Morgunblaðið - 30.04.2007, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.04.2007, Qupperneq 16
Sáttamiðlun hefur verið notuð í Danmörku um skeið og er boðin öllum sem leita til dómstóla með fjöl- skyldumál. »17 daglegt líf Veikindi eru algengasta ástæða greiðsluerfiðleika, segir Ásta S. Helgadóttir hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. »18 fjármál O kkur finnst gott að koma hingað upp í hesthús og kemba hest- unum, gefa þeim hey og dúllast í kringum þá. Ef við erum í stuði þá beislum við þá, setjum á þá hnakk og skellum okkur í reiðtúr. Það er mjög hress- andi og góð hvíld frá öllu hinu sem við erum að gera,“ segja systurnar Rekel og Ingunn Sig- urðardætur sem eru svo heppnar að geta um- gengist hesta yfir vetrartímann í borginni, því fjölskylda þeirra er með átta hesta á húsi á Fákssvæðinu og þær eru að sjálfsögðu með- limir í hestamannafélaginu Fáki. Vinkonurnar fá stundum að koma með í reiðtúr Rakel er bæði í ballett og fimleikum og Ing- unn er í djassballett og júdó svo það fer mikill tími hjá þeim í æfingar. „Þess vegna komumst við ekki eins oft á hestbak og við vildum, það er hreinlega ekki tími til þess. En við förum samt alltaf þegar við getum og bjóðum stundum vinkonum okkar með okkur og það er rosalega gaman. Við erum orðnar svo vanar að við þurfum engan fullorð- inn með okkur þegar við förum í reiðtúr, við getum riðið hér um nágrennið alveg sjálfar.“ Tveir hestar eru í mestu uppáhaldi hjá þeim systrum, hann Geisli gamli frá Bræðratungu sem er kominn yfir tvítugt og Magndís frá Torfastöðum sem er aðeins tíu vetra. Magndís er svolítið frek „Mér finnst Geisli langbesti hesturinn fyrir mig, af því hann er svo öruggur, þægur og góð- ur. Ég get alveg treyst honum og hann er ekk- ert að rjúka neitt með mig eða gera einhverja vitleysu, en samt er hann vel viljugur. Hann vill reyndar brokka svolítið mikið með mig en mér tekst nú stundum að láta hann tölta og það er miklu þægilegra fyrir mig,“ segir reiðkonan Rakel sem er 10 ára. Ingunn systir hennar er tveimur árum eldri og hún ríður aðallega út á hryssunni Magndísi. „Hún er Magndís er frábær. Að ríða henni er eins og að vera á sjálfskiptum bíl, hún gerir allt sem maður biður hana um og hún töltir sjálf- krafa með mig, hún er svo mjúk og notaleg. En hún er svolítið frek og reynir stundum að valta yfir mig og rjúka með mig, en ég ræð samt al- veg vel við hana. Magndís er líka svo falleg.“ Ríðandi í réttirnar Í sumrin eru hestar fjölskyldunnar í haga- göngu í sveitinni hjá ömmu systranna, Rúnu í Hlíðartúni í Biskupstungum, en stelpurnar eru fæddar og uppaldar í þeirri sveit. „Okkar fyrstu kynni af hestum voru einmitt hjá henni ömmu þegar við vorum litlar. Hún átti góðan hest sem hét Skjóni og við fengum stundum að fara á hann. Svo kynntist ég líka Magndísi þegar mamma var að vinna á Torfastöðum og við fengum líka að fara með í hestaferðir með fólk- inu frá þeim bæ. Við fórum líka á reiðnámskeið í sveitinni og lærðum mikið af því,“ segir Ing- unn sem er ekkert tepruleg vegna hestalykt- arinnar, henni finnst hún bara góð. „Við skipt- um auðvitað um föt þegar við komum heim og förum ekki í hestafötunum í skólann. En við notum mikinn spæni undir hestana og erum með safnstíur, þannig að það er ótrúleg lítil hestalykt í hesthúsinu okkar.“ Í sumar ætla þær Rakel og Ingunn að fara eins mikið í reiðtúra í sveitinni og hægt er. „Þar er mikið af skemmtilegum reiðleiðum og við förum stundum í dagsferðir, kannski hringinn í kringum Miðfell. Síðan er fjöl- skyldan að plana tveggja daga hestaferð í sum- ar með fleira fólki og þá verða aðrir krakkar með okkur, frænkur og frændur á okkar aldri. Þá þurfum við að gista í fjallakofa á Hlöðuvöll- um og það verður rosalega gaman. Við hlökk- um mjög mikið til. Svo förum við alltaf ríðandi í réttirnar á haustin með mjög stórum hópi af fólki, bæði börnum og fullorðnum, og það er meiriháttar fjör, mikið sungið og svaka stemn- ing.“ Á fákum fráum fram um veg Morgunblaðið/ÞÖK Enginn flóki Rakel og Ingunn búnar að kemba Magndísi vel og vandlega. Langflestir krakkar hafa gaman af því að umgangast dýr og svo er um systurnar Rakel og Ing- unni sem fara reglulega í hest- hús fjölskyldunnar og skreppa stundum á bak. Kristín Heiða Kristinsdóttir heilsaði upp á ungar og hressar hestastelpur. Í reiðtúr Geisli frá Bræðratungu og Magndís frá Torfastöðum bera þær systur af öryggi á baki sínu. khk@mbl.is |mánudagur|30. 4. 2007| mbl.is daglegtlíf NÝLEGA fór fram óvenjuleg dans- keppni í Lima í Perú en hún ber heitið skæradanskeppni og málið snýst um að dansa með skæri. Margir þátttakendur láta dans- inn ekki duga heldur ganga á eldi, úða í sig glerbrotum eða stinga vír- um í ólíka líkamshluta nú eða láta gata tunguna eða varirnar til að sýna andlegt atgervi.. Reuters Skæri Margir hafa áhuga á að taka þátt í danskeppninni þar sem skæri eru í aðalhlutverkinu og þeir láta þar við sitja. Göt Sumir dansarar láta gata í gegnum varir og tungu og enn aðrir láta sig ekki muna um að láta stinga sig með vírum með- an á keppninni í skæradansi stendur. Borða glerbrot og stinga í sig vírum Öðruvísi Áhugasamur dansari neglir í gegnum tunguna á dansfélaga sínum í skæradanskeppninni sem haldin var ný- lega í Villa Maria í Suður-Lima í Perú.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.