kynni Lárusar og Bjargar ömmu, þar sem þau sátu löngum saman og fór amma með bænir og þulur, sem hann var furðu fljótur að tileinka sér og læra og fór oft með al- veg fram á síðustu ár. Árið 1953 fluttu foreldrar okkar til Reykjavíkur þar sem faðir okkar tók við nýju starfi. Það kom snemma í ljós að litli bróðir var ekki alveg eins og allir aðrir eða vangefinn eins og þá var kallað, en nú er kallað fötlun. Þótt Lalli litli byggi við þessa fötlun sína var hann óvenju næmur á marga hluti og umhverfi sitt og hafði ótrú- legt minni, þannig að þegar einhver þurfti að fá vitneskju um vini og vandamenn, hverjir væru foreldrar eða ættmenni var óbrigðult að leita til Lalla, sem kunni góð skil á því öllu. Foreldrar okkar, ásamt öðru góðu fólki, stofnuðu Styrktarfélag vangef- inna 1958 og var faðir okkar formað- ur þess til 1975. Þessi félagsskapur breytti fljótlega viðhorfi manna til þessarar fötlunar og hefur mjög margt gott áunnist í málefnum þessa fólks, þannig að núna er ólíku saman að jafna frá fyrri tíma. Þroskandi kafli í fari Lárusar var þegar hann dvaldi á Sólheimum í Grímsnesi í skjóli þeirrar merku konu Sesselíu Sigmundsdóttur. Þar eignaðist Lárus marga góða vini og átti þaðan góðar minningar. Lárus fermdist í Mosfellskirkju í Grímsnesi og var fermingarveislan haldin á Sól- heimum. Margar skemmtilegar heimsóknir til Lalla eru minnisstæð- ar og nokkrum sinnum fórum við bræður til silungsveiða í Brúará og öfluðum vel. Eftir að Lárus flutti í bæinn, fyrst í sambýlið í Sigluvogi og svo síðar í fjölskylduheimilið í Lág- landi hélt hann góðum tengslum við Sólheima og fólkið sitt þar, en Tómas Árnason frændi átti þar stóran þátt í. Lionsklúbbur Tómasar var styrktar- aðili Sólheimaheimilisins og efndu þeir klúbbfélagar til hátíða á Sól- heimum oft um jólaleytið. Lárus naut þessara ferða og heimsókna með frænda sínum í ríkum mæli. Það má segja að Lárus hafi verið mikið sam- kvæmisljón því á merkisafmælum sínum hélt hann vegleg hóf og bauð til þeirra vinum og vandamönnum. Þar ávarpaði hann gesti sína, bauð þá velkomna og bauð þeim að njóta þess, sem þar var framreitt. Á sex- tugsafmælinu sínu hinn 15. nóvem- ber sl. hélt hann sína lokaveislu með miklum rausnarskap. Eftir að foreldrar Lárusar féllu frá dvaldi Lárus hjá okkur systkinum um hátíðir og áramót og eftir ánægjulegar stundir yfir hátíðisdag- ana fann maður að honum þótti gott að fara heim til sín. Þar leið honum best, hjá fólkinu sínu og við frábæra umönnun starfsfólksins. Fólkið í Sigluvogi og síðar í Lálandi var Lár- usi mjög mikils virði og lét hann hag þess og heilsu sig miklu varða og undi því illa, ef einhver var ósáttur eða átti um sárt að binda. Herbergi Lárusar bar þess rík merki að þar átti heima maður, sem kunni vel að meta uppruna sinn og það sem hon- um hafði verið gefið. Áberandi mynd- ir á veggjum af foreldrum, Sesselíu á Sólheimum og skyldfólki báru þess glöggt vitni. Lárus var mjög trúaður og góður maður og á afmælum for- eldra okkar og á hátíðum fórum við systkinin að gröf foreldra okkar í Fossvogskirkjugarði. Þar fór Lárus með stutta bæn og gerði krossmark yfir gröfina, en Lárus á þar tilbúinn legstað við hlið foreldra sinna. Kveðja, systkinin. Heiðursmaðurinn Lárus Hjálm- arsson er lagður til hinstu hvílu í dag. Lárus var af þeirri gerð manna sem einkennast í framgöngu af auð- mýkt og prúðmennsku. En þrátt fyr- ir háttvísina var stutt í grallaraspó- ann sem dró ekki af sér í stríðninni ef sá gállinn var á honum. En alltaf var það græskulaust. Lárus var einstakur heimildar- brunnur um ættir fjölskyldunnar. Þar var aldrei komið að tómum kof- unum þegar aðrir stóðu á gati. Lalli vissi hvað hann söng. Örlæti var dyggð sem Lárus Hjálmarsson bjó yfir. Það fengu allir ættingjar hans og vinir að reyna. Ekki síst á stórafmælum þegar haldnar voru dýrðlegar veislur þar sem gestgjafinn sjálfur var hrókur alls fagnaðar. Og í jólaboðum stór- fjölskyldunnar gladdi hann börnin með því að bregða sér í gervi jóla- sveinsins. Litlum frænkum í heimsókn laun- aði Lalli brandara með gömlum þul- um sem hann hafði numið í æsku. Og ekki spillti fyrir ánægjunni að færa afabróður smákökur og fá í staðinn lánaða heim spólu með skemmtilegri bíómynd. Gott var að sjá hversu vel fór um Lalla meðal vina sinna í Lá- landinu. Mörg árin kvöddum við með Lalla. Þrekið fór minnkandi þótt hann tæki því af aðdáunarverðu æðruleysi. Nú er hann sjálfur genginn en ókomin gamlárskvöld verður minningu Lár- usar Hjálmarssonar haldið hátt á lofti hjá okkur. Við höldum áfram að skjóta upp fyrir Lalla. Takk fyrir samfylgdina Lalli minn. Blessuð sé minning þín. Þín frænka Lena, Garðar, María Silvía og Helga Lena. Heimsóknir til Hjálmars, afabróð- ur míns, og Sigrúnar, konu hans, í Drápuhlíðina eru æskuminningar sem aldrei gleymast. Það var meðal annars vegna þess að þar bjó Björg, langamma mín, sem tilheyrði í raun löngu horfnum tíma – og svo hitti ég fyrir Lárus eða Lalla frænda, en hann var ólíkur öllum sem ég hafði áður kynnst. Þótt hann væri fjórum árum eldri, sem var nokkur aldurs- munur á þeim árum, urðum við strax mestu mátar. Það eina sem ég kunni ekki að meta var að hann vildi sífellt vera að slást, þannig að við kútvelt- umst í slagsmálum um gólfið í svo að segja hverri heimsókn, föður hans til óblandinnar skemmtunar. Eftir því sem árin liðu hættum við Lalli svo að slást og við tók einlæg vinátta. Það treysti vináttuna enn frekar þegar ég kynntist verðandi eigin- konu minni, Þórhildi, og í ljós kom að bróðir hennar – og síðar mágur minn – Jón Úlfar var besti vinur Lalla. Þeir vinirnir dvöldu um þetta leyti saman á Sólheimum í Grímsnesi og það var ætíð mikill fagnaðarfundur þegar við hjónin og síðar synir okkar brugðum okkur í heimsókn þangað. Síðar fluttu þeir Lalli og Nonni til Reykjavíkur, fyrst í Sigluvoginn og síðar í Lálandið. Við það urðu sam- skiptin tíðari og böndin styrktust. Samband þeirra vinanna var ein- staklega náið. Þannig báru þeir bæði mikla umhyggju og djúpa virðingu hvor fyrir öðrum, eins og glöggt kom til dæmis fram í afmæli mágs míns á síðasta ári. Þeir vissu svo sannarlega sínu viti og ráku saman um árabil „lögmannsstofu“, þar sem unnið var af mikilli samviskusemi við margs konar skjalagerð. Alltaf var stutt í kankvíslegt brosið hjá frænda þrátt fyrir að líkamlegri heilsu hans hafi hrakað síðustu árin. Þótt maður vissi að hverju drægi var andlát hans samt sem áður áfall fyrir okkur öll, ekki síst Nonna mág sem nú hefur séð á bak sínum besta vini. Minningin um einstakan mann lifir samt áfram með okkur sem vorum svo lánsöm að kynnast honum. Eiríkur Tómasson. Lárus móðurbróðir minn er látinn. Hann var yngstur barna Sigrúnar Helgadóttur húsmóður og Hjálmars Vilhjálmssonar, sýslumanns og ráðu- neytisstjóra. Hann hét eftir fóstur- föður Sigrúnar, Lárusi Helgasyni, bónda og alþingismanni á Kirkjubæj- arklaustri. Lárus fæddist með „down synd- rome“ og hjónin tóku því að eignast fatlað barn eins og öðrum verkefnum sem fyrir þau lögðust á lífsleiðinni, með æðruleysi, skynsemi og dugn- aði. Á þeim tíma sem Lárus var að vaxa úr grasi var umræða og umönn- un fatlaðra barna afar frumstæð. Sigrún og Hjálmar tóku þátt í frum- kvöðlabaráttu fyrir vangefin börn ásamt öðrum frumherjum og lögðu grunninn að stofnun Styrktarfélags vangefinna. Hjálmar gegndi for- mennsku í félaginu í 18 ár frá stofnun þess. Lárus var frá fyrstu tíð hvattur og styrktur í öllu því sem gat örvað hann og glatt. Eldri systkini ásamt foreldrunum sýndu honum einstaka ástúð og umhyggju sem skilaði sér í einstaklingi með óvenjulega per- sónutöfra og góða grundvallar- menntun út í lífið. Þrátt fyrir fötlun var Lárus bæði læs og skrifandi, spil- aði á hljóðfæri og var mikill grúskari. Lárus sýndi frændfólki sínu og vin- um alla tíð mikla ræktarsemi. Það var sérstaklega ánægjulegt að hann skyldi ná því að halda upp á sextugs- afmælið sitt í nóvember sl. Þar söng hann, dansaði, fór með þulur og hélt ræður eins og honum var einum lag- ið. Lárus flutti á unglingsárum að Sólheimum í Grímsnesi, til Sesselju Sigmundsdóttur sem hann kallaði Lárus Hjálmarsson Margar minningar koma upp í hugann eftir löng kynni við þig, Lárus. Efst í huga er þegar ég kom á Sólheima og sá leiksýningu þar sem þú lékst álfakonung með mikilli reisn og innlifun. Nokkrum árum síðar, þegar ég hóf störf í Sigluvogi, hittumst við og ég sá að þar var álfakon- ungurinn kominn. Við höfum síðan átt margar góðar stundir saman og margar rökræður áttu sér stað í bíln- um mínum á leið um bæinn. Minning þín verður mér ætíð kær. Inga S. Þorsteinsdóttir. HINSTA KVEÐJA ✝ Svanhvít Egg-ertína Jóns- dóttir fæddist í Lón- koti í Sléttuhlíð í Skagafirði 6. júní 1919. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 29. mars síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Elín Egg- ertsdóttir, f. 6.5. 1874, d. 1.1. 1931 og Jón Jónsson, f. 11.10. 1884, d. 20.2. 1946. Svanhvít var eina barn móður sinnar en ólst upp hjá föðurbróður sínum Stefáni Pétri Jónssyni og konu hans Stef- aníu Elísabetu Sigurfinnsdóttur að fermingu og vann síðan sem vinnu- kona víða um sveitina. Hálfsystkini Svanhvítar, samfeðra, eru Guðjón Skagfjörð, f. 1913, d. 1990, Krist- ján, f. 1915, d. 1976, Baldvin Sölvi, f. 1917, d. 1942, Sylvía Hulda, f. 1919, Herbert Alfreð, f. 1922, d. 2000, Bryndís, f. 1924 og Sigurður Björn, f. 1927. barnabörn. 3) Guðrún Ágústa, f. 31.5. 1946, hún á þrjú börn og fimm barnabörn. 4) Kristín Jónína, f. 14.8. 1948, gift Friðriki Þórð- arsyni, þau eiga fjögur börn og sex barnabörn. 5) Þorgerður Stefanía, f. 28.2. 1951, gift Sveinbirni Guð- mundssyni, þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn. 6) Óskírð Hall- dórsdóttir, f. 20.6. 1952, d. 4.12. 1952. 7) Svanlaugur Halldór, f. 2.6. 1953, kvæntur Ásdísi Ein- arsdóttur, þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn, Svanlaugur á úr fyrra sambandi einn son og eitt barnabarn. 8) Trausti Guðmundur, f. 22.1. 1958, sambýliskona Aðal- björg Hauksdóttir. Trausti á þrjú börn frá fyrra hjónabandi. 9) Ósk- ar Friðrik, f .1.6. 1959, kvæntur Björgu Kristínu Einarsdóttur, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 10) Sveinfríður Unnur, f. 20.5. 1963, gift Haraldi Kristinssyni, þau eiga þrjú börn en Sveinfríður á tvö börn úr fyrra sambandi og eitt barnabarn. Sambýlismaður Svanhvítar er Lárus Kr. Pálsson, f. 18.12. 1919. Útför Svanhvítar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður að Bakka í Öxnadal. Svanhvít átti elsta barn sitt, Sigfús Sig- fússon, f. 30.6. 1939, með Sigfúsi Sigfús- syni, frá Steins- stöðum í Öxnadal, f. 18.9. 1879, d. 27.12. 1942. Sigfús er kvæntur Erlu Aðal- björgu Gunnlaugs- dóttur og eiga þau fjögur börn og sjö barnabörn. Svanhvít kynntist Halldóri Kristjáns- syni frá Hlíðarhúsum á Snæfjallaströnd, f. 22.6. 1913, d. 10.7. 1997, í Borgarfirði og giftu þau sig 27.5. 1944. Hófu búskap að Hamraendum í sömu sveit en flutt- ust búferlum að Steinsstöðum í Öxnadal árið 1946 og bjuggu þar til 1988. Fluttu þá til Akureyrar, í Hríseyjargötu 8. Börn þeirra eru: 1) Hjörleifur, f. 14.3. 1944, sam- býliskona Sólveig Gestsdóttir, þau eiga eitt barn. 2) Helga Elín, f. 2.4. 1945, gift Reyni Svanholt Sveins- syni, þau eiga tvö börn og tvö Elsku amma. Það er margs að minnast þegar þú átt í hlut. Fyrst og fremst kemur upp í huga mér hvað það var alltaf gaman að vera í kring- um þig. Steinsstaðir eru sveipaðir gullnum ljóma í mínum huga og þær fáu en góðu minningar sem ég á það- an eru mér hjartfólgnar. Ég var svo ungur þegar þið afi fluttuð til Akur- eyrar í Hríseyjargötuna en ég man þó eftir góðum stundum með Pílu og Týra og skammtaða vatninu í baðkar- ið. Önnu systur þótti líka gott að vera hjá ykkur og hún hafði unun af að um- gangast ykkur. Eftir að þið fluttuð á Hríseyjargöt- una var alltaf fastur liður að koma til ykkar afa, spila Marías og ég tala nú ekki um að borða allt sætabrauðið sem þú bakaðir af stakri snilld. Kand- ísinn var alltaf á borðum og málefni líðandi stundar rædd af kappi. Þú hafðir sterkar skoðanir á hlutunum og þú tuðaðir oft skemmtilega mikið. Þú varst alltaf svo ótrúlega hreinskil- in. Mér fannst alltaf svo gaman að tuða við þig á móti, því þú spenntist öll upp, hækkaðir róminn, blótaðir og hneykslaðist á vitleysunni í mér. Stundum var ég bara ósammála þér til að koma þér í gírinn. Allt var þetta í gamni gert og það var ekki langt í húmorinn. Stundum tókumst við meira að segja á í léttum handalög- málum við eldhúsborðið og hlógum okkur máttlaus að fíflaganginum. Mamma hafði alltaf óskaplega gaman af tuðinu og blótinu í þér en þið voruð svo góðar vinkonur og mamma mikið búin að vera þér innan handar. Pabbi flutti ekki að heiman frá ykkur afa á Steinsstöðum fyrr en um fertugt svo það voru alltaf sterk tengsl ykkar á milli. Eftir andlát afa, eða „pabba“ eins og þú kallaðir hann, varstu svo heppinn að eignast vin nokkrum mán- uðum síðar. Það var gaman að sjá hvað þið Lalli náðuð vel saman og þarna varstu kominn með spilafélaga sem gat líka fíflast í þér og hrært að- eins upp í hlutunum og mamma og pabbi áttu margar góðar stundir með ykkur. Fyrir nokkrum árum var ég varaður við að þú værir orðinn svolít- ið gleymin. Á aðfangadag árið 2005 sat ég hjá þér og klukkan var orðin sex. Jólaklukkur dómkirkjunnar glumdu í útvarpstækinu og við spjöll- uðum um daginn og veginn. Eftir dá- góða stund manaði ég mig upp í það að spyrja þig hvort þú vissir ekki örugglega hver ég væri, af ótta við að þú myndir ekki eftir mér. Þú horfðir á mig í smá stund og sagðir svo: „Er þetta ekki Ómar Ragnarsson?“ Ég sprakk úr hlátri og sá ég á þér að þú varst að fíflast í mér. Mér er þó sér- staklega minnisstætt þegar við sung- um tvíraddað lagið „Húmar að kveldi“ við eldhúsborðið. Þú varst sérlega músíkölsk. Tónlist var eitt af þínum aðaláhugamálum og því hafðir þú mikinn skilning á mínu starfi. Það var gaman að koma til þín í heimsókn eftir að þú fluttist á Skjaldarvík og syngja fyrir þig og vini þína og ég gleymi því seint hvað þú varst mér þakklát fyrir það. Amma hefur lokið sínu dagsverki með æðruleysi og dugnaði. Hvíl í friði, elsku amma, og takk fyrir allt. Saknaðarkveðjur, Friðrik Ómar Hjörleifsson. Kæra frænka og uppeldissystir. Mig langar til að skrifa um þig fá- ein orð að skilnaði. Það var margs að minnast, bæði frá fyrri og seinni tíð. Mér þótti vænt um að ég skyldi fara að heimsækja þig nokkrum dögum áður en þú kvaddir. Þegar móðir mín kom með okkur systkinin norður að Hamri, eftir að hún varð ekkja, þá varst þú þar fyrir, aðeins þremur ár- um eldri en ég, þannig að við þrjú systkinin og þú vorum öll eins og einn systkinahópur. Okkar samband hefur ætíð síðan verið mjög náið. Alltaf var gaman að heimsækja þig bæði að Steinsstöðum og í litla húsið þitt á Ak- ureyri. Við skemmtum okkur svo vel saman. Töluðum saman, sungum saman og jafnvel dönsuðum saman eftir útvarpinu langt fram á nótt. Þetta eru ljúfar minningar frænka mín. Ég kveð þig með þakklæti og virðingu fyrir alla gleðina sem við átt- um saman. Börnum þínum og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Þín frænka Guðrún Erlendsdóttir. Svanhvít Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.