Morgunblaðið - 17.04.2007, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.04.2007, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING MUSEO Alameda, stærsta safn Bandaríkjanna helgað rómanskri list og menningu í Ameríku, opnaði í gær í borginni San Antonio í Texas- ríki. Safnið er skærbleikt á litinn með litskrúðugum ljósum, í róm- önskum stíl. Innflytjendur af rómönskum ætt- um eru afar margir í San Antonio miðað við íbúatölu og því þótti við hæfi að safnið yrði þar. Safngripir verða þó ekki eingöngu rómanskir heldur einnig frá Ameríku. Búist er við því að 400.000 manns sæki safnið á ári hverju. Bleikt safn Rómönsk list og menning DAGBLAÐIÐ Wall Street Journal hlaut tvenn Pulitzer- verðlaun í gær fyrir blaða- mennsku, þar af önnur í flokki al- mannaþjónustu fyrir fréttaflutn- ing af forkaupsrétti að hlutabréfum í bandarískum fyr- irtækjum í fyrra. Hin verðlaunin fékk blaðið fyrir umfjöllun um fram- kvæmd kapítalismans í Kína. Blaðið var eini fjölmiðillinn sem hlaut fleiri en ein verðlaun. Associat- ed Press fréttastofan var verðlaunuð fyrir ljósmynd af konu af gyð- ingaættum að verjast öryggis- lögreglumönnum á Vesturbakkanum í Ísrael, sem sést hér að ofan. Í flokki skáldsagna hlaut Cormac McCarthy verðlaunin fyrir bókina The Road og David Lindsay-Abaire fyrir leikverkið Rabbit Hole. Í flokki sagnfræðirita hlutu Gene Roberts og Hank Klibanoff verðlaun fyrir The Race Beat og Debby Applegate verð- laun í flokki ævisagna fyrir The Most Famous Man in America. Í flokki ljóðabóka var höfundur bókarinnar Native Guard, Natasha Trethewey, verðlaunuð. Í flokki bóka almenns eðlis, þ.e. ekki skáldsagna, hlaut Lawrence Wright verðlaunin fyrir The Looming Tower. Tónlistarverðlaunin hlaut Ornette Coleman fyrir Sound Grammar. Sigurvegarar í hverjum flokki, að undanskildum skrifum í almanna- þjónustu, fá 10.000 dollara verðlaun og viðurkenningarskjal. Verðlaunum fyrir skrif í almannaþjónustu fylgir gullpeningur. Columbia háskólinn veitir verð- launin samkvæmt vali 18 manna Pul- itzer-verðlaunanefndar ár hvert. Pul- itzer-verðlaunin eru nefnd í höfuðið á blaðaútgefandanum Joseph Pulitzer. Pulitzer- verðlaunin veitt AP ANNA Sigríður Helgadóttir, söngkona og tónlistarstjóri, og Jónas Þórir píanóleikari, halda tónleika og verða með opið hús annað kvöld, síðasta vetrardag, í Fríkirkjunni í Reykjavík. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Efnisskráin verður aðallega samansett af tónlist sem þau hafa flutt við ýmsar athafnir í kirkjunni. Í andyrinu verður söfn- unarbaukur og það sem safnast í hann verður sent til félags Krabbameinssjúkra barna. Fólk er hvatt til að mæta, njóta fagurra tóna og leggja góðu málefni lið um leið. Tónleikar Tónleikar í Fríkirkjunni Anna Sigríður Helgadóttir SIGRÍÐUR Aðalsteinsdóttir, mezzósópran, og Helga Bryn- dís Magnúsdóttir, píanóleikari, flytja þýsk og frönsk ljóð á síð- ustu hádegistónleikum vetr- arins í Íslensku óperunni í dag kl. 12:15. Á efnisskránni eru ljóð eftir Brahms, Fauré og Sa- int-Saëns. Tónleikarnir standa yfir í um það bil 40 mínútur og er til- valið fyrir þá sem starfa eða búa í miðbænum að taka sér örstutt frí frá dagsins önnum og líta inn í Óperuna í hádeginu og hlýða á ljúfa tóna. Samlokur og drykkir eru til sölu í and- dyri Óperunnar. Miðaverð er 1000 kr. Tónleikar Þýsk og frönsk ljóð í hádeginu Sigríður Aðalsteinsdóttir SÝNING á úrvali textílverka eftir nemendur í 6. bekk Rima- skóla verður opnuð í Kaffi Bergi í Gerðubergi í dag kl. 13:30. Kennarar í textílmennt og íslensku við Rimaskóla fengu börnunum það verkefni að semja ljóð og síðan áttu þau að gera mynd úr þæfri ull út frá inntaki ljóðsins. Útkoman er glæsileg og óhætt að fullyrða að val verka á sýninguna reyndist mjög erfitt. Sýningin stendur til 6. maí n.k. og er opin á opn- unartíma Kaffi Bergs, mánudaga - föstudaga frá kl. 9-16 og á laugardögum frá kl. 13-16. Sýning Textílverk nem- enda í Rimaskóla Textílverk í Gerðubergi. „ÞETTA er alvöru leikrit og alvöru leikarar,“ segir Edda Heiðrún Back- man, sem leikstýrir verkinu Hjóna- bandsglæpum, sem frumsýnt verður í Kassanum á miðvikudaginn. „Og al- vöru leikstjóri,“ segja leikararnir Elva Ósk Ólafsdóttir og Hilmir Snær Guðnason. Hjónabandsglæpir er eft- ir Eric-Emmanauel Schmitt, þann sama og samdi leikritin Abel Snorko býr einn og Gesturinn, sem sýnd hafa verið á íslenzku sviði. Í þessu nýja verki „tekst höfundur á óvæginn og óvæntan hátt á við ástina, hjóna- bandið og samskipti kynjanna. Í verkinu blasa innviðir hjónabandsins við okkur og ýmsar skuggahliðar þess koma í ljós, en jafnframt tekst höfundurinn á áhugaverðan hátt við löngun mannsins til að láta ástarsam- band vara“. Elva Ósk Ólafsdóttir og Hilmir Snær Guðnason fara með hlutverk Elísabetar og Róberts. Þau hafa búið saman í fimmtán ár og þeg- ar leikritið hefst glíma þau við minn- isleysi. Í þeirri baráttu verða átök um sannleikann í hjónabandinu. Auðvelda leiðin var ekki í boði „Æjá, það er þetta með blessað hjónabandið,“ segir Edda Heiðrún heimspekilega. „Það er nú orðið eins og gömul gólftuska, enginn nennir að skúra og enginn þolir fýluna. Ég vildi svo gjarnan að þetta leik- rit hristi upp í hlutunum og framkall- aði nýja og ferska umræðu um hjóna- bandið. Til þess höfum við unnið þetta af mikilli einlægni, kafað dýpra í málin og velt þeim fyrir okkur.“ Elva Ósk: „Þetta hefur verið óvenju djúpt ferðalag, enda kallar höfundurinn verkið sálfræðidrama.“ Hilmir Snær: „Þetta leikrit er svo vel skrifað. Það er mikill bogi í báð- um rullunum, margar hliðar sem við þurfum að fást við og það reynir á.“ Elva Ósk: „Þetta eru draumarull- ur sem fá mann til þess að halda áfram, en staðna ekki í einhverri skúffu, þær hvetja mann til að kafa dýpra og bæta við sig.“ Hilmir Snær: „Það er svo sem allt- af hægt að fara auðveldu leiðina, en Edda Heiðrún leyfði okkur það ekki. Við viljum líka láta sparka okkur áfram og fram af brúninni.“ Edda Heiðrún: „Þessi vinna hefur nú einhvern veginn verið átakalítil. Við höfum leyft okkur að gráta yfir verkinu …“ Elva Ósk: „… Og við höfum prófað svo margar leiðir.“ Hilmir Snær: „Það skemmtilega við þessa vinnu er að við gáfum okk- ur tíma til þess að rannsaka hlutina. Það gefur mikið, þegar upp er stað- ið.“ Elva Ósk: „Það er ekkert í þessu verki sem fólk þekkir ekki, það snýst um sársaukann, þegar fólk nær ekki að tala út um hlutina.“ Edda Heiðrún: „Þennan sársauka, þegar fólk gerir samning og stendur ekki við hann. Þegar fólk vill bara vera ástfangið en neitar að elska.“ Hilmir Snær: „Hvort fólk lítur á hjónabandið sem fyrirtæki fremur en vina- og ástarsamband.“ Edda Heiðrún: „Og svo elskar fólk heitt, en tekst ekki að standa við gerðan samning, heldur gerir eitt- hvað sem það hefði betur látið ógert.“ Allur skalinn allur pakkinn Elva Ósk: „Ef fólk talaði meira saman, þá værum við ekki í þessum sporum á leiksviðinu. Reyndar gæti ég alveg eins leikið Róbert og Hilmir Snær Elísabetu. Þetta snýst um fólk en ekki kyn.“ Hilmir Snær: „Leikritið hristir svo sannarlega upp í okkur. Það leysir ekki lífsgátuna í eitt skipti fyrir öll, en það snertir alla og getur skapað umræður.“ Edda Heiðrún: „Það er svo margt sem við þurfum að vinna með í okkur sjálfum. Við þyrftum að sortera rusl- ið í okkur. Það er ekki nauðsynlegt að demba öllu yfir aðra. Það er ekki nauðsynlegt að koma öllu í orð. Það er umhugsunarvert að í öðrum menningarsamfélögum er fólk und- irbúið fyrir hjónabandið, því eru kennd ýms undirstöðuatriði. Við Ís- lendingar hins vegar lærum af mis- tökum, dettum í það og önum áfram án ráðs og rænu.“ Hilmir Snær: „Reyndar vekur þetta leikrit fleiri spurningar en svör. Það er styrkur þess, hvað það fer víða og hvað höfundurinn er vog- aður.“ Elva Ósk: „Þetta snýst fyrst og fremst um manneskjuna.“ Edda Heiðrún: „Um fólk sem elsk- ar og þykir vænt hvoru um annað.“ Hilmir Snær: „Þetta er allur pakk- inn. Allur skalinn.“ Edda Heiðrún: „Kannski lausnin felist eftir allt saman í ást og kær- leika eins og Jesús vinur okkar sagði fyrir tvö þúsund árum. Höfundurinn deilir lífinu með okk- ur, bæði í blíðu og stríðu. Það verður þó að segjast eins og er að þetta leik- rit er meira í stríðari kantinum.“ Að vera ástfanginn en vilja ekki elska Morgunblaðið/Árni Sæberg Glaðbeitt Hilmir Snær, Edda Heiðrún og Elva Ósk eru tilbúin að færa okkur Hjónabandsglæpi á sviði. Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is MYNDLISTAMAÐURINN Stein- grímur Eyfjörð verður fulltrúi Ís- lands á Feneyjatvíæringnum sem verður opnaður þann 10. júní næst- komandi. Framlag Steingríms til hátíðarinnar nefnist Lóan er komin en þar fléttir listamaðurinn saman þjóðlegum minnum og samtíma með tilvísunum í vestræna heims- mynd, menningu og alþjóðavæð- ingu. Hluta verksins smíðaði Stein- grímur eftir leiðbeiningum huldumanns sem hann komst í samband við í gegnum miðil. Verk- ið lýsir svo ferðalagi Steingríms til heimkynna huldumannsins í þeim tilgangi að kaupa af honum kind. „Huldufólk er hluti af íslenskri þjóðarsál,“ segir Steingrímur. „Tröll, álfar og huldufólk. Allt eru þetta ákveðin lífsgæði sem Íslend- ingar búa við.“ Feneyjatvíæringurinn er ein elsta alþjóðlega myndlistarhátíð heims en Íslendingar hófu þar formlega þátttöku árið 1984. Gabrí- ella Friðriksdóttir var fulltrúi Ís- lands á hátíðinni fyrir tveimur ár- um. Verk hennar vakti þar sérlega mikla athygli en það er óhætt að segja að þátttaka í tvíæringnum í Feneyjum sé einn mesti heiður sem myndlistarmanni getur hlotnast í hinum alþjóðlega myndlistarheimi. „Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir mig,“ segir Steingrímur um þátttöku sína í tvíæringnum. Á síðustu árum hafa orðið um- talsverðar breytingar á fram- kvæmd sýningarinnar af hálfu Ís- lendinga en í ár sér hin nýstofnaða Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar um framkvæmd ís- lenska hlutans í fyrsta sinn. Hanna Styrmisdóttir er sýningastjóri ís- lenska skálans í Feneyjum. „Ef vel tekst til er sýningin gríð- arlega mikilvægur vettvangur fyrir íslenska myndlistamenn og ís- lenska samtímalist almennt,“ segir Hanna. Huldufólk og íslensk þjóðar- sál á Feneyjatvíæringi Morgunblaðið/ÞÖK Myndlist Hanna Styrmisdóttir, sýningarstjóri íslenska skálans, Stein- grímur Eyfjörð og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. ♦♦♦ Höfundur: Eric-Emmanuel Schmitt. Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson. Leikstjórn: Edda Heiðrún Back- man. Leikmynd og búningar: Jón Axel Björnsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Leikarar: Elva Ósk Ólafsdóttir og Hilmir Snær Guðnason. Hjónabandsglæpir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.