Morgunblaðið - 12.04.2007, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 51
ENVY of Nona
hefur verið starf-
rækt í um fjögur
ár, en söngvarinn
og gítarleikarinn,
David Dunham,
var áður í d.u.s.t.
(restina af þeirri
sveit skipar Kanora). Fyrsta plata
sveitarinnar inniheldur þungarokk
sem fer í hinar og þessar áttir.
Fyrstu sveitirnar sem nefndar eru
til sem áhrifavaldar á www.rokk.is
eru enda Tool og Guns ’n Roses, afar
ólíkar hljómsveitir og skauta Envy
of Nona á milli þessara tveggja póla
í tólf lögum sem eru mis-sannfær-
andi. Tvö fyrstu lögin gefa fínar vís-
bendingar um það sem í vændum er,
„Dahmer“ er bráðgott, temmilega
djúphugult og strax á eftir er það
fínasti partíslagari, „Chainsaw“.
Önnur lög eru einhvers staðar
þarna á milli; hér eru ballöður,
„beint af augum“ rokkarar og fram-
sæknari smíðar í bland.
Það sem dregur plötuna niður er
slappur söngur, og þó að tilgang-
urinn með plötunni hafi ekki verið að
finna upp hjólið, er gæðunum í laga-
smíðadeildinni ansi misskipt. Fyr-
irtaks hljóðfæraleikur og auðheyr-
anleg ástríða fyrir tónlistinni er það
sem fleytir plötunni yfir meðallagið.
Bæði heila-
laust og
hugsandi
TÓNLIST
Envy of Nona – Two Years Birth
Arnar Eggert Thoroddsen
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
STÚLKNASVEITIN Heimilistónar
hefur náð samningi við Sögur ehf.
um útgáfu á sinni fyrstu plötu, Herra
ég get tjúttað. Samhliða því er einnig
stefnt að útgáfu á DVD diski með
heimildarmyndinni Heimilistónar í
Ameríku sem sýnd var í Sjónvarpinu
á páskadag. „Heimilistónar er heim-
ilisleg hljómsveit sem samanstendur
af fimm leikkonum, Elvu Ósk Ólafs-
dóttur, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur,
Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur,
Ragnhildi Gísladóttur, og svo mér,“
segir Vigdís Gunnarsdóttir, leikkona,
trommari og fleira. „Við spilum
nefnilega ekki bara á eitt hljóðfæri
heldur róterum, við spilum til skiptis
á hljóðfærin, auk þess sem við syngj-
um til skiptis. Það er sem sagt mikið
jafnræði hjá okkur.“
Aðspurð um nafn plötunnar segir
Vigdís hana samnefnda einu af lög-
um plötunnar. „Þetta er tónlist frá
bæði sjöunda og áttunda áratugnum,
í stíl við kjólana okkar. Við viljum
auðvitað hafa ákveðinn stíl á þessu,“
segir Vigdís. Um er að ræða erlendar
ábreiður frá umræddu tímabili, en
þær stöllur þýddu texta allra lag-
anna. „Við leggjum mikinn metnað í
að hafa þýðingarnar mjög heið-
arlegar.“
Upptökum á plötunni er lokið og ef
allt gengur að óskum ætti hún að
koma út eftir tvær til þrjár vikur. Í
sumar stefna þær svo að því að fara í
tónleikaferðalag um landið, sem Vig-
dís telur að verði seinni partinn í júní.
Samningurinn sem gerður var við
Sögur ehf. nær yfir útgáfu á tveimur
plötum og segir Vigdís að seinni plat-
an verði jólaplata sem ætlunin sé að
gefa út á aðventunni. „Við erum að
safna að okkur textum, og ætlum
reyndar að hafa meira okkar tónlist,
það er að segja að semja eitthvað
sjálfar,“ segir hún.
Heimilislegir
Heimilistónar
Handsal Jóhann Friðrik Ragnarsson, framkvæmdarstjóri Sagna ehf., Elva
Ósk, Vigdís, Ólafía Hrönn, Katla Margrét og Ragnhildur.
SÍÐROKKSTRÍÓIÐ Fridge er lík-
lega þekktast í dag sem útung-
unarstöð Adems og Four Tet, tveir
listamenn sem hafa verið áberandi í
jaðarheimum tónlistarinnar en á
alls ólíkum forsendum. Four Tet er
þannig listamannsnafn Kieran Heb-
den og tónlistin framsækin og víruð
raftónlist (en einkennilega grípandi
þó) en Adem heitir fullu nafni
Adem Ilhan og ástundar ang-
urværa, rafskotna tónlist; einhvers
konar nútíma þjóðlagatónlist.
Þegar Fridge starfaði lék Heb-
den á gítar, Adem á bassa og Sam
Jeffers á trommur. Allt eru þetta
gamlir skólafélagar og Fridge var
aldrei lögð niður formlega, þó að
sólóferill bæði Adem og Hebden
færi á flug (og heimsóttu þeir m.a.
Ísland haustið 2004, þar sem þeir
léku á Iceland Airwaves-hátíðinni).
Nú hefur verið tilkynnt um nýja
plötu frá Fridge og kemur hún út í
júní næstkomandi. Er það fyrsta
plata sveitarinnar síðan Happiness
kom út árið 2001, en sú plata þykir
mikið meistaraverk í síðrokks-
fræðum. Platan nýja ber nafnið The
Sun og varð til á síðasta sumri, er
vinirnir þrír höfðu loks tíma til að
hittast og vinna að tónlist saman.
Það er mikill hugur í Hebden vegna
plötunnar og vonast hann til að
hægt verði að túra í kjölfarið, segir
að á sínum tíma hafi verið lítið um
slíkt, enda meðlimir ekki nema sex-
tán ára þegar sveitin vakti fyrst at-
hygli.
Ný plata frá
Fridge
Four Tet Kieran Hebden.