Morgunblaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Bjössi frændi er
fallinn frá og þrátt
fyrir að árin væru
orðin sjötíu og átta þá
kom það okkur í opna
skjöldu. Það er svo stutt síðan við
hittum Bjössa hressan og kátan og
allir biðu spenntir eftir áttræðisaf-
mæli í sveitinni hans Bjössa,
Mykjunesi. Við frændsystkinin er-
um þó sammála um að svona viljum
við fá að fara.
Bjössi og Gógó voru einstaklega
barngóð hjón, það var alltaf gott og
gaman fyrir okkur krakkana í stór-
fjölskyldunni að koma til þeirra.
Barnaafmælin á Laugalæknum eru
skemmtileg í minningunni, gott
veður, fallegt heimili og fullt af
glöðum krökkum. Þegar við uxum
úr grasi breyttust barnaafmælin í
fín matarboð og síðan skemmtilegar
stórveislur með ívafi fjölbreytilegra
berjakrása.
Heimili Bjössa og Gógóar var
alltaf hlýlegt, hvort heldur á Lauga-
læk, Búrfelli, Garðabæ eða Hafn-
arfirði. Hvar sem þau bjuggu var
garðurinn þeirra yndislegur. Bjössi
og Gógó voru einstaklega samhent
og í mörg ár eftir að Gógó lést hugs-
aði maður áfram „Bjössi og Gógó“
þegar Bjössi átti í hlut.
Bjössi var einstakur áhugamaður
um berjasprettu og berjatínslu. Að
hitta Bjössa í berjatúr á haustin
með margar fötur af berjum kallaði
fram ósvikna lotningu hjá öllum.
Jafnvel óstýrilátustu börn þögnuðu
og dáðust að enda fengu þau vel að
njóta því Gógó reiddi fram hina
dýrlegustu berjadeserta og höfug
heimilisframleiðsla Bjössa fyrir þá
sem eilítið eldri voru var rómuð.
Afi og amma keyptu sumarbú-
stað við Þingvallavatn og þar áttu
amma og allir hennar afkomendur
góðar stundir. En bústaður þessi
var í upphafi „rangstæður“ og lenti
að mestu á jörð nágrannans. Samn-
ingar tókust við gamla bóndann,
sem óvænt sat uppi með sumarhús
á sinni jörð og honum var greidd
leigan. Þegar hann féll frá varð ekki
undan því vikist að færa bústaðinn
inn á „rétta“ jörð. Þessi flutningur
sameinaði þau systkinin Hadda,
Kristínu, Einar og Bjössa, þau
unnu öll þrekvirki í þessu verkefni.
Fjölskyldan hittist enn á hverju
vori við gamla bústaðinn á nýjum
stað. Þar höldum við hópinn og
kynnumst nýjum fjölskyldumeðlim-
um.
Stórfjölskyldan ræktaði skóg á
bernskuslóðum ömmu í Reykholti
og var Bjössi ein aðaldriffjöðrin við
ræktunina. Þegar reiturinn í Reyk-
holti var að verða fullplantaður,
fóru Bjössi og Haddi að líta eftir
jörð. Þeir keyptu Mykjunes, sem nú
er skógræktarjörð, og er plöntun
þar langt komin. Bjössi undi sér vel
í sveitinni við ræktun í tengslum við
landið og þar dó hann. Hann skilur
eftir sig fallegan og stóran skóg,
hann Bjössi frændi.
Við sendum börnum Bjössa og
fjölskyldum innilegustu samúðar-
kveðjur. Megi allt gott styrkja þau.
Börn Haraldar og Einars.
Kveðja frá
Skógræktarfélagi Íslands
Okkur skógræktarfólki var mjög
brugðið þegar við fréttum af
skyndilegu og óvæntu fráfalli góðs
félaga okkar Björns Árnasonar
hinn 30. apríl sl. Björn hafði boðað
komu sína á fund með systursyni
sínum á skrifstofur Skógræktar-
félags Íslands fimmtudaginn 3. maí
til að ræða m.a. um framtíð afar
merkilegrar skógræktar fjölskyldu
þeirra frænda við Reykholt í Borg-
Björn Árnason
✝ Björn Árnasonfæddist í
Reykjavík 12. ágúst
1928. Hann lést á
heimili sínu í Mykju-
nesi í Holtum 30.
apríl síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Neskirkju 11.
maí.
arfirði, sem staðið
hefur yfir í rúm fimm-
tíu ár, en enginn má
sköpum renna. Við
söknum nú vinar í
stað.
Björn Árnason
verkfræðingur var
virkur félagi í skóg-
ræktarhreyfingunni,
hvort sem var á vett-
vangi félagsmálanna
eða í skógræktar-
framkvæmdum. Hann
starfaði alla tíð sem
félagi í Skógræktar-
félagi Hafnarfjarðar og sat þar í
stjórn um árabil. Björn tók sæti í
stjórn Skógræktarfélags Íslands
árið 1988 á aðalfundi félagsins í
Reykholti í Borgarfirði og sat í
stjórn félagsins allt til ársins 2000.
Birni voru falin fjölmörg trúnaðar-
störf fyrir Skógræktarfélag Íslands
og var m.a. gjaldkeri félagsins um
langt árabil. Hann var töluglöggur
maður og fljótur að átta sig á aðal-
atriðum í rekstri félagsins enda
vænkaðist hagur þess vel í hans tíð.
Meðal annarra starfa sem Björn
tók að sér fyrir félagið má nefna
fundarstjórn við ýmis tækifæri og
formennsku í ýmsum starfsnefnd-
um félagsins. Öll þessi störf vann
Björn af mikilli elju og alúð. Naut
félagið í ríkum mæli mannkosta og
þekkingar Björns við þau fjölmörgu
störf sem hann vann fyrir það. Þá
sat Björn í stjórn Landgræðslu-
sjóðs um árabil og var formaður
sjóðsins frá árinu 1995 til 2000. Á
þessum tíma var lagður grunnur að
verulegum breytingum í rekstri
Landgræðslusjóðs sem hafa að und-
anförnu reynst starfsemi skógrækt-
arfélaganna afar vel. Björn var
sannur áhugamaður um skógrækt
og sem slíkur vann hann ötullega að
því að auka skilning í samfélaginu á
mikilvægi skógræktar. Eitt af
helstu baráttumálum Björns seinni
árin var að koma á beitarstjórnun á
Reykjanesi sem nú hefur loksins
náðst fram og er ekki á nokkurn
hallað þótt sagt sé að framganga
Björns í því máli hafa átt sinn þátt í
því að samkomulag náðist nýlega
um bann við lausagöngu búfjár á
Reykjanesi.
En áhugastarfið og sá tími sem
það kallaði á nægði Birni engan
veginn. Að loknu löngu og farsælu
starfi sem verkfræðingur hóf hann
mikla skógrækt á einkajörð sinni í
Mykjunesi á Rangárvöllum. Þar
undi hann hag sínum vel við rækt-
unarstörf og vann þau með skipu-
lögðum og markvissum hætti.
Björn var ákaflega skemmtilegur
félagi, kunni ótal gamansögur sem
hann deildi gjarnan með okkur fé-
lögunum. Hann var húmoristi og
glettinn og hrókur alls fagnaðar.
Hann var traustur samstarfsmaður
og framkvæmdamaður sem vílaði
ekki hlutina fyrir sér.
Stjórn Skógræktarfélags Íslands
sendir ástvinum Björns innilegar
samúðarkveðjur. Guð blessi minn-
ingu Björns Árnasonar.
Magnús Jóhannesson
formaður.
Kveðja frá Skógræktarfélagi
Hafnarfjarðar
Björn Árnason fyrrverandi bæj-
arverkfræðingur í Hafnarfirði er
látinn. Ég kynntist Birni mjög náið
þegar ég var bæjarstjóri og Björn
var einn af mínum nánustu sam-
starfsmönnum. Það var gott að
vinna með Birni, hann vann starf
sitt af einlægni og alúð og lagði all-
an sinn metnað í að skila því með
hagsmuni allra í huga. Hann gat
verið mjög harður á sinni skoðun,
en var alltaf samkvæmur sjálfum
sér og þannig starfsmenn reynast
alltaf bestir.
En þessi orð skrifa ég sem
stjórnarmaður í Skógræktarfélagi
Hafnarfjarðar, en helsta áhugamál
Björns var skógrækt og má segja
að skógræktin hafi verið hugsjón
hjá honum frekar en áhugamál.
Björn sat lengi í stjórn Skógrækt-
arfélags Hafnarfjarðar og var að
verðleikum heiðraður á 60 ára af-
mæli félagsins í október síðast liðn-
um og útnefndur heiðursfélagi. Við
það tækifæri flutti Björn þakkar-
ræðu, sem hlaðin var hvatningu til
viðstaddra varðandi skóg og skóg-
rækt.
Sem bæjarverkfræðingur stóð
Björn vel við bakið á Skógræktar-
félaginu og það var fyrir tilstilli
hans að lagðir voru vegir um upp-
lönd Hafnarfjarðar, hinir svoköll-
uðu landnemavegir. Þegar lítið var
að gera hjá stóru tækjunum hjá
Áhaldahúsi Hafnarfjarðar var unn-
ið við þessa vegi, sem gert hafa það
að verkum að nú ferðast fólk um
upplandið akandi og gangandi og
njóta hins fagra umhverfis í hví-
vetna. Við sem sátum í Bæjarstjórn
Hafnarfjarðar á þessum árum virt-
um og kunnum að meta þennan
mikla áhuga Björns og sögðum
gjarnan að kostnaðurinn við vega-
lagninguna væri í bókhaldi bæjar-
ins færður á ytri höfnina.
Hin síðari ár bjó Björn að Mykju-
nesi í Holtum, hann hafði sem sagt
gerst skógarbóndi, hugsjónin var
orðin að veruleika og Björn undi
hag sínum hið besta. Við í stjórn
Skógræktarfélagsins og starfsmenn
félagsins heimsóttum hann þangað
og fórum hringferð um land hans og
þar var Björn svo sannarlega í ess-
inu sínu, ljómandi stoltur af því að
geta unnið að framgangi skógrækt-
ar. Síðan var lagið tekið að hætti
skógræktarfólks og bragðað á
berjavíni, því við vorum í heimsókn
hjá höfðingja.
Fyrir hönd Skógræktarfélags
Hafnarfjarðar, framkvæmdastjóra
og allra starfsmanna félagsins
þakka ég Birni langt og farsælt
samstarf og börnum hans og öllum
ættingjum sendum við okkar inni-
legustu samúðaróskir.
Ingvar Viktorsson.
Mér brá mjög, þegar síminn
hringdi og mér var tjáð, að Björn
Árnason væri látinn. Ég hafði hitt
Björn fyrir skömmu. Þá var hann
hinn hressasti og tilbúinn að hefja
af fullum krafti vorstörfin í sinni
skógrækt. Það má með sanni segja,
að feigðin gerir ekki alltaf boð á
undan sér.
Við Björn vorum bekkjarbræður
í Menntaskólanum í Reykjavík. Við
vorum skíðafélagar og reistum
ásamt fleirum skíðaskála, sem
reyndar var ekki lokið við, þegar
við dreifðumst til framhaldsnáms,
svo fátt eitt sé nefnt af góðum eldri
kynnum. Björn Árnason var ágætur
félagi. Á hann mátti ávallt treysta
til samstarfs og góðra verka. Hann
var úrræðagóður á sinn rólega
máta. Öllum var hlýtt til Björns.
Hann tók góðan þátt í samkomum
okkar stúdentanna frá 1948. Við
bekkjarsystkinin munum sakna
Björns.
Björn var mikill áhugamaður um
skógrækt og stundaði hana af kappi
á jörð sinni á Suðurlandi. Eftir að
Björn hætti föstu starfi má segja að
hann hafi gerst skógarbóndi. Hann
var skógræktarhugsjóninni trúr
eins og öðru, sem hann tók sér fyrir
hendur. Mér þótti fróðlegt að ræða
við Björn um skógrækt.
Síðustu árin höfum við Björn ver-
ið spilafélagar. Hin vikulegu
bridgekvöld í skammdeginu hafa
verið tilhlökkunarefni. Björn var af-
ar þægilegur spilafélagi. Þar er nú
skarð fyrir skildi.
Um leið og ég þakka Birni gömul
og góð kynni votta ég afkomendum
hans mína dýpstu samúð.
Steingrímur Hermannsson.
Vertu til er vorið kallar á þig
vertu til að leggja hönd á plóg.
Komdu út því sólskinið vill sjá þig
sveifla haka og rækta nýjan skóg.
(Tr. Þorst.)
Björn Árnason, fyrrverandi
bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði
og skógarbóndi í Mykjunesi í Holt-
um, er fallinn frá 78 ára að aldri.
Hann var að gróðursetja er kallið
kom. Kjarkmaður var hann og
áræðinn. Lítið fyrir vol og víl.
Í móðurætt er Björn kominn af
Melaætt. Móðir hans Svanbjörg var
dóttir sr. Einars Pálssonar í Reyk-
holti og konu hans Jóhönnu Briem,
dóttur Eggerts Briem, sýslumanns
í Skagafirði. Sr. Einar var Austfirð-
ingur, sonur Páls er bjó í Jökuldal,
Jónssonar, Þorsteinssonar á Melum
í Fljótsdal, ættföður Melaættar.
Kona Páls var Hróðný Einarsdóttir
frá Brú í Jökuldal. Hróðný var því
langamma Björns. Af henni er sú
sögn að eitt sinn þurfti hún að fara
yfir Jökulsá á Brú. Kláfferja var yf-
ir ána en þegar Hróðný kemur að
ferjunni er vagninn ekki tiltækur og
ekki nema berir vírarnir. Tekur hún
það til bragðs að hún vegur sig á
vírunum yfir ána með höndunum en
foraðsfljótið Jökla beljandi undir.
Í ýmsu sýndist Björn og hans
fólk líkjast langömmu sinni. Þá gæti
verið að kjarkur og áræði Hróðnýj-
ar komi fram í systursyni Björns er
kleif Everest við þriðja mann fyrir
nokkrum árum.
Björn var fríður sýnum og sam-
svaraði sér vel. Jafnan var hann
glaður og reifur í vinahópi. Við vor-
um spilafélagar í fjölda ára. Hann
var djarfur í sögnum og slyngur í að
spila úr slæmum spilum. Rökhugs-
un hans var traust. Hann leit á
vandamál sem úrlausnarefni en
ekki sem vandræði.
Björn Árnason hafði aflað sér
ágætrar reynslu hjá Vélamiðstöð
Reykjavíkur og að framkvæmdum
við Búrfellsvirkjun þegar hann
gerðist bæjarverkfræðingur í Hafn-
arfirði árið 1968. Einhverjum varð á
að kalla Hafnarfjörð „Guðs yfirgef-
inn stað“ þar sem fjárhagsstaða
bæjarins var þá afleit og lítið hægt
að framkvæma. En Björn var bjart-
sýnn og óragur, bygging álverk-
smiðjunnar var hafin og taldi hann
að héreftir gæti stefnan aðeins legið
uppávið. Það reyndust orð að
sönnu. Miklar framkvæmdir á veg-
um bæjarins fóru í hönd á komandi
árum. Á þeim 27 árum, sem Björn
var þar bæjarverkfræðingur, voru
stöðugt vaxandi framkvæmdir.
Bærinn gjörbreytti um svip, varð
vistvænn og hreinlegur. Björn átti
stóran hlut þar að með sínum mikla
áhuga á allri ræktun. Hann var
stefnufastur en jafnframt laginn í
samstarfi við fjölmarga framámenn
Hafnarfjarðar, sem hinn langi
starfsdagur í Hafnarfirði sýnir.
Hann féll á þeim akri og við það
starf, sem honum var kærast: Að
rækta skóg.
Ekki verður skilist svo við Björn
að ekki sé minnst hans gáfuðu
mannkostakonu, Ingunnar Ágústs-
dóttur, sem lést ótímabært frá
manni og börnum og var okkur
kær. Við sendum börnum hans og
venslafólki hlýjar samúðarkveðjur.
Þóra Jónsdóttir og
Páll Flygenring.
Fallinn er frá Björn Árnason
vélaverkfræðingur, fyrrverandi
bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði
og skógarbóndi, í góðri elli.
Björn var ráðinn til bæjarins í
✝ Þorbjörn Jóns-son fæddist í
Bollakoti í Fljótshlíð
22. ágúst 1914.
Hann andaðist á
Kirkjuhvoli á Hvols-
velli 2. maí síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin í Bolla-
koti, Jón Björnsson
frá Stöðlakoti í
Fljótshlíð, f. 28.2.
1871, d. 1938, og
Arndís Hreiðars-
dóttir frá Stóru-
Hildisey í Austur-
Landeyjum, f. 19.6. 1876, d. 1929.
Þorbjörn átti sjö systkini og var
fimmti í röðinni. Elst var Halla
verkakona í Reykjavík, f. 1898, d.
1993, dóttir Jóns og Svanhildar
Jónsdóttur. Næstir voru Júlíus tré-
smíðameistari í Reykjavík, f. 1902,
d. 1992, sonur Jóns og fyrri konu
hans, Þórunnar Teitsdóttur, f.
1876, d. 1911, kvæntur Rannveigu
Guðjónsdóttur, þau eignuðust fjög-
ur börn, tvö létust í æsku, og Helgi
Þórlaug Sveinsdóttir, f. á Grjótá í
Fljótshlíð 8. október 1925, d. 30.
október 1992, dóttir Sveins Teits-
sonar og Vilborgar Jónsdóttur,
sem bjuggu á Grjótá 1910 til 1956.
Börn Þorbjörns og Helgu eru: 1)
Ágúst verkamaður, f. 1949. 2) Arn-
ar verkamaður, f. 1952, kvæntur
Margréti Jónsdóttur, f. 1961, dæt-
ur þeirra eru: a) Helga Björg, f.
1980, b) Kristjana, f. 1982, sam-
býlismaður Magnús Þór Gunnars-
son, sonur þeirra Jakob Máni, f.
2006, og c) Jóna Birna, f. 1988. 3)
Ásdís sjúkraliði, f. 1955. 4) Ásrún
verkamaður, f. 1957. 5) Ásta bóndi,
f. 1958.
Þorbjörn ólst upp í Bollakoti til
14 ára aldurs að hann fer í vinnu-
mennsku að Hlíðarendakoti og á
þar heimili þar til hann og Helga
hefja búskap í Litla-Kollabæ vorið
1950. Þar bjuggu þau í níu ár. Vor-
ið 1959 flytja þau að Grjótá og búa
þar óslitið til ársins 1992 í febrúar-
lok að þau flytja á Dvalarheimili
aldraðra Kirkjuhvol á Hvolsvelli.
Þau hættu búrekstri um áramót
1987–1988. Útför Þorbjörns verð-
ur gerð frá Hlíðarendakirkju í
Fljótshlíð í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
bóndi í Bollakoti, f.
1904, d. 2002. Hann
var albróðir Júlíusar.
Börn Jóns og seinni
konu hans, Arndísar,
voru fimm, Ragnar
bóndi í Bollakoti var
elstur þeirra, f. 1913,
d. 1999, kona hans
var Þorbjörg Björns-
dóttir, Þorbjörg átti
eina dóttur, Sigur-
laug húsmóðir í
Reykjavík, f. 1915,
gift Hannesi Ágústs-
yni forstjóra, f. 1912,
d. 1996, þau eignuðust tvö börn,
Hreiðar bóndi í Árkvörn í Fljóts-
hlíð, f. 1918, d. 1996, kvæntur Guð-
rúnu Sæmundsdóttir, börn Guð-
rúnar eru átta, Þórunn húsmóðir í
Hafnarfirði, f. 1919, gift Sigurgeiri
Guðmundsyni sjómanni og eign-
uðst þau eina dóttur, og Þórunn
eignaðist fimm börn með fyrri
eiginmanni sínum, Leifi Guðlaugs-
syni, eitt þeirra lést í æsku.
Eiginkona Þorbjörns var Helga
Mig langar að skrifa nokkur
kveðjuorð um Þorbjörn Jónsson,
fyrrum bónda á Grjótá í Fljótshlíð.
Hann var einn af þessum heimakæru
ekta bændum sem byggðu Fljóts-
hlíðina er ég var þar sem krakki.
Ég kynntist Þorbirni í heimsókn-
um mínum til Ástu dóttur hans en
hún er mikil og góð vinkona mín. Ég
fann mig alltaf velkomna að Grjótá,
krakkinn skynjar það vel sé hann
velkominn. Tekið var á móti manni
með bros á vör og boðið í bæinn,
spurt var frétta og sýnd þolinmæði
þó gestinum dveldist eitthvað fram-
eftir. Á Grjótá var og er öllu vel við
haldið og snyrtimennskan ræður
ríkjum. Þorbjörn var einn af þessum
góðu nægjusömu bændum sem ef-
laust alltaf var að og kláraði þau verk
sem byrjað var á, nostraði við hlutina
og gaf sér tíma.
Þorbjörn var hægur og dulur mað-
ur en leyndi á sér og hafði húmorinn
í lagi. Eitt sinn er ég hitti hann á
Kirkjuhvoli á Hvolsvelli hafði ég orð
á því hve vel hann bæri aldurinn þá
að verða níræður, en hann var
óvenju sléttur og hrukkulaus í and-
liti. Hann leit á mig glettnislega og
sagðist ekki hafa nema eina almenni-
lega hrukku og hann sæti á henni.
Hann var lítið fyrir að trana sér
fram en var einlægur í tali og hrekk-
laus maður.
Ég sendi fjölskyldu hans innilegar
samúðarkveðjur og megi hann hvíla í
friði.
Kristín Ólafsdóttir.
Þorbjörn Jónsson