Morgunblaðið - 30.04.2007, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 9
FRÉTTIR
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
Nýjar hörskyrtur
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík,
sími 562 2862
Stærðir 40-52
Vor - Sumar 07
kynningardagar
26. apríl-5. maí
Þú þværð hárið, þurrkar, berð froðuna í, greiðir og hárið nær
sínum eðlilega lit á ný, þykknar og fær frískari blæ.
Grecian 2000 hárfroðan fæst hjá:
Lyfju Lágmúla, Lyfju Smáralind, Árbæjar Apóteki, Lyfjavali, Apótekinu
Mjódd, Hársnyrtistofunni Hár - Hjallahrauni 13 Hfj., Rakarastofu Gríms,
Rakarastofu Ágústar og Garðars, Rakarastofunni Klapparstíg, Rakarastofu
Ragnars - Akureyri, Torfa Geirmunds, Hverfisgötu 117 og Hagkaupum.
Árni Scheving slf. - Heildverslun, sími 897 7030
Flottar hörbuxur frá
Margir litir - st. 42-56
Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460
Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15
www.belladonna.is
KLIKKAÐ kaffi og bilaður bakstur
var meðal þess sem boðið var uppá
á Geðveiku kaffihúsi í Pósthús-
stræti síðastliðinn laugardag.
Kaffihúsinu var komið á fót af
Hugarafli í tengslum við List án
landamæra.
„Þetta er í annað sinn sem við
stöndum fyrir þessu en List án
landamæra gengur út á að allir
vinni saman án aðgreiningar,“ seg-
ir Auður Axelsdóttir hjá Hugar-
afli.
Auk kaffis og bakkelsis var boð-
ið upp á geðgreiningu, tónlist og
ljóðalestur á kaffihúsinu.
Að sögn Auðar var viðburðurinn
vel sóttur.
„Það var fullt út úr dyrum allan
tímann.“
Morgunblaðið/ÞÖK
Geðveikt kaffihús
UNDIRRITAÐUR var samstarfs-
samningur biskups Íslands og guð-
fræðideildar Háskóla Íslands, varð-
andi kennslu í litúrgíu, starfsþjálfun
og símenntun, á nýafstaðinni presta-
stefnu á Húsavík.
Skv. samningnum tekur guð-
fræðideild að sér verkefni varðandi
kennslu í helgisiðafræðum
(litúrgískum fræðum), starfsþjálfun
prestsefna og símenntun fyrir
presta og djákna. Er þetta metið
sem 75% lektorsstaða við guðfræði-
deild. Samningurinn gildir í þrjú ár.
Í samningnum er m.a. kveðið á um
eftirfarandi verkefni:
Kennslu í litúrgískum fræðum,
starfsþjálfun prestsefna, skv. starfs-
reglum Kirkjuþings um starfs-
þjálfun prestsefna og símenntun fyr-
ir presta og djákna.
Fyrir ofangreind verkefni greiðir
biskup Íslands guðfræðideild árlega
fjárhæð sem samsvarar 75% stöðu
lektors við Háskóla Íslands alls.
Miðað er við að 25% af stöðuheimild
lektors við guðfræðideild sé ráð-
stafað til hvers verkefnis. Sam-
starfssamningurinn gildir í þrjú ár
eða til ársloka 2009. Er hann með
fyrirvara um fjárveitingu frá Kirkju-
ráði þjóðkirkjunnar fyrir hvert ár.
Dr. Hjalti Hugason, forseti guð-
fræðideildar, og Karl Sigurbjörns-
son, biskup Íslands, undirrituðu
samninginn.
Undirritun Karl Sigurbjörnsson biskup, Hjalti Hugason deildarforseti og
Einar Sigurbjörnsson, formaður stjórnar Guðfræðistofnunar.
Samstarf um kennslu í litúrgíu,
starfsþjálfun og símenntun
GEIR H. Haarde forsætisráðherra
og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra, ásamt forseta
bæjarstjórnar, Soffíu Lárusdóttur,
og Eiríki Bj. Björgvinssyni, bæjar-
stjóra Fljótsdalshéraðs, undirrituðu
samninga um stofnun Þekkingarset-
urs á Egilsstöðum ehf. á laugardag.
Með samningunum skuldbindur
ríkisvaldið sig til að leggja núver-
andi húsnæði Þekkingarsetursins á
Vonarlandi á Egilsstöðum sem
hlutafjáreign, að verðmæti 125 millj-
ónir króna, í einkahlutafélagið Þekk-
ingarsetur á Egilsstöðum ehf. Mark-
miðið er jafnframt að Fljótsdals-
hérað og tengdir aðilar leggi félag-
inu til sömu upphæð á næstu tíu
árum. Starfsemi félagsins verður
hagnaðarlaus með almenningsheill
að markmiði.
Þróa þekkingarsamfélagið
á Austurlandi
Í húsnæði þekkingarsetursins
verða undir einu þaki helstu rann-
sóknar- og þjónustustofnanir á
Egilsstöðum og víðar, alls á annan
tug stofnana, auk þess sem stefnt er
að því að þar byggist upp staðbundið
háskólanám. Megintilgangurinn er
því að efla vísinda- og rannsóknar-
starfsemi á svæðinu og vera miðstöð
sérfræðiþjónustu af ýmsu tagi,
stuðla að aukinni nýsköpunarstarf-
semi í atvinnulífinu og skapa skilyrði
fyrir frekari þróun þekkingarsam-
félags á Austurlandi. Á þessu ári
verður hafist handa við byggingu
1.800 fermetra húsnæðis undir starf-
semina, en alls verður húsnæðið um
3.000 fermetrar þegar núverandi
húsnæði á Vonarlandi er talið með.
Stofnun þekkingarsetursins er jafn-
framt liður í stefnu Fljótsdalshéraðs
sem hefur að markmiði að þróa
áfram sveitarfélagið sem þekkingar-
samfélag.
Gengið var frá samkomulagi um stofnun Þekkingarseturs á Egilsstöðum
Efla vísindi og rannsóknarstarf
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Hátíðleg stund Fjölmenni fylgdist með þegar stofnsamningurinn um Þekkingarsetur var undirritaður.
Fréttir á SMS
„Í ÞESSU tilviki á ekki að taka
seinkun til greina,“ segir Einar H.
Guðmundsson, stjórnarmeðlimur í
Baráttusamtökum eldri borgara og
öryrkja, um þá ákvörðun landskjör-
stjórnar í gær að vísa frá kæru
framboðsins á þeim úrskurði yfir-
kjörstjórna Reykjavíkurkjördæma
suðurs og norðurs og Suður-
kjördæmis að það gæti ekki boðið
fram í fimm kjördæmum þar eð
framboðslistar hefðu borist of seint.
„Það er verið að reyna að bola
okkur í burtu og koma í veg fyrir að
við getum boðið fram, með öllum
ráðum sem hægt er. Mér finnst illa
að okkur vegið að leyfa okkur ekki
að bjóða fram í þessum kjördæmum
því við höfum verið með yfirdrifinn
meðmælalista.“
Spurður um ástæður þess að ekki
tókst að skila inn listum á réttum
tíma segir Einar veikindi hafa hrjáð
formann framboðsins, Arndísi H.
Björnsdóttur, auk þess sem tölva
hennar hafi „slegið út“, en það megi
rekja til bilana hjá Vodafone.
Framboðið hafði sólarhringsfrest
til að kæra úrskurðinn og var kær-
unni hafnað á fimmta tímanum í
gær. Það mun bjóða fram í Norð-
austurkjördæmi í kosningunum.
„Reynt að bola
okkur í burtu“