Morgunblaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í VIÐHORFSGREIN í Morg- unblaðinu 9. maí gerir Kristján G. Arngrímsson tilraun til þess að bera saman gildi Central Park í NY og flugvallar í miðborg Reykjavíkur. Hann bendir á að hvort tveggja er stórt „opið“ svæði sem vegna legu sinnar má breyta í verðmætt bygg- ingarland. Lengra nær samanburð- urinn ekki enda um fullkomlega óskyld fyrirbæri að ræða. Central Park er almenningsgarður opinn öll- um íbúum og gestum New York- borgar en Reykjavíkurflugvöllur rammgirt samgöngumannvirki sem engum er hleypt inn á nema þeim 20% þjóðarinnar sem stundum nýta sér innanlandsflug. Það kemur fram í greininni að Kristján Arngrímsson er einn þeirra. Umhverfisvænt að byggja miðborg Kristján biður Samtök um betri byggð að útskýra fyrir sér hvers vegna þau vilji byggja miðborgina inn á Vatnsmýrarsvæðið og telur að það auki á bílafjöldann sem er meira en nægur fyrir í borginni að hans mati. Því er til að svara að miðborg- arbyggð á flugvallarsvæðinu mun fyrst og fremst fjölga fólki og fyr- irtækjum þar en ekki bílum. Lega flugvallarins hefur frá stríðslokum heft eðlilega þróun Reykjavíkur og er meginorsök þess að hér var skipu- lögð bílaborg með sífellt alvarlegri afleiðingum fyrir heilsu íbúanna, mengun og umhverfisspjöllum. Eina leiðin til þess að snúa þeirri þróun við er að byggja miðborgarbyggð í mið- borgarlandinu en flytja flugvöllinn út í jaðar höfuðborgarsvæðisins. Þannig er skipulagið í New-York. Þannig er það í flestum menningarborgum. Vel skipulögð miðborg, þar sem mikill mannfjöldi býr og starfar, verslar og nýtur afþreyingar og útivistar er ein- hver umhverfisvænsti lífsmáti sem stendur nútímafólki til boða. Leiðir milli áfangastaða eru stuttar og fjöldi fólks getur sinnt flestum erindum sínum fótgangandi. NY-búinn mun vera sá sem setur einna minnst mengunarmark (foot-print) á jörðina með lífsháttum sínum vegna þess hve borgin er þétt og vel skipulögð. 50 manns á hektara er sá lágmarksfjöldi íbúa sem þarf til að skapa grundvöll fyrir sjálfbærar almennings- samgöngur samkvæmt alþjóðaú- treikningum eins og Samtök um betri byggð hafa ótal sinnum bent á. Flugvöllur í Cent- ral Park Í Morgunblaðinu 8. maí var sagt frá ung- lingspiltum sem fóru yfir flugvallargirð- inguna með hjóla- brettin sín og brutu þar með öryggis- reglur og settu sjálfa sig og aðra í lífshættu með tiltæki sínu. Ef Reykjavíkurflug- völlur væri sambærilegur við Central Park hefðu þeir verið þarna í sínum fulla rétti og enginn getað amast við þeim. Ef borgin lægi þar sem eðlilegt er að hún liggi væri unnt að gera Hljómskálagarðinn að okkar Mið- garði og opna fyrir vötn og tjarnir alla leið út í Skerjafjörð og leggja hjólabrettabraut eins langa og flug- braut. Allur sá mannfjöldi sem byggi og starfaði, verslaði og fundaði í 102 Reykjavík gæti farið fótgangandi ýmist í Garðinn eða Öskjuhlíðina til að anda að sér fersku lofti og skógar- ilmi. Þannig nýta borgarbúar al- menningsgarða. Okkar Miðgarðs- svæði var tekið undir flugvöll í stríð- inu og gegndi mikilvægu hlutverki á sínum tíma. Nú eru aðrir tímar. NY- búar myndu aldrei sætta sig við flug- völl í Central Park nema tímabundið og af illri nauðsyn eins og í stríði. Það gerir meiri hluti Reykvíkinga ekki heldur. Þeir kusu um málið vorið 2001. Reykjavík verður að fá að þróast í vel skipulagða og skilvirka borg öllum Íslendingum og umhverfi okkar til hagsbóta. Steinunn Jóhannesdóttir og Dóra Pálsdóttir svara Kristjáni G. Arngrímssyni um Vatnsmýr- ina og Reykjavíkurflugvöll » Borg, þar sem mikillmannfjöldi býr og starfar,verslar og nýtur afþreyingar og útivistar er umhverfisvænsti lífs- máti sem stendur nú- tímafólki til boða. Steinunn Jóhannesdóttir Höfundar eru félagar í Samtökum um betri byggð. Dóra Pálsdóttir Í FYRRI grein minni, skattar og skattalækkanir, gerði ég nokkra grein fyrir skattahugtakinu og dró fram þá staðreynd að skattar eru aldrei annað en samneysla þegn- anna og að skattar verða ekki hækkaðir eða lækkaðir með breytingum á skatta- lögum en aðeins með breytingu á samneysl- unni. Í þessari grein er ætlunin að fjalla nokk- uð um skattbyrði og breytingar á henni á síðustu áratugum. Skattbyrði er hugtak sem hefur oft borið á góma á síðustu miss- erum en skilningur á því hugtaki virðist ærið misjafn. Deilt hefur verið um það hvort skattbyrði hafi hækkað eða ekki og hvort til- teknar skattabreyt- ingar hafi lækkað skatta eða hækkað. Í umfjöllun um skatta á alþjóðavett- vangi er skattbyrði hugtak sem þýðir ein- faldlega skattar eða samneysla sem hlutfall af VLF (vergri lands- framleiðslu). Í þrengra samhengi er talað um skattbyrði einstakra skatttegunda t.d. tekjuskatts eða virðisaukaskatts og þá einnig sem hlutfall þess skatts af VLF. Annar mælikvarði á skattbyrði einstakra skatttegunda er með- alskatthlutfallið þ.e. viðkomandi skattur sem hlutfall af skattstofninum t.d. tekjuskattur sem hlutfall af heild- artekjum. Þannig má bera saman skattbyrði einstakra hópa svo sem manna með mismunandi tekjur, aldr- aðra o.s.frv. Góðar heimildir eru til um skatta á Íslandi. Þjóðhagsstærðir svo sem VLF og samneyslu má finna í skýrslum OECD og fyrir hendi eru ít- arlegar upplýsingar um álagningu flestra skatta á heimasíðu ríkisskatt- stjóra. Hafa þær verið flokkaðar og greindar frá ýmsum sjónarhornum. Ástæðulaust ætti því að deila um staðreyndir varðandi skattbyrði hvernig svo sem menn túlka þær. Samkvæmt skýrslum OECD hækkaði meðalskattbyrði í aðild- arríkjum þess úr 32,5% í 36% á árunum 1985 til 2005. Á Íslandi hækkaði meðalskattbyrðin úr um 31% í um 41% á sama tíma eða um 10 pró- sentustig sem var meiri hækkun en í nokkru öðru OECD-ríki að Tyrklandi undanskildu. Óumdeilanlegt er því að skattar hafa hækkað og skattbyrði aukist. Við nánari greiningu kemur í ljós að skatt- byrði af virðisaukaskatti hefur lækkað nokkuð á árunum frá 1995 og að nær alla hækkun skatt- byrðarinnar má rekja til breytinga á tekjuskatti einstaklinga, sem var 28% af skatttekjum hins opinbera í byrjun tíma- bilsins en var orðinn 36% í lok þess. Í OECD-ríkjunum lækkuðu tekjuskattar einstaklinga úr 10,5% af VLF í 9,1% frá 1990 til 2004. Á sama tíma hækkaði þetta hlutfall á Íslandi úr 8,3% í 14,3% eða um 6 prósentustig og var hlut- fallið á Íslandi þá orðið það fjórða hæsta í OECD. Sé litið á tekjuskatta einstaklinga sem hlutfall af heildartekjum þeirra sést hið sama. Meðalskatthlutfallið hefur á árunum 1993 til 2006 hækkað úr rúmum 17% í um 22% eða um 5 prósentustig. Þessi hækkun var nokk- uð jöfn og viðvarandi frá 1993 til 2002 en hlutfallið hefur haldist nær óbreytt síðan. Í ljósi framangreindra staðreynda er ekki um það að deila að skattar hafa hækkað hér á landi og skattbyrði aukist á síðustu tveimur áratugum. Þessi hækkun er óhjákvæmileg af- leiðing af þeirri samfélagsþróun sem hefur verið í gangi og kemur m.a. fram í því að meiru er varið en áður til samneyslunnar af ýmsum ástæðum. Þegar það gerist hækka skattarnir og skattbyrðin eykst hvað svo sem líður loforðum um skattalækkanir. Því hefur verið haldið fram að skattbyrði hafi ekki hækkað því kaup- máttur ráðstöfunartekna hafi aukist. Slík röksemdafærsla er byggð á mis- skilningi því skattbyrði getur hækkað án þess að leiða til skerðingar á kaup- mætti einstaklinga ef tekjur þeirra vaxa á sama tíma meira en sem nem- ur verðlagsbreytingum. Hækkun skattbyrði við slíkar aðstæður þýðir þó að kaupmáttur ráðstöfunartekn- anna hækkar minna en kaupmáttur tekna fyrir skatt. Einstaklingarnir sjá á eftir stærri hluta af kaupmætti tekna sinna til hins opinbera en áður var sem þýðir að skattbyrðin hefur aukist. Hér hefur verið dregið fram að skattbyrði á Íslandi hefur aukist í samræmi við hækkun opinberra út- gjalda á síðustu tveimur áratugum og að hækkunin kemur fyrst og fremst fram í hækkun á tekjuskatti ein- staklinga. Þetta segir okkur að boð- aðar skattalækkanir með breytingum á skattalögum á undanförnum árum hafa ekki skilað sér. Er það eðlilegt því engin tengsl eru á milli slíkra breytinga og þess sem ræður skatt- byrðinni í reynd. Loforð um lækkun skattbyrði með breytingum á skatta- lögum eru í eðli sínu marklaus. Þótt breytingar á skattalögum hafi ekki áhrif á skattbyrðina í heild hafa þær afgerandi áhrif á hvernig skatt- byrðin breytist hjá einstökum hópum, t.d. mismunandi tekjuhópum, öldr- uðum, barnafólki o.s.frv. Er þar kom- ið að meginhlutverki skattalaga, þ.e. að sjá til þess að ákvörðun skatta sé með þeim hætti sem bestur þykir og að uppfylltar séu þær kröfur, sem gerðar eru til skattkerfisins og minnst var á í síðustu grein, að skatt- kerfið gæti jafnræðis, sé sanngjarnt og hlutlaust. Í næstu grein verður vikið að því og hvaða áhrif breytingar á skattkerfinu á undanförnum árum hafa haft á dreifingu skattbyrði og breytt ásýnd skattkerfisins. Skattbyrði Indriði H. Þorláksson skrifar um skatta Indriði H. Þorláksson » Skattbyrðiræðst af út- gjöldum til sam- neyslu. Loforð um lækkun skatta hafa ekki skilað sér, skatt- byrði einkum af tekjuskatti ein- staklinga hefur aukist. Höfundur er hagfræðingur. ÓSKÖP erum við klerkar eitthvað stuttir til klofsins ef marka má stóra skrefið sem ku hafa verið stigið á ný- afstaðinni prestastefnu norður á Húsavík. Þar var sam- þykkt eins og alkunna er að leyfa það sem þegar hefur verið leyft, þ.e. að blessa staðfesta samvist samkyn- hneigðra líkt og þegar hús er helgað eða skipi hleypt af stokkunum með fyrirbæn. Hafi eitthvert skref verið stigið yfirleitt fram á veginn þarna norð- urfrá má segja að það hafi gerst þrátt fyrir að margir spyrntu við fót- um enda aðrir verið stórstígari í þessum málum en þeir sem stóðu að meirihluta- samþykktinni. Mér sýnist því miður að þarna hafi fremur ver- ið um að ræða hænufet eða þá hjakk í sama farinu og í versta falli spor aftur á bak. Sú málefnavinna sem ríf- lega fjörutíu prestar og guðfræðingar kynntu með gildum guðfræðilegum rökum og lögðu fram á téðri prestastefnu gekk hins vegar út frá því að nú yrði skrefið stigið til fulls og vígsla fólks í hjónaband yrði án allrar aðgrein- ingar. Þannig væri faðmur hinnar öldnu móður kirkjunnar opnaður öll- um og undanbragðalaust. Það eitt væri í anda þess kærleika sem Krist- ur boðar og verður aldrei skilinn frá iðkun réttlætisins. Þessu tækifæri misstum við því miður af að þessu sinni, en koma tímar og koma ráð. Andinn blæs nú einu sinni hvar hann vill og það er víðar Guð en í Görðum. Ég get vel skilið margendurtekin vonbrigði samkynhneigðra og ástvina þeirra. Eða hver vill vera hornreka á eigin heimili? Í mínum huga leikur enginn vafi á því að fjölmargt þjóðkirkjufólk deilir þeim vonbrigðum og það er engan veginn hægt að vísa þeirri af- stöðu á bug sem þjónkun við al- manna samsinni á kostnað fagnaðarerind- isins. Raunar er það und- arleg árátta sem oft má heyra meðal okkar presta að vinsældir prests séu til marks um undanslátt eða hé- gómagirnd þess sem traustsins nýtur. Vandamál kirkjunnar sé ekki framganga prestanna heldur af- staða fólksins sem veit ekki hvað því er fyrir bestu. Í stað þess að draga fyrir glugga og loka sig af frá umheiminum og ganga þar frá „réttu“ svörunum ættum við sem höfum kosið það hlutskipti að þjóna sem prestar að hleypa birt- unni inn og hlusta á fólkið í landinu. Rétt- lætið ræðst að vísu aldrei af almanna sam- sinni eða niðurstöðu skoðanakannana eða tískubólum, ekki heldur af viðhorfi genginna kynslóða. Mælikvarðinn á réttlætið er Kristur og kærleiksboðskapur hans. Kristur birtist okkur í fólkinu sem er nú einu sinni kirkjan og fólk- ið hefur svo margt að gefa til að auðga lífið í landinu með fjölbreyti- leika litrófsins. Það er vonandi að brátt renni upp hlý og fögur sum- artíð sólunni fegri og ferskur andi Guðs elsku blási og færi okkur öllum sumargróður. Stóra skrefið? Sigfinnur Þorleifsson er óánægður með útkomuna á prestastefnu varðandi samkynhneigða »Mér sýnistþví miður að þarna hafi frem- ur verið um að ræða hænufet eða þá hjakk í sama farinu og í versta falli spor aftur á bak. Sigfinnur Þorleifsson Höfundur er sjúkrahúsprestur. Í DAG ganga Íslendingar að kjörborðinu og taka afstöðu til þess hverjir skuli stjórna landinu næstu fjögur árin. Skoðanakann- anir sýna að raunhæf hætta er á því að mynduð verði vinstri stjórn að loknum kosningum. Saga vinstristjórna á Íslandi er sorgarsaga. Sem betur fer hafa þær aldrei verið langlífar, en þær hafa verið fólkinu í landinu dýr- keyptar. Forystumenn Samfylkingar og Vinstri grænna hafa lýst því yfir að þeir muni mynda ríkisstjórn að loknum kosningum fái þeir til þess styrk. Það væru vond tíðindi ef sú yrði raunin. Það kjörtímabil sem nú er senn á enda hefur verið kjörtímabil framfara, velmegunar og bættra lífskjara. Fólk verður vart við þessar framfarir allt í kringum sig. Vinstri flokkarnir hafa ekki vilj- að taka þátt í að hrinda þessum framförum í framkvæmd. Þeir hafa barist gegn þeim hvort sem er í tengslum við lækkun skatta, uppbyggingu menntakerfisins eða annarra málaflokka. Við eigum að halda áfram sókn á öllum stigum. Sú sókn verður stöðvuð verði mynduð vinstri stjórn eftir kosningar. Vinstri- flokkarnir hafa boðað hækkun skatta og stórhækkun útgjalda og aukin ríkisafskipti. Forsvars- maður annars flokksins hefur gengið svo langt að segja að stjórnendur, starfsmenn og eig- endur fjármálafyrirtækja, sem staðið hafa fyrir gríðarlegri upp- byggingu hér á síðustu árum sem skapað hefur þúsundir starfa og gríðarlegar tekjur, séu ekki lengur velkomnir á landinu. Verði hér mynduð vinstri stjórn sem lætur verkin tala mun það hafa alvar- legar afleiðingar fyrir atvinnulífið, gjaldmiðilinn og efnahag ríksins. Það er ekki lengra síðan en í nóvember sl. að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylking- arinnar, sagði: ,,Vandi Samfylk- ingarinnar liggur í því að kjós- endur þora ekki að treysta þingflokknum.“ Ég er sammála formanni Samfylkingarinnar um að þingflokki hennar er ekki treystandi fyrir stjórn landsins. Og ég ber þá von í brjósti að kjós- endur séu sammála okkur Ingi- björgu og að sú afstaða breytist ekki í þessum kosningum. Eina leiðin til að tryggja áfram- haldandi uppbyggingu, velmegun og bætt lífskjör undir traustri stjórn er sú að kjósa Sjálfstæð- isflokkinn í dag. Sigurður Kári Kristjánsson Þeim er ekki treystandi Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Flugvöllur í Central Park
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.