Morgunblaðið - 30.04.2007, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 30.04.2007, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hver vill ekki vinna við framsækið út-rásarfyrirtæki, eiga möguleika ávellaunaðri vinnu í háþróuðu fyrir-tæki og möguleika á starfi erlend- is. Er þetta ekki það sem flesta dreymir um? Jú, líklega, alla vega ef marka má könnum um starfsvonir ungs fólks, sem meðal annars var kynnt á nýafstöðnu Fiskiþingi. Flestir vilja víst verða sérfræðingar. En hvernig stendur þá á því að nýliðun er svo lítil sem raun ber vitni við sjávarútvegsdeild Háskólans á Akur- eyri? Námið þar uppfyllir þær óskir sem að framan greinir. Sjávarútvegsfræðingar geta komizt í mjög góðar stöður hjá hinum öflugu og hátæknivæddu sjávarútvegsfyrirtækjum, sem hér starfa. Þeir geta komizt í vinnu hjá fyrirtækjum sem selja fiskafurðir um allan heim. Þeir geta komizt í vinnu hjá hátækni- fyrirtækjum sem selja búnað til fiskvinnslu um allan heim. Þeir geta komizt í vinnu hjá bönk- unum, sem eru einhver mestu útrásarfyrir- tæki Íslands um þessar mundir. Hvers vegna er þessi góða menntun þá svona lítið eftirsótt? Er það vegna þess að hún er sniðin að þörfum sjávarútvegs? Samkvæmt fyrrgreindri könnun sér ekkert af ungmennum landsins fyrir sér framtíð í sjávarútvegi. Það er hreinlega með ólíkindum. Hefur sjávarútvegurinn svona slæmt orð á sér? Hvað er í gangi? Fiskiþing síðastliðinn föstudag var helgað menntun í sjávarútvegi. Flutt voru fjölmörg og mjög góð erindi um menntun á öllum stigum útvegsins. Þar kom fram að mikil starfstengd fræðsla er í boði fyrir fiskverkafólk. Fræðsla í grunn- og framhaldsskólum er hins vegar tak- mörkuð. Í Háskóla Íslands er engin bein námsbraut í sjávarútvegsfræðum, en fjölmörg námskeið innan ýmissa deilda tengjast sjávar- útvegi beint. Háskólinn á Akureyri er eini skólinn sem býður upp á beina menntun í sjávarútvegi á háskólastigi. Þar er vel að verki staðið og skólinn hefur útskrifað fjölmarga nemendur sem skila mjög góðu starfi innan sjávarútvegsins og víðar. Fjöltækniskólinn býður upp á mikið nám fyrir skipstjórnarmenn og vélstjóra, en á því sviði hefur nýliðun líka verið lítil. Þörfin fyrir menntun á öllum stigum sjávarútvegsins er mikil. Það þarf fólk sem kann til verka á öllum stigum. Það kom hins vegar nokkuð á óvart að ekki virðist í boði menntun eða þjálfun fyrir ungt fólk sem vill hefja störf sem sjómenn. Slík þörf er vissulega fyrir hendi. Reyndar er skólaskipið Dröfn mikilvægur liður í að kynna sjávarútveginn fyrir börnum í grunnskólum og fyrirhuguð út- gerð Fagrakletts HF 123 er afskaplega gott framtak, en henni er ætlað að gefa ungu fólki sem átt hefur erfitt uppdráttar í lífinu kost á því að kynna sér sjómennsku og læra hana sem framtíðarstarf. Þá má ekki gleyma Slysa- varnaskóla sjómanna, en þar er unnið gífur- lega mikilvægt starf í öryggismálum sjó- manna. Það er vissulega margt í boði, þó alltaf megi gera betur. Íslenzka þjóðin á sjávarút- veginum alla sína velgengni að þakka. Það má ekki gleymast í kauphallaræði nútímans þar sem allir vilja vera í jakkafötum og eiga stóra jeppa, að grunnurinn var reistur af sjávarút- veginum og í raun er hann enn í fararbroddi. Íslenzkur sjávarútvegur og tengd starfsemi er í fararbroddi í heiminum. Það er litið upp til Ís- lands á þessu sviði. Það er engin skömm að starfa í sjávarútvegi. Það er heiður og það er skynsamlegt að læra til fisks á hvaða stigi starfseminnar sem það er. Höldum merki ís- lenzks sjávarútvegs hátt á lofti og hættum að láta hreppapólitík og öfund afskræma þessa grunnatvinnugrein þjóðarinnar. Að læra til fisks »Háskólinn á Akureyri ereini skólinn sem býður upp á beina menntun í sjávarútvegi á háskólastigi. BRYGGJUSPJALL Hjörtur Gíslason hjgi@mbl.is ENGEY RE-1, sem Samherji hf. keypti af HB Granda hf. þann 20. mars sl., fer innan tíðar til veiða við strendur Afríku á vegum erlends dótturfélags Samherja. Veiðarnar eru liður í að styrkja erlenda starf- semi Samherja. Samherji fékk skipið afhent þann 22. mars sl. og hefur gert það út til kolmunnaveiða. Skipið kom til löndunar á Neskaupstað á föstudag og á eftir að fara í eina veiðiferð til viðbótar. Magnús Guðmundsson hefur ver- ið ráðinn skipstjóri á skipinu frá og með miðjum maí. Magnús hefur víð- tæka reynslu af veiðum við strend- ur Afríku en hann hefur verið skip- stjóri á skipum sem gera út frá Máritaníu og Marokkó síðastliðin 9 ár. Gert er ráð fyrir að um 80 manns verði í áhöfn skipsins, þar af 5-7 Ís- lendingar. Skipið fer í slipp til Þýskalands um miðjan maí þar sem gerðar verða á því nauðsynlegar breytingar fyrir Afríkuförina. Engey fer til veiða við Afríku Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Veiðar Kolmunna landað úr Engey á Akureyri. Skipið á eftir einn kolmunnatúr áður en það fer til nýrra verkefna. EINAR K. Guðfinnsson gerði stöðu íslensks sjávarútvegs og ólíka um- ræðu um hann, annars vegar innan greinarinnar sjálfrar og hins vegar á pólitískum vettvangi, að umfjöll- unarefni í ræðu sinni á Fiskiþingi á föstudag. Þá fjallaði ráðherra einn- ig um umhverfismerkingar, al- þjóðasamninga og rannsóknir og menntun í sjávarútvegi. Ráðherra gat þess að lífskjör hefðu batnað hraðar á Íslandi en flestir hefðu þorað að vona, eða um 75% frá árinu 1994. „Dettur mönn- um í hug að slíkt hefði gerst ef sjáv- arútvegurinn hefði verið einhver dragbítur í íslensku efnahagslífi, svo stór og þýðingarmikill sem hann er? Auðvitað ekki.“ Fiskifélag Íslands vinnur nú að undirbúningi umhverfismerkis fyrir íslenskar sjávarafurðir og sagði Einar Kristinn það ekki lengur vera spurningu um hvort heldur hvernig og hvenær því yrði komið á. Það væri þó ekki vandalaust. „Það er því ljóst að alveg frá fyrsta degi verður íslenskt umhverfismerki að undirstrika sérstöðu íslenskra sjáv- arafurða og treysta orðspor okkar. Jafnframt því að hafa fullkominn trúverðugleika og markast af gagnsæi á öllum stigum. Við verð- um að gera okkur grein fyrir að ákvörðun af þessu tagi mun hafa ýmsar afleiðingar í för með sér, t.d. um mótun auðlindanýtingar okkar. Það breytir því þó ekki að mínu mati, að við eigum að stíga þetta skref og nýta það til að treysta stöðu okkar á alþjóðlegum mörk- uðum.“ Þá fjallaði sjávarútvegsráðherra um það hve gjörólík umræða um sjávarútvegsmál er innan greinar- innar annars vegar og hins vegar á pólitískum vettvangi. „Það sem ég á við er að á sama tíma og sjávar- útvegurinn hefur verið að breytast, þróast, dafna og taka framförum er hin pólitíska umræða um sjávarút- vegsmál í meginatriðum hin sama og hún var þegar ég hóf feril minn á Alþingi árið 1991. Hún hefur lítið þróast og er bundin við mjög svipuð viðfangsefni og áður. Stóra breyt- ingin er hins vegar sú að umræðan er ekki jafn stríð sem fyrr, hún er ekki jafn harðneskjuleg og áður eða óvægin. En galli hennar er sá að viðfangsefnin eru ekki þær breyt- ingar og þau tækifæri sem sjávar- útvegurinn felur í sér og stjórn- málamenn þyrftu að hafa í huga,“ sagði Einar Kristinn og bætti við að þoka þyrfti þjóðmálaumræðunni á þessu sviði nær því sem er efst á baugi í sjávarútveginum. Ekki spurning um ís- lenskt umhverfismerki Slíkt merki verður að vera fullkomlega trúverðugt og markast af gagnsæi á öllum stigum veiða og vinnslu Í HNOTSKURN »Það er því ljóst að alvegfrá fyrsta degi verður íslenskt umhverfismerki að undirstrika sérstöðu ís- lenskra sjávarafurða. »Ráðherra gat þess aðlífskjör hefðu batnað hraðar á Íslandi en flestir hefðu þorað að vona, eða um 75% frá árinu 1994. »Hin pólitíska umræðaum sjávarútvegsmál er í meginatriðum hin sama og hún var þegar ég hóf feril minn á Alþingi árið 1991. Morgaunblaðið/RAX Fundir Björn Friðrik Brynjólfsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra, og Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hlýða á erindi á Fiskiþingi. ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem tímarit á Íslandi ná hundrað ára aldri. En þau tímarit eru þó til. Eitt þeirra er Ægir – tímarit um sjávarút- vegsmál, sem í ár fagnar hundr- að ára afmæli sínu. Sérstakt hundrað ára af- mælisblað er nú nýkomið út og er það stórt og mik- ið að vöxtum. Í blaðinu er hundrað ára saga blaðsins rifjuð upp, fjölmargir skrifa afmælisgreinar í blaðið, spáð er í framtíð íslensks sjávarútvegs, fjallað um útflutning íslenskra sjáv- arafurða og margt fleira. Jafn- framt er litð aftur til fortíðar og birtar fréttir og myndir úr elstu tölublöðunum. Ægir er að mörgu leyti einstök heimild um gang mála í sjávarútvegi í upphafi síðustu ald- ar. Ægir – tímarit um sjávarút- vegsmál kemur út ellefu sinnum ári. Fiskifélag Íslands gaf Ægi lengi út en eigandi blaðsins og útgefandi í dag er Athygli ehf. Ritstjórn blaðsins er í starfsstöð Athygli á Akureyri og er Óskar Þór Hall- dórsson ritstjóri þess. Ægir í eina öld SETT hefur verið ný reglugerð um úthlutun aflaheimilda í þorski vegna tilrauna við föngun fisks til áframeldis og framkvæmd þess. Reglugerðin er nr. 282/2007 og jafnframt fellur úr gildi eldri reglu- gerð um sama efni nr. 464/2002. Helstu nýmælin í reglugerðinni fjalla um innköllun ónýttra afla- heimilda og endurúthlutun þeirra sem á að tryggja aukna skilvirkni og nýliðun. Annars vegar með því að þeir sem hafa fangað upp í allar sínar heimildir fái auka úthlutun úr pottinum sem innkölluðu heimild- irnar fara í. Hins vegar með því að aðilar sem sótt hafa um við reglu- lega úthlutun en ekki fengið vegna þess að einhverjar forsendur hefur vantað, geta, hafi þeir þar bætt úr, fengið úthlutun úr sama potti. Fiskveiðiárin 2006/2007 til og með 2009/2010 hefur sjávarútvegs- ráðherra til sérstakrar ráðstöfunar aflaheimildir sem nema árlega 500 lestum af óslægðum þorski sem skal ráðstafað til tilrauna með áframeldi á þorski í samráði við Hafrannsóknastofnunina sem fylg- ist með tilraununum og birtir niðurstöður um gang þeirra. Út- hlutun fer fram einu sinni á ári og gildir til eins fiskveiðiárs í senn. Aflaheimildirnar eru ekki framselj- anlegar, hvorki til annarra eldis- fyrirtækja né til almennra veiða. Ónýttar heim- ildir í þorskeldi innkallaðar ÚR VERINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.